Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 2000 15 ekki eins og dauðs manns gröf?” og ég get ekki svarað öðru en “Það er einmitt það sem mér líkar best. Mér finnst þögnin svo þægileg.” Kemur til með að sakna Islands Dipu segir að reginmunurinn á Akranesi og Kalkútta sé fólksmergð- in á síðarnefnda staðnum. “Heima er svo margt fólk og það er aðal- vandamálið. Það er erfitt að ferðast, erfitt að versla, það er svo margt fólk alls staðar og það er þreytandi. Það er mikil breyting til batnaðar að vera hérna á Islandi og hér hef ég kynnst fólki og fjölskyldum sem koma ffam við mig og mína fjölskyldu eins og við værurn hluti af þeirra. Eg sakna auðvitað bæði lífsins og fjölskyld- unnar heima, en þegar ég sný aftur þangað kem ég til með að sakna lífs- ins á Islandi. Þagnarinnar. Og síðast en ekki síst að vera með sjálfum sér. Fær ekki einu sinni kvef Það getur ekki verið annað en erfitt fyrir fólk að flytjast úr hitabelt- isloftslagi hingað á norðurhjara ver- aldar. “Það er erfitt en maður venst því smám saman” segir Shyamali. “- F)Tsta árið fannst mér mjög erfitt og ég ferðaðist aðallega í strætó. Eg var ekki vön svona veðri og í sannleika sagt finnst mér líka mjög erfitt að keyra í myrkrinu á Kjaiarnesinu núna, sérstaklega þegar er vont veð- ur og stundum er ég alveg skelfingu lostin.” Dipu hefur ekki sömu sögu að segja og hefur ekkert út á veðrið að setja. “Ég tel að Guð hafi gefið okkur þennan líkama og hann er hannaður með það í huga að hann geti aðlagast næstum hvaða aðstæð- uin sem er. Ég kem ffá Indlandi en ég man ekki eftir því að hafa orðið veikur hérna í einn einasta dag. Ég hef ekki einu sinni fengið kvefi.” ísland einstakt Fólk sem flyst á milli heimsálfa hlýtur að hafa gert sér einhverjar hugmyndir um landið áður en þang- að er komið. Hvað skyldi hafa kom- ið þeim mest á óvart. Dipu verður fýrir svörum. “Fyrst og fremst hversu fátt fólk var hér. Og sumarið, það er alveg yndislegt. Bjart allan sólarhringinn. Fegurð landsins, landslagið og hversu gott fólkið hér var kom einnig ánægjulega á óvart og það er óhætt að segja að norðurljósin valdi engum vonbrigðum. Hér er engin öfund og afbrýði- semi. Fólk hatast ekki og drepur hvert annað. Auð- vitað koma alltaf upp smá- vandamál en þau koma öll utan að. Ég hef komið til margra landa en mér finnst Island búa yfir einstakri fegurð sem maður sér hvergi annars staðar.” Las um Snæ- fellsnes sem bam Skötuhjúin hafa ferðast víða og segjast vera fljótari að telja upp það sem þau eiga efrir að sjá heldur en það sem þau hafa þegar séð. Dipu fannst sérstak- lega mikið til Ásbyrgis koma og segir að það sé tvímælalaust eitt af undrum veraldar. “Enn núna löngu eftir að ég fór þangað hugsa ég um það á kvöldin þegar ég leggst til svefns: “Hvernig í ósköpunum varð þetta til?” Það sem við höfum séð af landinu hefur verið írijög sérstakt og allt önnur upplifun en það sem mað- ur hefur séð hingað til.” Shyamali segir að fyrir sig hafi það verið mjög sérstök upplifun að sjá Snæfellsnes. “Ég las bókina “Journey to the cent- er of the earth” efrir franska rithöf- undinn Jules Verne þegar ég var mjög ung og aftur þegar ég varð eldri og hún heillaði mig alltafi’ en umrædd ferð hefst einmitt í gígnum á Snæfellsjökli. “Ég trúði því varla að þetta væri Snæfellsnes sem ég hafði lesið um sem krakki” segir Shyamali. Hún segir einnig að sér hafi fundist Heklugosið einstakt. Dipu á gullaldaráruin sínum. Halda jólin hátíðleg Meirihluti Indverja eru hindúa- trúar og um þessar rnundir stendur ein stærsta hátið hindúa yfir, hátíð ljóssins. Dipu og Shyamali haida upp á hátíðina þrátt fyrir að vera fjarri heimahögunum og kveikt er á ljós- um og kertum víðs vegar í húsi þeirra. Dipu segir blaðamanni ffá því að fyrir skömmu hafi flugeldum ver- ið skotið upp um gervallt Indland í tilefni hátíðar- innar. “A Indlandi eru flestir hindúatrúar en þar finnast einnig múslimir, krismir og búddistar. Þeir lifa allir saman í sátt og samlyndi. I Indlandi er líka bannað að mismuna fólki eftir trúarbrögðum t.d. þegar það sækir um vinnu. Að mínu mati eru trúarbrögð hverju öðru lík. Þið trúið á guð og við trúum á guð. Eini mun- urinn er sá að þið eruð fædd inn í kristið samfé- lag og við inn í hindúisma.” Þótt ótrúlegt megi virðast halda flestir Indverjar jólin hátíðleg og 25. desember er al- mennur frídagur í land- inu. “A þessu augnabliki eru múslimir og kristnir menn að njóta hátíðar hindúa sem nú er haldin í Indlandi og á sama hátt höldum við jólin hátíðleg í desember. Ekki í sama mæli og gert er hér í Evr- ópu en svipað. Stundum förum við meira að segja í kirkju” segir Dipu og brosir. Kennir íslendingum að elda Eins og áður sagði hefur Shyamali tekið að sér að kenna Islendingum að elda indverskan mat. “Við vorum alltaf með gesti um helgar og sumir þeirra báðu mig um að kenna sér hvernig ætti að elda indverskan mat. Ég hafði aldrei gert það áður, átti engar uppskrifrir og vissi ekki hvern- ig ég ætti að fara að þessu. En mér var bara sagt að skrifa niður það sem ég gerði. Ég ákvað að slá til og á fyrsta námskeiðið komu tólf manns sem voru ánægðir svo við héldum annað. Það þriðja verður í Borgar- nesi þann 12. nóvember og ég hef heyrt að nú þegar hafi nokkrir skráð sig.” Hún segir það ekkert mál að verða sér úti urn hráefiii í indverskan mat á Islandi. “Mest af því er hægt að kaupa hér á Akranesi og ég hef heyrt að í Reykjavík séu taílenskar og filipeyskar verslanir sem selji þetta allt saman. Mín hráefhi kem ég hins vegar með að heiman.” Fjölskyldan kemur í heimsókn En hversu lengi æda þau sér að dvelja á Islandi? “Þangað til þið hendið okkur í burtu” segir Dipu og skellihlær. “Nei, í alvöru talað þá hugsum við núna svona tvö til þrjú ár fram í tímann. Sem hindúar trú- um við því að maður ráði ekki öllu. Þetta eru örlögin. Við ímynduðum okkur aldrei að við ættum einhvern tímann eftir að búa hér.” Samningur Dipus við Badmintonfélag Akraness gildir til apríl 2002 en hann hefur verið endurnýjaður reglulega. “Þeir vilja hafa hann og við viljum vera hér” segir Shyamali. Þau segjast sakna fjölskyddunnar á Indlandi en vonast til að fá stóran hluta hennar í heimsókn næsta sum- ar. “Við vorum aldrei viss um hversu lengi við æduðum að vera hér, en nú þegar við erum búin að ákveða að vera nokkur ár í viðbót getum við boðið fólki að koma í heimsókn til okkar. Við vonum að það geti orðið að raunveruleika að fjölskyldan komi og sjái landið sem okkur finnst sér- stakt og frábrugðið öðru.” SÓK Skallagrímsmenn áttu lítið svar við góðum leik Grindvíkinga í í- þfóttamiðstöðinhi í Bórgárnési ' síiastiiðinn föstudág. Heima- menn byrjuðu þó ágædega og höfðu yfirhöndina fyrstu núnút- : una en Adam vár ekki ler.gi í . Paradís og fljótlega jöfnuðu Grindvíkingar og létu síðan kné lýlgja kviði. Það cndaöi síðan með stofsigri géstanna 115-82. Stig Skallagríms skoruðu þeirWarren Peebles 25, Sigmar F.gilsson 19, Ari Gunnarsson 13, Iigill Egiísson 9, Evcnij TomiJovski 6, Alexmder Ennol- inskii 5 og Pálmi Þór Ssevársson 4. : Wcirren PepBks mr siigábpsiur Borgnesingá Hópurmn á myndimii sem er frá Akravesi gerói góðaferð til Reykjavíkur í síðustu viku þar sem þau kepptu t badminton í TBR húsinu og sópuðu til sin ellefu gull- og silfurverð- launum. Þjálfari þeirra Dipu Ghosh se'st með þeim á myndinni. Myvd: SOK Garðar í fjórða sæti í fitness Hinn 26 ára gamli Akumesingur, Garðar Sigvaldason, gerði sér lítið fýrir og lenti í fjórða sæti í fit- nesskeppninni International Galaxy Fitness 2000 sem frarn fór í Laugardalshöllinni nýlega. Garðar ávann sér þátttökurétt í keppninni með því að lenda í fjórða sæti af 30 keppendmn í undankeppninni sem fór fram í Keflavík helgina áður, en þeir sem lentu í fimm efstu sætun- um komust áfram í aðalkeppn- ina. Auk keppendanna fimm frá Islandi kepptu tveir Hollend- ingar, finnskur meistari, Spán- verji og Bandaríkjamaður á mótinu. Keppnisgreinarnar í karlaflokki voru upphífingar og dýfur, hraðaþraut og saman- burður. Sigurvegarinn, Kristján Arsælsson, hlaut þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem ffam fer í Kína í febrúar á næsta ári. Keppnin var sýnd í beinni útsend- ingu á sjónvarpsstöðinni Sýn auk þess sem hún verður að öllum lík- indum sýndir bæði á Euro sport og Sky sport. Garðar segir að úrslitin hafi kom- ið honum á óvart enda var þetta að- eins í annað og þriðja skipti sem hann keppir í greininni. “Þessi ár- angur er ekki í takt við það hversu stutt ég er búinn að æfa. Ég er búinn að æfa í tvö ár og samfellt síðan í apríl á þessu ári og það þykir stutt í þessu sporti.” Garðar segir að mikil- vægt sé að keppendur séu ekki of massaðir. “Verið er að leita eftir í- þróttamannslegu útliti. Maður má alls ekki vera of massaður og þú ert dreginn niður fyrir það. Aðalatriðin eru að samsvara sér vel og eins og ég segi vera ekki of massaður.” Eins og gefur að skilja þurfa kepp- endur í íþrótt sem þessari að hugsa Garðar Sigvaldasoti ásamt sigurvegaranmn, Kristjáni Arsælssyni. vel um mataræðið. “Ég er búinn að vera á mjög ströngu mataræði í níu vikur núna. Maður sem er í góðu formi þarf að gera það í 6-8 vikur fyrir mót. Fæðan samanstendur af kjúklingabringum, soðnum fiski, grjónum, túnfiski, bökuðum kartöfl- um og vatni. Það er líka nauðsynlegt að vera á fæðubótarefnum. Þessu er maður búinn að lifa á síðustu vikur.” Garðar segist þó ekki ætia að leggj- ast í óhollustu nú þegar mótinu er lokið en ætlar að leyfa sér að borða fleira en undanfarið. Æfingafélagi Garðars og vinur, Alfreð Karlsson bakari, hafði bakað stóra tertu handa félaga sínum sem naut þess að háma hana í sig að keppni lokinni. “Alli er alveg frábær enda segir það sig sjálft að það nær enginn árangri nema eiga góðan æfingafélaga.” Garðar æfir ffítt í Betrunarhúsinu í Garðabæ auk þess sem þeir borga öll hans æfingaföt. “Það er mjög góð stöð” segir hann og bætir því við að aðstaðan á Akranesi sé ekki nógu góð. “Aðstaðan hér mætti vera betri. Til að mynda var ekki hægt að æfa upphífingar og dýfur héma fyrr en í haust og ég þurfti að keyra til Reykjavíkur í allt sum- ar til að æfa það. Tækin eru þó komin núna. Stefán Már Guð- mundsson, íþróttafulltrúi, kippti því í lag. Hann er að vinna mjög gott starf og ég er viss um að hann myndi gera meíra ef haxm hefði fjármagn' til þess.” Að baki árangri Garðars á laúgardag liggur gríðarleg vinna. “Eg æfi tvisvar á dag ef ég er í ffíi í virmurmi. Ef ég er að vinna æfi ég einu sirmi á dag og æfi lágmark sjö sinnum í viku, í einn til einn og hálfan tíma í senn. Það verður því ágætt að komast í smáhvíld nxina þeg'ar þetta er búið. Það var bara vika á milli mótanna og það er erfiðara. Maður hefði viljað sleppa sér í viku effir fýrra mótið, en ég þixrfti að láta sólarhring nægja! Þetta er samt svo gaman að maður gleymir sér.” Garðar segist hafa fengið góða hjálp frá góðum mönn- um. “Foreldrar rmnir veittu mér ó- metanlegan stuðning auk þess sem Kristján, sem sigraði í mótinu um helgina, hefur hjálpað mér mikið. Ég æfði með honum allan ágúst- mánuð. Gunnar Már og Siggi, mág- ur minn, hafa líka komið með góða punkta. Svo má nú ekki gleyma kærustimni sem hefur verið mín stoð og stytta!” SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.