Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 2000 13 Aflabröpð Akraneshöfh afli ferðir færi Haraldur B. 88,391 lBotnv. K. Sturlaugur H 84,730 lBotnv. K. Stapavík 18,011 1 hörpu Ebbi 1,830 1 Lína Felix 726 1 Lína Hrólfur 3,809 2 Lína Leifi 1,047 2 Lína Salla 450 1 Lína Þura II 361 1 Lína Samtals 199,355 11 Amarstapahöfin Bárður 10,585 7 Net Gladdi 418 1 Handf. Katrín 5,045 5 Net Samtals 16,048 13 Grundarf) arðarhöfh Helgi 16,851 1 Botnv Ingimundur 34,420 1 Botnv Klakkur 14,859 1 Botnv Sóley 15,919 1 Botnv Bára 490 1 Handf Smyrill 570 1 Handf Farsæll 24,808 3 Hörpu Haukaberg 25,152 3 Hörpu Klettsvík 28,819 3 Hörpu Garpur 1,180 1 ígulker Birta 2,968 2 Lína Milla 1,604 1 Lína Samtals 167,640 19 Ólafsvíkurhöfti EgiH 238 1 Dragn Gunnar Bj. 5,670 3 Dragn Ingibjörg 826 1 Dragn Ólafur Bjarnas.2,106 3 Dragn Steinun 4,109 2 Dragn Svanborg 4,359 1 Dragn Sveinbjöm J. 1,510 4 Dragn Glaður 340 1 Handf Þórheiður 927 1 Handf Asthildur 607 1 Lína Björgólfur P. 501 1 Lína Fanney 1,114 1 Lína Geisli 629 1 Lína Geysir 1,160 1 Lína Gísli 2,199 1 Lína Glaður 3,502 1 Lína Gunnar afi 2,126 1 Lína Gæjir 2,313 2 Lína Jóhanna 865 1 Lína Kóni 1,567 2 Lína Kristinn 2,979 2 Lína Linni 1,521 2 Lína Magnús Ingim.1,344 2 Lína Björn Kristjóns 885 1 Net Samtals 43,397 37 Rifshöfn Rifsnes 6,244 1 Botnv Bára 183 2 Dragn Esjar 149 I Dragn Fúsi 56 1 Dragn Rifsari 2,026 2 Dragn Þorsteinn 636 2 Dragn Faxaborg 13,470 1 Lína Guðbjartur 740 1 Lína Sigvaldi KÓ 1,166 1 Lína Sæbliki 1,404 1 Lína Kristín Finnb. 535 2 Net Magnús 920 1 Net Saxhamar 1,159 1 Net Örvar 1,774 1 Net Samtals 30,462 18 Stykkishólmshöfh Denni 244 1 Handf Arsæll 44,636 4 Hörpu Gísli G. 116,673 2 Hörpu Grettir 66,281 5 Hörpu Hrönn 21,231 2 Hörpu Kristinn F. 43,520 4 Hörpu Þórsnes II 70,647 5 Hörpu Arnar 6,440 2 Krabb Pegron 4,620 2 Krabb Samtals 374,292 27 ATVINNA OSKAST Atvinna Borgarfirði (6.11.2000) 23. ára gamall karlmaður óskar eftir atvinnu í Borgarfirði ffá og með 6. janúar 2001. Margt kemur til greina. Hefúr búfræðipróf, vinnuvélapróf og meirapróf. Upplýsingar í síma:478 1063 eftir kl:20:00, Stefán. Skrifstofustarf óskast (29.10.2000) Er 26 ára, útskrifuð úr Tölvuskóla Reykjavíkur. Helga S: 861-6227 BILAR / VAGNAR / KERRUR Subaru Legacy 2.2 árg. ‘90 (7.1 l.’OO) Til sölu Subaru Legacy árgerð ‘90. Er með 2.2 vélinni og ABS bremsum. Þarfhast lagfæringa og selst því ódýrt. Upplýsingar í síma 892-9687 Tilbúinn í vetraraksturinn (7.11 .'00) Til sölu Subaru Legacy, árgerð 1991, ekinn 188.000 km. Nýleg vetrar- og sumardekk. Dráttarkrókur. Gott lakk. Upplýsingar í síma 435 1198 eða 893 8511. Mazda til sölu (7.11.2000) Til sölu Mazda 626 '87árg, 5 dyra, 4 gíra verð 60þús. Skoða skipti á öllu mögulegu. Uppl. í síma 898 7742. Tilsölu (6.11.2000) Til sölu Lada sport með Fiat vél og það er einnig hægt að fá Lödu station. Verðtilboð óskast. Uppl. í síma 694 2145. Honda Civic VTec '99 (5.11.2000) Til sölu er alveg ffábært eintak af Hondu civic með leðursætum, spoiler, þjófavöm, cd, álfelgur á bæði sumar- og vetrardekkjum, þokuljós og fleira. Með bílnum getur líka fylgt bílalán. Oll skipti á ódýrari bíl koma til greina. Uppl. í síma 431 1573. Vetrardekk (5.11.2000) 13“ Good Year nagladekk til sölu, keyrð aðeins einn vetur, mjög góð dekk. Verð aðeins 15 þús (kosta ný ca 32þ). A sama stað óskast keypt 15 tommu nagladekk fyrir Subam Legacy, aðeins góð dekk.Upplýsingar í síma 437 1605 eða vs 437 1394, Þor- kell. Fínn í vetraraksturinn! (2.11.2000) Nissan Almera 1600 SLX 4 dyra, grár árgerð 07/99 Ekinn 18 þús. Mjög vel með farinn. Ný vetrardekk á stálfelg- um (fín í snjóinn og hálkuna), kastarar (fi'nir í skaffenning), húdd og ljósahlíf- ar, spoiler, litaðar rúður ofl. Asett verð 1360 þ. Tilboð: 1260 þ. Uppl. í síma 863 4480. Fjölskyldubíll (1.11.2000) Peugeut 306 st 1600, 5g. Grænn að lit tveir dekkjagangar á felgum, dráttarkr. Ekinn 45000 km. Verð 960.000, áhv. 830.000 m/17.500 kr afb.á mánuði. Tek bíl uppí fyrir mism. Uppl. s. 899 9292. Óska efitir fjórhjóli (1.11.2000) AJlt kernur til greina. Símar 897 2171 og 437 2171. 7 manna fjölskyldubíll (31.10.2000) Óskar eftir góðri fjölskyldu. Er innfl. frá Bandaríkjum notaður, ekinn 115 þús, árg. 92, sjálfskiptur, dekk 15“, 2 loftpúðar, dráttarkrókur, loftkæling, cruise control, o.fl. Verð 890 þús. Uppl. í síma 431 1263 eða 899 7442. Góðurbíll (30.10.2000) Vantar þig fjölskyldubíl, vinnubíl eða bara góðan bfl? Til sölu Skoda Felicia station árg. 98, ek. 58 þús. Bílalán get- ur fylgt (afb. ca. 12.500 kr. á mán.) Uppl. í síma 435 1545 eftir kl. 18. Hjólhýsi/Húsbíll (29.10.2000) Til sölu 18 feta hjólhýsi á góðri leigu- lóð. Ath. skipti á góðum húsbíl. Uppl. x síma 847 2750. Geymsla (25.10.2000) Geymsluhúsnæði fyrir fellihýsi, tjald- vagna, bíla o.fl. Uppl. í síma 435 1568. Fjölskyldubílinn (25.10.2000) Til sölu MMC Lancer STW árg. 1997, ekinn 59 þús. km. Framdrifinn, grænn, góður bíll. Verð: Tilboð. Gott lán getur fýlgt með 22 þús. á mán. Sími 899 4033. DYRAHALD Uppstoppun! (6.11.2000) Tek til uppstoppunar dýr og fugla. Netfang:kristjan@krokur.is Sýnishorn á heimasíðu: http://drangey.krokur.is/~kristjan/ Kristján Stefánsson frá Gilhaga sími: 453 8131, Varmahlíð. Kanínur (30.10.2000) Himalaja kanínur fást gefins. Uppl. í síma 435 1448. Hestur til sölu (30.10.2000) Ljósmoldótmr Kolfinnssonur til sölu. Er á 4. vetri, bandvanur og spakur. Uppl. í síma 437 1849. FYRIR BORN Göngugrind og stóll (7.11.2000) Óska eftir göngugrind og hókus pókus stól. Uppl. í síma 433 8717. HUSBUNAÐUR / HEIMILI Geymsla óskast (7.11.2000) Okkur bráðvantar upphitað geymslu- húsnæði, t.d. bílskúr, sem fyrst. Uppl. í síma 437 1394, Guðmundur. Uúúú, það er farið að kólna! (1.11.2000) Vantar olíufýllta raffnagnsofna. Sími 437 1855, Guðrún. 2 ódýr rúm til sölu (30.10.2000) Til sölu 2 rúm. Fást ódýrt. Uppl. í síma 437 1772 og 862 1357. Frystiskápur til sölu (26.10.2000) Stór frystiskápur með 8 hillum, yfir- farinn með nýrri pressu til sölu. Upp- lýsingar í síma 692 4800. LEIGUMARKAÐUR Ibúð óskast í Borgamesi (7.11.2000) Ibúð óskast til leigu í Borgarnesi. Vin- samlegast hafið samband í síma 437 2204. Óska eftir íbúð til leigu (6.11.2000) Við erum ungt par sem vamar íbúð á Hvanneyri eða í nágrenni Hvanneyrar ffá og með 5. janúar 2001. Gæti verið um langtíma leigu að ræða. Upplýs- ingar í síma: 478 1063, Þórey og Stef- án. Herbergi í Borgamesi (3.11.2000) Til leigu herbergi með sér inngangi og sér baðherbergi. Uppl. í síma 43 7 1850 og 897 5051. Vantar húsnæði (31.10.2000) Óska eftir íbúðarhúsnæði til leigu á svæðinu Mosfellsbær til Akranes. Uppl. í sfma 864 5569. Tveggja herbergja íbúð (25.10.2000) Ég leita að tveggja herberga íbúð á svæði 105 eða 108 í Rvk. Er með barn og í námi. Langtímaleigu óskað. Hulda sími 695 0274. OSKAST KEYPT Bráðvantar (30.10.2000) Raffnagnsskilvindu og mjaltarvélaföt- ur. Uppl. gefur Jóhanna í síma 435 1448. TAPAÐ / FUNDIÐ Ég er týndur! (30.10.2000) Ég er týndur, hver á mig? Ég er stór svarmr högni, ómerktur og rosalega gæfur og mig langar heim. Ef einhver kannast við að eiga mig þá getið þið haft samband í síma 431 4477. TIL SOLU Innihurðir og rafinagnsþilofhar (7.11.2000) Til sölu innihurðir og rafmagnsþilofn- ar. Uppl.í síma 868 1293. Brennari (30.10.2000) Til sölu brennari fýrir olíukyndingu. Upplýsingar: bsh@simnet.is Innihurðir (30.10.2000) Til sölu 7 eikar innihurðir. 2x60 cm á breidd og 5x70 cm á breidd. Hurðirn- ar líta ágætiega út en seljast ódýrt. Til athendingar strax. Upplýsingar hjá Inga í hs. 437 2181, 860 2181 eða vs. 437 1700. YMISLEGT Hesthús (1.11.2000) Óskum eftir að taka á leigu aðstöðu fýrir allt að 20 hesta nú í vemr. Upp- lýsingar veitir Þórhalla í síma 695 1266 og með tölvupósti thorhallap@biffost.is Borgarfjörður. Fimmtudag 9. nóvember: Hagyrðingakvöld kl 21:00 í matsal heimavistar á Hvanneyri. Hagyrðing- ar verða Kristján Björn bankastjóri, Unnur í Shellskálanum, Dagbjartur á Refsstöðum, Fúsi í Hægindi og Helgi á Snartastöðum. Gfsli á Skessu- horni flytur einnig pistil. KafHveitingar. Miðaverð 800 kr. Bændadeild 2. Borgarfjiirður. Föstudag 10. nóvember: Leikdeild Umf. íslendings sýnir leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson kl. 21.00 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Nánari upplýs- ingar eru á heimasíðu leikritsins: http://www.andakill.is/saumastofan Snæfellsnes. Fös. - Iau. 10. nóv - 11. nóv: Hermundur Sigurðsson miðill og talnaspekingur í Húsi andanna Skóla- stíg 14. Verður með einkafundi hjá Sálarrannsóknarfélagi Stykkishólms. Uppl. gefur Ásdís s.438 1387 & 861 8558. Borgarfjörður. Fös. - lau. 10. nóv - ll.nóv: Nýsköpunarnámskeið á Hótel Borgarnesi. Námskeið um nýsköpunar- stjórnun. Hér er um að ræða gott námskeið og ódýrt en það kostar að- eins 3.000 kr. Skráning fer fram á skrifstofu SSV í síma 437 1318. Borgarfjörður. Föstudag 10. nóvember: Gleðigjafinn Ingimar kl 23-03 á Dússabar. Frábær skemmtun. Borgarfjörður. Föstudag 10. nóvember: Spilakvöld kl 21:00 í Lyngbrekku. Fyrsta spilakvöld vetrarins á vegum Ungmennafélagsins Egils Skallagrímssonar. Akveðið verður á staðnum hvort við hefjum haustið með þriggja kvölda keppni eður ei og er það því undir ykkur komið sem mætið á þetta fyrsta spilakvöld hvort það verður. Allir velkomnir. Umf. Egill Skallagrímsson. Borgarfjörður. Laugardag 11. nóvember: Leikritið Saumastofan kl 21.00 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Höfundur Kjartan Ragnarsson. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu leik- ritsins: http://www.andakill.is/saumastofan Borgarfjörður. Sunnudag 12. nóvember Leikritið Saumastofan kl 14.00 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit (ATH breyttan sýningartíma). Höfundur Kjartan Ragnarsson. Nánari upplýs- ingar eru á heimasíðu leikritsins: http://www.andakill.is/saumastofan Borgarfjörður. Sunnudag 12. nóvember: Guðsþjónusta kl 14 í Lundarkirkju, Lundareykjadal. Eftir guðþjónustuna verður haldinn aðalsafnaðarfundur. Fundarefni: Almenn aðalfundarmál, kosning í sóknarnefnd. Sr. Flóki Kristinsson. Borgarfjörður. Þriðjudag 14. nóvember: OA fundur kl 21 í Rauðakrosshúsinu, Brákarey. Overeaters Anonymous. Verið velkomin. Eina skilyrðið fýrir þátttöku er löngun til að hætta hömlulausu ofáti. Engin félagsgjöld, ekkert félagatal, engar vigtanir. Akranes. Miðvikudag 15. nóvember: Guitar Islancio kl 20:30 í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. A efnisskrá eru íslensk þjóðlög í léttum útsetningum þeirra félaga. Tríóið skipa þeir Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson. Vest- lendingar eru hvattir til að skella sér og hlýða á þá félaga. Aðgöngumið- ar eru seldir við innganginn. Snæfellsnes. Fimmtudag 16. nóvember: Stóra upplestrarkeppnin í öllum grunnskólum. Nemendur í 7. bekk grunnskólanna á norðanverðu Snæfellssnesi taka þátt í upplestrarkeppn- inni að þessu sinni. Fyrri umferð keppninnar hefst á degi íslenskrar mngu og verða valdir þrír nemendur úr hverri bekkjardeild til þátttöku í loka- keppninni, sem verður haldin í Stykkishólmi í mars 2001. Akranes. Fimmtudag 16. nóvember: Tónleikar á degi íslenskrar mngu kl 20:00 í safnaðarheimilinu Vina- minni. Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi efna til tónleika á degi ís- lenskrar rnngu. Flutt verður íslensk tónlist með áherslu á ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Fram koma nemendur úr flestum deildum skólans.Aðgangu er ókeypis og öllum heimill. Glaðst og grátið Penninn á Smmmtgjmni Ungmennafélagið íslendingur frumsýndi sl. laugardagskvöld leikrit- ið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson. Leikdeild félagsins hefur sett upp sýningar annað hvert ár um alllangt skeið. Saumastofan kom fyrst á fjalir fýrir aldarfjórðungi - í Iðnó - og gerði þá mikla lukku. Þá naut það kvennaumræðunnar en sennilega er þó drýgri ástæða til mik- illa vinsælda verksins hin sérstæða blanda fýndni og ærsla við sáran trega, hvort tveggja undirstrikað með viðeigandi söngvum sem flestir hafa orðið alþekktir. Leikritið gerist á einum degi þegar starfsmenn saumastofunnar efna í teiti vegna stórafmælis einnar saumakonunnar. Ljúkast þá upp ýmis leyndarmál þeirra. Valgeir Skagfjörð stýrir leiknum og annast undirleik. Níu leikarar fara með hlutverkin, og hafa fæstir þeirra stigið á svið í þessum mæli áður. I þeim hópi er m.a. bóndi, húsasmiður, héraðsráðunautur, landfræðingur, hárgreiðslumeistari og kennari. Engu að síður verður úr þessu öllu heilstæð og falleg sýning. Hún byrjar að sönnu á rólegu nótunum en stígandin verður þeim mun greinilegri. Frammistaða leik- aranna allra er ákaflega jöfn og góð, og ber hún einnig vott um mjög vandaða og trausta leikstjórn. Það sama á við um sviðsmyndina og um- gjörð sýningarinnar. Skemmtileg breyting á áhorfendasalnum dregur athygli gestsins að fullu að því sem á sviðinu gerist. Markviss beiting ljósa rammar inn öll “litlu leikritin” í verkinu sem starfsfólk Saumastof- unnar, örfað af veisluföngum Siggu saumakonu sjötugrar, setur á svið fýrir okkur. Píanóleikur leikstjórans styður vel undir sönginn. í heild er sýningin vönduð og leikhópurinn skilar hinu skemmtilega verki Kjart- ans Ragnarssonar með prýði. I lok frumsýningar var leikhópi, leikstjóra og aðstoðarfólki duglega klappað lof í lófa. Þau voru vel að því komin. Ætti enginn að verða svikinn af því að skjótast kvöldstund í Brún og kíkja á það þversnið hvunndagsins sem þar er boðið upp á innan veggja Saumastofunnar - allt frá dýpsta trega til hamslausra gleðiláta. Bj. Guðm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.