Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000
Ofsaveður var á Kjalamesinu síðastliðinn miðvikudag þar sem vind-
hraðinnfór upp í 50 metra á sekúndu þegar verst lét. Loka þurfti
Hvalfjarðargöngunum um stuvd meðan verið var að koma þessum
vörubíl á réttan kjöl, en hann var aðeins einn af mörgmn sem. ultu _
vegna veðurhamsins. Mynd: SOK
Konur skjóta líka
Þeir urðu kindalegir í framan skotveiðimennirnir á
Snæfellsnesi þegar þeir mærtu á skotvopnanámskeið sem
Sýslumaður Snæfellinga og Skotfélag Grundarfjarðar
héldu um síðustu helgi. Þrjár konur sátu námskeiðið þar
sem kennt var flest það er varðar meðferð og umgengni
við byssur. Bóklegi þátturinn á svona námskeiði lýtur
fyrst og fremst að lögum og reglum hvað skotvopn varðar
en verklegi þátturinn um meðhöndlun og umhirðu á
byssum. Námskeiðið stóð í tvo daga og lauk fýrri degin-
um með prófi sem gefur réttindi til að kaupa og eiga
byssur að ákveðinni stærð. Seinni daginn kenndi kenn-
ari frá Veiðistjóra fólki að þekkja fugla og hvaða dýr og
fugla má skjóta og hvenær. Ekki er algengt að konur
sæki svona námskeið en þær geta auðvitað orðið skotnar
í þessu ekkert síður en karlar. IH
Penninn Vofld VÍmmbrÖvð
Á Alþingi mánudaginn 30. október sl.
ræddi þriðji þingmaður Vesturlands, Jó-
hann Arsælsson, löggæslumál á svæð-
um sýslumanna á Akranesi og í Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu. Opinberaði
þingmaðurinn þar m.a þá skoðun sína að
stækka ætti lögsagnarumdæmi sýslu-
mannsins á Akranesi en minnka að sama
skapi lögsagnarumdæmi sýslumanns
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Lög-
gæslumálin sagði hann í ólestri til
margra ára!! Hvar hefur háttvirtur
þingmaður alið aldur sinn undanfarin
ár?
Fyrir réttu ári síðan kannaði Dóms-
málaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, vilja
hreppsnefnda sveitahreppanna fjögurra
sunnan Skarðsheiðar gagnvart þessu
máli. Hann var á einn veg. Allir vildu
áfram njóta þjónustu sýslumannsemb-
ættisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Lögregluembættin á báðum þessum
svæðum hafa á að skipa reyndum lög-
gæslumönnum sem almenn ánægja er
með og hafa sinnt sínu starfi vel. Milli
embættanna er í gildi samstarfssamning-
ur varðandi löggæsluna og samkvæmt
þeim upplýsingum sem ég hef er það á
áætlun embættanna að auka enn á sam-
vinnu. Eins og Dómsmálaráðherra seg-
ir í svari sínu til þingmannsins þá hafa
engin vandamál komið upp og samstarf-
ið verið gott. Hvaðan umræða um sam-
starfsörðugleika er komin verður Jó-
hann Ársælsson að svara fyrir.
Það eru afskaplega vond vinnubrögð
að mínu mati, af hálfu þriðja þingmanns
Vesturlands, að hefja máls á slíku í Al-
þingi og varpa þar fram fyrirspurn sem
byggist á sögusögnum. Slík vinnu-
brögð eru fyrir neðan allar hellur og
ekki til neins annars en vekja úlfuð og
óróa meðal starfsmanna. Þá er umræða
af þessum toga til þess fallin að grafa
undan tiltrú almennings á löggæslunni á
svæðinu.
Jóhann ræðir
um höfðingja í
héraði og ein-
hverja oddvita.
Satt að segja
finnst mér óvið-
kunnanleg sú
háttsemi sem
þingmaðurinn
hefur sýnt í þess-
ari umræðu, ekki verður annað séð en
að hann tali í hálfkveðnum vísum.
Hver er þá raunveruleg ástæða þess-
arar umræðu sem Jóhann Ársælsson fer
af stað með á Alþingi ?
Kann að vera að eitthvað fleira hangi
á spýtunni?
Eiga ekki þingmenn okkar að vinna að
því að koma opinberum störfum í
auknu mæli frá höfuðborgarsvæðinu út á
land? Er það yfirlýst stefha þingmanns-
ins og samfylkingarinnar að reyna að
plokka embættin frekar milli sveitarfé-
laga hvers kjördæmis og fela þannig að-
gerðarleysi sitt gagnvart tilfærslu starfa
frá höfuðborgarsvæðinu ?
Það er miklu frekar verðugt verkefni
þingmannsins að efla góðan vinnuanda
innan umræddra embætta og stuðla að
enn betra samstarfi.
Að lokum þetta: Þessi mál hafa verið
könnuð af hálfu Dómsmálaráðherra,
Sólveigar Pétursdóttur, og niðurstaðan
sú að engra breytinga sé þörf en að efla
beri enn frekar gott samstarf milli emb-
ættanna.
Þingmaðurinn Jóhann Arsælsson
ætti að taka hugarfar Dómsmálaráð-
herra í þessu máli sér til fyrirmyndar.
Helga Halldórsdóttir.
Varaþingmaður Sjálfstœðisflokksins á
Vesturlandi.
Helga Halldórsdóttir
jóÓfegt (jorn
Ojafnaðarmenn
Heilir og sælir lesendur góðir til sjávar og sveita.
Á gulnuðu bókfelli þjóðararfsins má víða lesa um kóna þá sem kallaðir
eru ójafnaðarmenn. Ójafnaðarmenn eru öllu jöfnu yfirgangsmenn og of-
beldis, óeirðamenn um kvennafar, brennuvargar og níðingar.
Nú skal það skýrt tekið fram áður en lengra er haldið að ójafnaðarmað-
ur er engan veginn andheiti orðsins jafhaðarmaður. Reyndar er það svo
að í hópi jafnaðarmanna er margan ójafnaðarmanninn að finna og telst
það engin þverstæða enda hafa ójafhaðarmenn aldrei verið uppnefndir ó-
kratar. Ókrata má þó víða finna og fer þar fremstur meðal jafhingja (eða
ójafningja) pistlahöfundurinn geðþekki, Bjartmar á Norðurreykjum. Þar
með er ekki sagt að Bjartmar sé ójafnaðarmaður. Nóg er þó um þá.
Þorbjörn hét maður. Hann var Þjóðreksson. Hann hafði goðorð um
Isafjörð. Hann var stórættaður maður og höfðingi mikill og hinn mesti
ójafnaðarmaður svo að engir menn þar um ísafjörð báru styrk til neitt í
móti honum að mæla. Hann tók dætur manna eða ffændkonur og hafði
við hönd sér nokkra stund og sendi síðan heim. Fyrir sumum tók hann
bú upp eða rak brott af eignum sínum.
Einar fluga var mikill höfðingi og ójafhaðarmaður og hann bætti öng-
um sína frændur þó að hann dræpi.
Þórólfur hét maður og var kallaður heljarskinn. Hann var ójafhaðar-
maður mikill og óvinsæll. Hann gerði margan óskunda og óspekt í hér-
aðinu. Grunaður var hann um það að hann mundi blóta mönnum og var
eigi sá maður í dalnum öllum er óþokkasælli væri en hann.
Kjartan hét maður. Hann bjó á Þorbrandsstöðum, mikill maður og
sterkur og illa skapi farinn, ójafhaðarmaður um alla hluti. Því var hann
furðu óvinsæll af alþýðu manna. I Hvalfirði sveik Kjartan Hólmverja í
tryggðum. Mælti þá Hörður Hólmverji til Kjartans: ,Állra manna
armastur, og skamma stund skaltu eiga að fagna þessum svikum.“ Hörð-
ur hjó þá til hans með sverðinu Sótanaut og klauf hann að endilöngu nið-
ur í beltisstað, allan búkinn með tvífaldri brynjunni. Var það drengilega
gert.
Ölviður Oddsson var allra manna málgastur, ósvinnur og óvinsæll,
heimskur og illgjarn, og í öllu ójafnaðarmaður. Ölviður kvaðst eigi vilja
vera óbirgur á fjöllum uppi fyrir eign annarra inanna, „og hirði eg aldrei
hver á og skal taka hross að vísu.“ Réttlætti hann þannig hrossaþjófnað
sinn. Fyrir þetta var Ölviður gerður sekur á Kiðjafellsþingi. Var hann
samsumars tekinn höndum í rekkju, leiddur út og drepinn þegar.
Ójafnaðarmennsku Þorgeirs Hávarssonar var við bruðgið. Er hann
kom til Hvassafells stóðu þar menn úti. Sauðamaður var þá heim kom-
inn ffá fé sínu og stóð þar f túninu og studdist fram á staf sinn og talaði
við aðra menn. Stafurinn var lágur en maðurinn móður og var hann
nokkuð bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það
reiddi hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af höf-
uðið og kom víðsfjarri rúður. Þorgeir reið síðan í brott en þeim féllust
öllum hendur er í túninu höfðu verið. Litlu síðar komu þeir ffændur eft-
ir. Þeir spurðu hví Þorgeir hefði þetta víg vegið eða hvað Þorgeir fyndi
til um mann þennan. Þorgeir svarar: „Eigi hafði hann nokkurrar sakar tíl
móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo
vel til höggsins."
Hrafnkell Freysgoði var ójafnaðarmaður mikill. Hami var stríður og
stirðlyndur við Jökulsdalsmenn, og fengu þeir af honum öngvan jafnað.
Hrafnkell stóð mjög í einvígum og bættí öngvan mann fé, því að enginn
fékk af honum neinar bætur, hvað sem hann gerði.
Nú hafa íslenskir framhaldsskólakennarar blásið tíl verkfalls og eru
þeir ójafnaðarmenn miklir. Þeir þykja stríðir og stirðlyndir við nemend-
ur og fá nemar af þeim öngvan jafhað. Kennarar standa mjög í verkföll-
um og bæta öngvan mann fé, og fá engir þeim neinar bætur, hvað sem
þeir gera.
Nítján þúsund ffamhaldsskólanemar eru nú verklausir af völdum
kennara, enda standa þeir vel til höggsins. Ymsir flosna upp úr námi en
námslok annarra tefjast. Skaði margra verður aldrei bættur. Leggja kenn-
arar mál sín upp að hætti ójafnaðarmanna fornra og flugræningja sám-
tímans; þannig að yfirvöld beri fulla ábyrgð á tjóni námsmanna. Dauð-
skelkaðir framhaldsskólanemar þora ekki annað en taka afstöðu með
kennurum sínum. Eins og önnur fómarlömb gíslatökumanna grátbiðja
þeir stjórnvöld um að verða við óbilgjörnum kröfum örlagavalda sinna.
Gaman væri að velta fyrir sér hvern starfa Ölviður Oddsson hefði nú
væri hann uppi á vomm dögum. Ekki er gott um það að spá en hafa skal
það hugfast að Ölviður var allra manna málgastur, ósvinnur og óvinsæll,
heimskur og illgjam, og í öllu ójafnaðarmaður.
Verið kært kvödd á þriðja Þórsdegi í Gormánuði.
Bjarki Már Kmisson
sjálfskipaður þjóðháttafræðingur
yBeytKirðshornið
Af hjónaböndum
Kvöld eitt sátu hjón ein yfir
matarborðinu og töluðu saman.
Konan: Ef ég myndi deyja,
myndir þú þá gifta þig aftur?
Maðurinn: Alls ekki!
Konan: Af hverju ekki? Líkar
þér ekki hjónaband?
Maðurinn: Auðvitað geri ég
það.
Konan: Nú af hverju viltu þá
ekki gifta þig aftur?
Maðurinn: Jæja þá, ég myndi
gifta rnig aftur.
Konan: Er það? (særð á svip)
Maðurinn: (Dæsir)
Konan: Alundir þú sofa hjá
henni í okkar rúini?
Maðurinn: Hvar ættum við
annars að sofa?
Konan: Mundir þú hengja upp
myndir af henni?
Maðurinn: Það væri nokkuð
rökrétt.
Konan: Fengi hún að nota
golfkylfurnar mínar?
Maðurinn: Hún getur það
ekki, hún er örfhent.
Af pappalöggum
Töluverð umræða hefur ver-
ið uin þá snjöllu nýbreytni að
klippa út dúkkulísur til að fjölga
í lögregluliði landsins. Sitt sýn-
ist hverjum og meðal annars
þykir mörgum síbrotamannin-
um það vera lítilsvirðing við sitt
starf að láta siga á sig lögreglu-
mönmun úr pappír. Góðkunn-
ingi Heygarðshornsins orðaði
það svo.
A lífsins göngu hef ég löngum lent
í kröggum.
Bugaður af heivisins höggiwt
og hundeltur af pappalöggum.
Einhleyp
Kona nokkur var að versla í
Skagaveri og setti í körfuna
mjólk, egg, appelsínusafa og
beikon. Þegar hún kemur með
þetta að kassanum er ungur
Skagamaður fyrir aftan hana í
röðinni og grandskoðar það
sem hún er að versla. “Þú hlýt-
ur að vera einhleyp,” segir
hann. Konan lítur á vörurnar
og síðan á manninn og veltir
fyrir sér hvernig hann sjái þetta
út af innkaupunum og segir
svo, ”Hvernig í ósköpunum
getur þú vítað það.” Hann svar-
ar um hæl: “Þú ert svo ógeðs-
lega ljót!”
Júdasarkoss
Fleyg urðu orð Sverris Her-
mannssonar á þingi um Guðna
Ágústsson sem Sverrir kvað
fyrstan mann hafa kysst kú
Júdasarkossi. Hefur þetta orð-
ið til þess að illir gárungar hafa
snúið upp á kaflann um Júdas
koss og Krist í fangelsun úr
Passíusálmum Hallgríms:
Kom Guðni fljótt sem kunni,
kyssandi Skjöldu nú,
nicelti fláráðum munni:
munúileg er þessi kú. -
Nautgripnr náðarríkur
nam svara mínisters hól
með kossi þú kyn mitt svíktir, -
kosta það skal þinn stól.
Raumdals kýr-rassar og Agða
ráðheira ginntu um sinn.
Koss fékk þvíhitran að hragða
Búkolla, munmir þinn.
Ef mín yður lystir leita,
þá látið þessafiá. -
Búinn var hann að heita
hjálpraðisorði því.