Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000 Vissi ekkert um Island - segir Dipu Ghosh þjálfari Badmintonfélags Akraness Hjónin hafaferðast um Island og meðal annars komið við hjá Dettifossi. Það er ekki oft sem fullorðið fólk ákveður að söðla gjörsamlega um í lífinu, flytja burt frá öllu sem það þekkir og hefja nánast nýtt líf í nýju landi. Hjónin Dipu Ghosh (61) og Shyamali Ghosh (49) eru undantekning firá þeirri reglu. Þau koma bæði frá Kalkútta, borginni sem áður var höfuðborg Indlands og hggur í austurhluta landsins. Dipu er núverandi þjálf- ari Badmintonfélags Akraness, en hann var áður meðal þeirra tíu bestu í heiminum í badmintoní- þróttinni. Shyamalie er með doktorspróf í lífefhafræði og hún starfar nú sem slíkur hjá Islenskri erfðagreiningu. Einnig hefur hún tekið að sér að kenna námsfusum Akumesingum eitt og annað í indverskri matargerð. Ævintýrið hófst fyrir einum átján ámm síð- an, þegar Dipu barst fyrirspum frá Alþjóðlega badmintonsam- bandinu um hvort hann hefði á- huga á stöðu badmintonþjálfara á Islandi. “Fram að árinu 1982 var ég að spila badminton fyrir land mitt auk þess sem ég var yfirþjálfari á Ind- landi. Eg hafði einnig starfað sem landsliðsþjálfari í Iran í fjögur og hálft ár. Eftir að hafa lifað og hrærst í badmintoninu í öll þessi ár ákvað ég að nú væri þetta orðið nóg. Eg ædaði að eyða meiri tíma með fjöl- skyldunni” segir Dipu, en þau hjón eiga 23 ára son sem býr nú í Singa- pore. “En einn góðan veðurdag barst mér fax þar sem ég var spurður að því hvort ég hefði áhuga á þjálf- arastöðu á Islandi. Nafnið eitt, Is- land, vakti áhuga minn og ég hugs- aði með mérf’Af hverju ekki að prófa aftur?” Efirir smáþref við fjöl- skylduna þáði ég starfið. * Vissu ekkert um Island Þau vissu þó ekki mikið um land- ið. “Það eina sem Indverjar höfðu fengið að heyra um þetta litla eyland var að skákeinvígi Spasskys og Fis- hers fór hér ffam og eins fundur Reagans og Gorbatsjovs. En þegar við fórum að leita að landinu á heimskortinu fundum við ekkert og með stækkunargleri sáum við aðeins örlítinn punkt. I dag myndi ég segja að aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að koma til íslands væri sú að þjóð- hátíðardagurinn ykkar er 17. júní og það er einmitt afmælisdagurinn minn. Svo kom jarðskjálftinn þann dag í ár en ég var reyndar staddur í Bandaríkjunum þá.” Fjölskyldan hafði ætlað að eyða sumarfríinu saman í Kalkútta en Dipu hélt til Bandaríkjanna þar sem systir hans býr vegna skyndilegs ffáfalls eigin- manns hennar. Shyamali dvaldist hins vegar áfram á Indlandi. “Dag- inn effir jarðskjálftann hringdi vinur minn í mig og spurði mig hvort ég hefði séð dagblaðið. Þá kom í ljós að á forsíðunni var stór grein um jarð- skjálftann og mynd af húsi á Sel- fossi.” Hélt aftur til Indlands Dipu kom fyrst til Islands árið 1983. Hann dvaldist hér einn í 7-8 mánuði á ári en hélt svo aftur til konu og bams á Indlandi. Þau komu þó yfírleitt í heimsókn meðan á dvöl hans stóð. En effir að hafa komið til Islands annað hvert ár í sjö ár ákvað hann árið 1990 að fara til Indlands og vera þar. “Mér líkaði vel á Islandi en ég var líka í vinnu á Indlandi og það varð alltaf erfiðara að fá frí þar. Þetta var farið að bitna á fjölskyldu- lífinu, sonur okkar var að vaxa úr grasi og þetta varð strembið. En þegar sonur okkar lauk gagnfræða- skólanum fékk hann námsstyrk og hélt til Singapore til að mennta sig frekar.” Langaði að stunda rannsóknastörf Shyamali heldur áfram “Eg hafði verið að kenna í háskóla á Indlandi en mig langaði alltaf að fara að stunda rannsóknastörf aftur. Eg var orðin leið á kennslunni og sonur minn var sífellt að segja mér að slá til og skipta um starf. A Indlandi er hins vegar mjög erfitt að fá þannig vinnu og ég á mjög stóra fjölskyldu sem ég þurfti að hugsa um. Þar er líka mjög mikið af mennmðu fólki og þegar fólk á mínum aldri ætlar að söðla um og skipta um starfsvett- vang er það mjög erfitt. Vinnuveit- endur ráða frekar krakkana sem eru nýútskrifaðir. Eg vissi að það væri fífldirfska að sleppa kennarastöð- unni því ég myndi aldrei fá betri vinnu svoleiðis að éggaf þetta eigin- lega upp á bátinn.” Arið 1996 barst Dipu bréf þar sem hann var beðinn að koma aftur til Akraness og árið eftir hélt hann til Islands á ný. Sótti um hjá Decode Árið 1998 var Shyamali á leið til Bandaríkjanna en Dipu bað hana að koma við á Islandi. “I febrúar það ár var ég þess vegna stödd hér í þrjár vikur og nákvæmlega á þeim tíma auglýsti Decode efrir starfsfólki. Eg hafði ekki hugmynd um það því ég las ekki Morgunblaðið sem er ekki nema von því ég skildi ekki stakt orð í málinu. Svo fór fólk hér að segja mér að búið væri að stofna nýtt fyr- irtæki og verið væri að leita að fólki eins og mér til að stunda rannsókna- störf. Þetta var á síðustu dögum dvalar minnar hér en ég ákvað að hripa niður umsókn sem ég faxaði til þeirra í Reykjavík. Daginn eftir höfðu þeir samband við mig og báðu mig að koma í viðtal.” Shyamali seg- ir að það hafi komið sér á óvart þar sem þetta ferli taki yfirleitt mánuði á Indlandi. “Eg fór í viðtalið og eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu talað við mig í hálftíma buðu þeir mér vinnu. Eg var hikandi og vissi ekki hvort ég myndi falla inn í hér. Tungumálið, landið, fólkið og vinn- an var öðruvísi en heima og ég vissi ekki hvernig mér myndi líka. En vinnan er frábær, mér finnst þetta á- hugavert og fólkið er mjög hjálp- legt.” 100.000 um 1.200 sæti Shyamali segir að það þyki alls ekki eðlilegt að skipta um starf svona “seint” á ævinni í sínu heimalandi, enda fer fólk á ellilaun þar þegar það nær 57 ára aldri. “Það verður að vera svona snemma svo nýtt fólk komist inn á vinnumarkaðinn. Eins dauði er annars brauð.” Hún segir sam- keppnina um inngöngu í indverska skóla vera gríðarlega. “Prófin sem samsvara samræmdum prófum hér eru tekin af 500.000 manns bara í Kalkútta og nágrenni. Þú verður að vera mjög góður nemandi ef þú ætl- ar þér að komast í góðan mennta- skóla. A Islandi eru teknir um 36 nemendur inn í læknisfræði á ári. Það eru um það bil 1200 nemendur sem komast inn í háskólann í Kalkútta en um þessi 1200 sæti sækja kannski 100.000 manns um svo þú getur rétt ímyndað þér samkeppn- ina. Þetta er mjög erfitt fyrir krakk- ana og það er eiginlega synd hversu margir góðir nemendur komast ekki einu sinni inn.” Læknar og verkfræðing- ar fá ekki vinnu “Menntun er mjög ódýr í Ind- landi” segir Dipu. “Hér er dýrt að mennta sig. Fólk þarf að safna sér pening áður en það fer út í langt nám. A Indlandi búa krakkarnir enn- þá í foreldrahúsum og foreldrarnir borga menntunina. Þannig að meiri- hlutinn er mjög vel menntaður. En svo eru ekki til störf handa fólkinu því á Indlandi er mjög mikið at- vinnuleysi og það eru jafnvel dæmi um að læknar og verkfræðingar fái enga vinnu við sitt hæfi.” Olafur og Dorrit á Indlandi Skilnaðir verða sífellt algengari á Indlandi en að sögn hjónanna er enn langt í það að óvígð sambúð verði samþykkt félagslega. “Indverjar geta ekki hugsað sér að búa sarnan án þess að giftast.” Þegar viðtalið var tekið var Olafur Ragnar Grímsson nýfarinn til Indlands í opinbera heimsókn þangað. “Ólafur Ragnar tók einmitt Dorrit með sér til Ind- lands og því er ekki að neita að mað- ur er forvitinn að sjá viðbrögð fólks þar við því. Eg er alls ekki að segja að þetta sé rangt en það er svo sniðugt hvað siðir geta verið misjafnir.” Dipu er hins vegar viss um að Ind- verjarnir taki því sem sjálfsögðum hlut að Ólafur mæti með Dorrit upp á arminn þar sem það þyki eðlilegt í heimkynnum forsetans. 5.000 manns í einni byggingu Dipu segir að landar hans hafi furðað sig á því hversu fátt fólk byggi á Islandi. “Þegar ég kom heim eftir að hafa farið til Islands í fyrsta skipti var fólk mjög forvitið. Þegar ég sagði þeim að ég hefði búið í ffek- ar stórum bæ á íslenskan mælikvarða og þar byggju um 5.000 manns horfði fólk á mig eins og ég væri ffá annarri plánetu” segir Dipu og nefn- ir til samanburðar að í Kalkútta búi jafhvel 5.000 manns x einni bygg- ingu. “Það er ómögulegt fyrir Ind- verja að gera sér grein fyrir þessu og eins fyrir Islendinga að gera sér grein fyrir fjölda Indverja”, en þess má geta að Indverjar slógust í hóp með Kínvetjum fyrir nokkrum mán- uðum þegar fólksfjöldinn fór yfir eirm milljarð. Hlaut æðstu verðlaun íþróttamanna Dipu byrjaði að spila badminton þegar hann var þrettán ára, en bad- minton er að hans sögn með vinsælli íþróttum á Indlandi. “Þetta er eigin- lega fjölskylduíþróttin, faðir minn spilaði einnig badminton.” En skyldi hann hafa verið þekktur í heima- landinu? “Þegar ég byrjaði að spila fyrir landið varð ég þekktur. Iþrótta- menn eru yfirleitt mjög vinsælir á Indlandi. Ekki eins og hér þar sem aðeins þeim allra bestú er hampað, til dæmis Völu. Ef þú ert að spila á alþjóðlegum mælikvarða á Indlandi nýturðu góðs af því og flestir þekkja þig. Já, ég var þekktur.” “Var og er” segir Shyamali. “Það er mjög gott að ferðast með honum því maður verð- ur oft var við að fólk þekkir hann og veitir honum sérmeðferð.” Dipu hlomaðist sá heiður á hátindi ferils síns að vera veitt æðstu verðlaun sem íþróttamenn fá á Indlandi. Þau kall- ast Arjune verðlaunin og bróðir Dipus, sem var líka badmintonspil- ari til margra ára, fékk þau einnig. Hann segist hafa mjög gaman af starfi sínu sem þjálfari Badmintonfé- lags Akraness og hann segir að tungumálaörðugleikarnir séu nær engir. “Krakkarnir tala allir ensku og ég held í rauninni að þau hafi lært meiri ensku af mér heldur en bad- minton” segir hann og hlær. “Þetta var erfitt fyrstu eitt til tvö árin en nú tala meira að segja yngstu krakkarn- ir við mig.” Þögnin þægileg Þau segja bæði að sér líði mjög vel á Akranesi. “Þetta er rosalegur mun- ur” segir Dipu og heldur áffam, “ég held það sé í eðli mannsins að vilja sjá og upplifa eitthvað sem er öðru- vísi en það sem maður sér dags dag- lega í sínu lífi. Að koma frá Indlandi og hingað þar sem er svona hljótt og fátt fólk var mikil breyting.” Shyamali segir að samstarfsfólk hennar í Reykjavík furði sig á því að hún skuli búa á Akranesi. “Eg er spurð nánast á hverjum einasta degi: “Hvernig er hægt að búa á Akranesi? Keyrirðu á milli á hverjum degi? Hvað er hægt að gera þar? Er þetta 'A 's V. c.o Av )>', .Vavh i ■vUX \ v'.wiy v\.aavc' WUV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.