Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000 ^ntsaunu.- “Feitu perranm; ekki hoifa ” úr Grundaskóla þóttu fnimlegastir sem kom ekki á ó- vart. Að mati viðstacldra sönnuðu þeir í eitt skipti fyrir öll cevafonit íslenskt máltteki sem hljóðar eitthvað á þá leið að enginn er veiri þótt hann sé perri. Þórður Gylfason, Agúst Orlaugur Magnússon og Máni Atlason. Bjami Þór Hanuesson, meðlmmr hljómsveitárinmir Mini tnalfiinction sem lenti íþriðja sæti. Andrea Katrín Guðmwndsdóttir söng sig inn í hjörtu áheyrenda með hljómsveit sinni Kaoz. Aðrir sem hlutu verðlaun voru þau Sigríður Hrund Snorradóttir sem þótti syngja best þeirra sem stigu á svið í þeim erindagjörðum og pólski snillingurinn Michal Nicolai Lucas Tosik var valinn hvorki meira né minna en tónlistarmaður keppn- innar eftir að hafa sýnt hvað í hon- um bjó sem fiðluleikara. SÓK Hið árlega “Skammhlaup” fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands síðastliðinn föstudag. Þessi við- burður er tiltölulega nýr af nálinni í skólalífinu en um er að ræða nokkurs konar þrautakeppni. Oll- um nemendum skólans er skipt í átta lið sem keppa í hinum ýmsu greinum. Keppnisgreinarnar eru jafh misjafnar og þær eru margar, allt frá þýsku og líffræði yfir í drag og pokahlaup. Dagurinn hófst á því að nemendur komu saman í sal skólans þar sem nemendaráð skól- ans bauð upp á höfðinglegan morgunverð fýrir félaga sína. Ein- hverjir kynnu að muna eftir því að forsvarsmenn þess lýstu því einmitt opinberlega yfir í Skessu- horni skömmu eftir upphaf annar- innar að þeir ætluðu sér að gefa nemendum morgunmat. Skammhlaupið hófst svo form- lega í íþróttahúsinu við Vestur- götu þar sem nemendur kepptu meðal annars við kennara í körfuknattleik. Það er skemmst frá því að segja að kennarar sigr- uðu með yfirburðum. Kom það engum á óvart þar sem dómararn- ir kornu úr röðurn þeirra auk þess sem límt hafði verið fýrir opið á körfu nemenda. Keppnin var æsispennandi enda verðlaunin ekki af verri endanum, pizzur eins og hver gat í sig látið á Hróa hetti. Utvarp NFFA var með útsendingu meðan á Skarnm- hlaupinu stóð og Gísli Einarsson var kynnir dagsins. Það var hið svokallaða “Rauða lið” sem hlaut verðskuldaðan sigur eftir harða keppni. Hljómsveitin Salt. Lengst til hægri má sjá fiðlusnillinginn Mico se?n vann titilinn “Tónlistarmaður keppninnar”. Tónlistarkeppni NFFA Hemra sigraði Hin víðfræga Tónlistarkeppni NFFA fór fram síðastliðinn föstu- dag frammi fyrir þéttsemum sal á- heyrenda í Bíóhöllinni á Akranesi. Atta hljómsveitir stigu á svið til að berjast um hylli dómnefndarinnar sem var skipuð valinkunnum tón- listarmönnum. Urslit keppninnar voru tilkynnt á dansleik með Sál- inni hans Jóns míns sem haldinn var á sal FVA um kvöldið. Hljóm- sveitin Hemra bar sigur úr býtum en hana skipa þeir Davíð Rósen- krans Hauksson, Haukur Arni Vil- hjálmsson, Márus Hjörtur Jónsson og Sverrir Aðalsteinn Jónsson. Márusi hlotnaðist einnig sá heiður að vera valinn besti gítarleikari keppninnar og þess má kannski geta að sigurhljómsveit ársins í ár Skammhlaup er nokkurS konar boðhlaup og etiginn mátti byrja að leysa sína þraut jyrr en derhúfan var komin í þeitra hendur. Skammhlaup 2000 þótti grunsamlega lík hljómsveit- inni Hentai sem sigraði í keppninni á síðasta hausti. Þegar bemr var að gáð kom í ljós að um nákvæmlega sömu hljómsveit var að ræða með þeirri undantekningu þó að söngv- aranurn og þremur síðusm stöfun- um í nafni sveitarinnar hafði verið skipt út. Hljómsveitin Mini malfunction lenti í öðru sæti og trommuleikari sveitarinnar, Þorsteinn Hannesson, þótti standa sig best á trommunum auk þess sem Arni Teimr Asgeirs- son, hljómborðsleikari og forritari, fékk verðlaun fyrir besm forritun- ina. Hin gallharða metalcore hljómsveit Close down hreppti þriðja sætið og söngvarinn, Sigurð- ur Mikael Jónsson, fékk sérstök verðlaun fyrir sviðsframkoinu. Kom það engum á óvart þar sem hann fór mikinn á sviðinu og sýndi- athyglisverð tilþrif. Sigurður Ingv- ar Þorvaldsson, bassaleikari Close down, þótti líka besmr bassaleikara þetta kvöld. I ár var áheyrendum gefinn kostur á því að velja þá hljómsveit sem þeim þótti skara frainúr og það reyndist vera sveitin Subhumans. Strákarnir í þeirri hljómsveit koma því til með að sjá um upphitun fýrir tónleika Botn- leðju sem verða haldnir þann 23. nóvember í Bíóhöllinni á Akranesi. Besta atriðið að mati dómnefiidar var flutningur hljómsveitariimar Zakralist úr Gmndaskóla á síðklassískum slagara Bubba Morthens “A Mýrdalssandi. ” Sveitina skipa stúlkur úr 10. L.J., þær Tiuna Björg, Unnm; Valgerður, Signín Inga og Ragnheiður. Fullt út úr dyrum Hæfileikakeppni grunnskól- Grundaskóla þar sem fjölmargir anna á Akranesi fór fram í síðustu efnilegir nemendur stigu á svið og viku og þótti takast framúrskar- sýndu hvað í þeim bjó. andi vel. Fullt var út úr dyrum í K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.