Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 9 aKtssunui. Isingin á girSingnnum var ótníleg og lágu girðingar víöa niðri af þeim sökum. Mynd IH S Ogurlega hvast Við lok síðustu viku gerði mikið hvassviðri af norðan og norð-austan átt um land allt. Viðvaranir um aítakaveður voru sendar út og var fólk sérstaklega varað við að vera á ferð um Rjalames og Staðarsveit. Fólk er farið að taka meira mark á aðvörun- um sem þessum en fyrr. Sumir segja að háu tölumar í hinni nýju metra- mælingu veðurstofunnar hafi gert alla Islendinga veðurhrædda. Veðurfar á Snæfellsnesi er nokkuð sérstakt og miðað við aðvaranir mætti halda að þar sé alltaf vidaust veður. Landslag er hinvegar með þeirn hætti að ef hvassviðri er af sunnan getur orðið ótrúlega hvasst nærri íjöllum að norðanverðunni en ef hvassviðri er af norðri verður mjög hvast að sunnan- verðu. Semsagt, á Snæfellsnesi er hvassviðrið skjólmegin. Sterkasta vindkviðan kom skömmu eftdr miðnætti þann 2. nóv og mæld- ist 52 metrar á sekúndu. En þegar svona hvast verður af norðri á auða jörð getur ísing orðið mikil þegar vötnin bókstaflega fjúka. Töluverð- ar skemmdir urðu á girðingum af þessum sökum. Narfi Kristjánsson í Hoftúnum varð fyrir vemlegu tjóni en nærri lætur að um tveir kílómetrar af girðingum séu ónýtar eftir að hafa sligast af ísingu. IH Efiiilegir krakkar að störfum ífatapökkuninni í Fjöliðjunni. Nemendur í sjálfboðavinmi I síðustu viku mátti sjá nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands vinna hin ýmsu störf víðs vegar um bæinn. Þar vora á ferðinni nemendur í nýj- um áfanga sem heitir því skemmti- lega naíni Lífsleikni 103. Einn þátt- urinn í náminu í þeim áfanga er þátt- taka í sjálfboðavinnu og eins og áður sagði stóð hún yfir í síðustu viku. Fjölbreytnin var mikil í störfunum sem krakkarnir tóku sér fyrir hendur og meðan sumir unnu í Fjöliðjunni, Sambýlinu við Laugarbraut eða á Dvalarheimilinu Höfða tóku aðrir þátt í heimilishjálp eða vora í gang- brautarvörslu og enn aðrir tóku þátt í söfnun Rauða krossins “Gengið til góðs” sem fram fór laugardaginn 28. október síðastliðinn. Nemendurnir sitja svo sannarlega ekki auðum höndum því í lok síðasta mánaðar fór hópurinn í námsferð til Reykjavíkur ásamt kennurum sínum þar sem farið var í heimsókn í Al- þingi, Hæstarétt, Ráðhúsið, Þjóð- menningarhúsið og Hitt húsið. -SOK I Dagl r öj rero.i - þá kítarðt,jr tít sem ffísstaðl tmdém Fi (JT ÞiIMGAMIÐSTÖB YESTORLAND5 Eimgaásii 2t-3W Börgasrmes-,, storw 437.2345®,, f«437 231® Það má segja að jólahlaðborðið hjá okkur í fyrra hafi slegið í gegn, því sú minning sem fólk hefur um það segir aTlt sem segja þarf og við höfum metnað til að gera enn betur í ár. Verð pr. mann er 3.200,- • Leitið tilboða fyrir hópa Bjóðum upp á gistingu og jólahlaðborð á kr. 5.450,- pr. m., ef gist er í tvær nætur þá er síðari nóttin frí !J\uíSja (fj/uSmunáux og <cM.azg%ét Borðapantanir í síma 437 2345

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.