Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000 ^ssuhuk. Meðan aðrir sofa Helgi vaktmaður fer inn í fjölda fyrirtcekja á nóttuimi ogferyfir þau í smáatriðum. Mynd IH Eldur, innbrot, vatnstjón, allt þetta og sjálfsagt margt fleira getur hent okkur hvort sem er á nóttu eða degi. Oll viljum við lifa í öruggu umhverfi og til þess að geta sofið rólega þurfum við að eiga öruggt umhverfi. Þó nú á dögum séu öll mannvirki tryggð seg- ir það aðeins lítinn hluta af sögunni. Ef til dæmis hús brennur verður það bætt af brunatryggingu að svo miklu leyti sem það er hægt. Stundum get- ur verið um að ræða óbætanlega eign vegna sögu eða tilfinninga. Hitt er svo sá þáttur sem oft gleymist að ræða en það er hvemig er hægt að ráðstafa því hlutverki sem hið glataða mann- virki gegndi? Þ.e.a.s. hvemig á að koma fyrir kennslu ef skólinn brenn- ur? Hvar eiga smiðimir að vinna ef trésmiðjan brennur? Og hvar fær vinnslan hráefni ef sldpið brennur? Sjaldan em metin þau áhrif á samfé- lagið sem verða þegar röskun verður á þessu sviði. Margfeldisáhrif atburða sem þessara geta lamað ekki aðeins fyrirtækin heldur allt samfélagið. OIl þekkjum við umræðuna um að störf tapist vegna breytinga á um- hverfi með lagasetningum eins og kvótakerfis og gjaldþrota eða yfirtöku og tilflumings fyrirtækja. Al- mennt era stjómendur að gera sér grein fyrir þessum þáttum og hafa tekið upp áhættustjómun sem miðast við að verja fyrirtæki og stofnanir fyr- ir áföllum. Stórt hlutverk í þessari hugsun leika næmrverðimir. I Snæ- fellsbæ gætir Helgi Kristjánsson fjölda fyrirtækja og stofnana. * A vakt með Helga Eg brá mér á vakt með Helga að- fararnótt laugardags. Nóttin var stjömubjört og fögur þegar við hitt- umst við bensínstöðina i Olafevík, á langbylgjunni dunaði Glenr. Miller. “Vorið 1995 lét ég verða af því að hrinda þessari þjónust úr vör, ég hafði hugsað þetta lengi og var orðinn sannfærður um að það væri þörf fyrir þessa þjónustu. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin vora góð, sveitarfélagið og fjöldi fyrirtækja gerðu sér strax grein fyrir því öryggi sem þau gætu skapað sér með því að eignir þeirra væra vaktaðar með þeim hætti sem ég bauð. Flest fyrirtæki í Snæfellsbæ nýta sér þessa þjónustu með einhverjum hætti. Eg býð nokkur stig af þjónustu ég fer inn í fjölda fyrirtækja og yfirfer eignimar í smáatriðum en hef svo bara eftirlit með öðram og bókstaflega allt þar á milli. Þá fer ég mildð um hafnimar og gæti þar margra báta. Nokkrir trillukarlar hafa líka keypt af mér þjónustu. Enda vita þeir að ég hef nú þegar bjargað einum 3 bátum. Það gildir sama um þá og aðra stjóm- endur fyrirtækja að þeim finnst mik- ið öryggi að þurfa ekki að hafa á- hyggjur af eignum sínum”. Aldrei hræddur? En óttast Helgi ekkert það sem hann getur hugsanlega staðið frammi fyrir? “Sem betur fer hef ég nú ekki lent í því að koma að alvarlegu slysi eða neinu slíku. Hinsvegar lenti ég í ýmsum uppákomum varðandi óboðna gesti, einkum í fyrstu, en nú vita allir að það þýðir ekkert fyrir þá að koma á Snæfellsnes þar er allt er morandi af næturvörðum”. Segir Helgi og glott- ir við. “Ymis dæmi hefur maður sem hefðu getað endað illa ef ekld hefði verið gripið í taumana í tæka tíð. Logandi kertaljós í kaffistofu, logandi flugnabani, sígarettustubbar í bréfarasli, lausar landfestar, opnir gluggar og jafnvel ólæstar hurðar”. Reksturinn þokkalegur En hvemig gengur svo reksturinn? “Jú svona þokkalega ég hef nú ekki hækkað gjaldskránna nema einu sinni í þessi finun ár. Eg hef ffekar reynt að fjölga fyrirtækjunum. Það er nú einu sinni svo að fyrirtækið þarf á- kveðnar tekjur hvort sem það era margir eða fáir sem standa undir þeim. Skilningurinn er að aukast á því að ég sé í raun að friða allan bæ- inn og þátttakan er að verða almenn- ari. Fleiri og fleiri skilja það að með þátttöku sinni bama gæði þjónust- unnar. Og það finnst flestum meiri ávinningur en að spara einhverjar krónur og ætla sér skjól annarra”. Mér þykir hinsvegar sorglegt hvað tryggingafélögin koma lítið til móts við sína skjólstæðinga í þessu. Þó erfitt sé að gera sér fulla grein fyrir því hver sé hagnaður þeirra af svona vaktþjónustu, er það alveg ljóst að að- eins eitt atvik af mörgum þar sem vaktmenn era að grípa inn í atburðar- rás hefðu kostað tryggingafélögin gríðarlegar upphæðir. Ekki leiðinlegt En er ekki leiðinlegt að vera alltaf einn að rápa um nætur? Nei þetta er nú talsverð yfirferð og mörgu að sinna, stundum lítur maður í bók eða skrifar eitthvað á blað sér til gamans. Við notum símann talsvert, heyram svona hver í öðram vaktmennimir víðsvegar á landinu. Kristbjörn Rafnsson í Grundarfirði og Her- mann Bragason í Stykkishólmi reka svipaða þjónustu og ég er að reka hér. Við höfum talsvert samband okkar á milli bæði beram við okkur saman um starfsaðferðir og viðskipti og fleira. Svo era náttúralega bjartar nætur og sólarapprásin forréttindi og góður kaupauki. * Ymislegt skemmtilegt Eftir að hafa farið með Helga í fisk- markaðinn og um höfnina er farið inn í félagsheimilð á Klifi. Þar dregur Helgi fram ljósið, svo stórt að varla er við hæfi að kalla það vasaljós enda heitir það Sigríður í höfuðið á gef- anda. í Klifi segir Helgi mér frá atviki sem henti hann þar fyrir nokkrum árum. “Eitt sinn er ég kom héma inn hafði ég gleymt að taka Sig- ríði með mér og var því ljós- laus að fara um húsið. Það var nokkuð húmað en sæmi- lega ratbjart þó. Þegar ég er að verða búinn að yfirfara húsið var ég staddur í her- bergi því sem leikfélagið hef- ur til umráða. Þá fann ég mjög sterkt fyrir því að það er verið að horfa á mig. Eg er nú ekki myrkfælinn en þetta var svolítið óþægilegt, nú ég sneri mér eldsnöggt við og horfðist þá í augu við mannvera sem þama stóð með framrétta arma eins og hún ætlaði að fanga mig. Mér brá auðvitað en þessi vera var hin alúðleg- asta og hafði sig ekkert í frammi enda bara gína sem leikfélagið átti. “Eá getur orðið Ijmxinin hus” Eg skipti mér ekkert af því sem mér kemur ekki við ég á gott samstarf við lögregluna en er ekkert að hnýs- ast í það sem hún er að fást við. Eg er ánægður með þann trúnað sem náðst hefur milli mín og unga fólks- ins sem hér er á rúntinum. Eg er ekkert að snuðra um það sem þau era að fást við þau treysta mér og era á- kaflega elskuleg í minn garð. Oft skil ég eftir athugasemd eða ábend- ingu á miða um hvers ég hafi orðið á- skynja við yfirferð um fyrirtæki. Og eins og gengur liggur misvel fyrir manni að orða þær athugasemdir en það kemur fyrir að ég skil eftir vísu eins og þessa: Nóttinn erfull afskrítnum skuggum skimandi meó teygðan haus Opnum má ei gleyma gluggum þá getur orðið fjandinn laus. Áfram skal halda Ég þakka Helga fyrir að fá að fylgja honum á vaktinni og mér er það ljóst að þama erum við að sumu leyti aftur komin til þess eðhs sem sést víða hjá hópum dýra. Sé hjörð á beit eða við vamsból er alltaf einn á vakt. Sá sér um að hafa áhyggjur af ástandinu, aðrir sinna sínu. IH Norræn bókasafnavika 13.- 17. nóvember 26. október kl 12:09-Meybani- Þyngd:3445-Lengd: 52 cm. Foreldr- ar: Halla Svansdóttir ogjóbannes Harðarson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Nýfeddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru feiðar hamingjuósldr. 1. nóvember kl 13:34-Meybarn- Þyngd:4í 00-Lengd:52 cm. Foi'eldrar: Asrún Harðardóttir og Konráð H. Konráðsson, Vopnafirði. Ljósmóðir: Lóa Kristijisdóttir. 3. nóvember kl 22:32-Sveinbam- Þyngd:3665-Lengd:52 cm. Foreldrar: Fanney Reynisdóttir og Ingvar Ragn- arsson, Akranesi. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. Dagskrá í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Akranesi mánudaginn 13. nóvember kl. 17.15 Kristín Steinsdóttir rithöfundur flytur erindi um barnabókmenntir og kynnir nýútkomna bók sína, Krossgötur. Elsa Jóhannsdóttir les úr bókinni “Ný skammarstrik Emiis i Kattholti” eftirAstrid Lindgren. Milli atriða leika nemar úr | Tónlistarskólanum nokkur lög. I | Kaffiveitingar. M ið í norrs Bæjar- og héraðsbókasafnið Norræna félagið á Akranesi. Testlenclinciur pikunnar Eins og ffam kom í Skessuhorni fyrir rúmum mán- uði, stofnaði Skagamaðurinn David J. Butt á dögunum fyrirtæki í Bretlandi til þesss að markaðssetja og selja sína eigin uppfinningu og hönnun, COMTEC brennsluhvatann. Þar kom meðal annars fram að brennsluhvatinn er sérhannaður með það í huga að minnka útblástursmengun ffá bflum og skipum og spara eldsneyti. I viðtalinu lýsti Butt því einnig yfir að hann hefði fengið meiri og betri viðbrögð við brennsluhvatanum á erlendri grundu en hér á Islandi. Nú stefnir hins vegar allt í það að Butt öðlist þá viður- kenningu sem hann hefur beðið svo lengi eftir. “Ég var í útvarpsviðtali um daginn fyrir Rás 1 auk þess sem ég fæ heilsíðu umfjöllun í Morgunblaðinu al- veg á næstu dögum. Þar koma allar helstu upplýsingar fram um tækið og virkni þess og ég er að vonum mjög ánægður með það.” Það olli David hins vegar miklum vonbrigðum þegar boð hans um að kynna tækið á mál- þingi síðar í mánuðinum var afturkallað. “Ætlunin var að kynna tækið fyrir Landvernd á málþingi um loffs- lagsbreytingar þann 13. nóvember. Framkvæmdastjóri Landverndar hafði haft samband við mig og bauð mér að segja ffá tækinu g ég var byrjaður að undirbúa mig undir það. Svo fékk ég upplýsingar um það fyrir um það bil hálfum mánuði síðan að þetta gengi ekki upp þar sem samstarfsaðilar Landverndar höfnuðu því að ég myndi kynna tækið sjálfur. Ég veit ekki nákvæmlega hver ástæðan var fyrir því.” Ekki er þó öll nótt úti enn því hugsanlega verður COMTEC brennsluhvatinn kynntur á málþing- inu eftir allt saman. “I ljós kom að fram- kvæmdastjóri Landverndar hafði sent upplýsingar til Háskóla Islands til að athuga hvort þar væri einhver áhugi fyrir því að kynna tækið. Fyrirspurn- inni var aðallega beint til þeirra sem ætluðu sér að tala á málþinginu. Fyrir viku síðan fékk ég svo tölvupóst frá Guðrúnu Pétursdóttur þar sem hún lýsti því yfir að hún hefði áhuga á að fá upplýsingar um tækið meðal annars til þess að kynna það á málþinginu á mánudag- inn kemur. Erindi hennar snýst um að segja frá ýms- um tækninýjungum og tækjum sem eru ætluð til þess að minnka koltvísýringsmengun í andrúmsloffinu. Ég er mjög ánægður með það að Guðrún ætli sér að tala um tækið. Ég verð viðstaddur þegar hún flytur erind- ið og ég tel allar líkur á því að ég fái viðurkenningu frá Landvernd í ffamhaldi af því sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyrir mig.” SÓK DavidJ. Butt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.