Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 7
a&£3SUnu^ FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 2000 ■ Davíð Oddsson forsætisráðherra gagn- rýndi um daginn fjölmiðla nokkuð harð- lega fyrir það sem hann kallaði - ef ég man rétt - “griðabandalag” þeirra. Eftir að hin flokkspólitísku málgögn hættu að hnotabítast út í hvaðeina sem hin blöðin birtu, þá væri nú svo komið að fjölmiðlar gagnrýndu aldrei hver annan - og þótt Davíð hafi ekki orðað það svona þá átti hann við að það væri sama hvaða bommertur fjölmiðlar gerðu sig seka um; aldrei fettu hinir fingur út í það. Gagn- rýni á faglegum grunni væri alls ekki til. Þetta var hárrétt hjá forsætisráðherra og nauðsynlegt að benda á þetta. Hér áður fyrr voru engir ijendur meiri í þjóðfélag- inu en fjölmiðlar og harka þeirra hver í annars garð var slík að furðu sætti. Þá á ég við aftur í grárri forneskju, svo sem um aldamótin. Þá fóru eitt árið fjórtán meið- yrðamál milli helstu keppinautanna á ís- lenskum blaðamarkaði, ísafoldar og Þjóð- ólfs. En nú anda blöðin ekki einu sinni, eða aðrir íjölmiðlar, hvaða vitleysu sem hinir taka upp á. Það má nefna dæmi af máli sem reis af gagnrýni Jakobs Frímanns Magnússonar á DV fyrir skömmu. Jakob hafði farið í viðtal í blaðinu og hafði lagt þunga á- herslu á að fá að skipta sér af orðalagi, uppsetningu, fyrirsögnum, myndbirtingu og þess háttar. Út af fyrir sig er vafamál að hversu miklu leyti eigi að láta viðmæl- endur blaða ráða þvíumlíku, en þetta hafði Jakob sem sagt farið fram á og feng- ið loforð blaðamannsins fyrir því að eftir öllum hans óskum yrði farið. Það var kjarni málsins. Síðan sveik blaðamaður DV loforðið og notaði allt aðra fyrirsögn en samkomulag hafði verið um, sem setti allt annan blæ á viðtalið að mati Jakobs. Annars skipta hin fínni blæbrigði viðtals- ins engu máli; höfuðatriðið var að Jakob hafði fengið loforð fyrir vissum hlutum sem síðan var ekki staðið við. Og það við- urkenndi blaðamaðurinn greiðlega í tölvupósti sem hann birti sjálfur eftir að málið komst í hámæli. En að öðru leyti voru viðbrögð DV mjög ámælisverð. Sú grein þar sem Jakob birti gagnrýni sína var vissulega harðorð en ekki gat farið á milli mála að hann hafði . réttinn sín megin, úr því hann hafði feng- ið þetta loforð hjá blaðinu. En blaðamað- urinn svaraði með furðulegum skætingi og virtist blöskra fullkomlega sú ósvífni Jakobs að leyfa sér að gagnrýna fjölmiðil. Hann reyndi að gera persónu Jakobs og allan hans starfsferil hlægilegan og fabúleraði um frekju hans fyrir að hafa viljað ráðskast með fyrirsagnir og þess háttar - frekju sem kannski má nefna því nafni en það skipti bara ekki máli. Blaðamaðurinn hafði látið undan þess- ari “frekju”, gefið loforð en svikið það. Um það snerist málið, ekki annað. En Jakob fékk þá yfir sig þvílíka holskeflu af skætingi að annað eins hefur ekki sést lengi, og enn er verið að hnýta í hann í sandkorni og þess háttar dálkum DV. Samt kom greinilega fram - og DV neit- aði því í rauninni ekki - að málið snerist bara um þetta loforð sem Jakob hafði fengið. Þetta mál var sorglegt dæmi um hversu stórt fjölmiðlar líta á sig nú til dags og sennilega í og með vegna þess að þeir þurfa ekki lengur að eiga von á neinni gagnrýni frá hinum fjölmiðlunum - rétt eins og Davíð Oddsson benti á. Og fyrst fjölmiðlarnir hafa frítt spil hver hjá öðrum, þá virðast þeir líta á það sem örg- ustu ósvífni að “óbreyttir borgarar” skuli ætla sér þá dul að gagnrýna vinnubrögð þeirra. Þeir þykjast sitja á sínum háa hesti og geta litið niður á allt í kringum sig, en í rauninni hafa þeir ekki úr svo háum söðli að detta. Sér í lagi ekki DV. Þessum vinnubrögðum þurfa fjölmiðl- ar að breyta og gagnrýna óhikað hver annan - ekki út í loftið, heldur þegar raunveruleg ástæða gefst og faglegum vinnubrögðum er áfátt. Alltaf gaman þegar forsætisráðherra þjóðarinnar segir eitthvað skynsamlegt. Illugi Jökulsson \ X X \ V vl FUNDARLAUN! Stolið var á athafnasvæði Nesvikurs, Breiðinni á Rifi: 2 dælum af gerðinni GRINDEX Matador NYD New line og 1 rafeindavog Þeim sem veitt geta upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist er hér með heitið fundarlaunum að fjárhæð kr. 300.000.- Upplýsingar veita: Helgi Kri.)tján,iMn jími: 4361561 Helga Hilmarddóttir dími: 5855000/6944499 Neóvikur ehý. fenEQiEiasB Tilkynning frá sýslumanninum í Borgarnesi Uppboð Þriðjudaginn 21.nóvember nk. kl. 11.00, að Nýja-Bæ, Bæjarsveit, Borgarfjarðarsveit, verður boðið upp eitt óskilahross, hafi þess ekki verið vitjað af eiganda sínum. Um er ræða rauðan tvístjómóttan hest, 6-8 vetra, líklega taminn. Borgarnesi 7. nóvember2000 Sýslumaðurinn íBorgarnesi lllllll P í Y .1 : : - Þorkell Cyrusson, Hellissandi Dagskráin er lidur í Evröpu-verkefninu verdur haldid í Narfeyrarstofu Setning: ■. . •. ■ srá Sturla Böðvarsson, ráðherra samgöngu- og ferðamála Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi Hildibrandur Bjamason, Bjamarhöfn Ingi Hans Jónsson, Grandarfirðí Ómar Lúðvíksson, Hellissandi Skúli Alexandcrsson, Hellissandi Sæmundur Kristjánsson, Rifi Unnur Halldórsdóttir, Borgarnesi Þórann Kristinsdóttir, Grandarfirði Sönghópurinn Hraustir menn, Stykkishólmi Kynnir: Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi j-, , ^ f ^ v5. ' , __ - ' ' ' ' v' '" ' "¥ ''' " s' " ' i;S 'XtV! l 'ý'" ð Missið ekki af frábærri kvöldskemmtun. gseyrír 700 kr. Námskeid í bodi Árnastofnunar Kl. 14-18, sama dag, verður haldið námskeið um söfnun þjóðlegs fróðleiks í Grunn- skólanum Stykkishóhni. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á varðveislu og nýtingu sagna og annars fróðleiks af þjóðlegum toga, m.a. í ferðaþjónustu. Þátttakaer ókeypis. Kennari: Gísli Sigurðsson, fræðimaður. Skráninghjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. S. 437-2390 - simenntun@simenntun.is •ass- SKiAVwp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.