Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.11.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NOVMEMBER 2000 ^Kiissunuiw WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: íslensk upplýsingatækni 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 894 8998 islensk@isiensk.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ri!stjori@skessuhorn.is Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 internet@islensk.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 ingihans@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 430 2200 bokhald@skessuhorn.is Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Umbrot: Tölvert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Rauta nu min Bokolle! Gísli Einarsson, ritstjóri. Á þúsund ára fresti leggst einhver óheimskur íslendingur undir feld og kemur þaðan aftur með spaklega niðurstöðu í máli dagsins. Þetta gerði Þorgeir ljósvetningagoði á kirkjuþingi árið þúsund og nú fyrir skömmu fór Guðni Landbúnaðargoði að hans fordæmi. Ekki var ég viðstaddur þegar Þorgeir heitinn skreið úr sínu skinn- bæli og veit því ekki glöggt um hvernig hann bar sig að nema að því leyti sem getið er um í héraðsfréttablöðum þess tíma. Hinsvegar er allt vitað sem máli skiptir um atferli sporgöngumannsins. Guðni mun hafa svipt af sér kýrhúðinni, stokkið á fætur með harðneskjulegan svip á andliti sér og hvergi hik á honum að sjá. Landbúnaðarleiðtoginn mælti af munni fram nokkur tregablandin og hjartnæm orð og lýsti ó- dauðlegri ást sinni á íslensku kúnni jafnframt því sem hann fór nokkrum orðum um tilfinningar sínar í garð annars búfjár. Þá kyssti hann Búkollu sína ástlausum kossi, líkt og elskhugi sem heldur að með slíkri aðgerð geti hann grætt hjartasár yfirgefinnar ástkonu. Þá skálaði Guðni í léttmjólk og lýsti því yfir að íslenskar ær og kýr væru hans ær og kýr og sagði orðrétt “Veljum íslenskt þótt það sé norskt.” Þar sem ráðherrann er hagyrðingur allgóður kastaði hann fram nokkrum norskum fósturvísum í kveðjuskyni. Það verður án efa fróðlegt að mæla sannfæringarkraftinn í rödd ráðherrans jtegar hann segir í hátíðarræðum framtíðarinnar að fram- tíð íslensks landbúnaðar liggi í sérstöðunni og enginn vafi leiki á yf- irburðum íslenskra landbúnaðarafurða. Einhvern tímann á hann ör- ugglega einnig eftir að tala um fágæta eiginleika og gómsæti íslenska strútsins, elgsins eða frosksins. Ekki dettur mér þó í hug að efast um að norsku kýrnar hafa margt sér til ágætis. Þær eru jú sagðar skila meiri afurðum og það hlýtur að vera vegna þeirra eiginleika en ekki vegna þess að norskir kúabændur séu betri en þeir íslensku. En ef svo væri þá mætti sjálfsagt flytja inn erfðavísa úr þeim líka. Eg tel hinsvegar að það eigi ekki að vera með neina þröngsýni ef það er talið nauðsynlegt að flytja inn erlenda hæfi- leika. Það er óumdeilt að í Frakklandi eru betri kokkar en á Islandi, betri kvikmyndagerðarmenn í Bandaríkjahreppi, betri íþróttamenn í Rússlandi og örugglega má einhversstaðar finna betri þingmenn og ráðherra, jafnvel landbúnaðarráðherra. Því til viðbótar má nefna að ítalskir karlmenn eru taldir einhverjir bestu elskhugar sem völ er á. Eitt hefur algjörlega gleymst í umræðunni um innfluting á norsk- um kúm en það eru áhrifin á menningararfinn, þ.e.a.s. þjóðsögurnar. Eg er hræddur um að fáir meðal kúasmalar, íslenskir, hefðu getað hoppað upp í halann á norskri búkollu sem er margfalt háfættari en sú íslenska. Hvað þá að hann hefði ráðið við að slíta þaðan hár. Ef það hefði tekist þá hefði það aldrei farið í gegnum umhverfismat að úr því hefði sprottið norsk stöðuvötn eða norskir fjallasalir. Hvað sem öðru líður má ekki líta á efasemdir mínar í garð norskra kúa sem kynþáttafordóma. Eg þekki nokkra norðmenn sem hægt er að umbera með góðum vilja og ætla síst að amast við þeim. Eg veit heldur ekki betur en að tveir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar séu af norskum stofhi og ekki hef ég verið að mótmæla því. Eg læt fyrrnefndar tilfinningar mínar heldur ekki aftra mér frá því að drekka mín tvö mjólkurglös á dag, alla ævi, jafnvel þótt mjólkin komi úr kú sem heitir Brundlandt eða Sonja og baular með norskum hreim. Eg skal heldur ekki mögla þótt hamborgarinn minn verði undan nauti sem heitir Fleksnes, svo fremi að mér verði ekki seldar þessar afurðir undir kjörorðinu “Veljum íslenskt.” Gtsli Einarsson, mjólkurfræðmgur Vilja Gunnar Stjórn RLnattspyrnudeildar Skallagríms leitar nú að þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins sem féll í 2. deild á síðasta keppnistíma- bili. Að sögn Stefáns Loga Har- aldssonar formanns félagsins er Gunnar M Jónsson efstur á óska- lista stjórnarinnar en hann hefur um árabil þjálfað yngri flokka fé- lagsins. “Fólk hér í bænum hefur kunnað vel að meta störf Gunnars og við teljum hann rétta manninn í það verkefni að byggja upp öflugt lið heimamanna og því er hann okkar fyrsti kostur og við vonum að hann gefi okkur jákvætt svar” segir Stefán. GE Gunnar M Jónsson Sanddœluskipið Perla í rifshöfn. Rifshöfh dýpkuð Sanddæluskipið Perla hefur und- anfarna daga verið í Rifshöfn. Þar er verið að dýpka suðurhluta hafn- arinnar og innsiglinguna. Mikill sandur berst í Rifshöfn og er gert ráð fyrir að Perla dæli upp um 14.000 rúmmetrum af sandi að þessu sinni. Dæling sem þessi þarf að fara fram í Rifshöfn nokkuð reglulega með nokkurra ára milli- bili. Gerð var tilraun með að byggja sandfangara skammt frá Hólmkelsá og hefur hann gefið góða raun. Vonir standa til að á næsta ári verði gert líkan af höfn- inni og með því verði leitað leiða til að hindra að sandur berist inn í höfhina. Þegar dælingu í Rifshöfn lýkur er gert ráð fyrir að dæluskip- ið fari inn á Grundarfjörð og verði notað við væntanlega stækkun norðurgarðs. IH - e i • 1 > ‘l ‘ | V; • S Nýr bátur sjósettur Hönnun og smíði Skagamanns Síðastliðinn laugardag var sjó- settur nýr bátur á Akranesi. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að báturinn er hönnun og smíði Skagamannsins Guðgeirs Svavarssonar húsa- og skipasmíðameistara. Guðgeir segir að sérstaða bátsins sé einna helst fólgin í því hversu rúmgóður og breiður hann sé. “Lestin rúmar sex 660 lítra fiskikör. Báturinn er 5,9 tonn og 3,20 metrar á breidd og mögulegt er að smíða bát af þessari gerð sem er alveg uppundir tólf tonn.” Þrjár kojur komast fyrir í bátnum sem er með 420 hestafla vél. Guðgeir segir hann ganga yfir 20 mílur og 15-18 mílur með afla innanborðs. Hönnun og smíði báts sem þessa tekur að vonum sinn tíma og Guðgeir hófst handa við verkið í byrjun þessa árs. “Eg fór að huga að þessu í kringum mánaða- mótin janúar-febrúar og báturinn hefur verið í hönnun og smíði síð- an. Eg smíðaði mótið og svo bátinn upp úr mótinu. Eg er þegar búinn að semja um sölu á öðrum bát sem ég er byrjaður á auk þess sem ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir.” Þess má geta að það var Skagamað- ur sem festi kaup á fyrsta eintakinu sem hlaut nafnið Maron AK 20 en hið næsta fer til Suðureyrar við Súgandafjörð. SÓK Fjölgar á Vest- urbakkanum Smátt og smátt færist líf yfir nýja athafnasvæði Grundfirðinga á Vesturbakkanum við Kverná. Nú þegar eru tvö fyrirtæki búin að reisa sér þar aðstöðu og fjór- um öðrum lóðum hefur verið út- hlutað. Ásgeir Valdemarsson hefur tekið sitt hús í notkun og nú á dögunum flutti Vélsmiðjan Berg í sína nýbyggingu. Vél- smiðjan var áður til húsa við Borgarbraut í nágrenni skólans, því husi er nú verið að breyta í á- haldahús og slökkvistöð auk þess sem verið er að byggja nýja hæð á húsið sem hýsa á bókasafh og fjarnámsver. IH Sigur vannst (með aðstoð heimamanna!) Árleg bæjarkeppni milli Akra- ness og Hafnarfjarðar í bridds fór fram um síðustu helgi og höfðu Skagamenn sigur. Hlutu þeir 471 impa á móti 429 impum Hafhfirðinga. Spilað var í Hafn- arfirði þetta árið og mættu sex sveitir til leiks úr hvoru bæjarfé- lagi. Par af Skaganum forfallaðist á síðustu stundu og voru Hafn- firðingar svo vinsamlegir að hlaupa undir bagga og kölluðu til tvo heimamenn sem gengu til liðs við óvinina. Skagamenn höfðu betur eins og að ofan greinir og vildu heimamenn skiljanlega eigna sér nokkra hlut- deild í sigrinum - sem vannst á þeim sjálfum. K.K. í ljósa- skiptunum: Böm á Norðurlöndunum Norræna bókasafnavikan verður haldín í fjórða sirrn þann 13. - 19. nóvember - í sam- vinnu PR -hóps norrænna bókasafna og Norrænu félag- anna. Þetta verkefhi er sem fyrr styrkt af Norrænu ráðherra- nefndinni /NORDBOK. Efni þessa árs er: Norræn börn - eða bamíð á Nórðurlöndum. Eins og fyrf hefur verið valinn einn sameiginlegur texti, sem lesinn verður upp á sama tíma í bókasöfnum á öllúm Norður- Iöndunum. 'Iextinn í ár er úr bðk Astriil Lindgren:; “Ný skamma- strik Emils í Eiattholti”. Ámeðan á vikunni stendur (14. nóvem- ber) verður Ástrid Lindgren 93 ára. Bæjar- og héraðsbókasafhið sténdur fýrir. dagskrá þann 13. nóvember í samvinnu við Nor- ræna félagið á Akranesi og Skagaleikflokkinn. Dagskráin hefst kl. 17.15 með erindi Krist- ínar Steinsdóttur rithöfundar um bamabókmenntir, en hún mun einnig kynna nýútkomna bók sína, Krossgötur. Slökkt verður á rafljósum kl. 18, en um leið tendrað á kertum og lesinn kafla úr bók Astridar Lindgren ”Ný skammastrik Emils í Kattholti”. Upplesari er Elsa Jóhannsdóttir. Nemar út Tónlistarskóla Akra- néss munu leika nokkur lög í upphafi dagskrár og milli atriða, KK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.