Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Page 7

Skessuhorn - 23.11.2000, Page 7
iu£33Unu... 3 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 7 .. Megas fékk um daginn verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þó ég geti ómögulega munað hvaða apparat það er sem veitir þessi verðlaun, þá er ekki annað sæmandi en taka ofan fyrir því vegna þess að hafi einhver átt skilið verðlaun og viðurkenningu í þessu landi, og síðast en ekki síst peningastyrk eins og hann benti víst á sjálfur, þá var það Magnús Þór Jónsson. Það er alkunn þjóðsaga að allir þeir sem voru á besta aldri árið 1963 muni nákvæmlega hvar þeir voru staddir þegar þeir fréttu lát John F. Kennedys Bandaríkjaforseta. Þá var ég ekki nema þriggja ára og man ekki neitt. Aftur á móti man ég nákvæmlega hvar ég var staddur og við hvaða aðstæður þegar ég hlustaði í fyrsta sinn á þær hljómplötur Megasar sem mestu máli skiptu mig hér í eina tíð. Platan þar sem hann situr undir fangelsisveggnum með blómunum - ég keypti hana niðri í bæ og fór með hana heim á Drafnarstíg 3 og setti hana á fóninn; ég man nákvæmlega hvernig var útlits í herberginu þegar fyrstu tónar Ragnheiðar biskupsdóttur fóru að hljóma. "Fram og aftur blindgötuna" - dittó, nema ég var búinn að skipta um herbergi á Drafnarstígnum. "Á bleikum náttkjólum" - ég var að þvælast í sjoppunni í Menntaskólanum í Reykjavík og fékk að setja plötuna á fóninn þar, ég var að stinga upp í mig fyrsta bitanum af langloku með eggjum þegar "Orfeus og Evridís” byrjaði. Þessar plötur, og sú allra fyrsta sem ég uppgötvaði reyndar á eftir hinum, urðu síðan tryggustu vinir mínir öll táningsárin og með fullri virðingu fyrir öðrum ágætum kunningjum þá skildi mig enginn betur og sagði mér enginn meira um lífið og tilveruna en röddin á plötunni - og hvílík rödd! Lífssýn Megasar var vissulega og er kaldhæðnisleg, hráslagaleg, stundum dimm og drungaleg, en þess meira virði eru demantarnir í drafinu og fegurðin sem spratt fram á óvæntum augnablikum á plötum Megasar var engu ómarkverðari en sjálf fegurð himinsins. Síðan skal ég fúslega játa - ungur sem ég var - að vitaskuld varð sjálft líferni meistarans ekki til að draga úr dimmleitum ljómanum kringum hann, og ég get ómögulega verið að skammast mín að ráði fyrir að hafa haft ógn gaman af þegar ég fór að stunda skemmtanalífið og sækja böll í Tjarnarbúð og maður rak fótinn í eitthvað undir borði og vissi þá að Megas var á staðnum. Hversu mikið skáld Megas er? Hann er eitt það allra mesta á öldinni, Sum mkvæða hans þurfa vissulega á lögunum að halda til að virka fullkomlega og virðast ekki öll mikil fyrir mann að sjá ein á blaði en það dregur ekkert úr gildi þeirra - lög og ljóð eru óaðskiljanlegir hlutar verksins sem Megas mbýður okkur upp á. Um tíma rofnuðu tengsl okkar Megasar - og þá meina ég ekki persónulegsl tengsl, því þau hafa lítil verið, heldur bara tengsl mín við ljóð hans og lög - lögin af plötunum sem ég nefndi áðan virtust nægja mér alveg og ekki nema einstaka lög síðan hittu mig fullkomlega í hjartastað. Þá fór Megas út á nýjar brautir sem mér féllu ekki allskostar; allmörg ljóð um litla stráka létu mig alveg ósnortinn og ég skal viðurkenna að mér þótti óþægilegt að horfast í augu við að vinur minn frá táningsárunum væri farinn að daðra svo mjög við pedófilismann. Enda virðist hann sem betur fer bara hafa verið að stríða okkur og notað þetta til að koma sér aftur út úr húsi eftir að hafa verið farinn að falla óþægilega vel í kramið hjá smáborgarastéttinni. í staðinn var eins og dálítið tilgangslaus hryllingur kæmi í stað þess ískyggilega andrúmslofts sem áður hafði nægt til að kveikja ugg í brjósti hlustanda um að lífið væri ekki allt þar sem það væri séð. En einnig fannst mér tilraunastarfsemi hans í tónlist með allskonar aðilum skyggja á það sem sterkast er í verkum hans, ljóðin sjálf. Nokkrar af síðustu plötunum Megas lét ég því meira og minna framhjá mér fara. Svo var það í vor - á héiðbjörtum páskadegi uppí Hyalfirði - að ég setti í geislaspilara nokkurra missera gamlan disk með Megasi sém ég hafði aldrei hlýtt á og ákvað að vita hvað hann væri að bardúsa, og sjá þarna var Megas líkt og endurborinn - lög og útsetningar einfaldleikinn uppmálaður og þótt ísköld kaldhæðni ljóðanna væri kunnugleg voru þó slegnar nýjar nótur. Ég á eftir að muna alla tíð þá stund þegar ég hlustaði á diskinn fyrst - brakandi logn, eilítið andkalt, sjórinn dimmblár og Megas var enn á meðal vor. ' íí- ; . ■ ’* ucttingalius Brákarbraut 13*310 Borgames • simi 437 2313 * fax 437 2213 13oU0F\esÍF\gau - Sougfiuðiiagau - VestleK\dih\gau Hljómsveitin Þotullðið leikur fyrir dansi irá kl. 23:00 til 03:00, frítt inn Verðum með glæsilegt jólahlaðborð að hætti Jóns Kr. Jakobssonar matreiðslumeistara, hlaðið kræsingum við allra hæfi, tilvalið fyrir hópa, saumaklúbba, mig og þig að gera okkur glaðan dag. Borðapantanir og nánari upplýsingar í símum 437 2313 eða 8617340

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.