Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 10.05.2001, Síða 1

Skessuhorn - 10.05.2001, Síða 1
40-50 böm á biðlista í haust? Á fundi skólanefndar Akraness þann 3. maí síðastliðinn voru mál- efhi leikskóla tekin fyrir. Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi, sagði frá því hvernig biðlistamál litu út í dag en inntöku fyrir næsta skólaár hefur ekki enn verið lokið. Reikna má með að hægt verði að taka inn 33 börn sem fædd eru árið 1998 og fyrr og 45 börn fædd '99. Vegna þess hversu margir eru að flytja til Akraness er ekki hægt að gefa ná- kvæmar upplýsingar um stöðu biðlista en reikna með með að um 40-50 börn fædd árið 1999 verði á biðlista í haust. Á fundinum var einnig fjallað urn nýjan kjarasamning og hvernig ný ákvæði í væntanlegri reglugerð myndu gera það að verkum að hægt yrði að fjölga börnum í leik- skólunum. Skólanefnd lagði til að fjöldi barna á Garðaseli yrði 73 börn, 72 á Teigaseli og 66 á Vallar- seli en mældist til þess að ákvörð- unin um fjölda barna yrði endur- skoðuð um áramótin 2001-2002. Einnig að leikskólastjórar leikskól- anna þriggja myndu kanna hvernig hægt væri að nýta þá möguleika sem reglugerð nýrra kjarasamn- inga mun segja til um. SOK Tóhanncs Karl Guðiónsson Stjamaí Hollandi Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnumaður frá Akranesi hefur slegið í gegn í hollensku knattspyrnunni í vetur. Hollenskir íþróttafréttamenn keppast við að bera lof á þennan unga knatt- spyrnumann og hann er jafnvel talinn líklegur til að hreppa titil- inn knattspyrnumaður ársins í Hollandi. Sjá viðtal við kappann í miðopnu. Gott er að baða - btíkinn blessaða Utvegsmannafélag Snæfellsness: Standið vörð um hefðbundna útgerð Eins og fram kom í síðasta tölu- blaði Skessuhorns eru skiptar skoðanir meðal sjómanna á Snæ- fellsnesi um lög um kvóta á auka- tegundir á smábátum. Stjórn útvegsmannafélags Snæfellsness hefur nú skorað á alþingismenn kjördæmisins að standa vörð um hefðbundna útgerð á svæðinu og tryggja að lög um kvótasetningu þorskaflahámarksbáta í ýsu, ufsa og steinbít taki gildi í haust eins og gert er ráð fyrir. I ályktun frá Utvegsmannafélagi Snæfellsness segir m.a.: „Stjórnin mótmælir óá- byrgum veiðum smábátaflotans langt umfram ráðgjöf Hafrann- sóknarstofnunar í ýsu og steinbít. Þetta mun leiða af sér skerðingu veiðiheimilda báta innan Utvegs- mannafélags Snæfellsness í ofan- greindum tegundum.“ Síðar í ályktuninni segir: Þessar veiðar munu að óbreyttu óhjákvæmilega leiða til þess að veruleg skerðing verður á úthlut- un kvóta í steinbít og ýsu á bátum á Snæfellsnesi á næsta ári, þrátt fyrir yfirlýsingar einstakra þing- manna um annað. Innan Utvegsmannafélagsins eru 45 skip og á þeim starfa um 400 sjómenn. Taki lögin ekki gildi verður um verulega tekjuskerðingu sjómanna og útgerðarmanna að ræða. Að framansögðu er ljóst að á- kvörðun ykkar mun hafa veruleg áhrif á atvinnu- og mannlíf á Snæ- fellsnesi.“ Vegamál á Vesturlandi til umræðu Ahersla lögð á end- urbyggingu í Norð- urárdal sem fyrst í síðustu viku hélt samgöngu- nefnd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi til Reykjavíkur á fund þingmanna Vesturlands. Umræður fundarins voru lífleg- ar um ýmis verkefni sem framundan eru í vegafram- kvæmdum á Vesturlandi. Sam- göngunefnd lagði meðal annars áherslu á að endurbyggingu á þjóðvegi 1 frá Gljúfurá að Brekku í Norðurárdal verði hraðað sem kostur er. Bæjarráð Borgarbyggðar sendi frá sér á- lyktun sama efnis þann 26. apríl síðastliðinn en eins og komið hefur fram í Skessuhorni hafa umferðaróhöpp verið tíð á þess- ari leið. Á fundi sínum með þing- mönnum lagði samgöngunefnd- in einnig áherslu á að gerðar yrðu úrbætur á leiðinni Borgar- fjarðarbraut-Grafarkot á þeirn forsendum að þar sé umferð hröð, vegurinn slæmur og lög- gæsla lítil. Einnig var rætt um að breikka slitlag á vegum í dölum, auka viðhald á malarvegum o.fl. GE 16" Pizza með 2 áleggstegundum og 2 lítrar kók kr. 1.200,- /t/. /tV - 22 ú /aiufiir'i/uy / 05

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.