Skessuhorn - 10.05.2001, Síða 15
jtttsjunu...
FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001
15
Það er
spuming???
Ætlar þú í
Eurovision teiti?
Magnús Óskar Þórðarson,
nemi
- Nei, e'g hefengan áhuga á því.
Hákon Magnús Magnússon,
nemi í skóla lífsins
- Nei.
Guðmundur Helgi
Vigfússon, nemi
- Það er möguleiki.
Helga Sæbjömsdóttír,
nemi á Bifröst
- Efe'g mögulega get. Er boðin en
spumingin er hvort e'g kemst.
Jón Pétursson,
ellilíeyrisþegi
- Nei, e'g befekki áhuga.
Sandra Dögg Bjömsdóttir,
nemi
- Kannski.
ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR -
Hjörleifur og
Linda sigruöu
Firmakeppni Hestamannafé-
lagsins Dreyra var haldin þann 1.
maí síðastliðinn í Æðarodda. Veð-
ur var heldur leiðinlegt en það kom
ekki í veg fyrir að 31 keppandi
mætti til leiks. Auk þeirra kom fjöldi
manns í kaffihlaðborð sem félagið
stóð fyrir.
Úrslit urðu þau að í karlaflokki
sigraði Hjörleifur Jónsson á hesti
sínum Berki. Ingibergur Jónsson
varð í öðru sæti á Perlu og Ármann
R. Ármannsson í því þriðja á Kol-
finnu. Linda Reynisdóttir sigraði í
kvennaflokki en hestur hennar
heitir Ronja. Ragnheiður Helga-
dóttir var í öðru sæti á Stimpli og
Sigurveig Stefánsdóttir í þriðja á
Þokka. Sigurður Ólafsson sigraði í
flokki unglinga á aldrinum 16-20
ára á hestinum Seimi. Sigríður
Helga Sigurðardóttir varð í öðru
sæti á Lottu og Magnús Gylfason
vermdi þriðja sætið á hestinum
Þór. í flokki barna varð Fríður Krist-
Fríður Kristjánsdóttir sigraði í flokki
barna í Firmakeppni Dreyra þann 1.
maí.
jánsdóttir hlutskörpust á Þokka,
Arna Snjólaug Birgisdóttir varð í
öðru sæti á Sóleyju og Daníela
Hafsteinsdóttir fékk bronsið á
Toppi.
Dreyri vill nota tækifærið og
þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum
sem studdu félagið sem og þeim
sem komu í kaffið í Æðarodda.
Friðrik spilari
ársins
Akranesmeistaramót Badmint-
onfélags Akraness fór fram nú um
helgina. Mótið er lokamót keppnis-
tímabilsins hjá félaginu og er dag-
urinn endaður með matarveislu og
verðlaunaafhendingum. Keppend-
ur voru alls 75 og áhorfendur fjöl-
menntu í íþróttahúsið við Vestur-
götu.
Einliðaleikir voru leiknir í flestum
flokkum og að auki í flokki
trimmara. Friðrik Veigar Guðjóns-
son varð Akranesmeistari í eldri
flokki karla eftir að hafa sigrað Að-
alstein Huldarsson, Stefán Jóns-
son í U-17 flokki pilta eftir sigur á
Hólmsteini Valdimarssyni, Karitas
Ósk Ólafsdóttir í U-17 flokki
stúlkna en þar varð Hanna María
Guðbjartsdóttir í öðru sæti. Ólafur
Björnsson sigraði Ragnar Gunn-
arsson í flokki pilta yngri en 13 ára,
Helga Aðalsteinsdóttir sigraði
Ragnheiði Friðriksdóttur í U-13
flokkis stúlkna og Oddný Björg
Hjálmarsdóttir hafði betur í viður-
eign sinni við Sóleyju Bergsteins-
dóttur í U-11 flokki stúlkna en pilta-
flokkar U-11 og U-13 voru samein-
aðir. Birgir Birgisson varð hlut-
skarpastur í flokki trimmara eftir að
hafa sigrað Sigurbjörn Hafsteins-
son.
Á mótinu var einnig leikið í tví-
liðaleik þar sem iðkendur félagsins
léku með foreldrum, systkinum
eða vinum. Skipt var í tvo flokka A
og B. ÍAflokki sigruðu þeir Kristján
Aðalsteinsson og Aðalsteinn Huld-
arsson þá Ragnar Gunnarsson og
Jörgen Nilssen. í B flokki sigruðu
Spilari ársins, Friðrik Guðjónsson,
ásamt Aðalsteini Huldarssyni.
þær Birgitta Rán Asgeirsdóttir og
Kristín Birna Fossdal þá feðga Egil
Guðlaugsson og Guðlaug Gunn-
arsson.
Á uppskeruhátíðina, mættu um
100 manns en þar voru verðlaun
veitt fyrir afrek dagsins. Einnig
voru veitt verðlaun fyrir mestu
framfarir vetrarins. Þau fengu Lín-
ey Harðardóttir og Ólafur Björns-
son í yngri flokknum og þau Karit-
as Ósk Olafsdóttir og Stefán Jóns-
son af þeim sem eldri voru. Nafn-
bótina spilari ársins hlaut ung-
lingalandsliðsmaðurinn Friðrik
Veigar Guðjónsson sem hefur átt
frábært tímabil og tekið stórstígum
framförum í vetur. Hann lék með
unglingalandsliði íslands nú síðast
í Póllandi í apríl og eins og áður
sagði vann hann það afrek um
helgina að sigra Aðalstein Huld-
arsson í flokki eldri spilara en þar
þurfti oddalotu til. Aðalsteinn hefur
verið ósigrandi í þessum flokki til
margra ára. SÓK
Birgir Leifur fluttur
til Svíþjóðar
Birgir Leifur Hafþórsson
kylfingur frá Akranesi flutti þann
6. maí síðastliðinn til Örebro í
Svíþjóð. Aðspurður sagðist Birg-
ir Leifur flytja aðalega útaf því að
þjálfarinn hans, Staffan Johans-
son á heima í Svíþjóð. Hann
sagði það vera ódýrara fyrir sig
að ferðast og betra fyrir Elísa-
betu kærustuna hans að komast
[ skóla. Óráðið er hvað hann
verður lengi úti en hann hélt að
það yrði um 4-5 ár. Birgir Leifur
sagðist vona að þetta myndi
breyta miklu golflega séð því
hann getur verið meira með
þjálfanum og þarna eru betri að-
stæður til að spila golf. Næsta
mót er líklegast í Frakklandi en
hann sér til hvort hann fer þang-
að eftir því hvernig gengur að
koma sér fyrir. HÞH
Eyrarsveit
-UTBOÐ-
Sveitarstjórn Eyrarsveitar óskar eftir tilboðum í
lóðarframkvæmdir við Grunnskólann í
Grundarfírði.
Verkið felst m.a. í hellulögn, malbikun, stoðvegg,
lýsingu o.fl. og skal lokið 1. ágúst 2001.
Afhending útboðsgagna fer fram á skrifstofu
Eyrarsveitar, Grundargötu 30,
frá föstudeginum 11. maí.
Tilboð verða opnuð mánudaginn 21. maí kl. 14.00 á
skrifstofu Eyrarsveitar.
1 Nánari upplýsingar fást hjá byggingafulltrúa.
I
1 Byggingafulltrúinn í Grundarfirdi
\___________________________________________________)
Akraneskaupstadur
Útbob
Yfirborðsfrágangur
gatna 2001"
I iíS
Tækni- og umhverfissvið Akranesbæjar óskar
eftir tilboðum í frágang yfirborðs Ásabrautar,
og hluta af yfirborði Ægisbrautar, Stillholts,
Vallholts og Jörundarholts.
Verkið felst m.a. í lagningu holræsa, uppsetningu
og frágangi niðurfalla og brunna, hæðarsetningu
gatna, jarðvegsskiptum, malbikun, stéttasteypu,
kantsteypu og lagningu grasþaka. Verkinu skal
lokið fyrir 20. ágúst 2001.
Útboðsgögn verða seld á kr. 5.000 hjá
Verkfræðiþjónustu Akraness, Kirkjubraut 56,
og á skrifstofu Tækni - og umhverfissviðs,
Dalbraut 8 frá föstudeginum 11. maí 2001.
Opnun tilboða verður þriðjudaginn 22. maí,
kl. 13.00 á skrifstofu Tœkni- og umhverfissviðs,
Dalbraut 8, Akranesi.
Sviðsstjóri
tœkni- og umhverfissviðs