Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.05.2001, Blaðsíða 19
úntissunuw FLMMTUDAGUR 17. MAI 2001 19 Leikurinn í kvöld Stefnum á þrjú stig á Skaganum Segir Logi Ólafsson þjálfari FH Það er spuming??? Hvað er bolfiskur Spurt í Stykkishólmi Rétt svar: Hausaður og slægður fiskur Bjamfríður Sverrisdóttir, húsmóðir - það erfiskur, sevi er veiddur í troll ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Systkinin Sigrún Sjöfn, Guörún Osk og Sigurður Ingvar Amundabörn voru sigursæl i firmakeppninni og unnu hvert i sm- um flokki. Þorgrímur Kristinsson, bifreiðastjóri - m.a. þorskur, jsa og ufsi Logi Ólafsson, þjálfari FH, kem- ur nú í annað sinn uppá Skaga sem þjálfari eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá ÍA haustið ‘99. í fyrra skiptið tapaði lið FH í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppninnar eftir vægast sagt dramatískan leik. Skessuhorn hafði samband við Loga og bað hann um að spá fyrir leik ÍA og FH sem fram fer [ kvöld. „FH-ingar eru ekkert öðruvísi en önnur lið, við stefnum alltaf á að ná í þrjú stig sama hvar við spilum. Þessi leikur er kannski aðeins frábrugðinn öðrum leikjum að því leytinu til að tengslin á milli liðanna eru töluverð. Bæði er ég fyrrverandi þjálfari liðsins og eins eru fyrrverandi leikmenn ÍA að spila með FH núna.“ Situr í FH-ingum tapið í fyrra á Akranesi? Koma leikmenn FH uppá Skaga til að „hefna“? „Ég hef nú ekki trú á því. Við náðum fram smá hefndum um daginn með því að slá ÍA út úr deildarbik- arnum. Það situr þó sjálfsagt eitt- hvað í leikmönnum mínum, tapið frá í fyrra, sem myndi kannski gera sigurinn enn sætari heldur en ella.“ Loga var sagt upp störfum að- eins tveimur vikum fyrir bikar- úrslitaleikinn gegn KR 1999, og mætti því ætla að Logi leggði mik- ið upp úr því að sigra Skaga- menn. „Það er eins og ég sagði áður, það breytir engu hverjum við mætum, við viljum vinna alla jafnmikið. Ég ber engan kala til Skagamanna, enda tel ég mig eiga fleiri vini heldur en óvini á Akranesi.“ En hvernig líst Loga á Skaga- liðið í sumar? „Helsta vopn Skagamanna felst í samstöðu. Það að litlar væntingar eru gerð- ar til liðsins getur ekki gert neitt nema styrkja þá. Þessi fjárhags- vandi sem ÍA hefur verið að ganga í gegnum að undanförnu hefur gert Skagamönnum kleift að átta sig á þeirri stöðu sem þeir eru í. Það er því hægt að fara að vinna það uppbyggingarstarf Auður Hinriksdóttir, ellilífeyrisþegi - stór þorskur Hrafnkell Torlacius, verkamaður - ekki hugmytid, grann ftskur? Hermann Hermannsson, grunnskólanemi - stór og pattaralegur fiskur fyrrver- sem nú þegar er hafið." FH-ingar stilla upp sínu sterkasta liði gegn ÍA í kvöld, að- eins Sigurður Jónsson er meidd- ur. Skagamenn fá því ekki tæki- færi til að sjá einn af sínum dáð- ustu sonum í FH búningnum á Akranesvelli. Mörgum hefði ef- laust fundist það sárt að sjá Sig- urð leiða andstæðingana út á Akranesvöllinn, þó hefði honum örugglega verið tekið fagnandi af flestum. HJH Skallagrími spáö upp Þjálfarar liðanna í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu karla spá Skallagrími 2. sætinu í deildinni í sumar og þar með sæti í 1. deild að ári. Spáin er framkvæmd þannig að hver þjálfari raðar liðunum í röð frá 1-9. Ekki er heimilt að spá fyrir um eigið lið. Spáin lítur þannig út í heild sinni: 1. Haukar 74 stig 2. Skallagrímur .. 66 stig 3. Afturelding 65 stig 4. Sindri 60 stig 5. Selfoss 54 stig 6. Leiknir R 32 stig 7. Víðir 32 stig 8. Nökkvi 27 stig 9. Léttir 22 stig 10. KÍB 18 stig Skallagrímur féll sem kunn- ugt er úr 1. deild i fyrra og hefðu leikmenn liðsins vænt- anlega ekki á móti því að end- urheimta sæti sitt í deildinni. Markmið félagsins mun þó fyrst og fremst vera að halda sætinu í 2. deild. Liðið byggir að stórum hluta á ungum og lítt reyndum leikmönnum. Félagið á við fjárhagsörðugleika að etja líkt og fleiri knattspyrnufé- lög og því hefur verið ákveðið að halda kostnaði í lágmarki í sumar. Fyrsti leikur Skallagríms í 2. deildinni verður á Selfossi á morgun, föstudag. GE Vorblót UMSB Miðvikudaginn 23. maí 2001 verður haldið Vorblót í íþrótta- húsinu í Borgarnesi og hefst það klukkan 20.30. Hátíðin er liður í að afla fjár til landsmóts- ferðar á Egilsstaði í júlí næst- komandi. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem byggir á borgfirskum hæfileikum. Á dagskránni verður söngur, dans og hljóðfæraleikur. Með- al efnis munu sópransöngkon- urnar Guðfinna Indriðadóttir, úr Borgarnesi og Margrét Guðjónsdóttir frá Hvassafelli, syngja og m.a. taka dúett saman. Tenórsöngvarinn Smári Vífilsson, frá Ferstiklu mun heiðra okkur með söng sínum. Undirleikari með þeim er Zsuzsanna Budai. Stúlkur úr Borgarnesi dansa frumsaminn dans og nokkrir ungir söngfuglar úr héraðinu munu taka lagið. Feðgarnir Einar Ole Pedersen frá Álfat- artungukoti og Einar Bjarni Pedersen og mæðgurnar Guðhý Magnúsdóttír frá KrossriesF pg Öjarney Jó- hánnesdóttir verða með munnhörpu og pianóleík áuk þess sem flutt verða gamán-A : mál. Kynnir vorblótsins verðuc. Gísli Einarsson ritajóri.. .•".?£ Mfðaverð erT:000 kfóniír og renriur aðgangur beintf lárids- mótssjóð. ..Áf- i Vorblót var haldiö f4#átíölegt hér á landijáður fyrr d^rgins og segir í „landnámi; Islarids": „Vorblót var haldið til að tryggja frjósemiTöryggi og. s'ums.taðar til að trýggja sigur- sæld-T ’Víkingaferðu rip- Borg- firðingar eru því hváttir til að bfóta all sérlega í íþröitahúsinu miðvikudaginn 23. maí. • ’ (Fréttátilkynning), Firmakeppni Skugga Síðastliðinn laugardag var firmakeppni Skugga haldin í Borgarnesi. Að henni lokinni var hin árlega bæjarstjórnarreið en hefð er fyrir því að hestamannafé- lagið Skuggi bjóði bæjarstjórn og bæjarstarfsmönnum 'Bgrgar- byggðar í reiðtúr einn laugardag í maí. Úrslit í firmakeppninni urðu eft- irfarandi: Barnaflokkur 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, 2. Samúel Halldórsson 3. Sigríður Þorvaldsdóttir Unglingaflokkur 1. Guðrún Ósk Ámundadóttir 2. Brynjar Berg Guðmundsson Kvennaflokkur 1. Aðalheiður Pálsdóttir Karlaflokkur 1. Sigurður Ingvar Ámundason 2. Halldór Sigurðsson 3. Ólafur Þorgeirsson Akranesdeild Rauða kross Islands Gáfu hjól- reiðahjálma Á miðvikudaginn í síðustu viku gaf Akra- nesdeild Rauða kross íslands öllum börn- um í þriðja bekk grunnskólanna á Akranesi og í Heiðarskóla hjólreiðahjálma. Krakk- arnir fjölmenntu á staðinn þar sem þeim var sýnt myndband um nauðsyn þess að nota hjálm áður en lögregluþjónar afheniu þeim hjólreiðahjálmana. Arinbjörn Kúld-, fulltrúi Akranesdeildar RKÍ, nýtti tækifærið' og minnti þá foreldra sem mættu á staðirin á það að þeir væru fyrirmyndir bamariná' og ættu því einnig að nota hjólreiðahjáfma. SÖK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.