Skessuhorn - 28.06.2001, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001
jntaíunu.^ j
Hörður Helgason ráðinn skólameistari
Búinn að vinna í FVA í hundrað ár
Hörður Helgason, skólameistari FVA.
Hörður Óskar Helgason var ráð-
inn skólameistari Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi síðastliðinn
föstudag úr hópi tveggja umsækj-
enda. Eftirmaður Harðar sem að-
stoðarskólameistara hefur ekki ver-
ið ráðinn, en starfið hefúr verið
auglýst og umsóknarfrestur er til
10. júlí. Hörður hefur starfað við
skólann meira og minna frá stofnun
hans og segist aðspurður hafa unn-
ið þar í hundrað ár. „Eg byrjaði að
kenna hér við gagnfræðaskólann og
var að kenna við grunnskóladeild-
irnar þegar skólinn var stofnaður
1977. Árið 1980 var ég svo form-
lega ráðinn framhaldsskólakennari
og hef gegnt stöðu aðstoðarskóla-
meistara frá 1. júní 1996. Að vísu
gegndi ég stöðu skólameistara hér
mitt fyrsta ár í starfi þar sem Þórir
var í leyfi.“
Starfsheitin skólameistari og að-
stoðarskólameistari hljóma ekki ó-
svipað en Hörður segir að eðlilega
sé töluverður munur á störfunum.
„Skólameistari er sá sem á að
stjórna batteríinu og er með á-
byrgðina á sínum höndum. Ef illa
fer er hann látinn axla ábyrgðina
og hægt er að reka hann. En þetta
er áhugavert og krefjandi starf.
Margt spennandi er framundan en
einnig erfiðleikar sem þarf að sigr-
ast á.“ Af spennandi verkefnum á
döfinni nefnir Hörður m.a. bygg-
ingaframkvæmdir við skólann og
fartölvuvæðingu hans. „Eg vona að
byggingaframkvæmdum við skól-
ann geti lokið innan fárra ára.
Okkur vantar fleiri kennslustofur
og næsti áfangi í því er að byggja
við þá hlið skólans sem snýr að
Vallholti. Það sem er að gerast hér
í upplýsingatækni og fartölvuvæð-
ingu er mjög spennandi. Við erum
með stóran hóp af fólki sem hefur
mikinn áhuga og mikla færni á því
sviði.“
Skessuhorn hefur ítrekað fjallað
um þá áætlun skólans að koma upp
þráðlausu tölvuneti í skólanum.
„Það verkefni hefur ekki verið
klárað en þó eru víða komin loft-
net. Nemendur geta því verið í
þráðlausu tölvusambandi sums
staðar í skólanum en áætlað er að
ljúka uppsetningu þess fyrir haust-
ið.“ Nemendum skólans var boðið
upp á að kaupa eða leigja fartölvur
á góðum kjörum en ekki er enn
komið í ljós hversu margir nýta sér
það. „Fólk er að svara bréfum sem
það hefur fengið en það er ómögu-
legt að segja til um hversu margir
verða með tölvu, Við skyldum
nemendur ekki til þess að eigá far-
tölvu en við mælum með því. Ef
nemendur sem eru í þessum tölvu-
studdu áföngum eiga ekki tölvu
verða þeir að hafa góðan aðgang
að tölvum heima hjá sér eða nýta
sér aðstöðuna í skólanum."
Með nýjum stjórnanda koma nýj-
ar hugmyndir og aðferðir. Hörður
segist þó að hann ætli sér ekki að
koma af stað byltingu. „Það verða
engar verulegar breytingar í starf-
semi skólans en auðvitað einhverjar.
Fyrst og fremst mun skólinn þróast
áfram í jákvæða átt og verða betri
eins og hann hefur gert allt frá
stofnun. Hann hefur breyst mikið
á þeim tíma og er alltaf að verða
stærri, betri og fjölbreyttari.“
Eins og Skagamenn vita er
Hörður einnig formaður knatt-
spyrnufélags IA og einhverjir
höfðu áhyggjur af því að for-
mennskan myndi sitja á hakanum
nú þegar hann er orðinn skóla-
meistari. „Nýja starfið hefur nátt-
úrulega algjöran forgang. For-
mennskan er aðallega fólgin í því
að hafa yfirsýn yfir heildarrekstur-
inn. Mesta starfið á knattspyrnu-
vettvanginum er hjá stjórnum
rekstrarfélaganna þriggja. Þetta er
nú ekki eins mikil vinna og maður
skyldi ætla miðað við hvað nafnið
er stórt og rnikið."
Fyrirrennari Harðar, Þórir O-
lafsson, gegndi starfi skólameistara
í sextán ár. Ætlar Hörður að end-
ast svo lengi? „Nei, ég sé það nú
ekki fýrir mér. Eg er skipaður til
fimm ára og hugsa ekki lengra en
það. Hins vegar er gott að vinna
hér í skólanum, hér vinnur gott
fólk og það er skólanum mikill
styrkur." SÓK
Stykkishólmur
Ársreikningnr Stykkishólmsbæjar
Félagslega íbúðakerfið
þungur baggi
Arsreikningur Stykkishólmsbæjar
og undirfyrirtækja fyrir árið 2000
var samþykktur við síðari umræðu á
bæjarstjómarfundi þann 21. júní sl.
Helstu niðurstöður em þær að
skatttekjur bæjarsjóðs voru 261
milljón króna en rekstrargjöld 206
milljónir króna eða 78,9 % af skatt-
tekjum. Fjárfest var hjá bæjarsjóði
fýrir 28 milljónir.
Veltufjárhlutfall er 1,12 og vora
nettóskuldir lækkaðar um 35 m.lcr.
Eru þær nú 216 þúsund á íbúa eða
svipaðar og skatttekjur.
Helstu framkvæmdir voru þær að
áfram var unnið að uppbyggingu
Hitaveitu Stykkishólms auk þess
sem vatnsveitan var sameinuð í
Hita- og vatnsveitu Stykkishólms.
Kemurfram í ársreikningnum að
vegna mikillar aukningar á notkun á
köldu vatni varð að ráðast í ffam-
kvæmdir við nýja dælustöð á að-
veituæð vatnsveitunnar. Aðalffam-
kvæmdakostnaður hitaveitunnar var
við frágang á yfirborði efrir lagn-
ingu dreifikerfis og tengingar í hús-
um. Heildarffamkvæmdakostnaður
á veitunum varð um 61 m.kr. Skuld-
ir hitaveitunnar eru um 375 m.kr. og
eigið fé um 123 m.kr.
I Stykkishólmi sem víða annars
staðar er félagslega íbúðakerfið
þungur baggi þar sem bæjarsjóður
hefur lánað félagslegu íbúðunum 22
m.kr. auk þeirra ábyrgða sem á bæj-
arsjóði hvíla. Þetta er staðan þrátt
fýrir að mikil ásókn sé að komast í
leigu í þessum íbúðum. Er skortur á
íbúðarhúsnæði í Stykkishólmi talinn
ein aðal hindrunin í frekari íbúa-
fjölgun, en töluverður fjöldi íbúða
hefur verið keyptur til sumardvalar.
Ibúar vora 1228 þann 1. des. s.l. og
hafði fjölgað um 1% á árinu.
smh
Sveitarstjóm Dalabyggðar
fundar með Goðamönnum
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hafa áform Goða hf.
um að leggja niður starfsemi sína í
Búðaradal vakið hörð viðbrögð
heimamanna. A fundi sveitarstjórn-
ar Dalabyggðar í síðustu viku var
málið til umfjöllunar og þar var
m.a. samþykkt eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn Dalabyggðar átel-
ur harðlega þau vinnubrögð sem
stjórn Goða hf. hefur viðhaft við á-
kvörðun sína um að loka slárarhús-
inu í Búðardal og kjötvinnslu. Það
er mat sveitarstjórnar að forsvars-
menn Goða hf. hafi ekki hirt um að
líta til mikilvægi byggðarinnar og
þeirra möguleika sem hún býður
uppá í framleiðslu á kjöti þegar á-
kvörðunin var tekin.
Sveitarstjórn hefur allt frá árinu
1988 tekið þátt í uppbyggingu slát-
urhússins í Búðardal með það að
markmiði að treysta innviði þess
með hagsmuni byggðarinnar að
leiðarljósi. Fyrst sem stór hluthafi
í Afurðastöðinni í Búðardal hf. og
síðan sem eignaraðili að Norðvest-
urbandalaginu hf. í gegnum eignar-
hlut sinn í Afurðastöðinni.“
Að sögn Einars Mathiesen sveit-
arstjóra Dalabyggðar stóð til að
sveitarstjórn Dalabyggðar og full-
trúar Goða ætra fund í gær, mið-
vikudag, þar sem Dalamenn ætluðu
að fylgja eftir þeim tilmælum sem
þeir hafa beint til forsvarsmanna
Goða að ákvörðun um lokun í Búð-
ardal verði endurskoðuð. GE
Veiði á úthafskarfa góð
Mikill kraftur færðist í
úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg
nýlega en veiðin fór rólega af stað
eftir sjómannadaginn. I síðustu
viku voru svo skip Haraldar
Böðvarssonar hf. að vinna 40-50
tonn af karfa upp úr sjó á
sólarhring. Áhöfn frystitogarans
Helgu Maríu AK 16 hafði lokið
við að fylla lestar skipsins á
sunnudag og var því landað á
mánudag. Höfrungur III AK 250
er með nokkuð stærri frystilest og
verður afla hans því ekki landað
fyrr en síðar. Aflaverðmæti
veiðiferðar Helgu Maríu var yfir
50 milljónir króna.
SÓK
Handverksmenn vilja gallerí
Hópur handverksfólks á Akranesi
hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar
sem farið er fram á styrk eða afnot af
húsnæði gamla iðnskólans við
Skólabraut þar sem Vátryggingafé-
lag íslands var áður til húsa.
Eins og komið hefur fram í
Skessuhorni hefur verið skipuð
nefnd sem er um þessar mundir að
skoða hvort unnt sé að reka starf-
semi fýrir ungt fólk í umræddu hús-
næði og sá bæjarráð sér því ekki fært
að vera við erindinu að svo stöddu.
Ætlun handverksfólksins var að
stofna nokkurs konar gallerí í hús-
inu og vísuðu til nokkurra annarra
sveitarfélaga sem hafa aðstoðað
handverksfólk við að koma sér upp
slíku húsnæði. Bæjaryfirvöld telja sig
ekki hafa henragt húsnæði laust í
augnablikinu en segja að ef ekkert
verði úr þeirri hugmynd að gamli
iðnskólinn verði nokkurs konar
æskulýðsmiðstöð, þá sé hægt að
skoða málið að nýju.
SÓK
Mótor-
hjólaslys við
Borgar-
íjarðarbrú
Alvarlegt mótorhjólasiys varð
við Brúartorg í Borgarnesi um
ellefuleytið að morgni síðastlið-
ins sunnudags. Tvennt var á
hjólinu, ökumaðurinn, fullorð-
inn karlmaður og níu ára gamall
drengur. Ökumaðurinn er mik-
ið slasaður samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni í Borgar-
nesi, með brotinn hálslið og tví-
Iærbrotinn. Drengurinn slapp
hinsvegar lítið meiddur.
Slysið varð með þeim hætti að
ökumaður mótorhjólsins, missti
stjórn á hjólinu á móts við
Shellstöðina. Hjólið lenti utan í
vegriði og síðan á rörstólpa sem
stóð innan við vegriðið. Við
höggið köstuðust ökumaður og
farþegi af hjólinu og svífa u.þ.b.
með fýrrgreindum afleiðingum.
GE
Ennum
nýttnafii
Eyrarsveitar
Eins og Skessuhorn greindi frá
fýrir skemmstu stóð sveitarstjórn
Eyrarsveitar fýrir könnun á við-
horíúm íbúa á nokkrutn tillögum
um sijórnsýsluheiti sveitarfélags-
ins. Á bæjarráðsfundi þann 14.
júní sl. spunnust nokkrar umræð-
ur um niðurstöðu könnunarinnar
en ljóst er þó að meirihlutinn kýs
breytingu á stjórnsýsluheitinu.
Frekari umræðu var vísað til
sveitarstjórnar. smb