Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 28.06.2001, Side 4

Skessuhorn - 28.06.2001, Side 4
a&tssunu.^ 4 FIMMTUDAGUR 28.JUNI 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akronesi 862 1310 Sigurður Harðars., Snæfellsn. 865 9589 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Sigrún Osk Kristjánsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: ísafoldarprentsmiðjo hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eíntökum og selt til áskrifenda og i lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Gamal- dags Gísli Einarsson, ritstjóri. Ég hef alla tíð legið undir ámæli á mínu heimili fyrir að vera lengi að tileinka mér nýjungar. Fyrir vikið er ég stimplaður gamaldags og í hæsta máta púkalegur. Það seg- ir sig því sjálft að ég næ aldrei að tileinka mér það sem er í tísku hverju sinni, hvort sem er í fatnaði, tónlist eða atferli hverskonar. Loksins þegar ég tek við mér er umræddur hlutur orðin yfirmáta “ómóðins”. Þess vegna fór ég eins og venjulega í mína þjóðhátíðar- regnkápu á 17. júní, stillti mér upp með pappafána í annari hendi og uppblásna gasblöðru í hinni hendinn og kyrjaði innra með mér hæhójibbíjei eftir forskrift Bjartmars á Norðurreykjum og hlustaði andaktugur á boðskap fjall- konunnar. Það er fyrst núna, mörgum dögum síðar, sem ég geri mér grein fyrir að þarna var ég enn eina ferðina að tapa af tískunni. A meðan ég stóð þarna eins og álfur út úr hól voru ungmenni við allt annan hól, sennilega Arnarhól, að þróa nýja aðferð til að fagna þjóðhátíðardeginum. Nú þarf sumsé ekki lengur rándýra skemmtikrafa, gasblöðrur og grillaðar pylsur til að hægt sé að halda daginn hátíðleg- an. Það eina sem til þarf er einn útlendingur á hverja hund- rað þjóðhátíðargesti. Athöfnin felst síðan í að elta útlend- inginn og lumbra á honum, duglega, í tilefhi dagsins. Ekki að einasta mun þetta vera holl og góð líkamsæfing sem kemur að sumu leyti í staðinn fyrir dvergakast sem að einhverjum ástæðum hefur aldrei náð fótfestur hér á landi heldur hefur það einnig þann göfuga tilganga að vernda hinn aríska kynstofn með þessu föla og fallega litarafti. Þeir sem eru öruvísi á litinn og í laginu hafa með öðrum orðum ekkert hér að gera, nema þá helst að láta berja sig á 17. júní. Þá kemur aftur að því hvað ég er gamaldags. Ég er enn- þá fastur í því ómóðins fari að sýna skuli náunganum nokk- uð umburðarlyndi þótt hann standi manni sjálfúm langt að baki á öllum sviðum. Það er nú einu sinni þannig að ég bý yfir fádæma fríðleika hvar sem á mig er litið. Ég er fast að því fullkominn í útliti og þótt Guð sé vissulega mistækur þá á hann hrós skilið fyrir hvernig til tókst þegar hann skóp mig í sínum tíma. Þrátt fyrir útlitslega yfirburði mína er ég ekki haldinn fordómum gagnvart öllu því óffíða fólki sem ég þarf að umgangast á degi hverjum. Ég verð einfaldlega að sætta mig við þá staðreynd að fæstir eru jafn falllegir og ég. Mér er því nokkuð sama þótt þeir séu heldur ekki eins á litinn. Ég held mig því við gamla pappafánann, gasblöðruna og þjóðhátíðarpylsurnar og sætti mig við að vera bara gamal- dags. Gísli Einarsson, dkaflega jríður. Sameining orkuíyrirtækia: Kemur til greina að skoða sameiningu segir bæjarstjóri Borgarbyggðar Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu í dag liggur fyrir að Orku- fyrirtæki í eigu Akraneskaupstaðar sameinuðust Orkuveitu Reykjavíkur í árslok. Þar á meðal er 53% eignar- hlutur í Hitaveitu Akraness og Borgaríjarðar. Að öðru leyti er HAB í eigu Borgarbyggðar. Skessuhorn hafði samband við Stefán Kalmans- son bæjarstjóra Akraness og innti hann eftir því hvort fyrirhuguð sam- eining kæmi til með að hafa áhrif á samstarfið um HAB. „Eg veit ekki urn það á þessari stundu. Þarna er komjnn nýr meirihlutaeigandi að HAB, sem er nýtt sameinað orku- fyrirtæki, og ég veit ekki hvernig þeir vilja stýra HAB í framtíðinni. Það kemur væntanlega í ijós,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort Borgar- byggð hafx komið að sameiningar- viðræðum orkuveima Reykjavíkur og Akraness segir Stefán að það hafi ekki verið. Hann útilokar hinsvegar ekki að Borgarbyggð feti í fótspor Stefdn Kalmansson bœjarstjóri Borgar- byggðar Akumesinga og leiti samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur. „Við höfum ekki rætt við Reykvíkinga en það er ekki ólíklegt að menn sjái fyrir sér í framtíðinni að eitthvað líkt mtmi gerast hér. Það er mikii fjárbinding í öllum framkvæmdum sem tengjast orkumálum og í raun óeðlilegt að sveitarfélög standi að slíku. Það er ekki nema fyrir öfluga og fjársterka aðila,“ segir Stefán. GE Akraneskaupstaður gerir samning við sýslumannsembættið Lögregla fylgist með vínveitingastöðum Akraneskaupstaður hefur gert samning við sýslumannsembættið sem felur það m.a. í sér að lögregl- an á Akranesi mun hafa eftirlit með vínveitingastöðum bæjarins til þess að gæta þess að áfengislög séu ekki brotin. Effirlit verður með meðferð áfengis, fjölda gesta á veitingastað, lokunartíma og svo framvegis. Lögregla mun svo veita áminning- ar ef staðirnir verða uppvísir að brotum og geta þær áininningar leitt til þess að staðirnir verði svipt- ir vínveitingaleyfi um ákveðinn tíma verði brotin ítrekuð. Auk þess veitir Bæjarráð Akra- ness áminningar vegna brota sem varða byggingaleyfi og -skilmála, auk skilyrða eldvarnareftirlits Slökkviliðs Akranessvæðis. í samn- ingnum kemur fram að ef fram komi ábendingar um ávirðingar vínveitingaleyfishafa í rekstri skuli þær kannaðar til hlítar áður en á- minning er veitt og á sú könnun að fela í sér mat á alvarleika ávirðinga. Einnig fá leyfishafar tækifæri til þess að korna að athugasemdum áður en áminning er veitt. SÓK Gámaþjónustan með nýja aðstöðu Gámaþjónusta Akraness hélt móttöku síðastliðinn föstudag í til- efni opnunar nýrrar aðstöðu að Höfðaseli þar sem fyrirtækið hefur aðsetur sitt. Nýja byggingin er 420 fermetrar en Trésmiðjan Höldur hófst handa við byggingu hennar í febrúar síðastliðnuxu. Valdimar Björnsson, eigandi gámaþjónust- unnar, segir byggingu þessarar nýju aðstöðu vera hluta af áframhald- andi þróun á starfsemi fyrirtækis- ins. „I húsinu komum við til með að flokka sorp, umhlaða rusli og tæta timbur svo eitthvað sé nefnt. Nú em komin 12 ár síðan ég stofn- aði fyrirtækið ásamt Selmu Guð- mundsdóttur, konu minni. Þá vor- um við bara lítið fyrirtæki eins og við erum reyndar enn þótt við höf- um stækkað." I upphafi var Gáma- þjónusta Akraness aðeins með sex gáma og þjónustaði þrjú fyrirtæki. f dag njóta á bilinu 60-70 fyrirtæki þjónustunnar og ílátin eru í kring- um 380 talsins. SÓK Fáir nemendur á Snæfellsnesi Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur á- kveðið að boðið verði upp á nám í Snæfellsbæ og Stykkishólmi næsta skólaár líkt og verið hefur undanfarin ár. Forsendur fyrir því eru að nemendafjöldi nái til- skyldu lágmaríd og að kennarar fáist þar í vinnu. Algjört lágmark nemenda er 15 í hvorri deild ;r* á j síðasta ári vo. um 20 í Snæfei:"- , bæ og 30 í Stykkishólmi. Tilsk inn fjöldi náðisr fyrir næsta skóla ár en ekki mácri miklu muna því aðeins 17-13 temendur skráðu sig a hvoruín stað og er það mun minn ■ stjúr; endur F\ A áttu von a. ■ siðas ' ári gekk heldur erfiðlega að kennara, sérstak- lega til stærðfi æðikennsiu, en samkvæmt heimildum Skessu- homs er staðan á gæt hvað varðar kemvararáðningar nú. SÓK / í liðinni viku var tveimur ferðasalemum kontið fyrir á Akranesi, annars vegar við Langasand og hins vegar niðri á Breið. Fjarlægð í salemi frá þess- um stöðum hefúr í gegnum árin verið töluverð og vora hin nýju æduð útivistar- og ferðafólki sem ætti leið um áðumefhd svæði. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að salemin höfðu ekki verið á sínum stað nema í um tólf klukkustundir þegar það þeirra sem staðsett var á Breiðinni var ó- nothæft. Einhver hafði lagt leið sína þangað og gengið örna sinna, víðast hvar annars staðar en í sal- ernið og makað hægðunum á veggina. Þ\'í var aðkoman heldur nöturleg þegar starfsmenn á- haldahúss Akraneskaupstaðar komu til að annast þau og svona uppákomur verða seint taldar til framdráttar bæjarfélaginu. At- burðurinn hefur verið kærður og þeir sem urðu varir við manna- ferðir era beðnir um að láta lög- regluna á Akranesi vita. SÓK Víkmgur landar fullfemu af loðnu Skip Haraldar Böðvarssonar hf. Víkingur AK 100 hélt til loðnu- veiða í síðustu viku en veiðar máttu hefjast á miðnætti 20. júní og Víkingur var kominn á miðin morgunínn eftir. Daginn áður hafði skipið landað rúmum þús- und tonnum af NI síld á Akranesi. Menn vora ekki mjög bjartsýn- ir á að veiðin færi vel af stað þar sem bræla hafði verið fyrir aust- norðaustan land þar sem skipið hugðist byrja að leita og þar var töluverður sjór. Ahyggjurnar reyndust þó ó- þarfar því Víkingur landaði full- fermi síðastliðinn laugardag og sumarloðnuveiðin byrjar því vel líkt og undanfarin ár. Stærstan hluta loðnunnar veiddi skipið 35 sjómílur aust-norðaustan af Langanesi en auk þess fékk Vík- ingur loðnu nokkuð vestar. Torf- umar sem fúndist hafa fram að þessu eru þó ekki mjög stórar og er því mikilvægt að fleiri finnist svo veiðar geti haldið áfram af krafti. Ingunn AK 150 hélt á mið- in í síðustu viku og var hún kom- in á miðin aðfaranótt laugardags.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.