Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 2001 Þessa dagana er verið að losa gömlu kirkjuna í Reykholti frá grunnmum áður en hún verður hífð út fyrir kirkjugarðinn. Gamla kirkjan í Reyk- holtí endurbyggð Endurbætur eru hafnar við gömlu kirkjuna í Reykholti en hún hefur ekki verið nýtt síðan nýja kirkjan var vígð fýrir fjórum árum. Lengi var óvissa um hvað yrði um gamla Guðshúsið og m.a. var rætt um að flytja það burt eða rífa. I vor samþykkti hinsvegar aðalsafnaðar- íúndur Reykholtssóknar að taka til- boði Þjóðminjasafns Islands um að gamla kirkjuhúsið yrði tekið í húsa- safn Þjóðminjasafnsins. Heíúr safii- ið veg og vanda af endurgerð, vörslu og viðhaldi hússins en í framtíðinni er ætlunin að þarna verði nokkurs konar kirkjusýning, þ.e. hægt verði að skoða kirkjuna í upprunalegri mynd með fornum kirkjumunum. I íyrsta áfanga endurbyggingar- innar verður grunnurinn endur- hlaðinn. Til að lágmarka rask í kirkjugarðinum verður húsið híft út íyrir garðinn. Ætlunin er að búið verði að hlaða nýjan grunn fýrir jól og koma kirkjunni aftur á sinn stað. Verkinu stjórnar Stefán Olafsson kirkjusmiður en þess má geta að hann byggði einnig hina nýju kirkju í Reykholti og þessa dagana vinnur hann að endurbótum á kirkjunni að Borg. GE Leiðindaveður var um allt Vesturland aðfaranótt síðastliðins þriðjudags ogfram eftir degi, hvassviðri og rigning. Ekki er vitað um neinar skemmdir á mannvirkjitm vegna veðurhamsius en flutningabifi'eið fauk útaf véginum skammt frá Ardal í Borgarfiarðar- sveit. Engin slys urðu áfólki og bifreiðin ske?nmdist lítið en bifreiðinni var komið aftur á veginn með aðstoð traktorsgröfu. Mynd: GE Tony Fox og rannsóknarhópur hans dvöldu á Hvanneyrifyrir skemmstu við rannsóknir á blesgœsmn. Blesgæsin rannsökuð á Hvanneyri Vilja vita hvernig hún þyngist svo fljótt sem raun ber vitni Tíu manna hópur líffræðinga, frá Kanada, Danmörku, Englandi, ír- landi og Skotlandi, var staddur á Hvanneyri fyrir skemmstu við rannsóknir á blesgæsum sem hafa viðdvöl á Islandi að vori á leið sinni yfir hafið til vesturstrandar' Græn- lands og einnig á bakaleiðinni að hausti. Rannsóknirnar á blesgæsun- um, sem hófust árið 1979 eru at- ferlis og vistfræðilegar og starfar hópurinn meirihluta ársins á áning- arstöðum gæsarinnar; á Grænlandi, Islandi, Irlandi og NV-Skotlandi. A Islandi eru um 3000 blesgæsir veiddar árlega en vegna skotbanns á Hvanneyri er ákjósanlegt að gera þessar rannsóknir þar. Tony Fox, enskur fuglafræðingur sem búsettur er í Danmörku, stjórnar rannsóknunum á Hvann- eyri. Hann segir að á árunum frá 1950 til 1970 hafi rannsóknir sýnt umtalsverða fækkun í stofninum. En eftir að blesgæsin var friðuð á Bretlandseyjum árið 1981 tók stofninn við sér og töluverð fjölgun varð. Á síðustu árum hefur stofninn verið nokkuð stöðugur eða í kring- um 35.000 fuglar. Tony segir enn fremur að rannsóknirnar á Hvann- eyri beinist að því að skoða hvernig fuglinn byggi sig upp af orku fyrir farflugið og hvaða jurtir hann nýti til beitar. „Fullorðinn karlfugl þarf svo mikið sem 400 g af fituforða fyrir flug sitt frá Islandi til þess staðar sem hann hefur vetursetu á og því höfum við áhuga á að sjá hvernig þeir fara að því að þyngja sig svo snögglega á íslandi,“ segir Tony. Þeir fanga fuglana með því að skjóta neti yfir þá en síðan eru þeir vigtaðir og mældir á alla kanta áður en þeir eru merktir og þeim loks sleppt. Þetta er í þriðja skiptið sem vís- indamennirnir dvelja á Hvanneyri en í hin skiptin hafa þeir verið að vori við rannsóknirnar. Fjöldi gæsanna er kannaður, hvenær þær koma og fara og hvar einstakar fjöl- skyldur halda sig á túnunum. Þá eru rannsóknirnar einnig beitar- fræðilegs eðlis en munur er á fæðu- valinu á vorin og haustin. Á árunum frá 1997-1999 voru gervihnattasendar settir á tuttugu gæsir sem gerði vísindamönnunum kleift að fylgjast nákvæmlega með öllum ferðum þeirra. Tony segir að ýmislegt bendi til þess að stofninn sé að minnka aftur. Hann segir á- stæðurnar ekki ljósar en nefnir að á Grænlandi mæti þær sterkum Kanadastofni þessarar tegundar, sem virðist hafa yfirráð þar. Mjög sterk fjölskyldubönd einkenna bles- gæsina. Gæsirnar eru yfirleitt nokkrar saman í hópi en ólíkt öðr- um gæsategundum má oft sjá ein- hleypa afkomendur fylgja foreldr- um sínum og yngri systkinum árum saman. smh / ffi&Jam', ár ffirifytoóuna- crg hœjmfffó Pappír, ritföng og skrifstofuvörur Tölvur, tölvuviðgerðir og -þjónusta Prentarar og blekhylki Geislaskrifarar og -diskar Mottur, mýs og fleira Heimilissímar, faxtæki, GSM og almenn þjónusta ZtárcMfrfó úrÝaV af fftrffctrlw- oy refcftrarvöruM' Þjónustuver ÍUT Hyrnutorgi Borgarnesi © 430 2222 r . r-~ Borgarnesi Sími 437 2313 Fihtudayur t£. ojft Pj. 5fcu<jc[atratdur ffflar frá' M z?.cc taujaráajur t?. afct sjO' mamO' htjðmrveftfn' UPTpA ?j7ftar frás jf. ZP.CC ára' atdur^tojmarfa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.