Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 15.11.2001, Page 4

Skessuhorn - 15.11.2001, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 W W W. SKESSU HORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Bloðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 431 5040 Gisli Einarsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Guðrún Björk Friðriksdótfir Prentsmiðjo Morgunblaðsins skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út olla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Augiýsendum er bent ú að panta auglýsingaplóss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifendo oq í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ú mónuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Hið veikara Gísli Einarsson, ritstjóri. Þótt hvergi hafi verið um það fjallað í fjölmiðlum landsins þá lá við að yrðu stórkostlegar hamfarir og hörmungar í síð- ustu viku með tilheyrandi eignatjóni og manntjóni. Kann að vera að fféttanef fjölmiðlamanna í heild sinni hafi verið stífl- að að kvefþest sem herjar á landið og miðin allsvakalega eða meintum mistilsbrandstilfellum. Astæðan fyrir því að mér er kunnugt um málið er að atburður þessi átti sér stað við eld- húsborðið á mínu einkaheimili. Mun þetta hafa verið um klukkan 07.45 að staðartíma föstudaginn 9. nóvember. Þannig vildi til að yfir margréttuðum morgunverði varð mér litrið í virt dagblað, að vísu nokkurra daga gamalt en þó í ágætu ásigkomulagi. Allt gekk áfallalaust fyrir sig, bæði morgunverðurinn og lesturinn, allt þar til ég var kominn á bls. 23. Þ.e.s. aftanffá séð þar sem ég hef þann sið við lestur dagblaða að byrja alltaf á baksíðunni. Eg veit ekki hvernig á því stendur enda hef ég ekki ennþá komið því í verk að leita til sálfræðings vegna þessa máls. Þetta kemur málinu að vísu ekki við en það var einmitt á bls 23 sem áfallið dundi yfir. Þar var að finna ffétt sem olli uppþoti við eldhúsborðið. Mér varð það mikið um að ég sullaði úr heilum kaffibolla yfir hægra lærið á mér. Við það rak ég upp óp all mikið sem varð þess valdandi að, konan missti púðurdósina á gólfið með þeim afleiðingum að bað- herbergið leit út eins og eftir mistilsbrands árás af svæsnasta tagi, köttur nágrannans fékk aðkenningu af slagi og yngsti sonurinn sullaði súrmjólkinni yfir síðasta tölublað Skessu- homs. Vissulega má segja að við höfum sloppið með skrekk- inn en ég ítreka að það hefði getað farið ver miðað við að- stæður. Fréttin sem olli þessu uppnámi lét að vísu ekki mikið yfir sér í fyrstu en þegar að var gáð boðaði hún endalok mann- kyns í núverandi mynd. Þar var upplýst að karlmenn væm í útrýmingarhættu og að ekki myndi líða á löngu þar til þeir fetuðu í fótspor geirfuglsins. Haft var fyrir satt að viðvarandi heilsufar karlmanna al- mennt yrði þess valdandi áður en langt um liði að þeir þurk- uðust út af jörðinni líkt og risaeðlur og mammútar. Hingað til hafa konurnar verið taldar hið veikara kyn en nú er sum- sé komið upp úr dúrnum að karlamir em fárveikara kynið. Ofan á allt annað var klykkt út með því í fréttinni að þetta gerði svosem ekkert til þar sem gervifrjóvganir og aðrar tækninnýjungar gerðu það að verkum að karlmenn væm hvort eð er að verða óþarfir. Því kveð ég með trega í þetta sinn,og hugsanlega í síðasta sinn því allar líkur em á að ég verði útdauður að viku liðinni. Gtsli Einarsson, nær útdauður og með öllu óþarfur. Málþing um hlutverk menntunar í búsetuskilyrðum á landsbyggðmni Fosshótel hættir rekstri Stykkishólms- hótels Stykkishólmsbær hefar sagt upp samningi sínum við Foss- hótelkeðjuna. Þetta kemur ffam í Stykkishólms-Póstinum frá 1. nóvember sl. Þar er vimað til orða Ola Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra, sem segir að bærinn hafi sagt upp samningi sínum við Fosshótel í ágúsdok sl. og gert Fosshóteli það ljóst að uppsögn- in gengi eftir nema Fosshótel uppfylltí tilteknar kröfur. Þær hafi ekki verið uppfylltar og því hætti Fosshótel rekstri Stykkis- hólmshótels 15. desember nk. Óli Jón segir aukinheldur að samskiptin við Fosshótel hafi í gegnum tíðina verið erfið en gat þess sérstaklega að með því væri ekki verið að vísa til nýs starfs- fólks. Ný hótelstýra og starfsfólk hennar hafi gert góða hluti þann stutta tíma sem þau hafi starfað þar. Þá er haft eftír Óla Jóni að á- fram standi til að reka hótelið en ekki sé enn ljóst með hvaða hætti það verði gert. smh Umferðar- ljósin óvirk Það hefur ekki farið ffamhjá ökumönnum á Akranesi að undafarna daga hafa umferðar- ljósin á mótum Stillholts og Kirkjubrautar verið óvirk. Fyrir rétt rúmri viku varð umferðar- óhapp er ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðing- um að hann hafhaði á kassa sem hýsir stjórnbúnað umferðar- ljósanna. Stjórnbúnaðurinn gjöreyðilagðist og sagði Þor- valdur Vestmann hjá tækni- og umhverfissviði Akraness að enn gætu liðið 2-3 vikur áður við- gerð á umferðarljósunum lyki. „Þetta er mjög sérhæfður bún- aður sem skemmdist og væntan- lega þurfum við að panta hluta af honum erlendis ffá. Það eru menn frá Reykjavíkurborg að aðstoða okkur við viðgerðina og þeir eru að fara yfir hvaða hluti þeir eiga hjá sér í kassann“ Að sögn Þorvaldar er kostnaðurinn við þessa viðgerð mjög mikill og hleypur líklega á nokkur hund- ruðum þúsunda króna. HjfH Þann 9. nóvember síðastliðinn var haldið málþing þar sem um- ræðuefnið var hlutverk menntunar í búsetuskilyrðum á landsbyggð- inni. Margir kváðu sér hljóðs á mál- þinginu og meðal þeirra var Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sem nefndi áform um að stofna framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Einnig lýsti hann því yfir að reiknilíkanið sem notað hef- ur verið til að skipta fé milli frarn- haldsskóla skammtaði framlög til iðnmáms of naumt, en eins og fram hefur komið í Skessuhomi hefúr það m.a. komið niður á FVA. Sigríður Finsen, oddviti sveitar- stjórnar í Grundarfirði, gerði grein fyrir hugmyndum manna á Snæ- fellsnesi um stofnun sjálfstæðs framhaldsskóla sem byði upp á fjögurra ára nám og Magnús B. Jónsson rektor á Hvanneyri talaði um möguleika á að kennarar við FVA taki þátt í rannsóknarvinnu sem fram fer á vegum Landbúnað- arháskólans. Loks má geta þess að Kristján Sturluson, framkvæmda- stjóri starfsmannasviðs Norðuráls, fjallaði um viðræður sem farið hafa fram milli Fjölbrautaskólans og stóriðjuveranna á Grundartanga um stofnun stóriðjubrautar við skólann. SÓK Eldingavari sprakk í tengivirkinu á Vatnshömrum á mánudagskvöld ogfór rafmagn af Borgarfirði og Snafellsnesi. Mynd: smh Raírnagnstruflanir um allt Vesturland Saltið gerir raforku- notendum lífið leitt Rafmagnstxuflanir og viðvarandi rafmagnsleysi settu svip sinn á dag- legt líf Vestlendinga um helgina og fyrri part vikunnar. Aðfararnótt laugardags fór raf- magn af í Grundarfirði er línan frá Stykkishólmi slitnaði í veðurofsan- um sem geysaði hvað harðast á Snæfellslesi. Rafmagnslaust var í Grundarfirði til klukkan 9.00 á laugardagsmorgun og einnig var rafmagnslaust um tíma í Stykkis- hólmi. Þá fór rafmagn af Lauga- gerðislínu um kl. 5.00 á laugar- dagsmorgun en þar náðist að koma rafmagni aftur á alla bæi fyrir há- degi. Ver gekk hinsvegar að finna bilun á Staðarsveitarlínu í Breiðu- vík vegna illviðris og var viðgerð þar ekki lokið fyrr en um kl. 15.00. A sunnudag og mánudag urðu miklar rafmagnstruflanir í Borgar- firði og víðar á Vesturlandi vegna seltu á línum. Af þeim sökum var rafmagnslaust um tíma í Saurbæ í Dölum og Hvammsveit og aðfara- nótt þriðjudags var rafmagnslaust í um þrjár klst. I Borgarfirði og á Snæfellsnesi þar sem eldingarvari í tengivirkinu á Vatnshömrum sprakk. Samkvæmt tilkynning frá Rarik á Vesturlandi minnast starfs- menn stofnunarinnar ekki jafnmik- illar seltu á línum og fylgdi í kjölfar óveðursins aðfaranótt s.l. laugar- dags. Hinsvegar var lítið hægt að gera til að losna við saltið og í sam- tali við Skessuhorn á þriðjudag sögðu rafveitumenn að ekki væri um annað að ræða en að leggjast á bæn og biðja um góða rigningu. I nótt og í morgun varð þeim síðan að ósk sinni því þá var úr- koma umtalsverð á öllu Vesturlandi og ætti að hafa nægt til að hreinsa mesta saltið af línunum. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.