Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2002, Síða 4

Skessuhorn - 30.10.2002, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2002 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sínti: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Auglýsingor: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Anna S. Einarsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins skessuhorn@skessuborn.is ritstjori@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is anna@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímamega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Affjöl- miðlum Gísli Einarsson, ritstjóri. Ein áhugaverðasta fréttin í annars tíðindasnauðri viku er án efa dómur yfir hæstvirtum sjávarútvegsráðherra þar sem hann var dæmdur til að éta ofan í sig á fastandi maga ummæli sem hann viðhafði um hinn skelegga fréttamann Magnús Þór Hafsteinson. Tilefni ákærunnar var það að ráðherra sakaði fréttamanninn um að draga taum annars aðilans í vinsælu deilumáli og ekki einungis það heldur að lúta svo lágt að falsa fréttir í þeim tilgangi að koma höggi á meintan andstæðing. Þarna er um að ræða mjög alvarlegar ásakanir sem ættu að leiða til brottrekstrar og ákæru á hendur viðkomandi frétta- manni ef þær væru á rökum reistar. Fölsun á fréttum er alvar- legt brot og nánast eins lágt eins og einn stakur fréttamaður getur lotið og má auðveldlega líkja því við að lögreglumaður falsi lögregluskýrslur í þeim tilgangi að ná sér niðri á ein- hverjum sem honum kann að vera í nöp við. Þar sem þessar ásakanir voru ekki á rökum reistar og engar sannanir lágu fyrir sem rökstuddu ummæli ráðherrans er þarna um að ræða mjög alvarleg afglöp af hendi ráðherrans. Það er því ánægju- efni að menn skuli ekki endalaust hafa veiðileyfi á sendiboð- ann hvort sem það eru ráðherrar eða einhverjir ófínni papp- írar sem taka í gikkinn. Það hefur hinsvegar verið fast að þvi viðurkennd „þerapía“ í íslenku samfélagi að fá útrás fyrir innbirgða gremju á fjöl- miðlamönnum. Ef viðkomandi fféttir reynast ekki öllum þóknanlegar þá eru fyrstu viðbrögðin yfirleitt þau að rengja það sem sagt er, gjarnan með því að finna einhver vafasöm tengsl viðkomandi blaðamanns við tiltekinn stjórnmálaflokk eða aðra hagsmunahópa. Ef einhver lætur eitthvað út úr sér sem eftir á reynist miður gáfulegt þá er skýringin oftar en ekki sú að viðkomandi fjölmiðlungur hafi mistúlkað það sem sagt var, snúið út úr, klippt og skorið allt skakkt í vafasömum tilgangi. Hlutverk fjölmiðla er ekki flókið. Það er að miðla fréttum og upplýsingum á hlutlausan hátt og að vera vettvangur skoðanaskipta manna á milli. Margir hafa hinsvegar misskilið hlutverk fjölmiðla. Ekki er óalgengt að menn reiðist því að fjölmiðlar séu að hnýsast í það sem þeim kemur ekki við ef athyglin beinist að viðkom- andi það er að segja. Samt ætlast sömu aðilar jafnvel til að fjölmiðlar svífist einskins þegar kastljósið beinist að einhverj- um öðrum og vilja gjarnan að þeir séu eins og hundar sem hægt er að siga á allt sem af einhverjum ástæðum fer í taug- arnar á viðkomandi. Fjölmiðlar eru hinsvegar síst yfir gagnrýni hafnir, ekki síst þar sem ábyrgð þeirra er mikil. Með gagnrýni er hinsvegar ekki átt við að menn séu rengdir og heiðarleiki þeirra vé- fengdur bara fyrir það að segja eitthvað annað en einhver vill kannski heyra. Gísli Einarsson blaSasnápur Sögusmiðja verður að veruleika í Grundarfirði Tveir einstaklingar kaupa húsnæði undir starfsemina lngi Hans Jónsson á sýningunni Kartöfl- ur og Koníak í Grundarfirði síðasta sum- ar. Mynd: GE Bæjarráð Grundarfjarðar hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í stofn- un sögumiðstöðvar í Grundarfirði en eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni hafa nokkrir einstak- lingar í Grundarfirði unnið að þró- un þessa verkefnis á þessu ári í sam- starfi við Grundarfjarðarbæ og Atvinnuráðgj öf Vesturlands. Verkefnið er komið á það stig að búið er að festa kaup á húsnæði undir starfsemina. Það voru tveir einstaklingar sem keyptu húsnæðið í eigin reikning, þeir Ingi Hans Jónsson sem hefur verið starfsmað- ur stýrihóps um sögumiðstöð og Þórður Jónsson sem sæti á í stýri- hópnum. „Við vildum með þessu koma þessu aðeins áfram og koma málinu á almennilega hreyfingu. Stundum er það eina sem dugar að riðjast af stað og láta skeika að sköpuðu," segir Ingi Hans. Hann segir að næsta verkefni sé að stofna sjálfseignarstofnun um verkefnið sem muni þá væntanlega leysa þá félaga undan sínum skuldbinding- um vegna húsnæðisins. Húsnæðið sem tvímenningarnir festu kaup á er húsnæði verslunar- innar Grundar við aðalgötuna í Grundarfirði. Stýrihópur um sögu- smiðju hafði húsið reyndar á leigu hluta úr síðasta sumri og setti þar upp sýninguna „Kartöflur og kon- íak“ sem var tileinkuð sögu Frakka í Grundarfirði. „Þau viðbrögð sem við fengum í sumar voru góð og lofa góðu um ffamhaldið. Stefnan er sú að framhald verði á sýningum sem þessari en aðalhlutverk sögu- smiðjunnar verður að halda utan um öll verkefni á sviði menningar- og sögutengdrar ferðaþjónustu. Við sjáum þetta fyrir okkur sem nokkurs konar höfn fyrir öll þau skip sem róa á mið sögunnar. Þessi stofnun mun marka stefhu í sam- bandi við meðferð sögunnar á svæðinu og tengja saman alla aðila sem eru að vinna í þessum málum,“ segir Ingi Hans. GE Tónlistarkennari fiá Rússlandi Fyrir skömmu tók nýr tónlistar- kennari til starfa við Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Kennarinn heitir Val- entína Kai og er ffá Rússlandi og kom hingað ásamt 14 ára dóttur sinni. Valentína er fædd í lítilli borg í Ukraínu og ólst þar upp. Þegar Valentina var spurð hvers vegna Is- lands hefði orðið fýrir valinu sagðist hún eiga góða vini í Noregi sem væru í tónlist og þeir höfðu bent henni á að Islandi væri gott að vera. „Eg sendi póst á menntamálaráðu- neytið á Islandi og fékk upp laus störf við tónlistarskóla hér á landi. I framhaldi af því sótti ég um kennslu við Tónlistarskólann í Ólafsvík og hér er ég“ sagði Valentina sem einnig er ráðin sem organisti við Ó- lafsvíkurkirkju. Hún er velmenntuð í tónlistinni og hefur ma. starfað við útsemingar á tónlist bæði fyrir strengjasveitir og kóra í heimalandi sínu. Hún var fyrst kennari við tónlistarskóla í borginni Vitebsk í Hvíta Rússlandi. Síðan fór hún að kenna tónlist í Petrozavodsk en það er 500 þúsund manna borg ekki langt ffá finnsku landamærunum og þaðan kom hún til Ólafsvíkur. Valentina hefur einnig lagt fyrir sig tónsmíðar og út- setningar fyrir hljómsveitir og kóra. Valentína kennir á harmoniku, pí- anó og fiðlu við skólann í Ólafsvík. Hún spilar mjög vel á harmoniku og hefur þegar sínt hstir sínar þar sem hún hefur verið fengin til að koma ffam í Ólafsvík. ,Mér Kst vel á Island og okkur hefur hefur verið mjög vel tekið hér“ sagði Valentina og hún vonar að hún geti látið gott af sér leiða fyr- ir tónlistarlíf í Ólafsvík. PSJ UUarselið á Hvanneyri fagnaði tíu ára afinœli sínu um síðustu helgi með opnu húsi þar sem gestum og gangandi gafst kostur á aðfylgjast með meðlimum Ullarselsins að störfum við rokkinn ogprjónana auk þess sem boðið var upp á léttar kafflveitingar. Mynd: GE Ijon a bifreiðum Lögreglan á Akranesi hefur skrif- að bæjarráði Akraness bréf vegna síendurtekins tjóns á biffeiðum á Hafnarsvæðinu af völdurn málning- arvinnu og annara umsvifa á svæð- inu. I bréfinu var meðal annars spurst fyrir um reglur hafharinnar varðandi málningarvinnu o.þ.h. I svari bæjarráðs kemur ffam að lögð sé áhersla á að almennar varúðar- reglur séu í heiðri hafðar varðandi atvinnustarfsemi hvort sem er við höfnina eða annarsstaðar í bænum og að bæjarráð treysti þvi að við- komandi aðilar hagi starfsemi sinni þannig að hún valdi ekki tjóni. GE Deilt um firam- tíð VÍS hússins Húsið að Borgarbraut 38 í Borg- amesi, eða VIS húsið eins og það er gjaman nefht í dag hefur staðið autt að mestu í tvö ár en segja má að húsið sé í hálfgerðri pattstöðu. Frá þvi húsið var flutt að Borgarbraut 38 var þar útibú matvöruverslunar KB og síðan afgreiðsla VÍS þar til sú starfsemi var flutt í Hymutorg í árslok 2000. Húsið var þó selt fljót- lega og núverandi eigandi hugðist breyta því í íbúðarhúsnæði en bæj- arstjóm Borgarbyggðar hefur hafii- að þeim hugmyndum. Fram- kvæmdir vom hinsvegar hafnar að einhverju leyti og var eigandinn bú- inn að leggja nokkum kostoað í húsið áður en það lá fyrir að eldd yrði gefið tilskiÚð leyfi. „Við höfum fengið ýmsar ffekari útfærslur ffá eiganda hússins þar sem núverandi hús er meðal annars teiknað inn í nýbyggingu en bæjarráð hefur ít- rekað fyrri afstöðu sína um að hús- inu verði ekki breytt í íbúðarhús- næði,“ segir Páll Brynjarsson bæjar- stjóri. „Það er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir 2 íbúðarhús á lóðunum númer 38 og 36 og þar er gert ráð fyrir að húsið verði fjar- lægt. Menn em hinsvegar eklti sam- mála um hvort unnt sé að ffytja húsið en samkvæmt skipulagslög- um ber að greiða eigandanum bæt- ur ef nýtt deiliskipulag felur í sér breytingar hvað húseignina varðar. Það er hinsvegar ekki búið að stað- festa skipulagið og menn hafa hald- ið að sér höndum vegna þessa máls en það má eiginlega segja að hér sé ákveðin pattstaða,“ segir Páll. GE Banaslys Leit var gerð að manni á áttræð- isaldri í Borgamesi í gær. Maður- inn fannst um níuleytið í gær- morgun kaldur og hrakinn og með umtalsverða áverka sem hann hafði hlotið er hann hafði hrasað í klettum. Hann lést skömmu eftir að hann hafði verið fluttur á Sjúkrahús Akraness. Lögreglan í Borgarnesi fékk til- kynningu um það snemma í gær- morgun að mannsins væri saknað af heimili sínu en hann hafði ekki komið heim kvöldið áður. Lög- regla hóf þegar eftirgrennslan í bænum en í birtingu var Björgun- arsveitin Brak kölluð út. Maðurinn fannst skömmu síðar í fjömnni neðan við Böðvarsgötu. Hann var mjög kaldur og hrakinn og með umtalsverða áverka. Þótti sýnt að hann hefði hrasað á brekkubrún- inni ofan við fjöruna og fallið þar niður, alls um fimm metra. Mann- inum var strax komið undir lækn- ishendur á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi og síðan fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem hann lést skömmu síðar. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.