Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 2002 ^_________________ Trausta forystn tilframtíðar Nú þegar líður að alþingiskosn- ingum velja stjórnmálaflokkar fólk á lista til að leiða baráttuna sem framundan er. Það gerir sjálfstæð- isfólk í Norðvesturkjördæmi laug- ardaginn 9. nóvember nk. Menn takast nú á við breytta mynd þegar kjördæmin á landsbyggðinni hafa stækkað til muna og ljóst, a.m.k. í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, að ekki munu allir núverandi alþingis- menn Sjálfstæðisflokksins geta vænst þess að fá sæti á þingi eftir næstu kosningar. Því miðað við svipað fylgi og í síðustu kosningum mun flokkurinn ekki fá nema þrjá þingmenn en þeir eru nú fimm sem sækjast eftir sæti á lista flokks- ins. Forystusveit flokksins verður valin í komandi prófkjöri og það skiptir miklu máli að sjálfstæðisfólk og stuðningsmenn flokksins taki þátt í prófkjörinu og hafi þannig áhrif á það hverjir verða forystu- menn flokksins á næsta kjörtíma- bili. Með góðri þátttöku í próf- kjörinu gefur sjálfstæðisfólk tóninn í baráttunni sem framundan er. Það skiptir miklu fyrir ffambjóð- endur flokksins að hljóta góðan byr allt frá byrjun. Allir núverandi þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í Norðvesturkjör- dæmi væru vel að því komnir að sitja áfram á Alþingi. Þeir hafa unnið vel og látdð að sér kveða í mismunandi málum á þingi. Einn þeirra, Sturla Böðvarsson, hefur verið ráðherra samgöngu- og ferðamála á yfirstandandi kjör- tímabili. Sturla hefur m.a. beitt sér mikið í málefnum ferðaþjónust- unnar en sá málaflokkur skiptir íbúa á landsbyggðinni miklu. Landsbyggðin þarf á því að halda að vel sé stutt við ferðaþjónustuna og allar nýjar atvinnugreinar nú þegar hinar hefðbundnu atvinnu- greinar landbúnaður og sjávarút- vegur eiga undir högg að sækja í hinu nýja kjördæmi. Eg hvet allt sjálfstæðisfólk í Norðvesturkjördæmi til að íhuga vel hvernig það ráðstafar atkvæði sínu í væntanlegu prófkjöri og tel mjög mikilvægt að ráðherra flokks- ins í kjördæminu fái góða kosningu og tækifæri til að leiða lista flokks- ins í komandi kosningum. Ef sjálfstæðisfólk stillir upp góð- um lista og verður samstíga allt þar til kjörstöðum verður lokað á kom- andi vori er raunhæft að stefna að því að flokkurinn fái fjóra menn kjörna á Alþingi í Norðvesturkjör- dæmi og verði því áfram leiðandi afl í kjördæminu. Ingi Trygguason form. fulltráaráðs sjálfstæðisfl. í Mýrasýslu. 'táuiíitte Wud Um fátt er meira rætt þessa dagana en pólitík og próf- kjör ásamt öðr- um aðferðum við uppstillingu á lista. Þing- menn og aðrir framboðsfíklar sem menn mundu varla nafnið á heilsa nú hæstvirt- um atkvæðum eins og aldavinum og allar líkur virðast á að komandi vetur sem er þó 25% af starfstíma kjörtímabilsins glatist í einhverja vitleysu (eða kannske bjargar kosningaundirbúningurinn þing- mönnum frá því að gera eitthvað ennþá vitlausara). Þessi staða kemur raunar reglulega upp á fjögra ára fresti og við þessar að- stæður er alltaf freistandi að rifja upp sögur sem gætu komið keppi- nautunum óþægilega. A tímum gömlu sýslukjördæmanna gaus eitt sinn upp sá kvittur um einn frambjóðandann að hann væri kvennamaður mikill og virtist þetta draga nokkuð úr fylgi hans um skeið og bar hann sig upp undan þessu við séra Einar Frið- geirsson sem gaf honum eftirfar- andi heilræði: Heldur réna fylgið fer, flestir gegn þér rísa en efþú skœrir undan þér attirðu kosning vísa. Ekki er mér kunnugt um hvort maðurinn fylgdi þessu ágæta og vel meinta heilræði en kosningu mun hann hafa hlotið ágæta og hugsi nú hver sitt. Hins vegar finnst mér persónulega óþarfi af kjósendum að geta ekki unnt manninum þess að líta aðeins í kringum sig. Nú eru mér ekki ljósar allar skoðanir Séra Einars en ekki virtist hann fyrirlíta allar lífsins lystisemdir að minnsta kosti ekki í orði samanber efdrfar- andi: Náttúran öll og eðli manns er í kvartélinu. Saurug hugsun syndugs manns sveimar að sponsgatinu. Burtséð frá viðhorfum manna til lífsins lystisemda hefur það alltaf verið kostur á hverjum þingmanni frá sjónarhóli flokksforystunnar að hann rekist vel í flokki sem kallað er þó kjósendur hafi stundum haft aðra skoðun á málum og jafnvel kosið þvert á öll flokksbönd í slík- um tilfellum. Sigurður Ivarsson orti mikið í Spegilinn sáluga á tímabili undir dulnefninu Z og tók stundum óvægilega á pólitík þeirra tíma. Grun hef ég um að til þess dulnefnis sé að nokkru vísað í næstu vísu: Þeir sem eiga á þingi sess og þurfa að éta. Verða að beygjast eins og ess en ekki Z. Orðið heybrók hefur aldrei haft sérstaklega jákvæða merkingu enda frekar notað um kjarklitla menn sem láta ekki mikið til sín taka. Mig minnir að það hafi verið Ei- ríkur Einarsson frá Hæli sem orti, væntanlega um einhverja þing- menn sem honum þótti ekki mikið til koma: Man ég svona brækur best blásnar í rjáfri hanga. Nú hafa þær á þingi sést -þóst vera menn - og ganga! Oll pólitík og kannske raunar lífið allt er á einn eða annan hátt eftirsókn eftir valdi en hinsvegar er misjafnt hvernig menn nota sitt vald. Sú útdauða stétt hreppsstjór- ar hafði á sínum tíma ákveðin völd og að sjálfsögðu einnig embættis- skyldur og einhverntíma þegar þeir hreppsstjórarnir Hákon Aðal- steinsson og Snorri Jóhannesson í Augastöðum voru að ræða starf sitt og skyldur þess gaf Hákon kollega sínum eftirfarandi heilræði: Hirði ég ei um heiðursmet Þú skalt beita visku og valdi, vægðarlausan nota kraft. Taka menn og hafa í haldi. Hengja þá sem rífa kjaft! Séra Hjálmar Jónsson sat eitt sinn á nefndar eða þingflokksfundi og virti fyrir sér flokksbróður sinn Guðjón Guðmundsson sem sat niðursokkinn í einhver skjöl brúnaþungur og alvörugefinn á svip. Eftir augnablik stakk hann þessari vísu að Guðjóni: Svipurinn er ristur rún. Reynslunni afþó lærist að undir þeirri yglibrún öðlingshjarta bærist. Séra Einar Friðgeirsson sem áður var áminnst orti einhvemtíma þegar hann var að reyna að nudda áfiram einhverju þarfamáli, líklega í sveitarstjórn: Hirði ég ei um heiðursmet né hæstu valda starfa, heppnist mér um hænufet að hrindafram tilþarfa. Heilræðavísur séra Hallgríms Péturssonar kunni hvert manns- bam á Islandi fyrir ekki svo löngu síðan en nú em breyttir tímar og aðrar heilræðavísur í gangi á tölvu- póstlistunum sem maður heyrðist hafa yfir við annan í stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg og birtist hér útdráttur úr þeim kveðskap, ríkisstjórninni til dýrðar en ung- pólitíkusum vomm til framvegis eftirbreytni: Ungum erþað allra best að óttast stjómarherra, þeim mun velferð veitast mest og virðing aldrei þverra Hafðu hvorki háð né spott, huga að ræðu minni, hinum æðsta gerðu gott, gleymdu æru þinni Ráðherrum þínum þéna af dyggð það má gæfu veita, varastu þeim að veita styggð, viljirðu gott bam heita Hugsa um það helst ogfremst, sem hægristjóm má næra; aldrei sá til æru kemst sem ekkert gott vill læra Oft er sá í orðum nýtur sem iðkar rétta boðun, en þursinn heimskur þegja hlýtur sem þrykkir ranga skoðun. Svo mörg vom þau orð og nú ætti enginn ungpólitíkus að vera í vafa um hvernig hann á að lifa líf- inu þó það hafi nú vafist fyrir mörgum en Hjálmar Freysteinsson orti í sumar: Ég var alltaf klaufi við kvon- bænir - svo borin er von það stríð muni vinnast en ég stefni að að kynnast stofnfjáreiganda í SPRON. Ekki fylgdi sögunni nafn um- rædds stofnfjáreiganda en fyrir stuttu bárast mér eftirfarandi vísur um hana Osk og þætti mér vænt um ef einhver gæti frætt mig um höfund eða höfunda þeirra og einnig hvort þær em alveg réttar því ekki er þessi útgáfa með öllu gallalaus: Þess ég óska þig að ýá, þér er ósk mín bundin, þegar Osk égþig máfá þá verður óskastundin. Nú er Osk þér nær í nátt, nú er óskin fundin, nú þú Oskar njóta mátt nú er óskastundin. Með þökkfyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367 Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00 verður Bingó á Hótel Borgarnesi til styrktar barna- og unglingastarfi körfuknattleiksdeildar Skallagríms KB-Borgarnesi gefur fyrsta vinning, 14” sjónvarp með fjarstýringu. Auk þess eru margir frábærir vinningar Hvað heitir ieikmaðurinn? Dregið verður úr réttum svörum I SOfyG M s o í fangelsinu spurði einn fanginn fangavörðinn: - Hvers vegna era rimlar fyrir gluggunum? - Það er af öryggisástæðum. - Ha! Hver væri svo vitlaus að brjótast hingað inn? Afi Jónasar dó og lét efrir sig 100 milljón krónur, sem Jónas fékk næstum óskipt. I vikunni þar á eftir samþykkti Magga loks að giftast honum. Eftir þriggja mánaða hjónabandssælu tók Jónas eftir því að nýja konan hans tók minna og minna eftir honum. Þau fáu skipti sem þau fóm saman í rúmið, þá var Magga alveg áhugalaus, eða í versta falli kaliaði upp nöfri annarra karla. I hvert sinn sem þau fóra út saman, þá hunsaði Magga hann algerlega og daðraði linnulaust við aðra karlmenn. Að lokum var Jónas búinn að fá nóg og ákvað að taka á málinu. „Magga!“ sagði hann ákveðinn. „Eg vil fa að vita af hverju í ósköpunum þú giftist mér. Var það bara vegna þess að afi minn lét mér eftir þessa peninga?" „Láttu ekki eins og asni!“ sagði Magga. „Það hefði ekki skipt mig neinu máli hver lét þig hafa peningana. Jónas fór að vinna hjá loftferðaeftirlitinu og var sendur upp á Norðurpól að taka út sleða Jólasveinsins áður en hann notaði hann nú um jólin. Jónas mætir á Norðurpólinn og skoðar hreindýrin og þau em í lagi. Hann skoðar aktygin og gefur þeim toppeinkunn. Hann skoðar sleðann og finnur ekkert að honum. Þá segir hann ,Jæja, Sveinki, nú skulum við fara í reynsluflug, og ef ekkert kemur uppá, þá skal ég gefa þér flugfærnisskírteinið þetta árið." Jólasveinninn spennir hreindýrin fyrir sleðann og taxar út á braut. Hann er um það bil að fara að taka á loft þegar hann sér að Jónas heldur á risastórri haglabyssu. „Heyrðu, hvað ertu að gera við þessa haglabyssu?” Jónas segir „Sko, Sveinki, ég á eiginlega ekki að segja þér frá þessu, en ég á að kanna viðbrögð þín við vélarbilun í flugtaki." Það vom einu sinni þrír menn inná klósetti, lögmaður, viðskiptafræðingur og bóndi. Fyrst gekk lögmaðurinn út úr klefanum og þvoði sér rækilega um hendumar og sagði:" Eg var í HI og þar var okkur kennt að vera snyrtileg". Og síðan labbaði viðskipta- ffæðingurinn út úr klefanum og þvoði sér lítdð og þurrkaði lítið og sagði:" ég fór í Bifröst, þar var okkur kennt að vera sparsöm". En þá kom bóndinn út og þvoði sér ekkert um hendurnar og sagði:" Eg gekk í Bænda- skólann á Hvanneyri og þar var okkur kennt að pissa ekki á puttana". Mætum öll

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.