Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Síða 18

Skessuhorn - 06.11.2002, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 2002 ^Pk ’rnwjui * * Arsskýrsla KIA 6,5 milljóna króna hagnaður Megum samt ekki soíha á verðinum segir Gunnar Sigurðsson Aðalfundur Rnattspyrnufélags IA var haldinn 31 .október síðastlið- inn í salarkynnum félagsins að Jað- arsbökkum. I ársskýrslu félagsins kom ffam að hagnaður rekstrarfé- lags mfl. og 2.flokks nam tæplega 6,4 milljónum fyrir tímabilið ffá október 2001 til september 2002. Arið á undan var hagnaðurinn 4,6 milljónir. Það er ótrúlegt til þess að vita að fyrir um 18 mánuðum eða svo var Knattspymufélag IA svo gott sem gjaldþrota með hátt í 70 milljóna króna skuld á bakinu. Með sam- stilltu átaki bæjarbúa og annara vel- unnara félagsins hefur viðsnúning- urinn í rekstrinum verið lyginni lík- astur. Síðan hafist var handa við að koma félaginu á réttan kjöl hafa all- ar skuldir verið hreinsaðar upp og gott betur en það, því hagnaður tveggja síðustu tímabila nemur rétt tæpum 12 milljónum. Áfiramhaldandi aðhald Fram kom í rekstrarreikningnum á aðalfundinum að heildartekjur fé- lagsins á tímbilinu námu tæpum 46 milljónum á móti 27 milljónum árið 2001. Stærstur hluti þessara tekna eru tekjur af mótum eða 21 milljón, þar af var innkoma af leikj- um 7,4 milljónir sem er nokkurn veginn það sama og árið á undan. Einnig vega styrkir og framlög þungt en tekjumar af þessum lið námu rúmum 15 milljónum. Stærsti útgjaldaliðurinn fyrir árið 2002 er kostnaður vegna iðkunar og þátttöku í mótum, rúmar 27 milljónir. Þessi kostnaðarliður tek- ur til ferðakostnaðar, kostnaðar vegna UEFA keppninnar, móta- gjöld og allur búnaður, s.s. boltar, búningar o.s.frv. svo eitthvað sé nefnt. Eigið fé rekstrarfélags mfl. og 2.flokks karla 30.september er rétt rúmar 11 milljónir. Gunnar Sigurðsson, formaður rekstrarfélagsins, sagði í samtali við Skessuhorn að þó staðan væri góð þá mætti ekki sofna á verðinum. Aðhald í rekstri og Islandsmeistara- titill í fyrra og bikarmeistaratitill í hitteðfyrra og þa raf leiðandi þátt- taka í Evrópukeppninni undanfarin ár væri grunnurinn að þessum hagnaði. Eins gaf rekstrarfélagið út veglegt affnælisblað sl. vetur sem fylgdi Morgunblaðinu í tilefni af því að 50 ár vom liðin frá fyrsta Is- landsmeistaratitli IA og fengust miklar tekjur af þeirri útgáfu. Enn- fremur sagði Gunnar að félagið væri nú komið með þann höfuðstól sem í raun væri nauðsynlegur til að mæta þeim skakkaföllum sem á vegi þess gæti orðið. Hagnaður af öllum deildum Kvennanefnd og unglingarráð IA lögðu einnig fram ársreikninga sína á fúndinum og skiluðu bæði rekstr- arfélögin hagnaði á tímabilinu. Hagnaður kvennanefndar var mun minni nú en í fyrra eða 211 þúsund samanborið við 2 milljónir í fyrra. Rekstur kvennaknattspym- unnar á Akranesi er þó í góðum far- vegi. Skuldir nefndarinnar em litlar sem engar og eigið fé er rúmar 2 milljónir. Umfang barna- og unglinga- knattspyrnunnar á Akranesi eykst ffá ári til árs. Rekstrartekjur ung- lingaráðs jukust um rúmar átta milljónir á milli ára og er hagnað- urinn í ár um 2,3 milljónir en var í fyrra tæplega 600 þúsund. Mestar tekjur unglingaráðs hljót- ast af knattspyrnumótunum tveim- ur sem haldin em ár hvert, Lottó- Búnaðarbankamótið og Cokemót- ið. Tekjurnar af þessum tveimur mótum að frádregnum kostnaði námu ríflega 4,3 milljónum. Eigið fé unglingaráðs nemur nú 2,7 millj- ónum. HJH Ný þrektæki í Borgamesi Bœjarstjóm og tómstundanefnd hita upp. Vegna vaxandi áhuga á almenn- ingsíþróttum hefur hluti tækjakosts í þreksals íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi verið endurnýjaður. Keypt vom notuð tæki sem sérstak- lega era með þarfir almennings í huga. Um er að ræða 10 stöðva þrekhring sem tekur á stærstu vöðvahópum líkamans. Tækin era tveggja ára og kostuðu tvær millj- ónir króna en hefðu kostað ný um fimm milljónir. Kemur þetta sér vel fyrir fólk sem stundar almenningsíþróttir á svæðinu, en þar sem íþróttahúsið er löngu orðið of lítið kemst almenn- ingur lítið sem ekkert að í salnum og því nauðsynlegt að byggja upp góðan líkamsræktarsal með þarfir almennings í huga. A annað hundrað iðkendur em í skipulögðum æfingum í þreksaln- um hjá íþróttafræðingi og fer fjölg- andi. Mynd: Guðrún vala Bæjarstjórn og tómstundanefnd Borgarbyggðar var boðið í heim- sókn til að skoða tækin og fóm í þrekhring hjá Irisi Grönfeld íþróttafræðingi sem sér um skipu- lag og þjálfun almenningsíþrótta við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Var ekki annað að sjá að menn væra hrifhir af nýju tækjunum og nokkrir strengdu þegar áramóta- heitið. u Sturla ífyrsta sæti Undanfarin 5 ár hef ég starfað að sveitarstjómarmálum í Borgar- byggð. Gott samstarf þingmanna og sveitarstjómarmanna er gríðar- lega mikilvægt. Síðustu 4 ár hefur Sturla Böðvarsson verið fyrsti þingmaður Vesturlands. A þess- um ámm hef ég sann- færst um það að Sturla er sá maður sem best er til þess fallinn að vera í fylkingarbrjósti fyrir sjálfstæðismenn í nýju kjördæmi. Hann hefur góða framtíðar- sýn á uppbyggingu í þeim málaflokkum sem heyra undir hans ráðuneyti. Samgöngur, ferðaþjón- usta, fjarskipti, allir þessir mála- flokkar hafa eflst með Smrla sem samgönguráðherra. Sem samgönguráðherra hefur Sturla unnið gríðarlega gott starf þó gustað hafi um embættið. Maður sem stendur af sér jafn óvægnar pólitískar árásir og Sturla hefúr gert í sínu starfi, er foringi. Það þarf sterk bein til að þola góða daga en að standa af sér gagnrýni og sleggjudóma, eins og þá sem samgönguráðherra stóð af sér á síðasta ári, sýnir mikinn styrk. Sturla ber ekki störf sín á torg. Hógværð og heiðarleiki em, að ég tel, hans aðalsmerki. Framundan er kosningavetur með tilheyrandi pólitískum spenn- ingi. Sjálfstæðis- menn í Norðvestur kjördæmi mtmu nú á laugardaginn greiða atkvæði í prófkjöri. Eg vil hvetja sjálfstæðis- menn og þá sem áhuga hafa á, að taka virkan þátt í prófkjörinu. Þeir fimm þingmenn sjálfstæðismanna sem bjóða sig ffam til áframhaldandi starfa þekki ég einungis að góðu. Breyting á kjördæmaskipan leiðir til þess að fækka mun í þingmannaliðinu að öllu óbreyttu, því miður. Setjum Sturla Böðvarsson í fyrsta sæti á laugardaginn og tryggjum okkur sterkan leiðtoga í kjördæminu. Helga Halldórsdóttir Borgamesi * R • UPenninn Guðjón á þing - okkar vegna Næstkomandi laugardag fer ffarn prófkjör sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Alls hafa tíu einstaklingar gefið kost á sér í próf- kjörið, þar af fimm sitjandi þing- menn. Vegna breyttrar kjördæma- skipanar verður um- talsverð fækkun þingmanna frá því sem áður var og því augljós þörfin á að velja þá hæfustu til starfans. Einn þeirra sem gefið hafa kost á sér í prófkjörið er Guð- jón Guðmundsson, alþingismaður af Akranesi. Hann er einn af okkar aldug- legustu þingmönnum og því lykil- atriði fyrir okkar nýja kjördæmi að honum verði tryggt ömggt sæti í prófkjörinu. Sjálfur er ég búinn að þekkja Guðjón og starfa með hon- um á pólitískum vettvangi í mörg ár og þekki því vel til hans sem per- sónu og veit hvers hann er megn- ugur. Því get ég lofað ykkur kjós- endur góðir, að vandfúndnir em menn sem fylgja sínum málum eft- ir af jafn mikilli festu, áræðni og heilindum og Guðjón Guðmunds- son. Fremstur í flokki Sjálfur starfa ég hjá Norðuráli og þekki nokkuð vel til innanbúðamála þess fyrirtælds. Þar er risið fyrirtæki í mjög örri þróun sem hyggst færa út kvíamar svo fljótt sem auðið er. Ekki hefur það farið fram hjá nein- um að fast er togast á um hvar eigi næst að leggja í álversframkvæmdir og er það að stærstu leyti í höndum stjómvalda að kveða úr um hvar verði fyrst hafist handa. Við sem búum á suðvesturhominu, höfúm fylgst með þeim jákvæðu breyting- um sem hafa orðið á samfélaginu vegna uppbyggingar á Grandar- tangasvæðinu. Hagurinn sem því felst í að styðja við bakið á áffam- haldandi uppbyggingu á svæðinu er augljós fyrir svæðið í kringum okk- ur og jákvæðra áhrifa gætir í mun stærri radíus frá Grandartanga- svæðinu en flesta grunar. Til að þoka þessum málum sem hraðast fram veginn hefúr Guðjón Guð- mundsson farið ffemstur í flokki og verið einn ötulasti talsmaður þess að Norðuráli verði tryggð orka, og að stækkun verksmiðj- unnar verði að vera- leika sem fyrst. Fyrir því hefur hann fært gild rök, jafnt í rituðu máli á síðum dagblað- anna sem og í ræðu- stól Alþingis. Ef að líkum lætur munu þau mál verða í höfú áður en langt um líður. Loksins hvalveiðar á ný Ekki má heldur gleyma ffam- göngu Guðjóns í svokölluðu hval- veiðimáli. Þar hefur hann loksins, eftir áralanga baráttu og með ótrú- lega þolinmæði, fengið samþykkt að nú geta íslendingar aftur hafið hvalveiðar í vísindaskyni og von- andi munu aftur fara að sjást gufustrókar stíga upp ffá Hvalstöð- inni í Hvalfirði. Eitt er víst að ef ekki hefði komið til framlag Guð- jóns Guðmundssonar í því máli, væri það mál ekki á dagskrá á næstu misserum. Það eru ekki þeir sem gapa mest sem koma flestu í verk, heldur oftar þeir sem vinna verk sín af auðmýkt og hollustu við og fyrir umbjóðendur sína. Því skora ég á alla að mæta á kjörstaði í prófkjöri Sjálfstæðis- manna í Norðvesturkjördæmi laug- ardaginn 9. nóvember og tryggja Guðjóni Guðmundssyni öruggt sæti til áffamhaldandi þingsetu. Pétur Ottesen starfsmaður Noróuráls ogfyrrv.bæjarfulltr. á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.