Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Page 4

Skessuhorn - 02.05.2003, Page 4
4 jntasunu... WWW.SKESSUHORN .IS Borgarnesi: Bjarnarbraut 8 Simi: 437 1677 Fax: 437 1678 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 3677 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Blaðamaður: Auglýsingar: Umbrot: Preatun: Skessuhorn ehf 437 Gisli Einarsson 899 Hjörtur J. Hjartarson 864 Hjörtur J. Hjartarson 864 Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. 1677 skessuhorn@skessuhorn.is 4098 ritstjori@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út allu miðvikuduga. Skilafrestur auglýsiuga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a ari panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið át í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 437 1677 Ahrifa- máttur U Þó ekki séu alltaf jólin þá vill hinsvegar svo vel til að það er nánast undantekningalaust afmæli. Olíklegt má telja að upp renni svo ómerkilegur dagur að hann sé ekki afmælisdagur. Síðastliðinn laugardag bar sérlega vel í veiði því þá var stórafmæli. Hvorki meira né minna en tvöhundruð ára afmæli löggubúningsins. Að sjálfsögðu tók ég virkan þátt í þeim hátíðahöldum því þrátt fyrir að stór hluti inni- haldsins í mínum fataskáp kunni að vera lítt móðins í dag þá á ég enga flík sem nálgast það að vera jafnaldri íslensku lagavarðaklæðanna. A þessum merka merkisdegi varð mér hugsað til þess hvílík ógn íslenskum almúgamanni hlýtur að hafa stafað af íslenska lögreglubúningnum á sínum tíma og gerir jafnvel enn. Eg verð í það minnsta að játa það sjálfur að ég hef alla tíð borið óttablandna virðingu fyrir einkenn- isbúningum. Gildir þá einu hvort um er að ræða búning lögregluþjóns, lyftuvarðar eða lúðrasveitarstjórnanda. Það eru samt ekki tvöhundruð ára gamlar lögguspjarir sem valda mér kvíðaköstum. Annarskonar júníform hafa hinsvegar mun rneira afgerandi áhrif á mitt sálarlíf, nefni- lega dragtin. Dragtir innihalda nær undantekningalaust konur sem brotist hafa til metorða þrátt fyrir andstöðu hins óvin- veitta karlasamfélags. Dragtin er því tákn um yfirvofandi endalok drottnunar karlsins yfir konunni. Eg hrekk í kút þegar þær mæta mér í opninberum stofnunum og kikna í hnjáliðunum þegar ég sé þær á framboðsfundum. Ur hverjum saumi dragtarinnar og hverjum andlitsdrætti innihaldsins skín ásökun. Dragtin fær hvern karlmann með snefil af sjálfsvirðingu til að fyr- irverða sig fyrir syndir kynbræðra sína frá upphafi mann- kyns til vorra dag. Dragtin er ógnvekjandi klæðnaður svo ekki sé meira sagt. Hugsanlega er þetta móðursýki af minni hálfu og hel- ber ímyndun. Eg er samt ekki búinn að gera það upp við mig hvort ég mæti í næsta stórafmæli dragtarinnar. Gísli Einarsson, borgaralega klæddur um- formsins Gísli Einarsson, ritstjóri. FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 Frá undiiritun samningsins í bæjarþingsal Akraness Samið við Skagatorg Síðastliðinn þriðjudag var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og fyrirtæk- isins Skagatorgs ehf. um vænt- anlegar framkvæmdir á svæðinu norðan Stillholts á Akranesi. A svæðinu er fyrirhuguð bygging verslunar- og þjónustuhúss á- samt tveimur blokkarbygging- urn. Að Skagatorgi ehf. standa Fjarðamót hf., Gissur og Pálmi hf. og Hörður Jónsson eigandi Gnógs hf., hver með jafnan eignarhluta. I samkomulaginu felst m.a. að vinna við deiliskipulag svæðisins fer nú á fulla ferð og gera má ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í haust. MM Tolli sýnir í Kirkjuhvoli Næstkomandi laugardag, þann 3. maí 2003, hefst sýn- ing Tolla í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Þar sýnir hann um 30 verk bæði stór og smá, bæði vatnslita- myndir og olíumálverk. Tolli nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands á ár- unum 1977-83 og við Lista- háskólann í Vestur Berlín 1984-85. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk sam- sýninga hér heima og erlend- is. Sýningin stendur til sunnudagsins 18. maí. Lista- setrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18 Lögreglan á Snæfellsnesi Fylgst með akstri utan vega Gerð hefur verið verkefnaá- ætlun fyrir lögregluna á Snæ- fellsnesi árið 2003. Er það í fyrsta skipti, sem heildstæð verkefnaáætlun vegna löggæslu er gerð með þessum hætti hjá embætti sýslumanns Snæfell- inga. I verkefnaáætlun ársins 2003 er lögð áhersla á akstur utan vega, tiltekna þætti umferðar- mála þ.á.m. eftirvagna bifreiða, vímuefnanotkun ungmenna og forvarnir í leikskólum og grunnskólum. Flest þessara verkefna eru reglubundin verk- efni lögreglu. Akstur utan vega og eftirvagnar bifreiða hafa hins vegar nokkra sérstöðu. Þess eru dæmi að ökumenn geri sér leik að því að reyna bif- reiðar sínar með því að aka utan vega. Slíkt háttalag þarf ekki að koma á óvart því sumar tegund- ir bifreiða eru auglýstar með því að vísa til aksturs utan vega. Þá færist það sífellt í vöxt að bifreiðar dragi eftirvagna af ýmsum stærðum og gerðum um sumartímann. Flestir öku- menn gæta þess að búnaður eft- irvagna og bifreiða sé í sam- ræmi við reglur til þess að valda ekki óþægindum eða hættu í umferðinni. Dæmi er þó um hið gagnstæða og í umdæmi lögreglunnar á Snæfellsnesi er jafnvel dæmi þess að ökumaður hafi lagt í erfiðan akstur utan utan vega með eftirvagn. Borgfirð- ingahátíð Borgfirðingahátíð verður haldin dagana 12-16 júní nk. með fjölbreyttri menningar- og skemmtidagskrá um allan Borgarfjörð. Þetta er ffjálsleg hátíð, með fjölskylduvænu, heilsusam- legu, menningar og þjóðlegu ívafi þar sem margt er til skemmtunar og fróðleiks. M.a. verður „Baðstofukvöld" þar sem heimamenn og lands- þekktir skemmtikraftar bregða á leik saman, það verða markaðstorg og sýningar, tón- leikar og leiklist, leiktæki og go-kart, gönguferðir og fróð- leikur, og öllum verður boðið í morgunverð og útimessu í Skallagrímsgarði, svo eitthvað sé nefnt. Almennur undirbúnings- fundur verður haldinn í Óðal Borgarnesi, mánudaginn 5.maí. nk., kl. 20.30. Allir eru hvattir til að mæta, korna með hugmyndir að dagskrá og kynna sér hvað stendur tdl. ('fréttatilkynning) Verðlaun Alfons Finnsson fréttaritari Morgunblaðsins í Snæfellsbæ hlaut þrenn verðlaun í ljós- myndakeppni fréttaritara blaðsins en úrslitin voru kunngjörð á laugardag. Alfons átti bestu myndina í keppn- inni og einnig bestu fréttaljós- myndina og bestu myndaröð- ina. Sýning á bestu myndun- um í keppninni stendur yfir í Kringlunni en hún fer um landið í sumar og fyrsti sýn- ingarstaðurinn er Ólafsvík. GE/snb.is 60 þúsund útlán á síðasta ári Fram kemur í ársskýrslu Bókasafns Akraness Jýrir árið 2002 að útlán jukust um 3000 á árinu og voru í heildina um 60 þúsund. Um 20% prósent útlána er til bama. HJH Leiðrétting I síðasta tölublaði Skessu- horns voru kynnt úrslit í „greindarkeppni“ borgfirskra fyrirtækja. Þar gerði blaða- maður sig sekan um stórfelld- an greindarskort og sagði Heiðarskóla hafa keppt til úr- slita við Jörva hf. Hið rétta var að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri ogjörvi ádust við í úrslitarimmunni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.