Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Side 22

Skessuhorn - 02.05.2003, Side 22
22 FOSTUDAGUR 2. MAI 2003 aniisaunu^ SKESSUHOW ■ KOSWGÆ 200) - SKESSVHOM ■ KOSNINGAR 200) ■ SESSUHOKN - KOSMGAR 200) ■ SKESSVHORN ■ KOSNINGAR 200) Rætt við frambjóðendur: Kem ekki með gamlan farangur á bakinu segir Hildur Helga Sigurðardóttir, sem skipar efsta sæti Nýs afls í Norðvesturkjördæmi Hildur Helga Sigurðardóttir leiðir lista Nýs afls í Norðvest- urkjördæmi fýrir komandi Al- þingiskosningar. Hildur er 47 ára gömul, fráskilin og á einn son. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Hildur las sagnfræði og stjórnmálaheimspeki við Cambridge háskóla, Englandi, 1985-1988 og menningarsögu við Middlesex háskóla í Lund- únum, 1988-1989. Frá árinu 1980 hefur hún að mestu leyti fengist við blaða- og frétta- mennsku ýmist með námi eða sem aðalstarf, meðal annars á Morgunblaðinu og RUV „Eg hef aldrei verið flokks- bundinn í stjórnmálaflokki áður og er því ekki með neinn slíkan „farangur“ á bakinu,“ segir Hildur um pólitískan fer- il sinn. „Eg hef hins vegar fýlgst vel með stjórnmálum frá mörgum hliðum á löngum ferli í frétta- og blaðamennsku.“ Siðlaust vaxtaokur Aðspurð um sín helstu áherslumál í stjórnmálum segir Hidlur Helga að breytingar á kvótakerfi og skattlagningu borgaranna séu í sínum huga meðal mikilvægustu málanna. „Breytingar á kvóta og skatt- lagningu í átt til meiri skil- virkni, sanngirni og réttlætis hljóta að hafa forgang og vera það, sem önnur mál byggjast á. Ef vel er hugað að þessum undirstöðumálum gefst svig- rúm til að skapa fólkinu í land- inu mannlegra og jafnframt hagkvæmara umhverfi, jafnt í vinnu sem einkalífi. Megin- þorri fólks þarf að vinna of lengi fýrir of lágum launum í þessu landi í dag og hækki launin eitthvað, er klipið af þeim jafnóðum í skatta." Hildur Helga kveðst alls ekki á móti því að leggja sitt til sam- neyslunnar og sameiginlegra hagsmunamála þjóðarinnar, en þegar skattlagning á meðal- tekjur og þar fyrir neðan sé slík sem hún er í dag sé hreinlega verið að halda venjulegu vinn- andi fólki ofan í hjólfari sem það kemst ekki upp úr, þrátt fyrir dugnað og ráðdeildar- semi. „Þetta á líka við um aldr- aða og öryrkja. Vaxtaokrið sem hér við- gengst, finnst mér hreinlega siðlaust. Eg vil sjá byggð í landinu haldast sem fjöl- breyttasta, til sjávar og sveita og ekki síður í öflugum þétt- býliskjörnum utan höfuðborg- arsvæðisins. Mig langar ekki að horfa upp á fólk þurfa að senda börnin sín ung um lang- an veg frá sér í skóla og mig langar að sjá verkmenntun og ýmiss konar sérmenntun blómstra utan höfuðborgar- svæðisins. Eg vil nýsköpun í atvinnulífi og að t.d. verði gert stórátak í vitrænni útfærslu á hugmyndum í ferðamennsku, hugsanlega með einhvers kon- ar áhættusjóði, eins og gert var í iðnaðinum á sínum tíma, en stórfé ekki kastað til tvist og bast í alls kyns dellu á því sviði, eins og ég hef séð fjölda dæma um.“ Gróft launamisrétti Hildur Helga segir jafnrétti kynjanna ennfremur vera sér hugleikið. „Eg er þeirrar skoð- unar að jafnrétti kynjanna sé nokkuð sem þarf að standa vörð um, en sé ekki sjálfgefið og ég veit að allt of margar ís- lenskar konur líða undir tvö- földu vinnuálagi, enda í mjög auknum mæli farnar að andast úr sömu streitutengdu sjúk- dómunum og karlarnir. Hér viðgengst ennþá gróft launa- misrétti og oft er hlaðið enda- Iaust á konur í nafni „jafnrétt- is“, jafnt á heimilum sem á vinnustöðum. „Þetta vilduð þið“ er síðan sagt. Eg held ekki. Eg vil vernda náttúruna, en ekki síður fólk.“ Nýjar áherslur Um helstu baráttumál Nýs afls fýrir komandi kosningar segir Hildur Helga: „Nýtt afl beitir sér fýrir nýjum áherslum og breyttri forgangsröðun í ís- lensku samfélagi, lýsir andúð á forréttindum útvalinna og undirstrikar að stjórnmála- menn eru þjónar heildarinnar, en ekki gæsluliðar sérhags- muna. Við erum með afar skýr og einföld markmið í skatta- málum, t.d. hækkun skattleys- ismarka í 100.000, enda annað út í hött, þó að það viðgangist nú. I kvótamálinu viljurn við að þjóðin nái aftur yfirráðum yfir auðlindinni í hafinu, en að það gerist hægum og öruggum skrefum, frekar en með kúvendingu á kerfi, sem nú er búið að vera við lýði í á þriðja áratug. Það má kannski segja að markaðsvæðing og hægfara fyrningarleið séu lykilorðin í stefnu Nýs afls í kvótamálin." Hvalfj arðargöngin Þegar Hildur Helga er spurð um málefni Vesturlands sér- staklega segir hún erfitt að setja allt svæðið undir einn hatt. „Mér sýnis að framtíð Hvalfjarðarganganna hljóti að skipta gríðarlegu máli, þ.e. hvort svigrúm fæst til að fella niður gjaldið í náinni framtíð. Það hlýtur að hafa mikila þýð- ingu fýrir þróun atvinnulífs og mannlífs á Vesturlandi og þyrfti að komast á hreint sem allra fýrst. Atvinnulífið þyrfti að vera fjölbreyttara, ekki síst sýnist mér vanta fleiri tækifæri fýrir konur. Þá er ég einnig fýlgjandi sveigjanlegri vinnu- tíma, fýrir bæði kynin. Hugs- anleg sameining sveitarfélaga er auðvitað mál sem þarf að grandskoða og ekki má gleyma landbúnaðinum á þessu blóm- lega svæði. Sú menntun, sem fólk getur boðið börnum sínum í heima- högun, hlýtur að skipta miklu máli fýrir lífsgæðin. Þar stend- ur Vesturland að mörgu leyti framarlega með mörg glæst menntasetur, en meira mætti koma til, eins og ég sagði hér að ofan. Þarna kemur líka spurningin um gjaldfrjáls göng auðvitað líka til, því slíkt myndi gera þeim sem það vildu, auðveldara að sækja vinnu eða skóla til Reykjavíkur. Fyrst og fremst á þó að stuðla að uppbyggingu á Vestur- landi,“ segir Hildur Helga. Tekið vel Hildur Helga segir upp- skriftina að æskilegri ríkis- stjórn vera einfalda: „Það er hver sú stjórn sem hvorki ein- kennist af valdþreytu þeirra, sem hafa setið of lengi, né valdgræðgi þeirra, sem hafa beðið of lengi.“ Hún segir kosningabaráttuna hingað til hafa verið hraða, snarpa og skemmtilega. „Eg hef því mið- ur enn sem komið er ekki komist nógu mikið um kjör- dæmið og er að gera á ör- skömmum tíma það sem hinir flokkarnir hafa haft heilan vet- ur til að undirbyggja. Það hef- ur þó þann kost að ég kem ferskari inn í slaginn, fólk virð- ist kunna að meta það og tekur okkur betur en maður hefði þorað að vona. Einstaka póli- tískir aðilar hafa verið svolítið fúlir, látið eins og það sé ótrú- leg ósvífni að koma með þetta nýja framboð, þar sem þeir eru fýrir á fleti, en ég hef ekki orð- ið vör við annað en að kjósend- ur kunni vel að meta að fá Nýtt afl til leiks,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir að lok- urn. SKESSUHOM ■ KOSNINGAR2001 ■ SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 20Ú1 ■ SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 2001 - SKESSUHOM - KOSNINGAR 2001

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.