Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Qupperneq 6

Skessuhorn - 02.05.2003, Qupperneq 6
6 ■m- Eins og undanfarnar vikur er gestur Skráargatsins oddviti eins framboðanna í Norðvestur-kjördæmi. Ætlunin er að allir komist þeir að fyrir kosningar og verða þeir því tveir í næstu viku. Að þessu sinni er það Jón Bjarnason ffá Vinstri grænum sem sýnir á sér hina hliðina þessa vikuna. Nafii: Jón Bjamason Fæðingardagur og ár: Annan dagjóla 1943 Statfi Alþingismaður og jyrrverandi bóndi í Bjamarhöfn og skóla- meistari Hólaskóla. Fjölskylduhagir: Kvæntur Ingibjörgu Sólveigu Kolka þroskaþjdlfa fi'á Blönduósi. 6 böm, þrjár stúlkur ogþrír piltar. Hvemig bíl áttu: Gallopper árg. 2001, grænan ai lit. Uppáhalds matur: Steikt lambalæri með brúnuðum kartöflmn Uppáhalds drykkur: Ka/t vatn og mjólk Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir ogfallegar náttúrulífsmyndir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Ema Indriðadóttir Uppáhalds leikari innlendur: Guðrún Asmundsdóttir Uppáhalds leikari erlendur: Sean Connety Uppáhalds íþróttamaður: Þóry Edda Elísdóttir stangastökkvari Uppáhalds íþróttafélag: Ungmennasamband Skagajjarðar Uppáhalds stjórnmálumaður: SteingrímurJ Sigfússon Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Björk Guðmundsdóttir Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Pavorotti Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminnvAndvígur henni. Þetta er ríkisstjóm einkavæðingar og siðspillivgar Hvaðmeturðu mest ífari annarra: Hreinskilni, heiðarleika og orðheldni. Hvað fer mest í taugarnar á þér ífari annarra: Tvískinningur, dramb og virðingarleysi gagnvart öðrufólki og náttúru landsins Hver þinn helsti kostur: Það er annarra að meta Hver er þinn helsti ókostur: Það er annarra að meta. Nefiidu mikilvægustu baráttumálin ykkarfyrir kjördæmið: Berjast gegn einkavæðingu almannaþjónustu. Jöfnun lífskjara og létta skattbyrði af lægri tekjum.Tryggja íbúum sjávarbyggðanna rétt til auðlinda sinna. Styrkja stöðu landbúnaðarins og þjónustuiðnaðar hans. Jafna flutnings- og námskostnað og efla alla menntun í heimabyggð. Markmiðið fyrir kosningarnar í maí: Fella núverandi ríkisstjóm og Vinstri-grænir fá góða kosningu og taki þátt í næstu ríkisstjórn. Eitthvað að lokum: Eg bið um stuðning við Vinstri Græna 10. maí og óska lesendum Skessuhoms gleðilegs sumars 1 veðurblíðunni sem leikið hef- ur við Vestlendinga undanfarna daga og vikur ( í.þ.m. í suður- hluta fjórðungsins) hafa margir tekið fram „grillgræjurnar“ og tekið upp þráðinn þaðan sem frá var horfið á síðasta hausti. Það er því vel við hæfi að fyrsta grilluppskrift sumarsins komi í Skessuhorninu þessa vikuna. Grillaðar Lúðusneiðar með fennel og sítrónu Hráefhi: 4 stk Beinlausar lúðusneiðar með roði, 200 gr. hver. 2 msk ólífuolía 1 tsk þurrkað fennel 1 stk sítróna 1 msk söxuð fersk steinselja salt og svartur pipar úr kvöm Meðlæti: Grillaður tómatur 4 stk bujfótmatar 2 tsk pesto 2 ?nsk mozzarellaostur salt ogpipar olía Aðferð Þerrið fiskinn vandlega og penslið með olíunni, stráið fennel yfir. Penslið grillgrind- urnar með olíu og grillið fisk- inn við meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Notið spaða og töng til að snúa fiskn- um. Kryddið með salti, pipar og kreistið sítrónusafa yfir meðan á eldun stendur. Gott er að nota fiskigrindur, svokallað- ar „samlokur“ sem eru Teflon húðaðar til að elda fisk af þessu tagi. Meðlæti: Skerið tómatana í tvennt og penslið með oíu. Grillið í nokkrar mínútur, penslið pestoinu á sárið á tómötunum, kryddið og setjið ostinn á. FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 Nýjar hugmyndir um Einkumiir kynntar Nemendur á umhverfisskipu- lagsbraut Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri afhentu Borg- arbyggð s.l. fösmdag hugmyndir sem þau hafa unnið um framtíð- arnýtingu og fyrirkomulag Ein- kunna, sem er útivistarsvæði Borgnesinga, sérkennilegur og fallegur staður vestast í Ham- arslandi við Borgarnes. Það var Páll Brynjarsson, bæjarstjóri, sem tók við verkefnunum úr höndum nemenda og kennara við LBH. Fram kom í máli Páls við það tækifæri að hugmyndin að samstarfi sveitarfélagsins og Landbúnaðarháskólans varðandi sldpulag svæðisins heíði kviknað í tengslum við vinnu íbúa sveit- arfélagsins við staðardagskrá 21. Þar hefði verið lögð rík áhersla á að efla útivistarsvæðið í Ein- kunnum og leit nýrra hugmynda varðandi skipulag svæðisins. Páll þakkaði nemendunum þeirra framlag til uppbyggingar útivistarsvæðisins og sagði að hugmyndir þeirra myndu nýtast sveitarfélaginu vel í framtíðinni. Verkefni nemendanna, sem stunda nám á umhverfisskipu- lagsbraut LBH, lúta því að skapa Einkunnasvæðinu sér- stöðu og auknar vinsældir. Yms- ar athyglisverðar hugmyndir voru kynntar, m.a. Þórunnar Eddu Bjarnadóttur um það hvernig er hægt að nýta svona útivistarsvæði, sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Ræktaður hefur verið skógur í Einkunnum síðan 1951 þegar hreppsnefnd þáverandi Borgar- neshrepps girti þar allstóran blett og afhenti hann skógrækt- arfélaginu Ösp sem þá var stofnað. A síðari árum hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir á þessu svæði og hefur þar verið talsvert unnið til að gera svæðið að ákjósanlegu útivistarsvæði og plöntur sem gróðursettar hafa verið á svæð- inu dafna vel. Hið sérkennilega nafn Einkunna er mjög gamalt og kemur fyrir í Egilssögu. Endurvarpa komið fyrir Fjórir vaskir björgunarsveit- armenn frá Hellissandi fóru í nokkuð óvenjulegan leiðangur í í síðustu viku. Þeir gengu í tvær og hálfa klukkustund en komust þó ekki nema 412 metra en leiðn lá reyndar lóðbeint upp í loftið, upp loftnetsmastrið á Gufuskálum sem er hæsta mannvirki hér á landi og hæsta mastur í Evrópu. Tilgangurinn með þessu ferðalagi var að koma fyrir endurvarpa fyrir björgunarsveitirnar á ut- anverðu Snæfellsnesi í stað annars sem staðsettur er á Snæfellsjökli. Það var áhöfn þyrlu landhelgisgæslunnar TF Líf sem sá um að koma endurvarpanum upp í mastrið þar sem honum var síðan komið fyrir. Að- gerðin gekk vel þrátt fyrir þokuvott á utanverðu snæ- fellsnesinu. Mynd: GE Sundleikfimi í Heiðarskóla Sundleikfimihópur Dúfu, er eins og nafhið ber með sér, hóp- ur sem stundar sundleikfimi og er kenndur við Dúfu Stefáns- dóttur á Ferstiklu. Hópur þessi hóf starfsemi sína árið 1995 þeg- ar sundlaug með yfirbyggingu við félagsheimilið Heiðarsborg var byggð og hefur hist reglu- lega síðan yfir vetrarmánuðina en tekið sér frí á sumrin. Nokkrir af sundfélugunum hafa verið með frá byrjun og má þar nefna Dúfu sjálfa, Fríðu Þorsteinsdóttur í Leirárgörðum og Vilborgu Kristófersdóttur á Læk. Þegar hópurinn hóf starf- semi sína voru nokkrir karl- menn með en það hefur farið eitthvað lítið fyrir þeim að und- anförnu. Sú elsta sem æft hefur með hópnum bættist við núna eftir áramótin. Hún Sigríður Beinteinsdóttir á Hávarsstöð- um og er á 91. aldursári. Sigríð- ur er afar ánægð með að vera komin í þennan frábæra hóp og segir leikfimina styrkja sig og stæla en Rúnar Sigríksson í- þróttakennari á Akranesi hefur séð um sundleikfimina síðast- liðin 4 ár. Hver sem er getur komið og tekið þátt í leikfiminni og yfir- leitt eru um 10 - 12 manns í hverjum tíma. Hópurinn er kominn í frí núna en tekur upp þráðinn aftur í haust og verður þá hægt að nálgast upplýsingar um það hjá Dúfu eða Rúnari. KJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.