Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 2003 T^e/mí/t/i^^ Sigurður H. Einarsson Höfnum skattatillögum Sjálfstæðisflokksins Það er gaman að vera kjós- andi í dag. Flokkarnir reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda og eru skattatillögur þar mest áberandi. Milljarða og milljarða ofan á að veita í skatta- afslátt svo að það fer að skipta tugum milljarða. Sjálfstæðis- flokkurinn býður um 30 millj- arða í skattaafslátt á næsta kjör- tímabili. Auknar veiðiheimildir, upp á 30 þús. tonn, með tilheyr- andi auknum hagvexti. Það verður sem sagt gaman að lifa á næsta kjörtímabili. En í ljósi þeirrar staðreyndar að skattbyrði einstaklinga hefur aukis til muna í tíð núverandi ríkisstjómar er kannski ekki að furða að nánast allir stjórnmála- flokkamir haíi áhuga á að lækka skatta á einstaklinga. Samkvæmt tölum hefur skattbyrði á ein- staklinga aukist mest á Islandi frá árinu 1990 af öllum ríkjum OECD íyrir utan Grikkland. Samhliða þessu birtast í blöð- um myndir af löngum röðum hjá mæðrastyrksnefnd, fólk að bíða effir mat, fötum og öðmm nauðsynjavörum. Samkvæmt nýjustu rannsóknum hefur fá- tækt aukist mikið, og er talið að um 10% til 12% íslendinga búi við sára fátækt. Tillögur Sjálfstæðis- flokksins í skattamál- um eru óhagstæðar launafólki Sjálfstæðisflokkurinn er tilbú- inn að láta tæpa 17 milljarða í breytingar á tekjuskattinum. Það má fara ýmsar leiðir til að lækka skatta og ein er sú að lækka álagningarhlutfallið og halda persónuafslættinum ó- breyttum eins og sjálfstæðis- menn leggja nú tdl. Önnur er sú að hækka skattleysismörkin verulega, eins og Samíylkingin leggur tdl, og sú þriðja að korna á nýju og lægra skattþrepi. Fyrir sömu fjárhæð og sjálf- stæðismenn leggja til í lækkun á tekjuskatti má hækka skattleys- ismörkin um 240 þús á ári eða um 20 þús krónur á mánuði. Sú aðferð þýðir að hjón í hópi framteljanda með 5,1 milljónir eða minna í árstekjur, sem eru 55% allra hjóna, lækka meira í sköttum en tillaga Sjálfstæðis- flokksins gerir ráð fyrir. Ef litið er til einhleypra þá lækka skatt- ar þeirra sem hafa tekjur undir 2,7 milljónum meira samkvæmt þessari leið en samkvæmt leið Sjáflstæðisflokksins, en hér er um að ræða um 80% ein- hleypra. Tekjuskattskerfið er öflugt jöfnunartæki og þegar gerðar eru á því breytingar er mikil- vægt að þær séu metnar með til- liti til þess hvernig þær koma út fyrir einstaka tekjuhópa. Flöt lækkun á skattaprósentu kemur í sjálfu sér öllum til góða sem eru á annað borð með tekjur yfir skattleysismörkum en það er sama hvað menn reyna þá kom- ast þeir ekki framhjá þeirri stað- reynd að hún skilar flestum krónuin til þeirra sem hæstar hafa tekjurnar. Hækkun skatt- leysismarka hefur aftur á móti í för með sér að allir skattgreið- endur fá sömu krónutölu í skattalækkun. Sú leið er sann- gjamari og réttlátari. Samfylk- ingin leggur til að þessi leið verði farin. Það er líka sanngjarnara, rétt- látara og skynsamlegra við nú- verandi aðstæður að verja tals- verðum fjármunum í nauðsyn- legar endurbætur á velferðar- og menntakerfinu í stað þess að verja þeim í skattalækkanir hjá þeim sem hæstar hafa tekjurnar. Það getur enginn með sæmilega réttlætiskennd látið sér það í léttu rúmi liggja að um 10% til 12% landsmanna lifi undir fá- tækramörkum og að þjóðin dragist aftur úr öðmm þjóðum vegna Iægra menntunarstigs. Þess vegna ákvað Samfýlkingin að verja 9 milljörðum í lækkun á tekjuskatti í stað 17 milljarða eins og Sjálfstæðisflokkurinn leggur tdl. I þessum tillögum enduspeglast sá hugmynda- fræðilegi munur sem er á þess- um tveimur flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur einnig til lækkun fasteigna- gjalda. En er það sanngjörn Ieið? Hvaða sanngirni er í því að milljarðamæringurinn og fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins mun þá fá tug milljóna af- slátt af fasteignasköttum. Er ekki í lagi að slíkur maður borgi eitthvað í skatta? Meðan aðrir sem þurfa að búa í sumarhúsi upp f sveit fái lítinn sem engan afslátt? Vill fólk að við drögumst ennþá meira aftur úr í mennta- málum? Þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að 40% fólks á aldrinum 25 til 34 ára hafa eingöngu grunnskóla- menntun. Er ekki kominn tími til að losa menntakerfið undan forræði íhaldsaflanna? Við þurfum að skapa betri kjör fyrir aldraða, fátæka, náms- menn, húsnæðislausa og alla þá sem þurfa á skjóli að halda. Þetta eru verkefni sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki við- urkennt að séu til staðar. Þess vegna hlýtur launafólk að hafna Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum, og kjósa Samfylkinguna sem er eina póli- tíska aflið sem hefur möguleika á að vera stærra en íhaldið. Sigurður H. Einarsson Akranesi T^e/t/ú/t/v-^f --7--------------------------------- A ég að taka mark á þessu fólki? I landi einu úti í buskanum býr fólk við stjórnarfyrirkomu- lag sem við myndum kalla frek- ar hamlandi. Stjórnarandstaða eða nokkuð sem gæti beint at- hyglinni frá hinni dýrðlegu stjórn landsins er bönnuð. Fangelsin eru svo yfirfull af pólitískum föngum að mjög reglulega þarf að murka úr þeim lífið svo hægt sé að handtaka fleiri. Aftökur og pyntingar eru ekki aðeins viðurkennd aðferð yfirvalda, sem telja dómstóla tímasóun, heldur eru fangarnir stundum keyrðir í opnum bílum um göturnar framhjá fjölda áhorfenda og aftakan fer þá fram fyrir opnum tjöldum, og hvaða staðir eru þá hentugri en íþróttaleikvangar? Innan ríkis- ins eru minnihlutahópar og þjóðarbrot sem hafa verið inn- limuð á síðustu áratugum og andspyrna þeirra verður aðeins til þess að fleira fólk hverfur og er oftar en ekki pyntað til dauða. Stjórnin er alræðisstjórn og hef- ur eftirlit með öllum, hvað fólk segir og hverja það hittir, jafnvel aðgangur að internetinu er tak- markaður. Það er hægt að vera handtekinn fyrir nánast hvað sem er, án ústkýringa. Það er einmitt í milljarðsríkinu sem þarf að hafa áhyggjur af einstak- lingnum, því hann getur smitað út frá sér. Fyrir um áratug voru framin fjöldamorð á einum hættulegasta óvini þjóðarinnar: stúdentum með friðsamleg mótmæli. Ovinir þjóðarinnar eru einnig fólk sem stundar hugleiðslu, flaggar gulum borð- um og síðast en ekki síst Dalai Lama, hver gæti gleymt þeim hryðjuverkamanni? Hlýtur að vera voðalegur staður, eða hvað? Islenskir ráðamenn hljóta að keppast um að kalla þá sem bera ábyrgð á slíku mannhunda, rétt eins og Saddam Ilussein? En það er allt einn stór misskilning- ur. Islenskir ráðamenn hafa þvert á móti lagt sig ffam um að kynnast þessum indælu og skemmtilega áræðnu mönnum og boðið þeim heim til sín að leika. Þar á meðal manninum sem beinlínis bar ábyrgð á þöldamorðunum á Tbrgi Hins Himneska Friðar, ekki amalegur félagi til að hafa með sér í Bláa lóninu. Þessir menn hafa svo aftur endurgoldið boðið og fjöldinn allur af ráðamönnum hefur farið að kynna sér hin ýmsu málefni, enda ekki nema von að margt sé að læra í svo þróuðu ríki, ekki síst átti heil- brigðisráðherra þangað mikið erindi. Við heimsókn aðal- mannsins til Islands lögðu okkar rnenn allt kapp á að forða hon- um frá morðóðum skrílnum með gulu borðana sem komir voru til að mótmæla, eða senda honurn banvæn hugskeyti, og kölluðu það að taka ábyrgð og að sýna kurteisi. Séu skýrslur Amnesty International frá síðasta ári skoðaðar kemur í ljós að skýrsl- ur Kína og Iraks eru mjög á- þekkar. Þar viðgangast sömu mannréttindabrot, og ástandið í Kína fer versnandi. Svör vest- rænna ráðamanna, m.a. ís- lenskra, við því hvers vegna ekki sé gert eitthvað róttækara í mál- efnum Kína en að fordæma þetta og hitt sem þeir láta sem vind um eyru þjóta, eru svohljóðandi: „Það er bara verra að einangra svona land, betra að halda uppi samvinnu og reyna að ná þannig árangri“ Persónu- lega er ég sammála því, þó svo það sé sárt að viðurkenna það, þá hafa viðskiptabönn hingað til ekki gert neitt nema gera á- standið verra fyrir íbúana og styrkt stöðu ríkjandi stjórnar. Mín spurning er hins vegar þessi, hvernig stendur á því að þetta var ekki reynt í írak? Spurningin er heimskuleg í ljósi þess sem allir vita. Það þýðir ekkert að þvaðra uni mannrétt- indi og lýðræði þegar það er svo augljóst að það sem ákveður ut- anríkisstefnu vestrænna landa eru í fyrsta lagi peningar, og í öðru lagi stefna Bandaríkja- manna sem allir virðast keppast um að finna rök fyrir að vera sammála. Mannréttindabrot í landi þurfa ekki endilega að þýða að vestræn lönd fordæmi þau eða hætti viðskiptum, það sýnir sig helst á vinsemd Banda- ríkjanna við Saudi-Arabiu þar sem mannréttindabrot eru ó- teljandi. Hvernig er hægt að taka mark á stefnu ríkis sem seg- ist vera í herferð fyrir mannúð- armálum en neitar sjálf að skrifa undir mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og Bandaríkjamenn hafa gert, því þeir gætu þurft að fæða og klæða þær milljónir manna sem svelta í þeirra eigin landi? Þeir neita Iíka að skuldbinda sig til að taka þátt í Alþjóða stríðsglæpa- dómstólnum vegna þess að það gæti orðið til þess að þeirra eig- in hershöfðingjar yrðu sóttir til saka. Mín tillaga er því sú að stjórnmálamenn hætti þessari þvælu, því það sjá allir í gegnum þá. Hvers vegna segir Bush ekki bara: „Okkur langar í þessa olíu í Irak en Kínverjar eru of mikil- vægir til að við getum styggt þá með óþægilegum spurningum“ og afhverju sagði Davíð ekki. „Bush hringdi í mig og hótaði að fara með herinn og við höf- um ekki efni á því.“ Þetta vita allir, það þarf ekki að tala niður til fólks eins og það sé fávitar. I staðin kemur annar stríðsherra okkar Islendinga í beinni á RU\r og segir að Saddam sé sá einræðisherra sem hvað mest hafi á samviskunni á síðari árum. Það væri nær að hann kannaði sjálfur hvað það fólk sem hingað til lands er boðið og sportað með fyrir opinbert fé hefur á samviskunni, eða áður en hann fer í kurteisisheimsókn til Ariel Sharon og smellir á hann kossi. Það er óhugnalegt til þess að hugsa að íslenskir stjórnmálamenn myndu ekki komast í gegnum einn einasta grunnáfanga í hvaða háskóla sem er með þeirri röksemdar- færslu sem þeir hafa beitt í Iraksmálinu, ekki nema boðið væri upp á námskeiðið Kjósend- ur plataðir 103. Sigrán Elíasdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.