Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 30
30 FOSTUDAGUR 2. MAI 2003 ^stsðunui.. Helg/t Halldórsilóttir Hverjum er treystandi Þessa síðustu daga yfxr kosningar keppast frambjóð- endur við að draga fram kosti sína og galla andstæðingana. Allir vilja vel en hjá sumum verður orðaflaumurinn meiri en efndirnar geta nokkru sinni orðið. Eg treysti dómgreind kjós- enda fyllilega til að greiða at- kvæði sitt þeim stjórnmála- flokki sem hæfastur er til að leiða áffam farsælt mannlíf á Islandi. Við sjálfstæðismenn höfum komið til dyranna eins og við erum klæddir. Málefni okkar era vel ígranduð og sett fram af varkárni. Við höfum svigrúm til að nýta góðann afla síðasta kjörtíma- bils til að koma til móts við fólkið í landinu með fyrir- huguðum skattalækkunum. Skattalækkunum sem skipta alla Islendinga máli. Áfram stöðugleiki og velferð. Fólki hefur orðið tíðrætt um stöðugleika og mikilvægi þess að halda honum. Þess vegna skiptir það öllu máli fyrir Islendinga að sjálfstæð- isflokkurinn verði áfram leið- andi afl í ríkisstjórn. Hvernig sjá menn fyrir sér landstjórn undir forystu samfylkingar- innar ? Hvað verður þá um Island utan höfuðborgar- svæðisins ? Hvað verður um landsbyggðina ? Það hafa skýrst línur varðandi stjórn- armyndun eftir kosningar. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að hér verði vinstri stjórn. Eg treysti því að kjós- endur í NV-kjördæmi sjái hvaða áherslur eru lagðar á stjórnun landsins hjá Sam- fylkingimni. Hafa menn leitt hugann að því hvað at- kvæði greitt öðrum en Sjálf- stæðisflokknum þýðir í raun ? Það hefur tekið 12 ár undir styrkir stjórn sjálfstæðis- manna að ná þeim árangri í landsmálunum sem við höf- um í dag. Menn tala um að vinstri stjórn þýði velferðar- stjórn. Brestur mig nú þekk- ingu eða búum við ekki í landi þar sem velferð er hvað mest í heiminum ? Miðað við þau lönd sem við beram okk- ur saman við er hér á landi hvað minnst spilling, hátt menntunarstig, gott heil- brigðiskerfi og ekki gleyma að samgöngur og fjarskipta- mál hafa tekið stórstígum framföram undir stjórn sjálf- stæðisflokksins. Viltu óstöðugleika? Atkvæði greitt vinstri flokkunum eða frjálslyndum er ávísun á óstöðugleika, sundrungu og sjóðasukk. Margir hugsa með skelfingu til stjórnartíma vinstri stjórn- ar sem komst á 1971 þegar mynduð var samsteypustjórn Framsóknarflokksins, Al- þýðubandalagsins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Islenskt efnahagslíf galt mjög fyrir þá stjórnar- hætti. Mönnum hefur orð- ið tíðrætt um að allir vilji borða kökuna nú þegar hún er bökuð og hægt er að njóta uppskera góðra ára og skyn- samrar efnahagsstefnu. Þá skiptir líka máli hvernig kök- unni er skipt og að sátt ríki um þá skiptingu. Norðvestur- kjördæmið Við göngum nú til kosn- inga í nýju NV kjördæmi. Þetta er gríðarlega landmikið kjördæmi og viðkvæmt á margan hátt hvað varðar at- vinnumál. Landbúnaður er í þessu kjördæmi hvað mestur hlutfallslega mv. önnur kjör- dæmi í landinu. Það skiptir þetta nýja kjördæmi gríðar- lega miklu máli hvernig mál þróast í landbúnaði. Það er skoðun mín að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi að fara með stjórn landbúnaðarráðuneyt- isins á næsta kjörtímabili. Landbúnaður er atvinnugrein sem ekkert fullvalda land get- ur verið án. Hvað þá eyja í Atlanshafinu. Það er sameiginlegt hags- munamál okkar íbúa í þessu kjördæmi að gangnagjald í Hvalfjarðargöngin verði lækkað og fellt niður sem fyrst. Nú þegar hefur sam- gönguráðherra hafið viðræð- ur við Spöl um að endurskoða þau mál. Þegar miklar sam- göngubætur eru fyrirhugaðar á landinu öllu í gangnagerð er það mikið hagsmunamál fyrir íbúa á þessu svæði að fella niður gangnagjaldið sem fyrst. Með bjartsýnina í farteskinu. Það er bjart yfir okkur Is- lendingum og engin ástæða til annars en að trúa því að svo verði áfram. Það er þó undir okkur sjálfum komið hvernig framtíð okkar og af- komenda okkar verður hátt- að. Setjum x við D á kjördag. Helga Halldórsdótth; oddviti sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. Skipar 9. sæti á lista Sjálf- stæðismanna í NV kjördæmi. Svana Hrönn sigraði Freyjuglímuna Dalastúlkan Svana Hrönn Jóhannsdóttir náði þeim frá- bæra árangri um síðustu helgi að sigra í Freyjuglímunni. Svana glímdi mjög vel og sigr- aði í öllum sínum viðureignum fyrir utan eina gegn Ingu Gerði Pétursdóttur sem hún tapaði. Það tap kom þó ekki að sök því Sólveig Rós Jóhanns- dóttir, kom systur sinni til hjálpar með því að sigra Ingu Gerðu í þeirra glímu. Sólveig endaði í fimmta sæti með 1,5 vinning. Sigur Svönu er kærkominn enda hafði annað sætið verið hennar hlutskipti á síðustu tveimur Freyjuglímum. Svana Hrönn ber því nafnbótina Glímudrottning íslands fram að næstu Freyjuglímu í það minnsta. HJH Tónlistarskólinn á Akranesi með sýningu Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness er í óðaönn að undir- búa sýningu sem haldin verður í Bíóhöllinni þann 14.maí næst- komandi. Þjóðlagasveitina skipa 16 fiðlunemendur skólans en stjórnandi sveitarinnar er Ragnar Skúlason. A efnisdag- skránni eru írsk og skosk þjóð- lög en sýningin er byggð á ljóð- inu Síðasta blómið eftir James Thurber. Að sögn Ragnars tvinnast ljóðið og tónlistin saman í eitt í sýningunni sem sýnir fram á tengslin á milli ljóðaformsins og tónlistarinnar. Aðeins ein sýning er fyrirhuguð en ef áhugi er fyrir fleiri sýn- ingum er ekki útilokað að þeim verði fjölgað. A myndinni má sjá hluta hópsins við æfingar á- samt stjórnanda sínum. HJH r LIÓSHYNDASAFH AKRANESS AK8ANES MUSEUK 0F PH0T06RAPHY N Náttúrulífsmyndir Inga Steinars Gunnlaugssonar í anddyrí Bókasafns Akraness og á vef Ljósmyndasafns Akraness www.akranes.is/tjosmyndasafn Sýningin stendur til 30. maí. Opið á afgreiðslu- tíma bókasafnsins alla virka dagafrá kl. 13:00 til 20:00 nema á föstu- I dögum en þá er 1 opiðtil kl. 18:00. V?__________________

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.