Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 17. tbl. 6. árg. 2. maí2003 Kr. 250 í lausasölu Vignir G. Jónsson hf. fyrirtæki ársins Eiríkur Vignisson tekur við viðurkenningu tilfyrirtækis ársins á Akranesi úr hendi Gísla Gíslasonar bæjarstjóra. kosningar Skessuhorn er að þessu sinni helgað komandi Al- þingiskosningum að stórum hluta. Af því tilefni er blað- inu dreift endurgjaldslaust til allra íbúa á Vesturlandi. I blaðinu er m.a. að finna ít- arleg viðtöl við frambjóð- endur af öllum listunum sex sem bjóða fram í Norðvest- urkjördæmi að þessu sinni. Einnig hápólitískar greinar ofl. Umhverfis- vænn skóli Lýsuhólsskóli á Snæfells- nesi var fimmti skólinn til að fá svokallaðan grænfána afhentan en skólinn hlaut þessa viðurkenningu á degi umhverfisins síðastliðinn föstudag. Þann dag var slegið upp glæsilegri sýn- ingu þar sem gat að líta sitt- hvað sem tengdist umhverf- isfræðslu vetrarins. Sjá bls 2 Hrognavinnslufyrirtækið Vignir G. Jónsson hf. var síðast- liðinn föstudag útnefnt fýrir- tæki ársins á Akranesi 2003 en það var atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar sem stóð fýrir valinu. Samkvæmt niður- stöðum dómnefndar þótti fýrir- tækið uppíýlla öll skilyrði sem sóst var eftir við val á fýrirtæki ársins hvort sem litið var til af- komu, mikilvægis fýrir bæjarfé- lagið, starfsmannamála eða annarra þátta. Vignir G Jónsson hf. er fjöl- skyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1970 og eru helstu ffam- leiðsluvörur þess ýmsar afurðir unnar úr hrognum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða einni full- komnustu fullvinsluverksmiðju hrogna í heiminum í dag. Ríf- lega 20 manns starfa hjá fýrir- tækinu. „Við erum mjög stolt af þess- ari viðurkenningu og áttum síst von á slíku enda eru mörg fýrir- tæki hér á Skaganum að gera á- gæta hluti,“ sagði Eiríkur Vign- isson framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar hf. í samtali við Skessuhorn. Hann sagði fýrir- tækið hafa stækkað mikið á síð- ustu átta árum en að nú sé það komð í mjög heppilega stærð og ekki ætlunin að fara í frekari út- þenslu. Einnig var valið sprotafýrir- tæki ársins og var það húsein- ingaiýrirtækið Geca hf. sem hlaut viðurkenninguna. Geca hf. var fjögurra ára fýrirtæki sem stofnað er í kjölfar mikils þróunarstarfs um nýja gerð húseininga. Unnið er með í- blöndun þriggja efna sem ekki hafa verið notuð saman áður og er því um nýjung á heimsmark- aði að ræða. Samblöndun sem- ents, trjákurls og koltvísýrings eftir ákveðnum leiðum og ein- ingaframleiðsla er undirstaða starfseminnar. GE Hestamenn úr hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi fdgnuöu sumri síöastliöinn laugardag meö hópreið frá félagssvæðinu á Æðarodda að Dvalarheimilinu H'ófða þar sem þeirferðu heimilinu sumargj'óf Að því loknu var fákunum bleypt á Langasandi. Mynd: KK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.