Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 20
20
FOSTUDAGUR 2. MAI 2003
úotisaunu^
SKESSUHORN - KOSNINGAR 200? ■ SKESSUHORN - KOSNINGAR 200? ■ SKESSUHORN - KOSNINGAR 200? ■ SKESSUHORN - KOSNINGAR 200?
Rætt við frambjóðendur:
Menntunin er eitt mikilvægasta afl landsbyggðarinnar
segir Herdís A Sæmundardóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins
Herdís Á Sæmundardóttir
skipar þriðja sætið á lista Fram-
sóknarflokksins í Norðvestur-
kjördæmi. Hún er 48 ára gömul,
menntuð lyfjatæknir og með BA
próf í norsku og dönsku ífá Há-
skóla Islands. Einnig er hún með
próf í uppeldis- og kennslufræði
ffá sama skóla. Herdís starfaði um
tíma sem lyfjatæknir í Osló og
síðar sem skólaritari og kennari.
Síðustu ár hefur hún verið
dönskukennari við Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauð-
árkróki. Herdís er gift Guðmundi
Ragnarssyni, rekstrarstjóra Vega-
gerðarinnar á Sauðárkróki og eiga
þau saman tvö börn.
Herdís hóf bein afskipti af
stjórnmálum árið 1990 en þá var
hún kjörin í bæjarstjórn Sauðár-
króks. Hún var varabæjarfulltrúi
1994 - 1998 og leiddi lista Fram-
sóknarflokks í sameinuðu sveitar-
félagi Skagafjarðar við sveitar-
stjómarkosningamar 1998.
Félagshyggju-
manneskja
Aðspurð um helstu áherslumál
sín í pólitík segir Herdís: „Eg lýsi
sjálfri mér sem félagshyggju-
manneskju og legg áherslu á hin
félagslegu gildi Framsóknar-
flokksins, frelsi, lýðræði, samhjálp
og samvinnu. Ég er jafhffamt ein-
læg landsbyggðarmanneskja og
vil leggja mitt að mörkum til að
draga ffam alla þá mörgu kosti
sem felast í því að búa á lands-
byggðinni. Það er mín skoðun að
tækifærin til atvinnusköpunar séu
fjölmörg í hinum dreifðu byggð-
um og nauðsynlegt að virkja bet-
ur þann mikla mannauð sem við
búum yfir. Með reynslu mína af
sveitarstjórnarmálum er það mín
skoðun að það þurfi að styrkja
sveitarstjórnarstigið til muna og
gera sveitarfélögunum kleift að
taka til sín verkefhi í auknum
mæli. Að sjálfsögðu þurfa sveitar-
félögin einnig að fá til sín stærri
skerf af tekjum hins opinbera til
að standa undir þeim verkefhum
sem þau eiga að standa undir. Það
er að mínu mati fyrst og fremst
hlutverk heimamanna á hverjum
stað að móta sína ffamtíð og hafa
áhrif á þróun atvinnulífs og þjón-
ustu í heimabyggð. En til þess að
efla einstök svæði þarf stjórnsýsla
sveitarfélaganna að vera sterkari,
sveitarstjórnarmenn hafa betri
aðstöðu til að vinna málefnum
ffamgang og verkaskipting milli
ríkis og sveitarfélaga að vera skýr-
ari.“
Herdís segir ennfremur að
reynsla sín af kennslu hafi sýnt
henni ffam á hversu mikilvægt
það sé að færa menntunina til
fólksins og auka aðgengi
fólks að menntun á öll-
um skólastigum. „Ég tel
raunar að menntunin sé
eitt mikilvægasta aflið til
að treysta búsetu á lands-
byggðinni. I samfélagi
nútímans verða úrlausn-
arefhin æ flóknari og á
öllum sviðum atvinnu-
lífsins eykst sérhæfingin
og sérhæfing kallar á
aukna menntun. Mennt-
unin fieytir okkur áfram,
eykur víðsýni og kveikir
nýjar hugmyndir sem
fæða af sér ný störf og
meiri kraff í samfélögin.
Aðalvandamál lands-
byggðarinnar er fyrst og
ffemst einhæfhi atvinnu-
lífsins og okkur er nauð-
syn að breikka atvinnu-
grunn okkar,“ segir Her-
dís.
Áfram á sömu braut
Herdís segir stefhu Framsókn-
arflokksins fyrir komandi kosn-
ingar vera að halda áfram á sömu
braut og flokkurinn hafi verið á á
síðustu kjörtímabilum. „Við
leggjum áherslu á að styrkja at-
vinnulífið, viðhalda stöðugleikan-
um og nota ábatann af auknum
hagvexti til að styrkja okkar góða
velferðarkerfi enn ffekar. Við vilj-
um m.a. spila saman lækkun
skatta og hækkun persónuafslátt-
ar til að koma sérstaklega til móts
við þá tekjulægri í samfélaginu.
Þá viljum við styrkja stoðir fjöl-
skyldunnar enn ff ekar, sérstaklega
ungar bamafjölskyldur sem era
að gera allt í senn; ala upp börn,
koma sér þaki yfir höfuðið, borga
af námslánum og koma sér fyrir í
atvinnulífinu. Auk skattalækkunar
viljum við að öll börn frá 16 ára
aldri fái ótekjutengdar barnabæt-
ur að upphæð kr. 36,500,- og en
tvöföld sú upphæð, eða kr. 73,000
fyrir böm undir 7 ára aldri. Þá
viljum við einnig hækka ffítekju-
mark barnabóta. Við leggjum líka
áherslu á að bæta afkomu bænda
með búvörasamningum. Hinn ís-
lenski bóndi gegnir fjölþættu
menningarlegu hlutverki í samfé-
laginu og nauðsynlegt er að feta
einnig nýjar leiðir til að gera
bændum kleift að lifa af jörðum
sínum. Við teljum mjög varasamt
fyrir byggðir landsins að fara inn
á braut fyrninga á veiðiheimildum
og bendum á að þótt kvótakerfið
sé ekki fullkomið og af því þurfi
að sníða ágalla, þá hefur enginn
komið með lausnir sem tryggja
betur stöðugleika í greininni,
bæði í veiðum og vinnslu."
Menntun
Hvað varðar málefhi Vestur-
lands sérstaklega nefhir Herdís
skólamálin og stuðning við þá
uppbyggingu sem nú þegar hefur
átt sér stað í menntastofnunum í
landshlutanum. „Eg bind miklar
vonir við starfsemi háskólanna
tveggja á Vesturlandi, Viðskipta-
háskólann á Bifröst og Landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri og tel
þá eiga mikla möguleika á að efl-
ast enn ffekar og laða til sín fleira
fólk. Þá er einnig gleðileg sú á-
kvörðun að hefja rekstur ffam-
haldsskóla á Snæfellsnesi og ég
trúi því að það sé til
marks um að menn vilji
leggja meiri áherslu og
meira fjármagn til
menntunar á lands-
byggðinni. Sú iðnaðar-
uppbygging sem átt hef-
ur sér stað f Hvalfirði,
sem framsóknarmenn
börðust einarðlega fyrir
að yrði að veraleika, er á-
kaflega gleðileg og veitir
fjölda manns atvinnu.
Þjóðgarður á Snæfells-
nesi gefur einnig mikla
möguleika til atvinnu-
sköpunar og skemmti-
legra mannlífs. Þá er að
mínu mati gríðarlega
mikilvægt að ráðast í
vegaframkvæmdir á Vest-
urlandi hið allra fyrsta
m.a. með það að mark-
miði að útrýma slysa-
hættu. Það er líka ljóst í
mínum huga að ýmsir þéttbýlis-
staðir era vel í stakk búnir til að
taka við opinberam stofnunum
og dæmin sanna að það er alveg
eins hægt að starffækja þær á
Iandsbyggðinni eins og á höfuð-
borgarsvæðinu.“
Magnús sem ráðherra
Um hugsanlegt ríkisstjórnar-
mynstur segir Herdís að þar eigi
málefnin að ráða ferðinni. „Við
getum unnið með þeim sem vilja
vinna með okkur að þeim góðu
málefnum sem við setjum ffam í
okkar stefhuskrá. En möguleikar
okkar til setu í ríkisstjórn ráðast
auðvitað af útkomu okkar í kosn-
ingunum þann 10. maí.“ Aðspurð
um hugsanlegan ráðherra úr kjör-
dæminu kveðst Herdís vona og
trúa því að styrkur Framsóknar-
flokksins verði þannig að kosn-
ingum loknum að efsti maður
listans, Magnús Stefánsson, komi
til greina í ráðherraembætti.
,AIagnús er ákaflega traustur og
vinnusamur maður og það yrði
þessu kjördæmi til mikilla heilla
ef hann yrði ráðherra."
Meðbyr
Ilerdís segir yfirstandandi
kosningabaráttu hafa einkennst
fyrst og fremst af umræðu um
einstakar persónur framanaf.
„Sem betur fer hefur þessi per-
sónuupphafning látið að nokkra í
minni pokann fyrir málefnunum.
Það er líka reynsla mín að menn
kunna að meta þau störf sem
þingmenn okkar og ráðherrar
hafa verið að vinna að s.l. 8 ár. Eg
finn líka fyrir því að fólk tekur
undir þá grundvallarsýn að traust
atvinnulíf sé undirstaða velferðar
til handa öllum og vill leggja okk-
ur lið í þessari kosningabaráttu.
Ég finn sem sagt fyrir góðum
meðbyr núna á lokasprettinum.
Við setjum markið á að ná 3 þing-
mönnum í okkar kjördæmi og ég
vona að kjósendur veiti mér
brautargengi og heiti því að
leggja mig alla ffam um að vinna
kjördæminu gagn,“ segir Herdís
Sæmundardóttir að lokum.
Talað af reynslu:
Mikið álag á ffambjóðendur
segir Ingibjörg Pálmadóttir.; jyrrverandi þinginaður Framsóknarflokksins
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr-
verandi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra sat á alþingi
fyrir Framsóknarflokkinn í
Vesturlandskjördæmi frá árinu
1991 til 2001 en horfir núna á
kosningabaráttuna af áhorf-
endabekknum að þessu sinni.
Hún segir gjörbreytt landslag
vera það sem öðra fremur ein-
kenni kosningabaráttuna að
þessu sinni. „Það er mikið
meira landsvæði sem frambjóð-
endur þurfa að sinna. Það verð-
ur til þess að frambjóðendur verða ekki eins
sýnilegir og geta ekki sinnt hverju svæði eins vel
og áður var. Alagið á frambjóðendur er mikið,
sýnist mér, og ég öfunda þá ekki,“ segir Ingi-
björg.
Ingibjörg segir það einnig áberandi hversu
mjög kosningabaráttan hefur færst yfir í fjöl-
miðlana. „Það hefur gerst hin síðari ár og fýrir
vikið er fólk ekki eins upptekið
af því að hittast heldur er límt
við sjónvarpið. Eg er ein af
þeim sem hósta helst ekki á
meðan kosningaþættirnir
standa yfir og ég get ekki sagt
annað en að ég er ánægð með
frammistöðu minna manna þar.
Frammistaða þeirra í sjónvarp-
inu er að skila okkur upp á við í
kosningabaráttunni. Það á ekki
síst við um formanninn, Hall-
dór Asgrímsson en það fer ekki
á rnilli inála að þar fer reyndasti
þingmaðurinn og það fer enginn í sporin hans.“
Ingibjörg segist ekki í vandræðum með að spá
fýrir um úrslitin á landsvísu en kveðst ekki alveg
vera búin að sjá fýrir niðurstöðurnar í Norð-
vesturkjördæmi. „Framsóknarflokkurinn fær
17,7% fýlgi á landsvísu og annaðhvort 24% eða
27% í okkar kjördæmi og það er ljóst að Herdís
bankar allavega fast á dyrnar.“
SKESSUHORN - KOSNINGAR 200? - SKESSUHORN - KOSNINGAR 200? - SKESSUHORN-KOSNINGAR 200? - SKESSUHORN - KOSNINGAR 200?