Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. MAI 2003 SSESSUHöBE SKESSUHORN - KOSNINGAR 2001 - SKESSUHORN - KOSNINGAR im - SKESSUHORN - KOSNINGAR 2001 - SKESSUHORN-KOSNINGAR 2001 Rætt við frambjóðendur: Hroki stjómarflokkanna liefiir einkennt kosningabaráttuna segir Steinunn Kristín Pétursdóttir frambjóðandi Frjálslynda flokksins lítið sem ekkert. Með því að færa fólkinu aftur réttinn til að sækja sjóinn og hafa af því lífs- viðurværi sitt teljum við að reisa megi við byggð og búsetu í sjáv- arplássunum. Hjól atvinnulífs- ins munu fara að snúast aftur þar sem einnig munu skapast störf í öllum þeim þjónustu- greinum sem tengdar eru sjáv- arútvegi. Því segjum við að bar- áttan fyrir byggðirnar sé okkar helsta baráttumál; barátta fyrir byggðunum í heild.“ Bætt umferðaröryggi Þegar vikið er að Vesturlandi sérstaklega segir Steinunn að umferðaröryggi sé þar ofarlega á blaði. „Við viljum sérstaklega horfa til þess að bæta umferðar- öryggi á þjóðvegum landsins, t.a.m. með því að einbreiðar brýr verði aflagðar og öðrum slysagildrum verði markvisst fækkað. Við leggjum áherslu á að tryggja þurfi óhindraðan að- gang allra að menntun, án tillits til efnahags og búsetu. Við fögnum því að framhaldsskóli verði reistur á Snæfellsnesi og teljum að með því sé stórt fram- faraskref stigið í þá átt að tryggja menntun í heimabyggð. Við viljum einnig skoða þann möguleika að koma á styttri starfs- og iðnmenntabrautum í framhaldsskólum. Brottfall ungra manna úr námi er veru- legt áhyggjuefni, en hugsanlega væri hægt að koma til móts við þá á þennan hátt.“ Þá nefnir Steinunn einnig slæmt atvinnu- ástand á Vesturlandi sem sé verulegt áhyggjuefni. „Vð telj- um að með því að afnema kvótabraskið og færa veiðirétt- inn aftur til byggðanna muni at- vinnuástandið batna til muna, og eignir standa undir veði að nýju.“ Stjómin ffá Aðspurð um ákjósanlegt rík- isstjórnarmynstur segir Steinn- unn að markmið Frjálslynda flokksins séu skýr hvað það varði. „Vð viljum koma núver- andi ríkisstjórn frá völdum. Vð sjáum okkur ekki fært að starfa í stjórn með flokkum sem vilja rígbinda kvótakerfið og festa það enn betur í sessi. Okkur þykir ekki heldur gæfulegt að ganga til samstarfs með fólki sem hefur gert sérstaka ályktun um það að sjúklingar skuli sjálf- ir standa straum af kostnaði við sjúkrahúsdvöl sína. Takist stjórnarandstöðu að fella þessa ríkisstjórn teljum við rétt að hún taki höndum saman við að mynda velferðarstjórn.“ Þegar Steinunn er spurð um hvort hún sjái fyrir sér ráðherra úr kjördæminu í slíkri stjórn segist hún vilja sjá formann flokksins, Guðjón A Kristjáns- son í stól sjávarútvegsráðherra á komandi kjörtímabili. Hroki Steinunn Kristín segir hroka og yfirgangssemi stjórnarflokk- anna gagnvart kjósendum og stjórnarandstöðuflokkum öðru fremur hafa einkennt yfirstand- andi kosningabaráttu. „Það sýndi sig meðal annars ágætlega í prófkjöri sjálfstæðismanna í þessu kjördæmi í vetur. Þá hafa stjórnarflokkarnir haldið á lofti hræðsluáróðri um sjávarútvegs- stefnu okkar og hugsanlegt stjórnarsamstarf vinstri flokk- anna. Þessi vinnubrögð hafa því miður sett svip sinn á kosninga- baráttuna og dregið athygli kjósenda frá því sem máli skipt- ir,“ segir Steinunn Kristín Pét- ursdóttir að lokum. Steinunn Kristín Pétursdóttir á Akranesi skipar þriðja sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Steinunn er 29 ára gömul fædd á Akranesi og ný flutt þangað aftur. Hún er gift Haraldi E Sigurðssyni. Steinunn á tvö börn af fyrra hjónabandi en Haraldur þrjú. Steinunn Kristín er stúdent af máladeild Menntaskólans að Laugarvatni. Hún hefur starfað hjá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum í Kópavogi en frá því í vetur hefur hún sinnt starfi fiilltrúa á skrifstofu Svæðisvinnumiðlunar Vestur- lands. Pólitískur ferill Stein- unnar hófst í kjölfar stofnunar Frjálslynda flokksins vorið 1999. Hún átti sæti á lista flokksins í Reykjavík við Al- þingiskosningarnar sama ár og hefur síðan, að eigin sögn, tekið æ virkari þátt í starfi flokksins. Samfélagslcg ábyrgð Um helstu áherslumál sín í stjórnmálum segir Steinunn Kristín: „Eg tel brýnt að staðið sé við bakið á barnafjölskyldum og þeim sem treysta þurfa á bótakerfi almannatrygginga með því að allar lagfæringar í skattakerfinu gagnist lág- og meðaltekju fólki best. Við tök- um heilshugar undir tillögur þær sem ASI lagði frarn á dög- unum til úrbóta í samfélaginu. Efla þarf samfélagsábyrgðina og tryggja öllum þegnurn landsins sama rétt til heilbrigðisþjón- ustu, óháð búsetu og efnahag. Einnig vil ég nefna að ég legg mikla áherslu á öflugt forvarn- ar- og hjálparstarf í baráttunni gegn fíkniefnum með markvissu samstarfi við t.d. heimili, skóla, kirkju, lögreglu og félagasam- tök. I þeirri baráttu má ekki gleymast að aðstandendur þurfa einnig stuðning, fræðslu og gott aðgengi að úrræðum í heil- brigðis- og félagslega kerfinu.“ Kvótann burt Steinunn segir helsta baráttu- mál Frjálslynda flokksins vera afnám kvótakerfisins í sjávarút- vegi. „Það er lífsspursmál fyrir sjávarbyggðirnar landið um kring. Þessum byggðum er nú að blæða út þar sem atvinnu- réttur fólksins er að miklu leyti farinn úr byggðinni og atvinnu- öryggi þeirra sem eftir sitja er Talað af reynslu: Bjartsýnin og baráttugleðin með ólíkindum segir Pétnr Bjamason frambjóðandi Frjdlslynda flokksins Pétur Bjarnason frá Bíldudal skipar fjórða sætið á lista Frjáls- lynda flokksins í Norðvestur- kjördæmi. Hann hefur verið lengi í pólitík og var m.a. vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi á ár- unum 1987 - 1995. Hann fór síðan í sérframboð fyrir alþing- iskosningarnar árið 1995 en náði ekki kjöri. Pétur segist hafa lofað sjálfum sér að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir kosningarnar 1995. Hann kveðst hinsvegar hafa þurft að koma manni inn á þing og því gengið til liðs við Guðjón Arnar Kristinsson og Frjálslynda flokkinn. „Það sem helst skilur kosningabaráttuna nú frá því sem við þekjum áður er að umhverfið er allt annað með stækkun kjördæmanna," segir Pétur. „Það eru fleiri sjónarmið sem þarf að taka tillit til og kynna sér. Ef við berum saman kosn- ingabaráttu Frjálslynda flokksins nú og síðast þá er breytingin einnig mikil. Fyrir kosningarnar 1999 vorum við að stíga okkar fyrstu skref en núna erum við að byggja á þeirri reynslu sem við höfum þaðan. Það sem hef- ur aftur á móti lítið breyst hjá okkur er að við erum févana afl í þessum fjársterka kosninga- heimi en peningarnir setja svip sinn á kosningarnar nú sem aldrei fyrr. Það sem stendur hinsvegar upp úr í mínum huga er ótrúleg og óvenjuleg sam- staða þeirra sem standa að Frjálslynda flokkunum. Bjart- sýnin og baráttugleðin er með ólíkindum og því er ég afskaplega sáttur við hvernig þetta hefur þróast." Þegar Pétur var beðinn um að spá um árang- ur síns flokks sagði hann markmiðið hafa verið að tvöfalda fylgið og að margt benti til að það væri raunhæft markmið. „Gangi það eftir erum við á þriðja manninum í þessu kjördæmi. Annað er það óvíst að þú færð mig ekki til að reyna að spá nánar í það,“ segir Pétur. SKESSUHOIIN - KOSMGAR 2003 - SmSUHOM - KOSMGM 2001 - SmSUHOM - KOSMGAR 2003 - SmSUHOM - KOSMGAS 2003

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.