Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 18
18 FOSTUDAGUR 2. MAI 2003 SKESSUHORN - KOSNINGAR 2001 ■ SKESSUHOM - KOSNINGAR 2001 ■ SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 2001 - SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 200] Rætt við frambjóðendur: Hlutverk okkar sjálfstæðismanna er að standa vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar segir Sturla Böðvarsson, sem skipar efsta sætið á lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi hann ætli að rétta hlut höf- uðborgar- svæðisins og þá væntanlega á kostnað landsbyggðar- innar. Það er líka einkenni- leg sú krafa Ingibjargar Sólrúnar að ná tökum á sam- gönguráðu- neytinu með h a g s m u n i Reykjavíkur sérstaklega í huga. Það er væntanlega til þess hugsað að tryggja að þessir 144 kílómetrar þjóðvegarins sem eru innan Reykjavíkur verði örugg- Sturla Böðvarsson, Stykkis- hólmi, skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi fyrir komandi Alþing- iskosningar. Sturla er 57 ára, kvæntur Hallgerði Gunnars- dóttur, lögffæðingi og eiga þau fimm börn og þrjú barnabörn. Hann er byggingatæknifræðing- ur að mennt og starfaði við sitt fag hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Borgarnesi og Reykjavík að loknu námi. A ár- unum 1974 - 1991 starfaði hann sem sveitarstjóri og síðar bæjar- stjóri í Stykkishólmi. Sturla var varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlandskjördæmi á árunum 1983 - 1991 en hefur setið á Alþingi óslitið, frá því 1991 og gegnt embætti sam- gönguráðherra á yfirstandandi kjörtímabili. Hann hefur einnig haft mikil afskipti af sveitar- stjórnarmálum og var m.a. bæj- arfulltrúi í Stykkishólmi á árun- um 1990 - 1994, formaður Hafnasambands sveitarfélaga og formaður SSV um tíma. Byggðamál Aðspurður urn persónulegar áherslur í stjórnmálum segir Sturla: „Það eru fyrst og fremst öll mál sem tengjast kjördæm- inu. Þingmenn landsbyggðar- kjördæmanna verða að hafa á- huga á öllum málum sem tengj- ast þeirra kjördæmum. Eg er mikill áhugamaður um húsfrið- unarmál og safnamál og var m.a. formaður þjóðminjaráðs í nokk- uð langan tíma. Mín sérsvið í þinginu á meðan ég gengndi einvörðvmgu þingmennsku voru ríkisfjármál, samgöngumál, sveitarstjómarmál og menning- armál í sinni víðustu mynd. Sveitarstjórnarmálin eru svið sem ég hef alla tíð haft mikinn á- huga á og allt er varðar byggða- málin og hagsmuni landsbyggð- arinnar,“ segir Sturla. Stöðugleiki Um mikilvægustu áherslumál Sjálfstæðisflokksins fyrir nýtt kjörtímabil segir Sturla að á- ffamhaldandi stöðugleild í efna- hagsmálum sé efstur á blaði. „Það skiptir miklu að varðveita þann stöðugleika sem komist hefur á í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins. Við þurfum að koma í veg fyrir verðbólgu og einbeita okkur að lækkun vaxta og lækk- un skatta en það er mikið á- herslumál hjá Sjálfstæðismönn- um nú þegar við teljum að svig- rúm hafi loks skapast. Tillögur okkar í skattamálum eru vand- lega undirbúnar og tengjast þeim skattalækkunum sem við höfuin staðið fyrir á þessu kjör- tímabili. Sjávarútvegsmálin hafa að sjálfsögðu einnig rnjög mikla þýðingu, ásamt byggðamálu, uppbyggingu ferðaþjónustu og orkufrekum iðnaði.“ Treysta stöðu bænda Þegar vikið er að áherslumál- um sem varða hagsmuni Vest- lendinga sérstaklega, nefnir Sturla sjávarútvegsmál og land- búnaðarmál. „Það er eitt af höf- uðmálunum að bæta stöðu bændastéttarinnar með endur- skipulagningu sem gæti leitt til tekjuaukningar sauðíjárbænda. Þetta er eitt af stóru málunum. Eg tel að við verðum að verjast öllum hugmyndum um inn- göngu Islands í Evrópusam- bandið en það yrði afskaplega erfið raun fyrir bændur landsins og sjávarútveginn að sæta reglu- verki Evrópusambandsins og fá flota Spánverja inn í fiskveiði- lögsögu okkar. Þetta er eitt af þessum stórpólitísku málum og mikilvægt að við förum þá leið sem sjálfstæðismenn hafa valið að vinna, útfrá samningum á for- sendum evrópska efnahagssvæð- isins. Eg er þeirrar skoðumar að Islendingar eigi að nýta sér þá sérstöðu sem felst í þeim samn- ingi. Við leggjum mikla áherslu á að Islands haldi sjálfstæði sínu og við verðum ekki rígbundnir í þá fjötra sem óhjákvæmilega fylgja inngöngu í Evrópusam- bandið .“ Sturla nefnir einnig mennta- málin og uppbyggingu ffam- haldsskóla og háskólamenntunar í kjördæminu. „Að sjálfsögðu em þau mál sem snúa að mínu ráðu- neyti ofarlega á baugi. Sam- göngumál í sinni víðustu mynd, hvort sem era vegamál, hafna- mál, flugmál, ferðamál eða fjar- skipti. Uppbygging ferðaþjón- ustu og fjarskipta er framtíðar- mál sem ég hef lagt mikla á- herslu á í mínu starfi.“ Tveggja flokka stjóm Aðspurður um hvernig ríkis- stjórn hann vildi sjá eftir næstu kosningar segir Sturla það vera tveggja flokka ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. „Við göngum óbundnir til kosninga og útilokum ekki samstarf við neinn. Því er hinsvegar ekki að leyna að okkur hefur gengið prýðilega að vinna með fram- sóknarmönnum." Sturla kveðst vel getað hugsað sér að vinna áfram á vettvangi samgöngumála en tekur ffam að í þeim efnum verði að taka því sem að höndum ber.“ Tilræði við landsbyggðina Sturla segir kosningabarátt- una sem nú er á lokasprettinum hafa einkennst af mjög sterkri málefhalegri stöðu Sjálfstæðis- fiokksins. „Styrkur okkar hefur meðal annars komið fram í því vali Samfylkingarinnar að forðast að ræða um málefni heldur víkja að öðrant hlutum ffamar, svo sem persónulegum árásum sem hafa komið ffam í ræðum tals- manns Samfylkingarinnar. Það hlýtur að vekja athygli og eins hitt að talsmaður Samfylkingar- innar skuli leggja á djúpið í póli- tískan róður sinn á þeim forsend- um að það þurfi sérstakar að- gerðir til að tryggja hagsmuni höfuðborgarinnar. Talsmaðurinn fer ffam undir því yfirskini að lega byggðir upp á undan þeim 13.000 kílómetrum sem eru utan borgarmarkanna. Þetta sýnir þær áherslur sem flokkurinn leggur upp með og ekki síður sú krafa að gera landið að einu kjördæmi en það yrði mikið til- ræði við landsbyggðina. Það hef- ur einnig sett svip sinn á þessa kosningabaráttu að Samfylking- in og Frjálslyndir hafa keppst við að bera á borð hugmyndir um fyrningar aflaheimilda í sjávarút- vegi sem munu ógna ffamtíð sjávarútveggsbygðanna um allt land. Það kemur í hlut okkar Sjálf- stæðismanna að standa vaktina og gæta hagsmuna landsbyggð- arinnar og tryggja sátt milli dreifbýlis og þéttbýlis ,“ segir Sturia Böðvarsson að lokum. Talað af reynslu: Spennandi lokasprettur segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sjálfstæöiskona á Tálknafiröi Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði skipar tólfta sætið á lista Sjálfstæðismanna í Norðvest- urkjördæmi að þessu sinni. Hún var fyrst í framboði til Alþingis- kosninga fyrir íjórum árum og var þá í fimmta sæti listans í Vest- fjarðakjördæmi. Eyrún segir að sér finnist baráttan nokkuð öðru- vísi það sem af er heldur en fyrir íjórum árurn. „Umræðan er ekki á eins miklum málefnagrundvelli, nú og hún var síðast. Samfylking- in hefur dregið þetta niður á lægra plan og það hefur spillt fyrir að mínu mati.“ Eyrún segir sjávarútvegsumræðuna vera mest á- berandi í Norðvesturkjördæmi í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. „Sjávarútvegsmálin skipta gríðarlegu máli í þessu kjördæmi og í mínum huga er það eng- in spurning að þar er Sjálfstæðis- flokkurinn eini flokkurinn sem setur frain ábyrga stefnu. Kosn- ingabaráttan hefur líka einkennst af því að kjördæmin eru orðin stærri og að sumu leyti ólíkir hagsmunir sem blandast saman og þarf að taka tillit til.“ Eyrún segist bjartsýn á að loka- sprettur kosningabaráttunnar verði spennandi. „Ég held að þessir síðustu dagar eigi eftir að reynast okkur góðir. Við höfum ekki látið draga okkur niður á lægra plan þrátt fyrir tilraunir Samfylkingarinnar til þess og ég hef trú á að fólk setji málefnin á oddinn þegar á hólminn er komið og þá munum við uppskera eins og til er sáð. Mark- miðið er að ná 35% fylgi í þessu kjördæmi og íjór- um mönnum inn.“ SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 200] ■ SKESSUHOM ■ KOSNINGAR 200] ■ SKESSUHOM - KOSNINGAR 200] - SKESSUHOM - KOSNINGAR 200]

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.