Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.01.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 2004 Bæði spennandi og ögmndi Nýstofnaður Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga hefur verið nokkuð í umræð- unni að undanfornu. Búið er að ráða skólastjóra, ákveða að byggja og allt til reiðu íyrir næsta skólaár. Nýráð- inn skólameistari Guðbjörg Aðal- bergsdóttur frá Keflavík er gestur skráargatsins að þessu sinni. Nafn: Guðbjörg Aðalbergsdóttir Fæðingadagur og ár: 07.06.57 Starf: Nýráðinn skólameistari Fjölskylduhagir: A eina tvítuga dóttir. TJvemig bíl áttu: Toyota Avensis Uppáhalds.matur: Italskur ogþýskur matur. Uppáhalds drykkur: Vatn. Uppáhalds sjónvarpsefni: Breskir ley?iilögregluþcettir ogfréttir. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Ami Snævarr, sá sem var rekinn af Stöð 2. Uppáhalds leikari innlendur: Hihnir Snær. Uppáhalds leikari erlendur: Colin Firth. Besta bíómyndin: Eg man ekki eftir neinni sérstakri þær eru svo margar. Uppáhalds tþróttamaður: Enginn sérstakur. Uppáhalds íþróttafélag: No comment, það er í íhugun efsvo má segja. Uppáhalds stjómmálamaður: Engin sérstakur.. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Enginn sérstakm: Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Enginn sérstakm: Uppáhalds rithöfiindur: Laxnes og Einar Már. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni: Eiginlega hvorugt. Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika. Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra: Undirferli. Hver þinn helsti kostur: Það er vandi að svara þessu, Jákvæðni. Hver erþinn helsti ókostur: Oþolinmæði. Hvemig lýst þér á nýja staifið: Mjög vel, það er bæði spennandi og ögi'andi. Hvernig skóli verður Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Góður skóli. Skólinn byggir á nýiri hugmyndafræði þannig að aðaláherslan er að geta veitt góða þjónustu og mikið námsframboð þó að skólinn sé lítill. Finna nýjar leiðir í upplýsingatækni til að ná þessum markmiðum. Hvernig lýst þér á Snæfellsnesið: Mjög vel. Eg hef ekki heyrt ann- að en að á Snæfellsnesi séu góð samfélög. Ertu ekkett smeyk um að það verði of fáir nemendur: Alls ekki það hafa komið það margar vtsbendingar um annað ogþað eru allar lík- ur til að stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi hafi jákvæði áhrif á í- búaþróun. Eitthvað að lokum: Ég hlakka til að fara að stafa á Snæfellsnes- inu. Frá námskeiði í stafiigöngu í Snæfellsbæ Námskeið í Á laugardaginn þann 17. janúar kl. 11:00-13:00 verður grunnnámskeið í stafagöngu haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Námskeiðið felst í því að beita göngustöfum rétt. Iþróttakennarinn Ásdís Sigurð- ardóttir, sem er einnig Master stafagöngu coach í greininni mun koma og kenna fólki réttu tökin. Nauðsynlegt er á skrá sig hjá UMSB sem fyrst í síma 437 1411 eða 699 3315. Einnig er hægt að senda skráningar á netfangið umsb@mmedia.is Námskeiðið kostar 1000 kr. (jréttatilkynning) Borgfirðingar hvetja til lækkunar gangagjalds Á fundi sveitastjórnar Borg- arfjarðarsveitar þann 11. des- ember sl. var fjallað um veggjaldaskýrslu sem sam- gönguráðuneytið sendi nýlega frá sér og fjallað hefur verið um í Skessuhorni. Sveitarstjórnar- menn voru alls ekki ánægðir með afstöðu samgönguráðu- neytisins og var eftirfarandi bókun gerð: „Sveitarstjórn Borgarfjarðar- sveitar þakkar fýrir þá vinnu sem lögð hefur verið í að kanna niðurfellingu/lækkun veggjalda í Hvalfjarðargöngin. Ljóst er að höfundar hafa lagt töluverða vinnu í gerð hennar og má glöggt greina í henni að þeim er ljóst hversu letjandi þessi gjaldtaka er fýrir aukna umferð um Vesturland. Einmitt þess vegna harmar sveitarstjórn þá niðurstöðu að ekki sé ástæða fyrir ríkisvaldið að koma að málinu með beinum hætti. Meðan ekki er til formleg stefna stjórnvalda um einka- framkvæmdir í gerð og rekstri samgöngumannvirkja er ólíð- andi að einn landshluti umfram aðra líði fyrir það stefnuleysi. Ollum landsmönnum er frjáls för um samgöngumannvirki á landinu nema um Hvalfjarðar- göng. Hagrænt gildi þeirra er þó augljóst og langt umfram ýmsar aðrar framkvæmdir sem þó er ekki verið að öfundast út af. Sveitarstjórn Borgarfjarðar- sveitar lýsir yfir miklum von- brigðum með niðurstöðuna og hvetur samgönguráðherra og stjórnvöld til að endurskoða hana hið fýrsta.“ Nú hafa fulltrúar allra stærstu sveitarfélaganna í Borgarfjarð- arhéraði mótmælt niðurstöðu skýrslunnar og skorað á sam- gönguráðherra að grípa til ein- hverra aðgerða til lækkunar á gangagjaldinu. Ummæli Sturlu Böðvarssonar hafa ekki gefið sérstakt tilefni til bjartsýni um að ríkið taka þátt í að lækka gangagaldið. Á því gæti hins vegar verið breyting ef marka má frétt á heimasíðu Spalar. Samkvæmt þeirri frétt lét sam- gönguráðherra þau orð falla í utandagskrárumræðu á Alþingi að ríkisstjórnin stefndi að því að lækka 14% virðisaukaskatt á veggjald í Hvalfjarðargöngum og að til greina komi að ríkið taki á sig hluta af tryggingum ganganna. Þess konar aðgerðir eru mjög í takt við þær ábend- ingar sem sveitarstjórnarfull- trúar á Akranesi, Borgarbyggð og nú síðast Borgarfjarðarsveit hafa hvatt til. Undirbúningur hafinn að byggingu leikskóla Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms þann 25. nóvember sl. var kosin þriggja manna undir- búningsnefnd vegna byggingar leikskóla. I nefndina voru kosin El- ísabet L. Björgvinsdótt- ir, Magnús I. Bærings- son og Berglind Axels- dóttir. Fyrsta verkefni nefnd- arinnar er að finna nýjum leikskóla stað en meðal annars kemur til greina að hann verði staðsettur við Grunn- skólann við Borgar- Leikskólinn í Stykkishólmi sem leystur verður afhólmi með nýrri byggingu. jólaball Verkalýðfélags Akraness var haldið 21. desember. Jólaballið þótti vel heppnað í alla staði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.