Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2004, Qupperneq 14

Skessuhorn - 07.01.2004, Qupperneq 14
14 unHaunu... MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Kall og kelling á þrettándagleði Hjálmur Amason og Snœtyöm Þoiri Amason í hlutuerkum sínum sem séra Sigvaldi og Hjálmar Tuddi. Félagar í Orkunni, yngri deild UMF Dagrenningar í Lundarreykjadal, héldu sína ár- legu þrettándaskemmtun síð- astliðið sunnudagskvöld og var hún að venju vel sótt. Þrett- ándabrennan var á sínum stað og sömuleiðis vegleg flugelda- sýning í umsjón Björgunar- sveitarinnar OK. Að því loknu tók við skemmtidagskrá í um- sjón krakkanna í Orkunni og þar bar hæst að þessu sinni frumsýning á leikritinu Kall og kelling sem er nútíma útfærsla á Maður og Kona eftir Jón Thoroddsen sem leikdeild fé- lagsins sýndi fyrir áramót. Baðstofan í Hlíð. Heiðar Ami Baldursson, Snorri Bjamasm, Guðfmna Sif Guðnadóttir, Harpa Bjamadóttir, Egill Þórsson, Otri Jónsson og Friðrik Þórsson í hlutverkum sínum. Jólin kvödd á Skaganum Það er löng hefð fyrir því að kveðja jólin með pornpi og prakt á Akranesi og var engin undantekning frá því þetta árið enda veðrið eins og best var á kosið. Alfakóngur og álfa- drottning fóru fyrir blysför sem hófst við Arnardal. Gengið var fylktu liði uppá Jaðarsbakka þar sem álfabrennan var tendruð að viðstöddu fjölmenni. í för með álfunum voru hjónaleysin Grýla og Leppalúði og synir þeirra. Félagsmiðstöðin Arnardalur hafði umsjón með hátíðarhöld- unt eins og venja er og tóku uni 90 krakkar þátt í herlegheitun- um. Hápunktur hátíðarinnar var svo glæsileg flugeldasýning í umsjón félaga úr Kiwanis- klúbbnum Þyrli. Það vom þau Þór Birgisson og Rakel Pálsdóttir sem voru í hhitverki álfakóngs og drottningar þetta árið. Mikill jjöldi Skagamanna kvaddi jólin með álfadansi í kringum brennuna. Hörkutól - The Movie Skömmu fyrir jól var frum- sýnd á Fimm fiskum í Stykkis- hólmi, jólamyndin í ár, Hörku- tól the Movie. Myndir er fram- leidd af margmiðlunardeild Hörkutólafélagsins sem er fé- Iagsskapur karlkynskennara við Grunnskóla Stykkishólms. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er það yfirlýst markmið félagsins að heyja með öllum tiltækum ráðum varnarbaráttu fyrir karl- mennskuna sem er á hröðu undanhaldi í heiminum í dag. Umrædd kvikmynd fjallar um þá skelfingu sem vofir yfir mannkyninu ef karlmennskan verður endanlega að lúta í lægra haldi. Því er lýst á dramatískan og harmrænan hátt hvernig færi ef Hörkutólin Frá frumsýningu myndarinnar á Fimm fiskum. sjálf yrðu kvenmennskunni að bráð. Hörkutól the Movie - var sem fyrr segir frumsýnd á Fimm fiskum í árlegri hangi- ketsveislu Hörkutóla þar sem starfsstúlkur skólans eru boðs- gestir. „Myndin var strax frá fyrstu mínútu „success" og þarna á frumsýningunni bráðn- uðu mörg meyjarhjörtun eins og við var að búast. Við mun- um síðan fylgja þessu eftir með þátttöku í helstu kvikmyndahá- tíðum,“ segir Gunnar Gunn- arsson stjórnarformaður Hörkutóla.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.