Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2004, Qupperneq 4

Skessuhorn - 24.03.2004, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 »n£aaLitiu*.. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson Blaðamaður: Hrafnkell Proppé Auglýsingar: íris Arthúrsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Framkvæmdastjóri: Magnús Magnússon Prentun: Prentmet ehf. 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is 892 2698 hrofnkell@skessuhorn.is 696 7139 iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is 894 8998 mognus@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilofrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oq í lausasölu Askriftarverð er 850 krónurmeð vsk. á mánuði en krónur 750 sé greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. sé greitt með 433 5500 Frétta- tílkynning Það tilkynnist hér með að ég hef ákveðið að að gefa út ritstjórasögu Skessuhorns frá upphafi. Vegna yfirgripsmik- illar þekkingar á málinu hef ég valist í ritnefnd bókarinnar. Er mér ljúft og skilt að greina frá því að ritnefnd hefur rit- að mér bréf þar sem þess er farið á leit við ég riti einn kafla í bókina. Kaflinn sem um ræðir fjallar einmitt um ritstjóra Skessuhorns frá upphafi. Ég myndi gera það með mikilli á- nægju enda tel ég verkið afar áhugavert fyrir mig og ætlast ég einnig til að lesendum líki bókin hvort sem þeim Iíkar betur eða verr. Annars er það aukaatriði í sjálfu sér hvort bókin verður lesin eður ei og þaðan af síður skiptir það nokkru hvort hún verður einhverjum til ánægju eða yndisauka, gagns eða fróðleiks. Enda hef ég alls ekki hugsað mér að kosta sjálf- ur útgáfu bókarinnar heldur ætlast ég til að hún verði gef- in út af ríkissjóði eða jöfnunarsjóði athyglissjúklinga enda hljóta allir sem sem langar að lesa bók um sjálfan sig að hafa jafnan aðgang að ríkissjóði til að kosta verkið. Varðar mig því litlu hvort þessi ágæta bók mun skapa einhverjar tekjur. Jafnvel væri best að bókin seldist sem minnst til að fleiri eintök væru eftir handa mér. Bókin verður þrjúhundruð síður, jafnvel fjögur hundruð og prýdd fjölda ljósmynda af mér og þeim sem mér eru þóknanlegir. Reyndar hefur ekki verið ákveðið hversu stór hluti bókarinnar verður skrifaður og hversu mikið ekki. Það er með öðrum orðum enn óskrifað blað hversum mik- ið verður af óskrifuðum blöðum í bókinni. Aðurgreindur síðufjöldi tekur ekki mið af efnistökum heldur því, sein meira máli skiptir, að bókin fari vel í hillu og líti út fyrir að vera hlaðin vísdómi. Sérstök áhersla verður því lögð á að gera kjölinn sem best úr garði og til að koma á móts við hugsanlega kaupendur verður væntanlega boðið upp á þann möguleika að kaupa kjölinn sér. Það er heldur ekki ætlast til að þetta ritverk verði skoðað ofan í kjölinn. Það hafði svosem hvarflað að mér að einhverjum smásál- um þætti þessi bókaútgáfa vera bruðl. Samt trúi ég því ekki að hér sé neinn kall svo lítill að hann hafi áhyggjur af því. Gísli Einarsson, ritstjóri ritstjórabókarinnar. Hraustir starfemenn Starfsmenn Islandspósts í Borg- arnesi stóðu sig best í heilsuátaki fyrirtækisns sem staðið hefur ffá í september. Markmið átaksins var að fá starfsmenn Islandspósts til að tileinka sér hollt mataræði og stunda markvissa hreyfingu. Um 1000 manns starfa hjá íslandspósti og þar af tóku um 450 þátt í átak- inu. Til að hvetja fólk til dáða var heitið verðlaunum fyrir þá ein- staklinga sem næðu af sér mestum fitumassa og byggðu upp mestan vöðvamassa, eins og það var kallað í átakinu, og auk þess þann vinnu- stað sem næði bestum heildarár- angri. Það voru starfsmenn Islands- pósts í Borgarnesi sem stóðu sig Wt * j 3SL ;í Starfsmenn Islandpóst í Borgarnesi sem tóku þátt í heilsuátakinu með verðlaunagripinn. F.v. Vigdís Sigvaldadóttir, Ragnheiður Stefánsdóttir, Ásta Pétursdóttir, Herdís Jónasdóttir, Ragna Sverrisdóttir, Bjarney ingadóttir og Jórunn Guðsteinsdóttir. best í að fækka kílóum og byggja inu. Þá hlaut Vigdís Sigvaldadótt- upp eigin hreysti og einn þeirra, ir í Borganesi einnig verðlaun fyr- Ragnheiður Stefánsdóttir, náði ir að losa sig við mesta fitumass- bestum árangri einstaklinga í átak- ann. Magnús B. Jónsson rektor LBH (lengst til vinstri) var sl. þriðjudag að kenna nemendum bændadeiidar 2, kúadóma í gamla fjósinu, en það hefur verið kennslufjós á Hvanneyri allar götur síðan 1929. Glæsilegt fjós rísið á Hvanneyri Síðastliðinn mánudag skilaði byggingafyrirtækið Sólfell ehf. af sér nýrri fjósbyggingu á Hvann- eyri. Verkinu skilar fyrirtækið til- búnu fyrir innréttingar og lokafrá- gang, en gert er ráð fyrir að stað- arkýmar flytji þangað á fardögum í vor. Nýja fjósið er hið glæsilegasta, stálgrindahús á 1600 fermetra grunnfleti. Fjósið er fyrir lausa- göngu og er mjaltabás, kennslu- og sýningaraðstaða, mjólkurhús, fóðurgeymsla og snyrtingar hluti af húsinu. Boðið verður upp á nú- tímalega aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legu- básum, en kálfar í hálmstíum með sjálfvirkri mjólkurfóðrun. Kýrnar verða mjólkaðar í 2x6 mjaltabás, sem um leið mun þjóna sem kennsluaðstaða fyrir bændaefni og endurmenntunaraðstaða fyrir starfandi bændur. Fjósið verður rúmgott og bjart og sérstaklega hefur verið hugað að móttöku hópa. Loftræsting verður náttúru- leg, þannig að hvinur frá viftum mun ekki trufla kennslu eða leið- sögn. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Sólfells er kostnaður við bygginguna kominn hátt í 100 milljónir króna en eftir er að setja upp milligerðir, innréttingar og tæki í mjaltabás. Á sama tíma og Sólfellsmenn voru að sópa og ganga ffá í nýja fjósinu var Magnús B. Jónsson rektor að kenna nemendum á öðru ári í bændadeild skólans kúa- dóma en það mun vera síðasta, eða með síðustu kennslustundum sem fram fara í gamla fjósinu sem svo sannarlega hefur þjónað hlut- verki sínu vel í 75 ár. Nýr verkefiiisstjóri Aðalsteinn Kristjánsson byggingartæknifræðingur hjá Loftorku í Borgamesi hefur verið ráðinn verkefiússtjóri hjá Tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar Aðalsteinn mun hefja vinnu nú í sumar og starfa sjálftætt að ýmsum verk- efnum s.s. framkvæmdaeftirlit, tilteknum skipulagsmálum, verkefni við eignasjóð auk þess að hafa umsjón með landupp- lýsingakerfinu Akraneskaup- staðar. -ha'p Leiðréttíng I frétt í síðasta blaði um spurningakeppni UMSB var frjálslega farið með stað- reyndir varðandi úrslit í keppni íiumar og Alafélagsins og Borgarfjarðarsveitar. Rétt úrslit voru 17 - 13, Humar og Alafélaginu í vil en ekki 20 - 11. Beðist er þó nokkuð mik- illar velvirðingar á þessum mistökum. Hollvinasam- tök Stykkis- hóíms Sunnudaginn 21. mars var haldinn stoffifundur hollvina- samtaka Stykkishóhns. Nafn samtakanna er Hólmarar- Hollvinasamtök Stykkis- hólms. Á stofnfundinn mættu yfir 80 manns og voru miklir fagnaðarfundir meðal fólksins og gaman að sjá hvað brott- fluttir Hólmarar sýna bænum sínum mikla hollustu. Fyrstu stjórn félagsins skipa Guðbjörg Rut Pálmadóttir, Ásgerður Pálsdóttir, Haraldur Lárusson, Steinþór Sigurðs- son og Gunnar Sturluson og munu þau skipta með sér verkum. Mikill áhugi kom fram hjá hollvinum á fundinum að vinna að verkefnum sem snerta Stykkishólm og hlúa að bænum í framtíðinni. Lögreglan á Akranesi fékk nú á dögunum nýjan lögreglubíl að gerð- inni Volvo S80. Nýi bíllinn er mjög vel útbúinn til hraðamælinga og gerir allt umferðareftirlit markvissara. Bíllinn leysir af hólmi Subarubif- reið þá sem þjónað hefur lögreglunni dyggilega frá 1999 og ekið hefur yfir 380.000 km um götur bæjarins. Á myndinni eru þeir Gunnar Haf- steinsson og Þórir Björgvinsson við nýja Volvoinn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.