Skessuhorn - 24.03.2004, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004
6
Legg metnað í allt
Ragnheiður Björnsdóttir, 19 ára
Skagamær varð um helgina Ungfrú
Vesturland 2004. Fegurðarsam-
keppnin var haldin síðasdiðið laug-
ardagskvöld fyrir fullum sal í Bíó-
höllinni á Akranesi. Keppnin þóttí í
alla staði mjög vel heppnuð og er
sigurvegarinn hennar gestur skrár-
gatsins að þessu sinni.
Fullt nafn? Ragnheiöur Björnsdóttir
Fœðingard. og ár? 10. febrúar 1985
Starf? Ég er ískóla, FVA.
Fjölskylduhagir? Ég bý heima hjá foreldrum mínum og á kœrasta.
Hvemig bíl áttu? Ég á ekki btl, keyri bílforeldra minna.
Uppáhalds matur? Pottþétt hamborgarahryggur!
Uppáhalds drykkur? Eg er kókfíkill, en auðvitað er íslenska vatnið líka
gott.
Uppáhalds sjónvarpsefii? Friends og svo er ég líka alveg dottin í þetta
IdoFæði.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Ég á mér svo sem engan uppáhalds sjón-
varpsmann, en samt fannst mér Simmi og Jói mjög góðir saman í ldol-
stjömuleitinni.
Uppáhalds leikari innlendur? Enginn sérstakur held ég.
Uppáhalds leikari erlendur? Adam Sandler er alltaf sniðugur.
Besta bíómyndin? Allar Lord of the Rings myndimar.
Uppáhalds íþróttamaður? Pabbi! Fyrrverandi fótboltagarpur.
Uppáhalds tþróttafélag? ÍA auðvitað!
Uppáhalds stjómmálamaður? A mér engan uppáhalds stjórnmálamann.
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur? Páll Oskar, hann er alvegfrábœr
á böllum.
Uppáhalds tónlistarmaður erlendur? Ætliþað sé bara ekki Norah Jones
um þessar mundir.
Uppáhalds rithöfundur? Mérfinnst Harry Potter bækumar svofrábærar
aðJ.K Rmvling, höfimdur þeirra, er í uppáhaldi núna,
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Hlynnt.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Jákvæðni, hreinskilni og metnað.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Mérfinnst leiðinlegt
fólk sem er etidalaust að baktala aðra og gagnrýna. Líka fólk sem er ekki
samkvæmt sjálfu sér.
Hver þinn helsti kostur? Égstend á mínu og reyni að leggja metnað í allt
sem ég geri.
Hver erþinn helsti ókostur? Ég er alveg hryllilega gleymin og gleymi oft
bíllyklunum, veskinu eða símanum mínum út í búð eða upp í skóla. En sem
betur fer finn ég hlutina oftast aftur.
Kom sigurinn þér á óvart? Já, alveg rosalega!
Hvað tekur nú við? Það er nóg að gera í skólanum þessa daganna en það
er nú bráðum að koma páskafrí og þá ætla ég bara að slappa afog borða yfir
mig af páskaeggjum og nammi.
Bílás og B&L styðja ÍA
Síðastliðinn mánu-
dag var undirritað sam-
komulag til tveggja ára
um að Bílasalan Bílás
og B&L gerðust einir
af aðalstyrktaraðilum
Meistaraflokks karla IA
í knattspyrnu. Saming-
urinn felur það í sér að
fyrir hvern nýjan og
notaðan bíl frá B&L
sem Bílás selur rennur
ákveðin upphæð til
stuðnings knattspyrnu-
félaginu.
MM
Frá undirritun samningsins. F.v. Magnús Óskarsson hjá Bílás, Heiðar Sveinsson
sölustjóri hjá B&L og Heiðar Sveinsson varaformaður meistarafiokks og 2. flokks
ÍA.
Upplestrarkeppni á Varmalandi
Upplestrarhátíð grunnskóla á
Mið- Vesturlandi fór fram í
Þinghamri / Varmalandsskóla
10. mars s.l.
Þetta er í áttunda skiptí sem
hátíð þessi er haldin, en í fjórða
skipti sem hún er haldin í þessari
mynd. Aður voru það nemendur
úr 6. og 8. bekk sem leiddu sam-
an hesta sína en síðustu fjögur ár
eru það nemendur úr 7. bekk
sem komu saman og lesa upp.
Keppendur komu úr Grunn-
skóla Borgarness, Heiðarskóla,
Kleppjárnsreykjaskóla, Laugar-
gerðisskóla og Varmalandsskóla.
Að þessu sinni lásu nemendur
úr sögunni um Hjalta litla eftir
Stefán Jónsson og valin ljóð eft-
ir Þuríði Guðmundsdóttur.
Bæði þessi skáld eru fædd og
uppalin í Hvítársíðu.
I fyrsta sæti varð: Sigurður
Páll Guttormsson úr Lauga-
gerðisskóla í öðru sæti: Aðal-
heiður Karlotta Guðlaugsdóttir
úr Kleppjárnsreykjaskóla og í
þriðja sæti varð: Unnur Þor-
steinsdóttir úr Varmalandsskóla.
Sparisjóður Mýrasýslu gaf
þeim sem urðu í fýrstu þremur
sætunum peningaverðlaun og
Edda-miðlun gaf öllum þátttak-
endum bókarverðlaun.
Nemendur Varmalandsskóla
sáu um tónlistaratriði. Samspil á
gítar: Sævar Orn Einarsson 6.
bekk, Þorleifúr Gaukur Davíðs-
son 7. bekk, Ingi Gunnar Krist-
bergsson 6. bekk. Samspil á
fiðlu og píanó: Ásta Þorsteins-
dóttir 8. bekk og Eva Dögg
Davíðsdóttir 10. bekk
Undirbúningur og fram-
kvæmd upplestrarhátíðarinnar
að þessu sinni var í höndum
Varmalandsskóla sem einnig
bauð þátttakendum og gestum
kaffi og meðlæti.
• ¥7rfj//tr/ /'//,■///t/trtr
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
Marsípanterta fyrir 35 manns
Nú nálgast óðfluga ferming-
amar með öllum þeim undirbún-
ingi sem þeim fylgir, hér kemur
uppskrift að tertu sem hentar vel í
fermingu, brúðkaup eða aðrar
stórveislur. Það er jafhvel hægt
að flýta fyrir sér, baka kökuna tím-
anlega og frysta, marsipanið og
skrautið er svo sett á daginn áður
eða sama dag og hún er borin
ffam. Það er hægt að kaupa út-
flatt tílbúið marsipan út í bakaríi
sem gerir alla svona tertugerð
mun einfaldari.
Botnar:
lOegg
350 gr sykur
350 gr hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
Stífþeytíð egg og sykur. Sigtið
hveiti og lyftíduft og blandið var-
lega samanvið. Búið tíl þrjú bréf-
mót úr smjörpappír ( heftíð þau
saman). Bakið bomana við 200°C
í 10 - 12 mín. Hvolfið þeim á syk-
urstráðan pappír.
Jarðaberjafylling:
350 gr ferskjarðaber
71/2 dl rjómi
4 mskjarðaberjasulta
4 msk rifsberjahlaup
5 blöð matarlím
2 msk vatn
Þeytið rjómann. Hreinsið
jarðaberin og skerið í bita. Hrær-
ið saman sultunni og rifsberja-
hlaupinu og blandið varlega út í
rjómann. Leysið upp matarlímið,
þynnið með vatninu og blandið
saman við sulturjómann, hrærið
rösklega. Bætíð jarðaberjunum
saman við síðast. Látíð fyllinguna
stífha um stund í kæli.
Sérrífylling :
2egg
65 grsykur
15 gr púðtisykur
3 dl rjómi
Hálfdós blandaðir ávextir
5 blöð matarlím
3 1/2 msk sérrí
Stífþeytið egg og sykur. Sigtíð
safann af ávöxtunum
og notið hann til að
væta kökubotnana.
Þeytið rjómann.
Leysið upp matar-
límið og þynnið með
sérríinu. Blandið
púðursykri saman
við eggjahræruna og
síðan matarlíminu,
hrærið vel í. Bætíð á-
vöxtunum og þeytt-
um rjóma út í og látið fyllinguna
stífna um stund í kæli.
Kakan sett saman :
Takið botn nr. 1 og setjið jarða-
berjafyllinguna á hann, leggið
botn nr. 2 þar ofaná, vætíð aðeins
með safa og setjið sérrífyllinguna
á hann. Leggið botn nr. 3 að lok-
um efst og athugið engann safa á
hann. Geymið á köldum stað í 6-
8 tíma áður en marsipanið er lagt
á. Smyrjið tertuna með þunnu
lagi af þeyttum rjóma til að slétta
hana og til að marsipanið falli
þéttar að. Það fer ca 1 kíló á kök-
una og gott að hafa um 200 gr í
skreytingar. Fletjið út marsipanið
milli arka af smjörpappír ef þið
kaupið það ekki tílbúið. Síðan er
gott að rúlla því varlega upp á
keflið og rúlla því út yfir kökuna,
það best að vera tveir við þessa
ffamkvæmd ef þið eruð óvön.
Þið getið hnoðað matarlit sam-
an við afganginn af marsipaninu
og gert snúrur og blóm tíl að gera
kökuna skrautlegri. Einnig er er
hægt að fletja þunnt út annað lag
af marsipani og leggja ofan á kök-
una eins og blaðsíður ef þetta á að
vera bókarkaka. Ef það á að skrifa
á hana með súkkulaði mæli ég
með að æfa sig aðeins í að sprauta
stafi á smjörpappír til að fá tilfinn-
inguna fyrir því, eins er hjálplegt
að strjúka stafina laust í marsipan-
ið með tannstöngli til að þeir
komi á réttan stað. Síðan er bara
að skreyta tertuna eins og hver
vill, ferskir ávextír eru alltaf fal-
legir, einnig er gaman að nota lif-
andi blóm í tertuskraut, vefja bara
plastfilmu um stöngulinn áður en
honum er stungið í tertuna, það
er auðveldara en að búa til
marsipan rósir fyrir þá sem eru ó-
vanir. Það er líka engin skylda að
vera með þessar hefðbundnu
plaststyttur á kökunum. í blóma-
og gjafavöruverslunum er fjöl-
breytt úrval af fallegum styttum
sem viðkomandi getur átt til
minningar um daginn. Einnig eru
föndurbúðir óendanleg upp-
spretta fermingaskrauts. Sleppið
bara hugmyndafluginu lausu og
hafið gaman af.
HÚSRAÐ
Til að hreinsa hitabnísa og kafji-
kömmr er gott að setja í nokkrar
skeiðar afmatarsóda ogfylla svo með
sjóðandi vatni. Látið standa ogþvoið
vel og skníbbið úr þeim með upp-
þvottabursta. Þetta er líka gott ráð á
kajji og tebolla sem hafa tekið lit.