Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2004, Síða 10

Skessuhorn - 24.03.2004, Síða 10
10 MIÐVTKUDAGUR 24. MARS 2004 ^iusunu.. l/liHfiht’lHid Sigga er eins og fólk erjlest „Af öllu þarf- legu er góður prestur mikil- vægastur" var ein- hverntíma sagt. Vissulega eru prestarnir mis- jafnir eins og menn í öðrum at- vinnugreinum en þó margir og misjafnir hæfileikar séu prestum nauðsynlegir held ég þó að þeim eins og fleirum reynist drýgst að vera einfaldlega góður maður. Einhverntíma var ort vestur á Skógaströnd: Skógstrendingum fénast flest, fer það eftir vonum. Gafoss Drottinn Guðmund prest - en gjalda verður honum! Herra Sigurbjöm Einarsson var um skeið prestur á Skógaströnd en þegar hann hvarf þaðan sagði Olöf á Rauðamel: Sigurbjörn hlaut andans arf ei finnst hans jafnoki. Pyrfti að hafa stcerra starf - á ströndina dugir poki. Jóhannes á Skjögrastöðum var staddur þar sem hann heyrði rætt um nágrannaprest sinn sem þótti aðsjáll í fjármálum og misvel þokkaður af sóknarbömum sínum en haíði heldur gott orð útífrá. Eftir að hafa heyrt á tal manna sagði Jóhannes: Mikið er hvað margir lofa 'ann, menn sem aldrei hafa séð 'ann, skrýddan kápu Krists að ofan, klœddan skollabuxum neðan. Bónda nokkmm sóknarbarni prests þótti vísan afburða snjöll og lagði mikið á sig til að læra hana. Eftir þrodausar dlraunir í eitt og hálft ár ædaði hann að kenna hana vinnu- mönnum sínum og var hún þá á þessa leið: Mikið er hve margir lofa 'ann - að ofan. Menn sem aldrei hafa séð 'ann - að neðan. Sumar vísur em eins og eðalvín - batna við geymslu! Um sama prest ogjón nokkurn sem var honum mjög fylgispakur ortí Jóhannes: Þegar deyr sá drottins þjón um daganafáum þekkur, sálina eltir eflaust Jón ofan í miðjar brekkur. Þegar prestur heyrði vísuna þykktist hann við og spurði Jóhannes hvort hann hefði ort um sig ljóta vísu. Jóhannes kvaðst reyndar hafa ort vísu en þvertók fyrir að hún væri ljót eða hvað væri ljótt við þessa vísu: Þegar deyr sá drottins þjón um dagana flestum þekkur, sálina eltir sjálfsagt Jón svona í miðjar brekkur. Prestar em að sjálfsögðu eins og aðrir menn misjafnlega úr grasi vaxnir og ein- hverntíma þegar leið að vetrarsólstöðum orti aldraður maður þessa hugleiðingu: Það líður að jólum og leiður er veðranna slagur og Ijósálfar sumarsins allir á burt eru fluttir. I raun og veru er þessi desemberdagur dálítið svipaður prestinum - báðir stuttir. Hverjum manni er nauðsynlegur hæfileiki til fyrirgefningar og að sjálfsögðu jafnnauð- synlegt að sá hæfileiki sé ekki sparaður úr hófi fram heldur nýttur eftir þörfum. Effir- farandi vísa mun hafa orðið til í spuminga- þáttum Sveins Ásgeirssonar , Já og Nei“: Sigga er eins og fólk er flest en fjörug yfirmáta. Efhún nœr sér ekki í prest œtti hún aðfá sér dáta. Teitur Hartmann mun hafa ort effirfar- andi áramótahugleiðingu: A kyrrlátu gamlárskvöldi ég kraup og úthellti tárum og þakkaði góðum guði hans gjafir á liðnum árum. En svo varð ég hræddur og hissa, ég hafði steingleymt því besta íþessari þakkargjörð minni og það var að minnast á presta . Eg œtlaði úr þessu að bæta á auga lifandi bragði, ég hófupp mín augu til himins og hrópaði á drottinn og sagði: „Svoþakka égþérfyrirprestinn". En þá mœlti Herrann og brosti: „O - o, það er nú lítið að þakka, - fyrir þennan að minnsta kosti“. Stefán Jónsson fréttamaður orti margt um séra Emil Björnsson þegar sá síðarnefndi var fréttastjóri ríkisútvarpsins. Eitt sinn er þeir félagar vom í einhverjum erindagerðum eða fréttaleiðangri á vegum útvarpsins þurftu þeir að gista í svefhpokaplássi og hafði þá séra Emil með sér húðfat mikið úr gæra- skinnum. Séra Emil var þá hættur að vaxa á lengdina en farinn nokkuð að þreknast og hærður allmjög um líkamann. Þetta mun hafa orðið Stefáni tilefhi eftirfarandi vísu: Er um lœrin allra mestur á yðar snœrum Drottinn. Skinn og gœrupokaprestur prúðum hœrum sprottinn. Einkennilegt með mannkynið, það er alltaf ósammála hvort sem það er hugsað í stóram eða smáum einingum. Þó vill enginn vera ósammála, það era bara hinir sem eiga að vera sammála viðkomandi. Um tjáskipti einhverra heiðurshjóna orti Bragi Björns- son: Það var rosalegt hvað hún Rósa gat rifist látlaust við Jósafat, þennan indælis mann, þó hún elskaði hann, og dáði - eins og fyrsta flokks dósamat. „Treystu bara guði, þá fer allt vel“ sagði gamla fólkið stundum en þó er nú eins og hann hafi í mörg horn að líta og veiti kannske ekki af svolítilli hjálp stundum. „Það er vitlaust að vantreysta guði, slíkt veldur bara andstreymi og puði, því að guð rœður öllu “ sagði Helgi við Höllu. „Og hættu svoþessu tuði". Ur því við eram komin út í limrar er ekki úr vegi að enda þáttinn á limra Jóhanns Hannessonar: Eflangar þig limru að yrkja, og listsköpun umheimsins styrkja. Biddu fyrir þér maður og mundu að staður er til sem er kallaður kirkja. Löglærður opinber starfsmaður (og slík- um mönnum ber jafnan að hlýða) hefur bent mér á að ég hafi farið rangt með aðra hend- inguna í limranni um ófriðinn í Líbanon í síðasta þætti. Hún eigi að vera „ og boðskap- ur friðarins deyr út“ og allavega er limran betri þannig. Með þökkjyrir lesturinn. Daghjartur K Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 dtd@hvippinn.is Menningarsjód ur Sparísjóðs Mýrasýslu auglýsir: Uthlutun fer fram úr menningarsjóði sparisjóðsins í apríl n.k. Umsóknum óskast skilað til sjóðsins fyrir 3. apríl 2004. PJh Stjórnin. SPARISJOÐUR MYRASYSLU <z? 0) Aðalfundarboð! Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands verður haldinn í Sögumiðstöðinni, Grundarfirði kl. 14 fimmtudaginn 1. apríl F erdamálasamtök Vesturlands ^ÓU ''esfur Vesturland x Hafiiar- stjóm I tilefni af fréttum um sameiningu hafna í Reykja- víkurhreppi og öðrum sveitahreppum í nágrenn- inu orti Snorri Þorsteins- son. Fjarri malhiks stressi stríðu stefni ég á nýja fremd. Eg er á fórumfram í Síðu. Fæ þar sæti í bafnamefnd. Sveins- grund Um síðustu helgi var formlega tekið í notkun nýtt hús Verkalýðsfélags Borgarness sem hlotið hef- ur nafnið Alþýðuhúsið, eins og fram kemur annars- staðar í blaðinu. Fjöldi til- lagna um nafn bárust í samkeppni sem efnt var til. Meðal þeirra sem komu reyndar ekki til greina voru Sveinsstaðir í höfuðið á formanni félagsins, Sveini Hálfdánarsyni og Flóða- tangi til að minnast þess að vígsla hússins frestaðist um viku þar sem gat kom á rör og vatn flæddi um gólf og ganga. Sá kunni hagyrð- ingur og verkalýðsfrömuð- ur, Magnús Jósefsson vildi að nafni núverandi for- manns yrði haldið á lofti og setti fram tillögu í bundnu máli: Agnarsbiíð og Baldurshagi bæði þau nöfii væru í lagi Alþýðuhúsið ekki sem verst. Nefita mætti Vík og Völl Versali ogjakahöll en Sveinsgrund sæmir því best. Þegar ljóst var að Magnús hafði orðið undir í sinni bar- áttu orti hann. Alþýðuhísið er „helvíti gratt“ heiti verkalýðssetra Það er ég viss um ég segi það satt að Sveinsgrund er helmingi betra. (Orðatiltækið helvíti gratt er kennt. við Óskar Andrésson úr Borgarnesi og merkir einfaldlega gott).

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.