Skessuhorn - 30.09.2004, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
Efég er sveittur
erþað kaldur öl
Gestur skráargatsins í tilefhi árs-
tíðarinnar er úr sveit og er hrein-
ræktaður rollubóndi. Hann ræktar
frjósamar kindur, vinnur við slátr-
un öll haust, temur hross, er þulur
á hestamannamótum, stýrir félags-
vismm og briddsfélagi, er liðtækur
skákmaður en afleitur söngvari. En
gefum Jóni Eyjólfssyni, bónda á
Kópareykjum orðið:
Fullt nafn: Jón Eyjólfsson.
Faðingardagur og ár? 8.janúar 1963.
Statf? Bóndi, rúningsmaður, slátrari, tamningatnaður ogformað-
ur Briddsfélags Bórgarjjarðar, bara svo eitthvað sé nefnt.
Fjölskylduhagir? I nettri sambúð með Siggu og saman eigum við
3 dœtur.
Hvernig bíl áttu? Nissan Sunny og Lödu sem best er að tala sem
minnst um.
Uppáhalds matur? Lambakjöt fer helst á diskinn minn, efégfie
einhverju ráðið.
Uppáhalds drykkur? Ef ég er sveittur er það kaldur öl, annars er
mjólkin góð.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Enski boltinn áður en hannfór á Skjá
einn.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Amar Bjömsson.
Uppáhalds innlendur leikari? Egill Olafsson.
Uppáhalds erlendur leikari? Bruce Willis, þeir eru nefnilega svo
líkir.
Besta bíómyndin? Með allt á hreinu.
Uppáhalds íþróttamaður? Michael Jordan, þráttjyrir litinn.
Uppáhalds íþróttafélag? 1 fótboltanum erþað IA, hann Oli Þórð-
ar vinur minn er alltaf svo hreinn og beinn í viðtölum eftir leiki.
Uppáhalds stjórnmálamaður? Margir góðir en það er allavega
ekki Kolbrún Halldórs.
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Egill Olafsson.
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Kim Larsen er helvíti
flottur.
Uppáhalds rithöfundur? Alister MacLean
Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og hreinskilni
Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Baknag.
Hver er þinn helsti kostur? Fidl jákvæður.
Hver er þinn helsti ókostur? Alltof jákvæður.
Hvernig er fallþungi lambanna hjá þér í haust? Fé erjafnan
fóstra sínum furðulíkt.
Eitthvað að lokum? Stefni á að ná betri árangri við spilaborðið í
vetur, heldur en oft áður.
Stykkishólmi forðað
frá engisprettufaraldri
Engisprettan í blóma lífsins á Náttúru-
stofu Vesturlands. Mynd: Iris
í lok ágúst sl. kom Sím-
on Sturluson hafnarvernd-
armaður Stykkishólms-
hafnar með engisprettu á
skrifstofu Náttúrustofu
Vesturlands. Símon hafði
fundið engisprettuna í
flutningaskipinu Jökulfelli
við uppskipun á stórum
plaströrum sem komu frá
Gdansk í Póllandi. Engi-
sprettan var í stærra lagi
u.þ.b. 6 cm löng og samkvæmt
greiningu Náttúrustofu Vestur-
lands er hún af tegundinni Grea
Green Bush - cricket (Tettigon-
ia viridissima)
Engisprettan fékk inni á
Náttúrustofunni hvar hún
dvaldi í glerbúri í góðu yfirlæti,
fóðruð á víðiblöðum, vínberjum
og fleiri krásum. Vakti hún
mikla athygli gesta Náttúrustof-
unnar en þrátt fyrir gott atlæti
og athygli lifði engisprettan ekki
nema tæpan mánuð eftir að hún
komst undir mannahendur. Það
jákvæða er hinsvegar það að
Stykkishólmi er forðað ffá engi-
sprettufaraldri í bili a.m.k. GE
Minningarsj óður veitir styrki
Ólafur Ólafsson, nemi f sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akur-
eyri, Björn Guðmundsson, fyrir hönd Björgunarfélags Akraness, og
stjórn minningarsjóðsins við styrkveitinguna.
Föstudaginn 25. september
var úthlutað tveimur styrkjum
úr Minningarsjóði Jóns Gunn-
laugssonar og Guðlaugar Gunn-
laugsdóttur, en markmið sjóðs-
ins, sem var stofnaður árið 1971,
er að styrkja ungt fólk á Akranesi
til náms tengdu sjávarútvegi og
vinnslu sjávarafurða. Þá er
heimilt að verja hluta af tekjum
sjóðsins til slysavarna. Að þessu
sinni hlaut Olafur Olafsson
nemi í sjávarútvegsffæðum við
Háskólann á Akureyri styrk að
upphæð 250 þúsund krónur og
Björgunarfélag Akraness var út-
hlutað einni milljón króna.
Olafur lýkur bóklegu námi í
sjávarútvegsfræðum í vor og
segir styrkinn nýtast vel þegar að
vinnslu við lokaverkefni kemur,
en hann telur líklegt að það
verði unnið í samvinnu við Ut-
gerðarfélag Akureyringa og
verði á sviði gæðaeffirlits og
hreinlætis í fiskvinnslu.
Ásgeir Kristinsson hjá Björg-
unarfélagi Akraness segir styrk-
inn koma á góðum tíma, en nú
er unnið að því að koma upp
köfunarflokki við félagið sem er
nokkuð kosmaðarsamt, auk þess
sem upphæðin nýtist til viðhalds
á björgunarbátum.
Það var stjórn minningar-
sjóðsins, skipuð Gísla Gíslasyni
bæjarstjóra, Guðmundi Páli
Jónssyni, forseta bæjarstjórnar,
Elínu Sigrúnu Jónsdóttur,
Gunnari Olafssyni og Guðlaugu
Ólafsdóttur, en þau þrjú síðast
nefndu eru afkomendur Jóns og
Guðlaugar, sem afhentu styrkina
í bæjarþingsalnum við Stillholt.
ALS
Umhverfisviðurkenningar í Dalabyggð
Tekið hefur verið upp sú
venja á ný, eftir nokkurra ára
hlé, að veita snyrtilegusm stöð-
unum í Dalabyggð verðlaun.
Eru það þrír fulltrúar Dala-
byggðar sem séð hafa um valið,
þau Anna Birna Þráinsdóttir
sýslumaður, Ragnheiður Jóns-
dóttir og Trausti Bjarnason.
Verðlaun fyrir snyrtilegasta
garðinn fengu þau Jónas Guð-
mundsson og Sigurbjörg Jóns-
dóttir, snyrtilegasta fyrirtækið
er Dalakjör í eigu Gunnars
Björnssonar og Erlu Sigurðar-
dótmr og í fjórða sinn hljóta
Anna Birna sýslumaður og Ftagnheiður veita Gunnari verðlaun fyrir
snyrtilegasta fyrirtækið.
þau Melkorka Benediktsdóttir verðlaun fyrir snyrtilegasta lög-
og Sigurbjörn Sigurðarson býlið, Vígholtsstadi.
Ábúendur á Vígholtsstöðum fengu enn og aftur
viðurkenningu fyrir snyrtilegasta býlið.
Jónas og Sigurbjörg áttu snyrtilegasta garðinn.
Brettakappar
við Breiðafjörð
Þeir Óli og Jói, brettakappar í
Stykkishólmi láta ekkert stöðva
sig heldur bruna, stökkva og
skransa á brettum sínum. Þeir
sögðu í samtali við blaðamann
Skessuhorns að aðstaðan í
Stykkishólmi mætti vissulega
vera betri og höfðu ekkert á
móti alvöru brettabrautum ef
þær væri í boði. Þangað til
bruna þeir um planið við sím-
stöðina og víða annarsstaðar
um bæinn.
Mynd: GE