Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.09.2004, Blaðsíða 13
Fjölskylduhátíð helguð sauðkindinni og lambakjötsáti laugardaginn 9. október í Borgarnesi. Hátíðarsvæði - Gamla Mjólkursamlagið í gamla miðbænum og næsta nágrenni. Hátíðin hefst með fjárrekstir frá Hyrnutorgi eftir Borgarbraut og inn í rétt sem VERÐUR RÉTT VIÐ BRÁKARSUND. ÞAR VERÐUR RÉTTARSTEMMING Á MEÐAN Á HÁTÍÐINNI STENDUR. í Gamla mjólkursamlaginu verður kjötmarkaður Borgarneskjötvara þar sem hægt VERÐUR AÐ KAUPA LAMBAKJÖT í HINUM FJÖLBREYTTUSTU MYNDUM OG FÁ RÁÐLEGGINGAR FAGMANNA. Þar verður EINNIG grænmetismarkaður BORGFIRSKRA GARÐYRKJUBÆNDA og SAUÐALITIRNIR VERÐA KYNNTIR í MÁLI OG MYNDUM. Á GAMLA KAUPFÉLAGSPLANINU VERÐUR BOÐIÐ UPP Á STANSLAUSA DAGSKRÁ, S.S. TÓNLISTARATRIÐI í SAUÐALITUNUM, SAUÐMEINLAUST GRÍN OG HVERSKONAR SAUÐSHÁTT. Öllum landsmönnum verður boðið í ekta íslenska kjötsúpu A DAGSKRÁ VERÐUR EKKI HVAÐ SÍST: Hvanndalsbræður Sönghópurinn Smaladrengirnir Söngdúettinn Mislitir sauðir (Snorri Hjálmarsson og Bjarni Guðmundsson) Sveitasveitin Hundslappadrífa úr Staðarsveit Ávarp landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi allra tíma, Bjartur í Sumarhúsum verður á staðnum Ullarselið á Hvanneyri teygir lopann Búvélasafnið á Hvanneyri snýr í gang Leikfangahorn með leggjum og skeljum og tilheyrandi Kappát - Valinkunnir matmenn takast á við lambalærin íslandsmót í fjárdrætti í réttinni við Brákarsund Héraðsmót í sauðburði Opið mót í sparðatíningi Leikjadagskrá að gömtum sveitasið. Markakóngur ársins - Keppni í þekkingu á sauðfjármörkum. Almenn kosning um “Sauð ársins í Borgarfirði” Talað með tveimur hrútshornum Börnum boðið á bak á gangnahestum jarm - Idol 2004 - keppt um hver getur verið kindarlegastur. Sauðamótið í Sveitafitness ■ Keppnisstjóri er Guðmundur Hallgrímsson. Keppt verður um Gúmmískóinn 2004. Sauðasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar - Munir tengdir göngum og rétttum og sauðfé yfirleitt. Frumsýning heimildarmyndar um göngur í Borgarfirði í Safnahúsinu. Kynnir á Sauðamessu 2004 verður svarti sauðurinn Gísti Einarsson. RETTARKAFFI OG RETTARDANSLEIKUR UM KVOLDIÐ Á VEITINGAHÚSINU BÚÐARKLETTI. Ofl. Ofl. Borgfirskir SAUÐAMENN

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.