Skessuhorn - 30.09.2004, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
jAtJJUtH/,..
Steinar Berg með hljómdiskaútgáfu og ferðaþjónustu í Fossatúni:
Stærsti útgefandinn í Andakíl
Það er óhætt að segja að í
nógu sé að snúast hjá ferðaþjón-
ustubóndanum og hljómdiskaút-
gefandanum Steinari Berg Is-
leifssyni, í Fossatúni. Hann er
jöfnum höndum að byggja upp
nýjan ferðaþjónustustað á bökk-
um Grímsár en stendur auk þess
í ströngu við útgáfu tónlistar.
„Tónlistarútgáfan er að sjálfs-
sögðu öll utan kvóta og óhefð-
bundin í þessari sveit sem öðr-
um. Guðni Agústsson kallaði
mig tónlistarbónda og er ég að
reyna að standa undir því starfs-
heiti, án þess að ég hafi svo sem
hugmynd um hvað það þýðir. En
ég er engu að síður voðalega
stoltur af þessari útgáfu. 'I'el að
hún sýni glöggt hvemig Stein-
snar er að skapa sér sérstöðu sem
útgáfufyrirtæki," segir Steinar
Berg í samtali við Skessuhom.
Með söluhærri
diskum
A síðasta ári hóf Steinsnar í
Fossatúni útgáfú á tónlist og
náði þá strax fyrsta markmiði
sínu; að verða stærsti hljóm-
plötuútgefandi í Andakflshreppi.
„Allar þrjár útgáfumar gengu vel
og sem meira er, þá hafa tvær
þeirra, Islenska vísnaplatan og
Islensk ástarljóð haldið ágætri
sölu á þessu ári. Heildarsala
Vísnaplötunnar er komin yfir
5000 eintök og Astarljóðin í
7000 og er því ein mest selda
geislaplata þessa árs,“ segir
Steinar. Hjá Steinsnar liggur fyr-
ir útgáfa fjögurra nýrra platna
með landsþekktum listamönn-
um á borð við Ellen Kristjáns-
dóttur, Ragnheiði Gröndal,
Birni Thoroddsen og Helga
Péturssyni. I lok síðustu fjall-
göngu á vegum UMSB sem far-
in var á Varmalækjarmúlann í
síðustu viku tengdi Steinar Berg
einmitt saman tvö helstu við-
fangsefni sín, því hann bauð
göngufólki að skoða fram-
kvæmdirnar, þjónustuhúsið og
veitingahúsið; Tímann og vatn-
ið, þar sem það fékk viðurgjörn-
ing og Helgi Pétursson kynnti
lagið „I Borgarfirði“, af væntan-
legum geisladiski sínum við það
tilefni.
Tímiim og vatnið
Eins og vegfarendur sem leið
eiga um Andakílinn hafa tekið
eftir er nú risið nýtt þjónustu-
svæði með ýmsum mannvirkjum
í Fossatúni á bökkum Grímsár.
Steinar keypti jörðina Fossatún
fyrir þremur árum síðan og hef-
ur síðan unnið að skipulagningu
þjónustufyrirtækis þar sem víða
verður komið við. Uppbygging
hófct af alvöru sl. vetur og gert
er ráð fyrir að opna formlega um
næstu Hvítasunnuhelgi. Tíminn
og vatnið er í 180 fermetra húsi
Steinar Berg og kona hans Ingibjörg ásamt Helga Pétursson, söngv-
ara og frú á kynningunni sem göngufólk fékk sl. fimmtudag
n
SIM6NNTUNARMIÐSTOÐIN
Á VSSTURLANDI
. %
Namskeiö a nœstunni!
_ Enska í dreifkennslu fyrir byrjendur
Ahersla á aö hver vinni á sínum eigin hraða í samræmi við þann
grunn sem hann hefur.
Staðbundnar lotur og fjarkennsla - 2. okt.
Egilssaga í Reykholti og
Borgarnesi 11. okt.
■4^ Klipping myndbanda í tölvu
á Hvanneyri 11. okt.
^ Förbun í Borgarnesi 12. okt.
Bókhaldsgrunnur í Borgarnesi 21. okt.
Línudans í Borgarnesi 26. okt.
Flóki í Borgarnesi 6. nóv.
Akranes
C ítar - Nokkur pláss laus.
Tveir saman í tímum.
Leöurvinna 6. okt.
Skrautskrift 11 .okt.
Klipping myndbanda 20. okt.
Breytingaskeibiö 21. okt.
Tcelensk matargerb 23. okt.
Förbun 8. nóv.
Búöardalur
Thai Chi - leikfimi Skrautskrift Línudans 9. okt. 6. nóv. 16. nóv.
Snæfellsbær
jólakortagerb 28. okt.
Línudans 30. okt.
Grundarfjöröur
Tœlensk matargerb 16. okt.
Stykkishólmur
jólakortagerb 21 .okt.
Borgarnes og Borgarfj.
Málun í Borgarnesi 29. sept.
Tölvuleikni á Varmalandi 4.okt
„Upplýsingatœkni ídreifbýli" niburgreibir 80%
af námskeibsgjaldinu.
Upplýsingar og skráning
í síma 4372390 og á www.simenntun. is
Steinar Berg ferðaþjónustubóndi i garðinum i Fossatúni.
sem byggt var við eldra 140
ferm. hús sem flutt var norðan
úr Mývatnssveit sl. haust og
komið fýrir á grunni gamals slát-
urhúss sem fyrir var á þessum
fallega útsýnisstað. I Tímanum
og vatninú eru m.a. tveir salir til
leið og hann Iýsir fyrir blaða-
manni hluta af þeim mörgu hug-
myndum sem hann hefur um
notkunarmöguleika hússins og
þjónustusvæðisins í heild.
Fimm stjömu aðstaða
ýmissa mannfagnaða, setustefg^
í Fossatúni verður mikil á-
kaffihús, veitingasala og fleira. hersla logð á fjölskylduvænt um-
Húsið er sérstakleg^ hannað til
tónleikahalds og nýtist því vel
tónhstarútgáfu Steinars. „Þetta
er fjölnota salur sem býður upp á
fjölþætta notkunarmöguleika.
Hann er nútímalega rafvæddur
og þar er m.a. gott svið sem
hannað er fýrir smærri tónlistar-
viðburði nú eða til að þjóna hlut-
verki háborðs í brúðkaupi. Auk
tæknivædda salarins er innan-
gengt á sambyggt útisvið sem
vísar beint út á móti náttúrulegu
áhorfendasvæði, sem er gróið
klettabelti sem afmarkar allt
þjónustusvæðið að vestanverðu.
Þar getur fólk setið í brekkunni,
notið útsýnis um héraðið eða
niður á fossana í Grímsá milli
þess sem það fýlgist með atrið-
um á sviðinu,“ segir Steinar um
hverfi og afþreyingú." Staðurinn
er miðsvæðis í héraðinu og hægt
verður að koma húsbflum eða
tjaldvögnum fýrir, njóta þess
sem staðurinn hefur upp á að
bjóða og ferðast um héraðið þess
á milli. Sérstakt þjónusmhús við
tjaldstæðin er nú risið en þar er
baðaðstaða, heitir pottar, gufú-
bað og þvotta- og þurrkaðstaða
eins og best gerist á áningarstöð-
um af þessu tagi. Auk þess hefur
verið reist gríðarmikið mann-
virki sem er leiksvæði fýrir börn,
enda verður lögð sérstök áhersla
á þarfir fjölskyldufólks á Fossa-
túni, eins og áður segir. Jafn-
framt er í undirbúningi gerð 9
holu golfvallar austan vegarins.
MM
Tíminn og vatnið á bökkum Grímsár. Fjær eru tjaldstæði, þjónustu-
hús og leiksvæði afmarkað af mikilli mön sem veita mun skjól þeim
sem þar dvelja.