Skessuhorn - 30.09.2004, Page 28
28
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
jntsaunu...
✓
Nýr yfirbyggður 15 tonna bátur smíðaður á Akranesi fer til Olafsvíkur
Bætír vinnuaðstöðuna á sió
Framleiðendurnir; Finnbogi Rafn Guðmundsson og Gunnar Leifur
Stefánsson með Hjörleif Guðmundsson á milli sín.
A þriðja tug kvenna sat fundinn.
Konur tíl áhrifa
Á þriðja tug kvenna sótti
fund Landssambands fram-
sóknarkvenna (LFK) í Fram-
sóknarhúsinu á Akranesi sem
fram fór sl. fimmtudag. Yfir-
skrift fundarins var „Konur til
áhrifa" og var umræðuefnið
staða kvenna innan Framsókn-
arflokksins og í atvinnulífinu
almennt. Rætt var um sam-
þættingu kynja- og jafnréttis-
sjónarmiða og mikilvægi þess
að konur kæmu að ákvarðana-
töku um hin ýmsu málefni sem
varða samfélagið almennt en á
brattann væri að sækja þar sem
karlmenn færu oftar en ekki
með völd sem margir eru ragir
við að deila með konum.
Fundarmenn ræddu leiðir
sem líklegar eru til að bera ár-
angur í baráttu kvenna til auk-
inna áhrifa og þótti mörgum
gott að heyra í stjórnmálakon-
unum Ingibjörgu Pálmadóttur,
Sigrúnu Magnúsdóttur og Ás-
laugu Brynjólfsdóttur sem sátu
fundinn og deildu reynslu
sinni með öðrum konum.
Stjórn LFK bauð upp á hálfa
marsipantertu, þann helming
sem ekki var skilinn eftir í
Stjórnarráðinu fyrr um daginn,
en kakan táknaði félagsmenn í
Framsóknarflokknum og þau
völd sem þar liggja. Ftalldór
Ásgrímsson, forsætisráðherra
veitti hinum helmingnum við-
töku í Stjórnarráðinu og vildu
LFK konur þannig minna for-
ingja sinn á jafnan rétt kynj-
anna. HSH/MM
Utgerðarfyrirtækið Smyrill
ehf. í Olafsvík fær á næstu vik-
um afhentan nýjan 14,99 brt.
bát af gerðinni Knörr 1500
Sputnik. Það er bátastöðin
Knörr á Akranesi sem smíðar
bátinn sem er fyrsti báturinn af
þessari gerð og stærð frá fyrir-
tækinu. Knörr kynnti bát svip-
aðrar gerðar á atvinnuvegasýn-
ingunni Þeir fiska sem róa, sem
fram fór á Akranesi fyrir réttu
ári, en sá bátur var smíðaður í
Bretlandi. I kjölfar sýningar-
innar var farið í að smíða mót
eftir skrokk bátsins og er af-
raksturinn nú að koma í ljós.
Samstarf um hönnun
Að sögn Finnboga Rafns
Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Knarrar er bát-
urinn hannaður með þarfir og
velferð sjómanna í huga. Sjó-
menn sem eru í samskiptum
við Knörr hafa átt þátt í hönn-
un nýja bátsins og lagt til fjölda
góðra hugmynda. „Fríða
Sveinsdóttir og Hjörleifur
Guðmundsson, eigendur Ut-
gerðarfélagsins Smyrils ehf.
hafa einnig unnið mjög óeigin-
gjarnt starf í hönnuninni,“
sagði Finnbogi Rafn í samtali
við Skessuhorn. Hann segir
eina af nýjungunum sem boðið
er upp á í bátnum vera að eld-
unaraðstaðan og borðstofa er í
brúnni í stað þess að vera stað-
sett í lúkarnum. Þar verður
hægt að hafa örbylgjuofn, ker-
amikeldavél, kaffivél og ísskáp.
T lúkar verður svefnaðstaða fyr-
ir þrjá til fjóra. Brúin er rúm-
góð og gott rými fyrir allan
þann búnað sem nauðsynlegur
þykir í nútíma fiskibátum.
Yfirbygging kostur
Finnbogi segir að báturinn
verði til að byrja með boðinn í
tveimur útfærslum, þ.e. opinn
eða yfirbyggður. „Mikill áhugi
hefur verið á yfirbyggða bátn-
Línuívilnun ókostur?
Hjörleifur Guðmundsson
hefur fram til þessa gert út tvo
báta frá Olafsvík annan á kvóta
en hinn í sóknardagakerfinu.
Hann hefur nú selt annan bát-
inn og hyggst flytja kvóta
Nýi báturinn er óðum að taka á sig endaniega mynd. Gert er ráð fyrir að báturinn verði afhentur fullbúinn í lok október.
Mynd: Guðni H.
um enda er það mat flestra að
framtíðin sé að sjálfvirkar línu-
beitingarvélar verði um borð í
bátum af þessari stærð. Vinnu-
aðstaða á dekki verður ágæt
með góðum lúgum og miklu
rými enda er dekkið um 25 fer-
metrar að stærð,“ segir Finn-
bogi. I bátnum verður salernis-
aðstaða og búnaður til þess að
þurrka og hita hlífðarfatnað.
Vél fyrsta bátsins er af gerðinni
Yanmar og er 650 hestöfl. Þá er
á bátnum bógskrúfa af gerðinni
Sleipner og rafkerfi bátsins er
220 volta. Olíutankur er 1500
ltr., neysluvatnstankur 100 ltr.
og vatnstankur fyrir háþrýsti-
þvott um 300 ltr. Knarrarmenn
segja söluverð báts af þessari
gerð vera um 27 milljónir
króna, en fari nokkuð eftir
þeim búnaði sem menn velji að
hafa um borð.
þeirra yfir á nýja bátinn þegar
hann fær hann afhentan. „Eg
er orðinn nokkuð spenntur og
hef verið að taka þátt í ýmissi
hönnun á bátnum með þeim
hjá Knörr,“ sagði hann í sam-
tali við Skessuhorn. Hjörleifur
telur meðal kosta yfirbyggðra
báta vera mun betri vinnuað-
staða en hann þekki til á
smærri bátum. „Eg stefni auk
þess á að fá mér línubeitingar-
vél um borð en vissulega dreg-
ur línuívilnunin úr manni hvað
það snertir því þar er verið að
endurgreiða mönnum að hluta
fyrir að láta beita í landi,“ sagði
Hjörleifur Guðmundsson, sem
segir að gæði beitunnar myndu
aukast með því að beita um
borð og þurfa ekki að marg-
frysta beituna.
MM