Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Síða 31

Skessuhorn - 30.09.2004, Síða 31
i>&£sa(jtiu'i~. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 31 Ofurkonan í Narsac, sem segir frá í ferðasögunni. gengið til baka yfir heiðina og um borð í bátana tvo sem biðu okkar og var siglt í tvo tíma til Narsaq þar sem við dvöldum næstu þrjá daga við fundarhöld. Narsaq er á suðvesturströnd Grænlands og búa þar um 1700 manns í bænum sjálfum en um- hverfis hann búa um 370 manns og er stór hluti af þeim sauð- fjárbændur. Húsin í bænum eru mjög litrík, flest smá einbýlis- hús, en nokkur raðhús og fáein- ar blokkir. I Narsac er staðsett eina slát- urhúsið á Grænlandi þar sem sauðfé og hreindýrum er slátr- að. Þarna eru minjar frá tímum Eiríks rauða, hann er talinn hafa haft þarna bækistöðvar á meðan hann kannaði Grænland í þriggja ára útlegð frá Islandi og má þarna fmna rústir af víkinga- bæ og kirkju. Það var innfædd eldri kona sem tók á móti okkur á bryggjunni á minibus og ók okkur að hótelunum þar sem við áttum að búa. Þetta var mik- il kjarnorkukona sem var allt í öllu þarna á staðnum. Hún gaf okkur morgunmat, eldaði á kvöldin og stjórnaði hótelunum af mikilli röggsemi. Eitt kvöldið klæddi hún sig og eina starfs- stúlku upp á í þjóðbúning til að sýna okkur þvílíkt listaverk þessir búningar eru. I Narsaq er lítið fallegt byggðasafn sem Rie, einn af félögum Destination Viking, stjórnar. Það var merki- legt að sjá víkingaminjar og búninga þeirra innan um kajaka og perlusaum Inuitana á safn- inu. I Narsaq voru dagarnir notaðir til fundahalda og á kvöldin voru uppákomur í boði heimamanna. Við tókum þátt í skemmtun í félagsheimili stað- arins. Þar sungu fýrir okkur grænlenskir kórar, danshópur ungra stúlkna sýndi okkur þjóð- dansa, þessi hópur hafði farið víða og þykir mjög góður. Bún- ingar stúlknanna voru glæsileg- ir grænlenskir þjóðbúningar. Nokkrir ungir menn sýndu gamla leiki og leikni með kaja- kár, sem þeir þurfa að kunna til að geta farið út á kajak að veiða. Þá las presturinn þeirra, sem er ung grænlensk kona, upp kvæði. Islendingarnir settu í skyndi saman kór, sungu nokkur ís- lensk lög og gerðu gestgjafarnir góðan róm að því. Síðast stjórn- aði einn af Færeyingunum, fær- eyskum dansi og tóku flestir viðstaddir þátt í honum. Bæjarstjórnin í Narsaq bauð okkur í hátíðakvöldverð í mat- reiðslu og þjónaskóla staðarins. Þar voru á borðum allir þjóðar- réttir Grænlendinga bornir fram á listilega skreyttu hlað- borði. Mátti þarna meðal ann- ars bragða á hvalkjöti, selkjöti, hreindýrakjöti og kjöti af moskuuxa. Við Dalakonurnar, Ferðasöguritari hefur hér komið sendingunni tii skila. arvegir og óku menn um á miklum hraða innan bæjarins og oftar en ekki með börnin og hunda á pallinum, ef um pallbíl var að ræða. Við áttum oft fót- um okkar fjör að launa að kom- ast undan þessum brjáluðu bíl- stjórum. sinni. Maturinn var frábær; reyktur lax í forrétt og lamba- kjöt í eftirrétt. Þar sem við höfðum nauman tíma í Julianeháb, aðeins þetta eina kvöld, var minjasafn staðarinn opnað sérstaklega fyrir hópinn og okkur gefinn kostur á að skoða það. ég og Þrúður Kristjánsdóttir samstarfskona mín í verkefn- inu, mættum þarna í víkinga- kjólum og vakti það mikla at- hygli og töluðu hinir þátttak- endurnir uin að þeir myndu framvegis mæta í víkingaklæð- urn á fundina. Bærinn Narsaq er mjög vinalegur bær fyrir utan glæfraakstur sem mér fannst einkennandi þarna. Flestir vegir bæjarinns eru mal- Eftir stíf fundarhöld í þrjá daga var svo siglt á ný og nú var lokaáfangastaður Julianeháb eða Quaqortoq með viðkomu í hinum forna kirkjustað Hvals- ey. Við lögðum að lítilli bryggju er við komum að Hvalsey og gengum að fornum steinrústum þar sem við fengum fýrirlestur inni í rústum kirkjunnar. Hvalsey er mjög merkilegur staður og er þarna að finna best geymdu minjar norrænna manna í Grænlandi, þeirra sem hurfu sporlaust fýrir u.þ.b. 500 árum og enginn veit hvað varð um. Það var skrítið, að þarna á þessum eyðilega stað, þar sem enginn býr og engir vegir eru, að við sáum ferðamenn með bakpoka og tjöld á göngu, það hlýtur að vera stórkostleg upp- lifun að ferðast gangandi um eyðifirði Grænlands. Afram var siglt í þessum löngu þröngu fjörðum þar sem hrikaleg fjöll rísa úr sænum og aðeins stein og ís að sjá. Hópnum hafði nú verið skipt í þrennt og sigldum við með þremur litlum bátum sem voru hinir þægilegustu að ferðast með. Við komum um kvöldið til Quaqortoq eða Julianeháb sem er stærsti bær- inn sem við höfðurn séð til þessa en þar búa um 3.500 manns. Bærinn er miðstöð mennta og menningar á suður Grænlandi. Þar eru blokkir og háskóli sem hópurinn gisti á heimsvistinni. I bænum eru víðsvegar skúlptúrar sem nor- rænir listamenn hafa grafið inn í granítsteininn sem þar er að finna. Um kvöldið var svo farið í boði bæjarstjórnar á veitinga- staðinn Napparsivik. Við urð- um heldur en ekki hissa þegar við fengum móttökur á íslenskri tungu og var þar komin íslensk kona sem rekur þennan glæsi- lega veitingastað ásamt systur Daginn eftir var haldið snemma af stað heimleiðis, fimm tíma sigling og flugferð framundan. Ferðuðumst við með stærri bát þar sem allur hópurinn og farangurinn komst fýrir. Þarna voru sæti á þilfari og borðsalur. Veðrið var frá- bært, sól og blíða og útsýnið ó- trúlegt. Það var boðið upp á veitingar á leiðinni og einnig fengum við íssiglinguna sem við misstum af fýrsta kvöldið okkar. Við sáum hafísbreiðuna koma nær og nær og ég minntist Titanic... Þetta var stórkostleg upplifun að sigla á milli jakanna sem voru í mörgum litbrigðum frá skjannahvítum og til að vera skærbláir. En þessi litamunur kemur til vegna ólíkra skilyrða þegar ísinn frýs. Jakarnir voru á hreyfingu og sáum við þá snúast og brakið og brestirnir heyrðust greinilega. Báturinn rakst í jak- ann einu sinni og var það ör- ugglega partur af siglingunni. A flugvellinum í Narsasuaq var hópur japanskra ferðamanna, sem flaug með okkur heim til Islands. Við áttum ánægjulegt flug heim með minningar um þessa stórbrotnu og fallegu eyju sem Grænland er. Eg á ekki lengur erfitt með að skilja Eirík þegar hann yfirgefur Island í annað sinn og ákveður að snúa aftur til Grænlands til frambúð- ar. Eins og einn af meðlimum Destination Viking komst að orði ,JVIér finnst eins og líf mitt hafi breyst við þetta ferðalag, það er erfitt að útskýra á hvern hátt, en þið verðið að trúa mér eitthvað hefur breytst". Nú hafa aðilar verkefnisins Destination Viking lagt Iínurn- ar fýrir veturinn og margt í gangi og er einungis rúmt eitt ár eftir af þessu verkefni en því lýkur í desember 2005. Qhætt er að segja að tengslin milli allra þessara staða hafa styrkst og er mikil og góð samvinna í gangi á milli aðila innanlands sem utan. Af sameiginleguin verkefnum okkar er að segja að ferðahand- bók er í vinnslu. Verður þetta vönduð bók þar sem allir stað- irnir verða sérstaklega kynntir, sagan og söguslóðir í viðkom- andi löndum. Einnig er í smíð- um vönduð vefsíða sem kemur til með að búa yfir mjög góðum og víðtækum upplýsingum um alla aðilana. Eitt af sérverkefnuin okkar á Eiríksstöðum er að þróa mót- töku skólabarna, að kenna þeiin söguna á lifandi hátt og lofa þeim að verða víkingar í 1-2 daga. Verkefnið er langt komið og verður prufukeyrsla á því nú í haust. Með kveðjufrd Eiríksstöðum, Helga H. Agústsdóttir

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.