Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Page 34

Skessuhorn - 30.09.2004, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 ^ivtsaijnu.. Upp og ofan í þorskeldinu Stærsta þorskinum úr eldiskvíunum skipað upp i Grundarfirði. Myndir: GE Runólfur Guðmundsson. „Þetta hefur gengið svona upp og niður,“ segir Runólfur Guð- mundsson að- spurður um þorskeldi á veg- um Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði sem er nú á öðru ári. „Við töpuðum 10 tonnum af 7 5 sem við settum í kvíarnar í vor. Það kom upp sýking sem má rekja til þess að sjávarhitinn varð of mikill. Þetta er þekkt vandamál í Noregi og þar eru menn farnir að bólusetja við þessu.“ Þorskurinn sem er núna í eldi í fjórum kvíum í Grundarfirði verður kominn í sláturstærð næsta vor en nú þegar er farið að slátra stærstu fiskunum. „Við verðum að flokka stærsta fisk- inn frá og slátra honum því þetta eru mikil ránkvikindi og éta sína nánustu miskunnar- laust. Þessvegna verðum við að fylgjast með þessu svo eldið éti sig ekki upp innanfrá.“ Runólfur segir að fyrir utan sýkinguna hafi eldið gengið bærilega og fingurinn þyngist ágætlega samkvæmt vigtunum. Efann segir hinsvegar að ef fara eigi í þetta af alvöru þá þurfi að vera hægt að auka umsvifin til muna. „Þetta er á tilraunastigi sem stendur en við höfum á- huga á að halda áfram ef við fáum leyfi frá sjávarútvegsyfir- völdum. Við erum búnir að setja í þetta töluverða peninga og viljum gjarnan þróa þetta á- fram,“ segir Runólfúr. GE UeiSikotniS Umsjon: Gunnar Benaer Endaspretturinn var fengsæll veiðimenn sumarsms eru að draga inn færin, veiði- tíminn er úti þetta sumarið og laxveiðin var ein sú besta í mörg, mörg ár. Margir fengu fína veiði og ennþá fleiri fengu Maríu- laxana sína. Til þess var líka leikurinn gerður. Á Vatna- svæði Lýsu Veiðimaður glfmir við lax í Norðurá en áin gaf 1386 laxa þetta sumarið og Stanga- lauk veiðinni í veiðifélag Reykjavíkur verður með ána á leigu til 2010. Félagið skrifaði nýlega gærdag og ^dir nýjan sa einnig í Andakílsá í Borgar- firði. Lýsan hefur verið að gefa góða veiði, fullt af laxi hefur verið á svæðinu og einn og einn vænn sjóbirtingur. Langá á Mýrum gaf bestu veiðina hérna á Vesturlandi, 2242 laxa, sem er nokkrum löxum minni veiða en fýrir ári síðan. „Við erum hressir með sumarið,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson veiðimógúll við Langá nú fýrr í vikunni og bætti við að mikið væri af fiski eftir í ánni. ning um ána. „Það hefur verið góður gangur hjá okkur í Laxá í Dölum og við erum með betri veiði en í fýrra,“ sagði Jón Egilsson í Sauðhúsum, formaður Veiðifélags Lax- dæla, í samtali við Skessu- horn, þegar síðasti veiðidag- urinn var úti og aðeins klakveiðin eftir í ánni. Norðurá og Þverá, báðar ættaðar úr Borgarfirði, end- uðu báðar í 1386 löxum hvor laxveiðiá. Haffjarðará endaði í 1133 löxum sem er meiri- Flókadalsá skilaði yfir 500 löxum, sem er meiriháttar veiði. Mikið er eftir af fiski í Flóku. „Eg fór í fimm laxveiðiár í sumar hérna í kring og veiddi 25 laxa, fimm í Norðurá, fimm í Þverá, fimm í Grímsá, fimm í Hítará og fimm í Straumfjarðará, flesta á flug- una og ég er sáttur með sum- arið,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Grímsá sem enn var aðeins búinn að veiða Laxá í Kjós endaði í 1502 löxum og mikið veiddist einnig af silungi. háttar gott en einungis er veitt á flugu í ánni. Grímsá endaði í 1106 löxum og tvo laxa þegar við hittum hann. Hann bætti við þremur skömmu seinna á fluguna. lkoinin f Nnæfell§bæ - /){(/' ,se/ti

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.