Skessuhorn - 30.09.2004, Side 38
38
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
Knattrak í roki
og rigningu
Knattrakinu lauk um klukkan 13.30 við Olís Nesti, en það voru krakkar
íyngstu tlokkunum sem hlupu síðasta spölinn. Hér fagna nokkrir körfu-
boltamenn í lok fjáröflunarinnar, Örnólfur er annar frá hægri.
Hið árlega knattrak körfu-
boltafélags ÍA fór fram í rign-
ingu og roki sl. laugardag.
Þetta er aðalfjáröflunarleið fé-
lagsins og áætlar Borghildur
Jósúadóttir, formaður, að um
sjöhundruð þúsund krónur
hafi safnast, þrjúhundruð þús-
und meðal fyrirtækja og stofn-
ana en áheit einstaklinga skili
um fjögurhundruð þúsundum í
kassann. Þetta er í fimmta sinn
sem þessi leið er farin í fjáröfl-
un og afraksturinn hefur aldrei
verið betri.
Örnólfur Þorleifsson hljóp
meðal þeirra fyrstu. Hann lagði
af stað með boltann klukkan
sjö og hljóp í tuttugu mínútur,
en lagt var upp frá Hvalfjarðar-
afleggjara á Kjalarnesi klukkan
6 á laugardagsmorgun og þeir
sem röktu boltann síðasta
spölinn skiluðu sér inn í bæinn
klukkan 13.30. Þorleifur segir
aðstæður ekki hafa verið mjög
góðar, mjög hvasst var á þess-
um slóðum og mikil rigning.
Það breytti því þó ekki að hug-
ur var í mannskapnum og eng-
inn lét sér detta í hug að sitja
heima vegna veðurs. ALS
Hallbera í
landsliðið
Einn leikmaður kvennaliðs ÍA
var valin í landslið íslands U -
19 ára sem leikur þessa dag-
ana á Evrópumótinu í Dublin á
írlandi. Það var hin efnilega
Hallbera Guðný Gísladóttir en
hún hefur staðið sig með prýði
í sumar með Skagaliðinu og
skoraði 9 mörk í fyrstu deild-
inni. GE
Fjórir
Skagamenn
í landslið
Fjórir leikmenn ÍA voru valdir í
25 manna úrtakshóp U - 19 ára
landsliðs karla sem var í æf-
ingabúðum helgina 18. - 19.
september síðastliðinn. Leik-
mennirnir eru Kristinn Darri
Röðulsson, Hafþór Þ Vilhjálms-
son, Heimir Einarsson og Jón
Vilhelm Ákason. Þess má geta
að sömu helgi var síðasta um-
ferð íslandsmótsins í knatt-
spyrnu og því voru leikmenn
sem leika með meistaraflokki
ekki í úrtakshópnum en tveir
Skagamenn þeirÁgúst Örlygur
Magnússon og Arnar Már Guð-
jónsson hefðu án efa annars
verið þeirra á meðal. GE
Gervigrasvöllur vígöur
í Grundarfirði
Stórlið bæjarstjórnar Grundarfjarðar og Ungmennafélags Grundarfjarðar hlíða á grundfirska þjóðsönginn.
Oft hafa menn heyrt íslenska
knattspyrnuþjálfa kvarta yfir
því að lið þeirra hafi ekki næga
breidd til að byggja á. Það var
hinsvegar Ijóst að ekkert skorti
upp á breiddina þegar vörpu-
legir bæjarfulltrúar Grundar-
fjarðar voru búnir að skrýðast
keppnisbúningum tilbúnir í
vígsluleik á nýjum sparkvelli í
Grundarfirði síðastliðinn
fimmtudag. Mótherjinn var
Ungmennafélag Grundarfjarð-
ar og þótt engum sögum fari af
úrslitum leiksins er Ijóst að
hann var verðug prófraun fyrir
gervigrasvöllinn sem stóð sig
með mikilli prýði. Völlurinn í
Grundarfirði er annar
sparkvöllurinn sem tekinn er í
notkun á Vesturlandi í ár og
fleiri verða væntanlega vígðir á
næstu dögum og vikum.
GE
Ný líkamsræktarstöð í Hólminum
Starfsfólk íþróttahússins brá á leik fyrir Ijósmyndara Skessuhorns og spretti úr spori á þeim tækjum sem þeg-
ar eru komin í nýju líkamsræktarstöðina. Það er Berglind, annar eigandanna, sem er lengst til vinstri á mynd-
inni. Mynd: GE
Um mánaðamótin hyggjast
stöllurnar íris Símonardóttir
og Berglind Þorbergsdóttir í
Stykkishólmi opna nýja og
fullbúna líkamsræktarstöð á
jarðhæð íþróttamiðstöðvar-
innar í Stykkishólmi. Opnun
stöðvarinnar hefur verið í und-
irbúningi í allt sumar og þegar
blaðamaður Skessuhorns
ræddi við þær írisi og Berg-
lindi var aðeins verið að bíða
eftir hluta af tækjunum sem
koma ný frá Ítalíu en að öðru
leyti var ekkert að vanbúnaði
að opna.
„Við ákváðum að fara út í
þetta í vor og ástæðan var
einfaldlega sú að við höfum
báðar mikinn áhuga á líkams-
rækt og fannst vanta góða
þjónustu á þessu sviði hér í
bæjarfélagið," segir íris og
vísar til þess að eina líkams-
ræktaraðstaðan í Stykkis-
hólmi fram til þessa hefur ver-
ið í litlu herbergi í kjallara í-
þróttamiðstöðvarinnar. „Við
ætlum að opna hérna alvöru
líkamsræktarstöð og lofum
því að hún verður í það
minnsta ein sú flottasta á
Vesturlandi og þótt víðar væri
leitað."
Þær íris og Berglind vildu
ekki upplýsa blaðamann
Skessuhorns um nafn líkams-
ræktarstöðvarinnar nýju en
því verður haldið leyndu þartil
fyrsta opnunardaginn. Þá
geta Hólmarar og nærsveit-
ungar svitnað ærlega í hús-
næði þar sem menn hafa
kannski svitnað áður yfir próf-
blöðum en þar var útibú frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands til
húsa þar til í vor en útibúið var
lagt niður við stofnun Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga. íris
og Berglind hafa í sumar unn-
ið hörðum höndum við breyt-
ingar á húsnæðinu og meðal
annars þurft að rífa niður
veggi og reisa nýja í staðinni. í
líkamsrætktarstöðinni verða
öll möguleg líkamsræktartæki
og auk þess aerobicsalur og
teygjuaðstaða. Þá ætla eig-
endurnir að bjóða upp á þjálf-
un fyrir þá sem vilja en þær
hafa að undanförnu verið að
afla sér réttinda sem einka-
þjálfarar. GE