Skessuhorn - 10.11.2004, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 10. NQVEMBER 2004
jatSðUtlUi..
Akveðið að stækka Norðurál erm meira
Gert er ráð fyrir að 350 manns muni starfa við álver Norðuráls eftir að stækkuninni lýkur
Ein af stórfréttum síðustu
viku, en sem ótrúlega lítið fór
fyrir vegna annarra stórfrétta hér
heima og erlendis, var ákvörðun
um enn meiri stækkun álverk-
smiðju Norðuráls á Grundar-
tanga en ráð hafði verið fyrir
gert. Nú hefur verið samið um
raforkusölu til stækkunar um
32.000 viðbótartonn á ársgrund-
velli. Viðbótin gerir það að verk-
um að heildarframleiðslugeta
verksmiðjunnar verður 212 þús-
und tonn haustið 2006. Verður
verksmiðja Norðuráls þá stærsta
álverksmiðja landsins.
Samið hefur verið um að
Orkuveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja munu auka raf-
orkusölu sína til fyrirtækisins um
54 MW vegna þessa. Jafnframt
er stefnt á átta þúsund tonna
stækkun að auki seint á árinu
2006 sem eykur þá raforkusöl-
una um 15 MW en það er háð
samningum um orku og orku-
flutninga. Auk þessa hafa Orku-
veita Reykjavíkur og Norðurál
ákveðið að kanna forsendur fyrir
orkuviðskiptum fyrir allt að
40.000 tonna stækkun til viðbót-
ar, þannig að þar með næði ál-
verið 260.000 tonna stærð. Gert
er ráð fyrir að samningar þessa
efnis verði endanlega undirritað-
ir eftir eina til tvær vikur.
Gríðarleg
mannaflaþörf
Rösklega 800 manns munu
starfa að jafnaði við uppbygg-
ingu orkuvera og verksmiðju
Norðuráls á Grundartanga.
Þegar framkvæmdum lýkur
munu um 30 - 40 manns vinna
við virkjanirnar og rúmlega 350
manns starfa hjá Norðuráli, en
þar af bætast við um 160 ný störf
vegna stækkunarinnar. Að auki
verður um fjölda afleiddra starfa
að ræða en reynslan sýnir að fyr-
ir hvert nýtt starf í álveri verða til
a.m.k. eitt og hálft annað starf í
samfélaginu og munar um
minna hér á Vesturlandi í ljósi
þess að mikill meirihluti starfs-
manna mun búa á svæðinu, verði
þróunin eins og við fyrri stækk-
anir verksmiðjunnar. Gert er ráð
fyrir að verðmæti aukningar á
útflutningi frá Islandi vegna
stækkunar álvers Norðuráls í
212.000 tonn nemi tæpum 4
milljörðum á ári.
Jarðvegsframkvæmdir hjá
Norðuráli á Grundartanga
vegna stækkunar í 180.000 tonn
eru langt komnar og verið er að
steypa undirstöður undir nýja
kerskála. Jarðboranir hafa lokið
um helmingi borframkvæmda
fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og
ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS
TRADE COUNCIL OF ICELAND
Hagvöxtur
á heimaslóð
Ferðaþjónusta á Vesturlandi
Þróunarverkefnið Hagvöxtur á heimaslóð (HH)
miðar að því að aðstoða íslensk fyrirtæki í
ferðaþjónustu við að nýta markaðstækifæri
erlendis. Verkefnið hefst í lok nóvember. í fyrsta
hluta verkefnisins gefst ferðaþjónustu-
fyrirtækjum á Vesturlandi kostur á að taka þátt.
HH-verkefnið er ætlað framkvæmdastjórum,
stjórnendum og starfsmönnum lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Helstu atriði verkefnisins:
Verkefnið byggir á fjórum tveggja daga vinnu-
fundum sem haldnirverða á tímabilinu nóvember
til apríl. Áhersluatriði verkefnisins eru hagnýt
útflutningsmarkaðsfræði, vöruþróun og stjórnun.
Á milli vinnufundanna vinnur ráðgjafi náið með
fyrirtækjunum.
Nánari upplýsingar um HH-verkefnið gefa
Guðjón Svansson, gudjon@utflutningsrad.is, eða
Hermann Ottósson, hermann@utflutningsrad.is.
- Útflutningsráð íslands stendur fyrir verkefninu
s /' samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru
f nýsköpunarmiðstöð, LandsMennt, Mími-
g símenntun, Ferðamálasetur íslands og Byggða-
5 stofnun.
FERÐAMÁLASETUR
ÍSLANDS
<í>
impra nýsköpunarmiðstöð
Byggðastofnun
j2jtU]U!
B« LandsMennt
III
OTFLUTNINCSRÁÐ islands
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
—
3,
Norðurál á Grundartanga. Myndin var tekin í vor, daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að stækkun
verksmiðjunnar.
Hitaveitu Suðurnesja og jarð-
vegsframkvæmdir vegna mann-
virkjagerðar eru hafnar.
Með framkvæmdunum skap-
ast mörg störf bæði hjá orkufyr-
irtækjunum og Norðuráli. Hér á
Vesturlandi gætir áhrifanna þó
e.t.v. mest þegar stækkunarfram-
kvæmdum lýkur og allur sá við-
bótar mannafli sem þarf við
reglubundna starfsemi verk-
smiðjunnar verður byrjaður. Auk
þessara áhrifa hér á Vesturlandi
má geta þeirrar fjölþættu þekk-
ingar og reynsla sem ávinnst
með virkjun háhitasvæða á Is-
landi en sú þekking mun nýtast á
fleiri sviðum verðmætasköpunar
þegar ffam í sækir. Þannig munu
framkvæmdirnar í heild sinni
skapa gríðarlega þekkingu við
virkjun svokallaðrar vistvænnar
orku og til þess fallnar að lág-
marka losun úrgangsefna við
framleiðslu áls.
MM
Mikill hagnaður af
J ámblendiverksmiðjunm
Langtíma áform Elkem felast í stækkun á Grundartanga
náist hagstæðir raforkusamningar
Verksmiðjuhús Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.
Forsvarsmenn El-
kem, eiganda Járn-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga áforma
að stækka verksmiðjuna
og bæta jafnvel við
tveimur nýjum ofnum.
Þetta kemur fram í við-
tali í norska blaðinu Af-
tenposten við Johan
Svensson, forstjóra El-
kem.
I viðtalinu kemur
fram að heimsmarkaðs-
verð á járnblendi sé nú
um 1100 dollarar tonn-
ið og hefur meira en
tvöfaldast frá árinu
2002. Hagnaður er af
rekstri verksmiðjunnar
ef verðið á tonni er yfir
600 dollarar og því mali
verksmiðjan nú nánast gull.
Hagnaður á síðasta ári hafi ver-
ið um 50 milljónir norskra
króna, rúmar 530 milljónir ís-
lenskra króna, og er haft eftir
Svensson að búist sé við að
hagnaðurinn í ár verði ekki
minni.
Svensson segir í viðtalinu við
Aftenposten að framleiðslu-
kostnaður á Islandi sé mun
lægri en í Noregi. „Með tilliti
til hvernig raforkuverð er að
þróast í Noregi er verð fyrir
kílówattsstundina 20 aurum
[norskum aurumj lægri á Is-
landi,“ segir Johan Svensson,
forstjóri. Þá segir hann hið póli-
tíska umhverfi á Islandi
stöðugra en hið norska og
þannig jákvæðara í garð stór-
iðju.
Akvörðun um stækkunina
gæti legið fyrir á næstu 1-2
árum. Viðræður fyrirtækisins
við orkusölufyrirtækin Lands-
virkjun, Orkuveim Reykjavíkur
og Hitaveitu Suðurnesja eru nú
á frumstigi en framtíð verkefn-
isins ræðst af því að takist að
tryggja orkukaup á hagstæðum
kjörum. Þá er fyrirtækið einnig
að skoða aðra framleiðslu á
Grundartanga, sérhæfðari vöru
og er þá einkum átt við
magnesíumjámblendi.
Ef af stækkun Járnblendi-
verksmiðjunnar verður er gert
ráð fyrir að verksmiðjan gæti
skapað um 100 ný störf og þar
af 50-60 störf við verksmiðjuna
sjálfa. MM