Skessuhorn - 10.11.2004, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004
^atsaunu...
Dreifingarsvæði íslandsmiðils,
sem markaðssetur útsending-
ar þessar undir heitinu Vat+.
Stafrænt
sjónvarp
Um síðustu mánaðamót
hóf fjarskiptafyrirtækið Is-
landsmiðill ehf., sem er í eigu
Landsvirkjunar, formlega út-
sendingu fyrsta þráðlausa,
stafræna sjónvarpsdreifikerf-
isins hér á landi. Utsending-
arsvæðið er í fyrstu einskorð-
að við suðvesturhorn lands-
ins og nást útsendingar eink-
um á höfuðborgarsvæðinu á
sendi sem staðsettur er á Blá-
fjallasvæðinu. Utsendingar
frá honum nást þó einnig á
Akranesi og vestast á sunnan-
verðu Snæfellsnesi auk hluta
Suðurlands. Samtals er
þannig áædað að um 65%
heimila sé í þeim geisla frá
Bláþöllum sem um ræðir. I
tilkynningu frá fyrirtækinu
segir m.a. að boðið verði upp
á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar
ásamt 3 íslenskum stöðvum;
Rúv, Skjá einum og Popp
TV Sú útsendingatækni sem
íslandsmiðill nýtir sér er að
grunni til sama tækni og nýtt
er til stafrænna útsendinga
frá gervihnöttum sem er
mest notaða stafræna útsend-
ingartæknin í dag. MM
Hótel Ólafs-
vík enn lokað
Enginn kaupandi er enn
kominn að Hótel Olafsvík
sem lokað var um mánaða-
mótin ágúst-september.
Byggðastofnun á húsið og
hefur til sölu en áhugi virðist
vera lítill, heimamönnum til
lítillar gleði. GE
Skákmótí
fíólminum
Um mánaðamótin var
haldið aðlþjóðlegt skákmót í
Stykkishólmi þar sem öttu
kappi skákmenn á ýmsum
aldri frá Snæfellsbæ, Reykja-
vík og Stykkishólmi. Þá
mætti til leiks hinn þekkti
danski stórmeistari Henrik
Larsen sem tefldi m.a.
fjöltefli við gesti og gang-
andi. Henrik tefldi síðan með
Hólmurum í sveitakeppninni
enda eðlilegt þar sem Stykk-
ishólmur er hálfdanskur bær.
GE
Vmnumarkaðurinn annar ekki
auknum umsvifum Loftorku
Fyrirtækið hefnr sótt um atvinnuleyfi fyrir 47 Pólverja
Bílar Loftorku hafa ekið sem nemur 20 sinnum í kringum jörðina á þessu ári.
138 í dag og hafa aldrei verið
Gríðarlegur
uppgangur er í
byggingarfyrir-
tækinu Loftorku í
Borgarnesi ehf.
en vöntun á
vinnuafli er hins-
vegar að byrja að
há fyrirtækinu.
Að sögn Konráðs
Andréssonar í
Loftorku hefur
verið auglýst eftir
vinnuafli vikum
saman en ekki
gengið sem skildi
að ráða. „Við höf-
um tekið við öllum sem hafa
komið en þessi vinna hentar
mönnum misjafnlega þannig að
starfsmannaveltan hefur verið
nokkuð hröð.“
Sextán erlendir verkamenn
starfa nú hjá Loftorku en alls
hefur fyrirtækið sótt um 47 at-
vinnuleyfi fyrir Pólverja þannig
að væntanlega mun eitthvað
rætast úr á næstunni.
Starfsmenn hjá Loftorku eru
fleiri. „Það hefur aldrei verið
jafn ntikið að gera og pantanir
hrúgast inn. Við erum að
byggja á Bifröst, steypa eining-
ar fyrir álverið, parhús í Mos-
fellsbæ og skóla í Grundarfirði.
Síðan erum við að steypa undir-
stöður og stagfestur fyrir línuna
frá Grundartanga á Brennimel.
Þetta er í raun orðið að stórum
hluta verksmiðja sem ffamleiðir
bygginarefhi sem aðrir vina úr.
Við erum meðal annars að
steypa einingar í blokkir, stiga,
holplötur og allt mögulegt að
ógleymdum rörunum sem er
mikil sala í,“ segir Konráð.
Hann segir til marks um um-
svifin að undanförnu að frá ára-
mótum hafi fyrirtækið framleitt
á annað hundrað kílómetra af
rörum og bílar fyrirtækisins
hafi ekið sem nemur 20 sinnum
í kringum jörðina.
GE
Undirbúningi að ljúka
Undirbúningi Snæfellsness
fyrir vottun Green Globe 21 er
formlega lokið en í síðustu
viku skiluðu fyrirtækin sem séð
hafa um ráðgjöf og verkefnis-
stjórn formlega af sér. Það eru
Leiðarljós ehf og Umís ehf
sem hafa annast þá vinnu.
Sagði Stefán Gíslason frarn-
kvæmdastjóri Umís við þetta
tækifæri að sveitarfélögin á
Snæfellsnesi væru komin á
undan öllum öðrum í sinni
vinnu og að augu annarra
myndu beinast að þeirri vinnu
sem verið væri að vinna á Snæ-
fellsnesi.
GE
Stefán Gíslason afhendir Kristni Jónassyni bæjarstjóra Snæfellsbæjar
eintak af skýrslu um vottun Green Globe 21 fyrir Snæfellsnes.
Fundur viðbragðsaðila
eftir rútuslysið
Það er samdóma álit lög-
reglu, björgunaraðila og ann-
arra sem hlut eiga að máli að
starfsmenn Sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar á
Akranesi hafi staðið af fag-
mennsku og hnökralítið að
móttöku slasaðra þegar rúta
með 45 starfsmönnum Norð-
uráls fór útaf í aftakaveðri við
Akrafjall 19. október sl. Þetta
kom fram á fundi í Borgarnesi
sem haldinn var með fulltrúum
frá SHA, Neyðarlínunni, full-
trúa Almannavarnaskrifstofu
ríkislögreglustjóra, sýslu-
mönnunum á Akranesi og í
Borgarnesi og yfirlögreglu-
þjónum á þessum stöðum í lok
síðasta mánaðar. A fundinum
var farið yfir atburðarás frá
upphafi til enda og staldrað við
einstaka þætti. „Aðilar voru
sammála um að vinnubrögð
hafi verið markviss og björg-
unaraðilar sýnt rétt viðbrögð
við erfiðar kringumstæður. Það
kom fram í máli flestra þeirra
sem í hlut áttu að fjarskipti og
samskipti voru veikir hlekkir í
hjálparstarfinu. Þetta leiddi til
þess að upplýsingamiðlun var
af skornum skammti, einkum
til SHA. Vegna eðli slyssins og
aðstæðna töldu menn þó að
þessir agnúar hefðu ekki kom-
ið að sök eða haft umtalsverð
áhrif á björgunarstarfið," sagði
Guðjón Brjánsson, fram-
kvæmdastjóri SHA í samtali
við Skessuhorn.
MM
Nafharáð
verði skipað
A fundi samstarfsnefndar
um sameiningu sveitarfélag-
anna sunnan Skarðsheiðar
sem haldinn var í Miðgarði
19. október sl. var samþykkt
að skipa þriggja manna sam-
starfsnefnd í svokallað
Nafnaráð. Nafnaráð skal
bjóða öllum sem áhuga hafa
að skila inn tillögu um nafn á
nýju sveitarfélagi ef samein-
ing verður samþykkt í at-
kvæðagreiðslu þann 20. nóv-
ember nk. Nafiiaráð getur
sjálft einnig komið með til-
lögur að nafni. Einnig var
samþykkt að Nafnaráð skuli
hafa samráð við Ornefna-
nefnd, eins og áskilið er í
sveitarstjómarlögum og að
öll framkvæmd tillagna um
nafn á nýtt sveitarfélag verði
í höndum nefndarinnar.
Nafnaráðið skal velja úr
framkomnum tillögum 3-5
nöfn á hið nýja sveitarfélag
og skal kosið um þau sam-
hliða sveitarstjórnarkosn-
ingum 2006.
A vefnum hvalfjordur.is
kemur ffam að tillaga þessi
hafi verið send til afgreiðslu
til sveitarstjórnanna á svæð-
inu og hafi hún þegar verið
samþykkt í Skilmanna-
hreppi.
MM
Kvöld-
opnun
Nokkrar verslanir í Stykk-
ishólmi hafa komið til móts
við óskir viðskiptavinanna
með því að hafa opið á
fimmtudagskvöldum.
GE
Matur
og saga
Það er oft rætt um það hér
á landi að gera sér mat úr
sögunni. Það eru samt ekki
margir sem hafa gert það á
eins bókstaflegan hátt og
Borgameskjötvörur sem em
reyndar með söguna á matn-
um ef svo má segja. A nýjum
umbúðum utan tun álegg og
fleiri kjötvömr er nefiiilega
að finna ýmsa fróðleiksmola
úr sögu héraðsins. Meðal
annars þetta á hangiketinu: „I
Skallagrímsgarði er mjög fal-
leg lágmynd eftir danska
listakonu sem sýnir Egil
Skallagrímsson reiða lík
Böðvars sonar síns til hinstu
hvílu.“
GE