Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Side 11

Skessuhorn - 10.11.2004, Side 11
úoi.39unu^ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 11 \» • • er aðalmálið Ahugafólk um matar- og vín- menningu á Akranesi hefur á- stæðu til að kætast um þessar mundir því fimmtudaginn 4. nóvember opnaði nýr veitinga- staður - Galito - við Stillholt þar sem áður var Pizza 67. Listunn- endur fá líka eitthvað fýrir sinn snúð ef þeir kíkja á Galito því á laugardaginn opnaði Bjami Þór Bjarnason sýningu á 11 olíu- verkum í veitingasalnum. Eigendur Galito eru Þórður Þrastarson matreiðslumaður og Víkingur og Reynir sameinuð? Eins og frá hefur verið sagt í Skessuhorni hefur nokkur umræða verið um það í Snæ- fellsbæ síðusm misseri hvort sameina ætti íþróttafélögin Víking í Ólafsvík og Reyni Hellissandi. Skiptar skoðanir eru uppi en engu að síður hafa félögin verið að vinna saman á mörgum sviðum að undan- fömu. Eftir vel heppnað samstarf Víkings og Reynis við ffam- kvæmd íslandsmótsins í krakkablaki um síðustu helgi ritar formaður Víkings, Guðni Gunnarsson, pistil á vef Snæfellsbæjar þar sem hann lýsir yfir eindregnum stuðningi við sameiningu. Guðni segir m.a.: „Sem for- maður Umf. Víkings í Ólafs- vík æda ég hér með að gera at- lögu að því að sameina ung- mennafélögin í Snæfellsbæ. Þetta er sameinað bæjarfélag með sameinuðum skóla og núna finnst mér tími tíl kom- inn að sameina ungmennafé- lögin. Kostir sameiningar eru margir og í mínum huga þess- ir helstir: Auðveldara verður að manna stjórnir. Það hefur nánast þurft að draga fólk með töngum í stjórnir félaganna en stjórnarfólki myndi væntan- lega fækka til muna við sam- einingu. Sameinað félag hefði meiri slagkraft gangvart styrktaraðilum jafht opinber- um sem og almennum. Með fleiri iðkendum, betri nýtingu þjálfara og sameiginlegum markmiðum í starfi þá er að mínu mati auðveldara að ná til styrktaraðila á landsvísu með stærra og kraftmeira félagi. Fjárhagslegur ávinningur. Asamt því að nýta betur þá sem að starfinu koma þá næð- ist einnig hagræði í fjárum- sýslu. Má þar nefna betri kjör í bönkum, betri kjör á inn- kaupum og fleiru þvíumlíku." Þá segir Guðni í pistlinum að hann muni fara í það strax að reyna að vinna tillögunni fylgis meðal stjóma félaganna. GE Aróra Rós Ingadóttir framreiðslumaður. Aðspurð um tildrög þess að þau hófu veitingarekstur á Akranesi segjast þau hafa haft ffegnir af því að rekstur Pizza 67 hafi verið til sölu og ákveðið að slá til eftir góða umhugs- un, enda draumur- inn að nýta menntun sína á þessu sviði til Eigendur Galito, Þórður Þrastarson og Aróra Rós Ingadóttir. þess að gera eitthvað nýtt og finna allar þrúgutegundir frá öll- spennandi. Á Galito er boðið upp á fjölbreyttan matseðil, fín- an mat í bland við léttari rétti svo sem salöt, pastarétti og pizz- ur og áhersla lögð á fjölbreytni og huggulegt andrúmsloft. Um helgar verður boðið upp á á- kveðið helgarþema sem verður breytilegt frá einni helgi til ann- arrar. „Fjölbreytni er aðalmál- ið,“ segja þau, „og stefnan er sú að skipta matseðlinum reglulega út og hafa alltaf eitthvað ferskt og spennandi á boðstólnum. Fyrir jóHn ætlum við til dæmis að bjóða upp á jólahlaðborð sem verður blanda af klassískum rétt- um og einhverju nýju og fram- andi.“ Vínseðilinn er einnig mjög fjölbreyttur og þar er að um heimshomum. Aróra segir þau bjóða upp á um 10 tegundir af hvítvíni og 10 af rauðvíni en mikið af þessum vínum em ein- göngu fáanleg á veitingastöðum og í vínumboðum. I hádeginu geta vinnulúnir menn og konur komið við á Galito og fengið sér í gogginn, en boðið verður upp á hefð- bundinn heimilismat í bland við framsæknari rétti. Samhliða veitingastaðnum reka þau Þórð- ur og Aróra veisluþjónustu og taka að sér stórar og smáar veisl- ur. Utsendari Skessuhorns brá sér út að borða á Galito um helgina og varð ekki svikinn - hvorki af matnum né verðinu. ALS Verðiaunahafar í A. flokki. Lengst til hægri er Valgeir Magnússon með Sigurð son sinn, þá Kristján Mikaelsson og lengst til vinstri er Krist- björn Steinarsson. Smalahundar keppa Smalahundadeild Snæfells og Hnappadalssýslu hélt smala- hundakeppni að Hraunsmúla í Kolbeinstaðahreppi 23. október sl. Góð mæting var en alls tóku 16 hundar þátt. Veður var gott þó smávegis norðan gola gerði það að verkum að hundamir heyrðu ekki alltaf í smalanum. Aðstæður að Hraunsmúla em mjög góðar í alla staði fyrir smalahundakeppnir og kindurn- ar vom að vanda góðar, refsuðu fljótt og vel ef hundarnir gerðu mistök. EK Úrslit. Unghundar: 1. sæti, Tjra og Gunnar Guð- mundsson 34 stig. 2. sæti Orka og Þóra Kópsdóttir 30 stig. 3. sæti Skerpla og Valgeir Magn- ússon 21 stig. Aðrir keppendur, Dorrit og Krist- jún Mikaelsson, Mánadís og Krist- ján Sigwrvinsson, Deila og Skúli Skúlason. B. flokkur: 1. sæti Mía og Gísli Om Matthí- asson 39 stig 2. sæti Týra og Gunnar Guð- mundsson 31 stig 3. sæti Snotra og Eggert Kjartans- son 26 stig. Aðrir keppendur, Mánadís og Kristján Sigurvinsson, Drífa og Kristján Mikaelsson og Blámi og Eggert Kjartansson A. flokkur: 1. sæti Skotta og Valgeir Magnús- son 70 stig. 2. sæti Garry og Kristján Mika- elsson 63. stig. 3. sæti Dögg og Kristbjöm Stein- arsson 62 stig (13,5 mín ) 4. sæti Spóla og Gísli Þórðarson 62 stig (tími 14 mtn) Aðrir keppendur: Drífa og Krist- ján Mikaelsson, Flóki og Krist- hj 'óm Steinarsson og Týra og Hilmar Sturluson. Sýslumciðurinn i Borgarnesi Gjaldkeri Sýslumaðurinn í Borgarnesi óskar að ráða gjaldkera í 100% starf. Starfið felur í sér m.a. almenna gjaldkeravinnslu við tekjubókhaldskerfi ríkisins. Hæfniskröfur: • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegu starfi • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg Laun skv. gildandi samkomulagi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í síma 437-1209 á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2004. Umsóknir ásamt starfsferilskrá berist til Sýsluskrifofunnar, Bjamarbraut 2, 310 Borgamesi. Öllum umsóknum verður svarað, þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 4. nóvember 2004 Sýslumaðurinn í Borgarnesi íbúðarhús - íbúð óskast til leigu í Borgarnesi eSa svæSinu frá Borgarnesi aS Bifröst. Upplýsinqar í síma 893-8611 Verkstæðishús - viðgerðaraðstæða óskast til leigu í Borgarnesi eSa svæSinu frá Borgarnesi aS Bifröst. Upphý'sincjar í síma Atvinna í boði Vélamenn - Verkamenn Viljum ráSa til starfa nokkra kraftmikla starfsmenn viS lagningu vatnslagna frá Bifröst aS Borgarnesi Upplýsincjar í síma 893-8611

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.