Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Page 12

Skessuhorn - 10.11.2004, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 Smábátasjómenn mótmæla svæðalokun í Breiðafirði Hluti smábátaflotans á Snæfellsnesi. Frá Stykkishólmi. Mynd: MM Norrænn skjaladagur á laugardaginn Mynd frá Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar Stjórn Snæfells, félags smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi, mótmælir harðlega fyrirhug- aðri reglugerðarlokun á grunn- slóð við sunnanverðan Breiða- fjörð. I ályktun fundar sem Snæfell hélt fyrir síðustu helgi segir að með þessari lokun séu möguleikar smábáta til sjó- sóknar stórlega skertir og at- vinnuöryggi hundraða sjó- manna, beitningafólks og fisk- verkafólks stefnt í voða. Stjórn Snæfells telur að forsendur fyr- ir lokun svæðisins séu ekki nægar og krefst þess að frekari rannsóknir fari fram áður en jafn róttæk og íþyngjandi á- kvörðun sé tekin. „Þegar beitt er reglugerðarlokun sem hefur jafn víðtæk áhrif og sú sem nú hefur verið boðuð á sunnan- verðum Breiðafirði, hlýtur það að vera sjálfsögð krafa af okkar hálfu að boðað sé til fundar með þeim aðilum sem slík stjórnvaldsaðgerð hefur mest áhrif á. Það er yfirlýst stefna hjá Hafrannsóknastofnun að hafa meira samráð við sjó- menn. Þessari stefnu hefur ekki verið fylgt við þessa ákvörð- un,“ segir í ályktuninni. Breyta viðmiðunum Stjórn Snæfells krefst þess að bann við línuveiðum á sunnan- verðum Breiðafirði verði fellt úr gildi nú þegar. „Það er ekki algilt að stærð þorsks á því svæði sem verður lokað sé sú sama allsstaðar. Til dæmis hef- ur það mikil áhrif hvernig beita er notuð og hvar og hvenær lagt er. Einnig er það stað- reynd að þorskur hefur farið minnkandi miðað við aldur eins og sjá má á upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. A milli áranna 2001 og 2002 var það um 18% í þyngd og 6% í lengd. Ekki hefur verið tekið tillit til þessara breytinga. Ef sama þróun hefur verið milli 2002 og 2004 er verið að tala um enn meiri breytingu og því nauðsynlegt fyrir Hafrann- sóknastofnun að breyta við- miðunum.“ Jafiigildir fj öldauppsögnum Jafnframt telur félagið að skoða þurfi þessi atriði betur áður en gripið er til lokana af þessari stærðargráðu, „sem líkja má við fjöldauppsögn á 100 manna vinnustað og erum við hræddir um að einhvers staðar hefði heyrst hljóð úr horni ef slík uppsögn kæmi til fram- kvæmda með aðeins 2 daga fyr- irvara. Smábátasjómenn á Snæ- fellsnesi krefjast frekari rann- sókna og samráðs og eru tilbún- ir að veita Hafrannsóknastofn- un alla þá aðstoð sem þeir þurfa.“ Sjávarútvegsráðuneytið gefur út reglugerð um svæðalokanir, á grundvelli tillagna Hafrann- sóknastofnunar. Stofnunin byggir tillögur sínar á sýnatök- um úr afla fiskiskipa. Miðað er við að heimilt sé að grípa til skyndilokunar ef 25% fisksins mælist minni en 55 sentimetrar. Ef um er að ræða ítrekaðar skyndilokanir á sama svæði er Hafrannsóknastofnun heimilt að gera tillögu um svokallaða reglugerðarlokun, enda séu yf- irgnæfandi líkur að á svæðinu sé smár fiskur. Sex skyndilokanir Gerðar hafa verið mælingar á umræddu svæði í sunnanverð- um Breiðafirði og var í síðasta mánuði gripið sex sinnum til skyndilokana vegna smáþorsks. Hlutfall þorsks undir 55 senti- metrum var 36-73% í sýnum. Því var gerð tillaga um reglu- gerðarlokun á fjórum skyndi- lokunarsvæðum af sex, svæðum sem grynnst eru en ekki þótti á- stæða til að loka dýpri svæðum. Reglugerðin er um óákveðinn tíma en Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, gerir ráð fyrir að svæðið verði skoðað aftur innan tíðar og kannað hvort að aflétta megi banninu. Hann segir að gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá sýni úr afla af umræddum svæð- um til að skera úr um aldur fisksins. MM Bókasafnsnefnd íAndakíl 1986. Héraðsskjalasafn Borgar- fjarðar í Safnahúsi Borgar- fjarðar er opinbert skjalasafn sem að standa átta sveitarfélög, fimm norðan Skarðsheiðar, en þrjú sunnan hennar; Borgar- byggð, Borgarfjarðarsveit, Leirár- og Melahreppur, Hvít- ársíðuhreppur, Skorradals- hreppur, Innri Akraneshrepp- ur, Hvalfjarðarstrandarhrepp- ur og Skilmannahreppur. Fer eignarhlutfall eftir íbúafjölda hvers sveitarfélags. A safninu eru varðveitt hvoru tveggja opinber gögn sem varða stofnanir og stjórnsýslu sem og mikið af einkaskjölum og myndum frá félögum, fyrirtækj- um og einstaklingum. Elsta skjal safnins er hreppsbók Reykholtsdalshrepps frá 1643 sem mun vera elsta varðveitta hreppsbókin á landinu. Skjalasafnið hefur lengi sýnt og sannað notagildi sitt. Það er aðgengilegt fyrir einstaklinga, sem og stofnanir og hefur ver- ið vel nýtt af fólki í heimilda- leit fyrir hin ýmsu verkefni. Hér er að finna í máli og myndum ríkulegar heimildir um sögu og samfélag ofan- greindra sveitarfélaga á síðari öldum, s.s. heimildir um störf bæjarstjórna, byggðasamlaga, forðagæslumanna, skóla- og barnaverndarnefnda og lestr- arfélaga, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. A myndum má sjá fólk úr mannlífinu og byggðir og byggingar í þróun. Um héraðsskjalasöfn gilda reglur um skilaskyldu sveitar- félaga á löngum lista opinberra skjala, skv. reglugerð um hér- aðsskjalasöfn nr 283/1994 og munu forstöðumenn skila- skyldra stofnana bera ábyrgð á skráningu, flokkun og frágangi skjalanna. I tilefni Norræns skjaladags, 13. nóvember n.k. er vert að minna á að enn vantar upp á að skilaskyldu gagnvart Héraðs- skjalasafni Borgarfjarðar sé fullnægt. Vil ég nota tækifærið og minna á hversu jákvætt það er fyrir héraðið að hafa öll skjöl varðandi sögu þess, á- kvarðanir og þróun, á einum stað. Tekið er á móti fyrirspurnum á Héraðsskjalasafni Borgar- fjarðar þriðjudaga - föstudaga kl 09:00-12:00 í s: 430-7202, en best er að senda þær á net- fangið skjalasafn@safnahus.is Asa S. Harðardóttir, forstöðu- maður Safnahúss Borgarfjarðar Gardínur sængur og yfirdýnur 10% afsláttur af hreinsun í nóvember Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1930

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.