Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Side 18

Skessuhorn - 10.11.2004, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 ^>nt.S3unu>w Gangagjald eða ekki, kekkun eða ekki? Guðjón Guðmundsson vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi flutti á dögunum þingsályktunartil- lögu á Alþingi þess efnis að Al- þingi álykti að fela ríkisstjórn- inni að leita leiða til að fella niður eða lækka verulega veg- gjald í Hvalfjarðargöng. Með tillögunni fylgdi traust- ur rökstuðningur og þar kom fram að 42% langtímaskulda Spalar ehf. eru vegna láns sem að íslenska ríkið veitti Speli ehf. Þetta eru nýjar upplýsing- ar í málinu vegna þess að al- menningur hefur staðið í þeirri trú að allar langtímaskuldir Spalar ehf. væru í eigu erlends lánadrottins. Spölur ehf. skuld- ar íslenska ríkinu 2.250. millj- ónir króna en heildarskuldir Spalar ehf. eru 5.353 milljónir króna. Af þessari skuld við rík- ið er líklega um 40% vegna vaxta og verðbóta á lánið. Þá er enn verið að innheimta 14% virðisaukaskatt af gangagjald- inu, en reikna má með, að ári liðnu verði búið að jafna út þann virðisaukaskatt sem að ríkið endurgreiddi til Spalar ehf. vegna framkvæmdanna og að sjálfsögðu á þá að fella nið- ur þennan 14% virðisauka- skatt. Nú þegar eru farnar að heyrast þær raddir að virðis- aukaskatturinn verði ekki felld- ur niður heldur lækkaður ef 14% skattþrepið verði lækkað. Það á alls ekki að tengja þetta saman heldur að fella niður virðisaukaskatt af gangagjald- inu þegar búið er að jafna hlut- ina út. Ef ekki hefði verið ráðist í gerð Hvalfjarðarganga var ljóst að ráðast þurfti í gríðarmiklar endurbætur á veginum fyrir Hvalfjörð og er ekki óvarlegt að ætla að kostnaður við þær endurbætur hefði kostað meira en það sem ríkið lánaði til Spalar ehf. vegna Hvalfjarða- ganganna á sínum tíma. Það er því ljóst að um leið og vegfar- endur eru að greiða niður framkvæmdakostnað við Hval- fjarðargöngin eru þeir jafn- framt að flýta fyrir fram- kvæmdum annars staðar á landinu. Það er því sjálfsögð og eðlileg krafa að ríkið felli niður skuld Spalar ehf. og felli niður innheimtu virðisaukaskatts af gangagjaldinu þegar búið er að jafna út endurgreiðslu virðis- aukaskattsins til Spalar ehf. á sínum tíma. Mér þykir í hæsta máta ó- eðlilegt að greiða þurfi fyrir aðgang að Reykjavíkursvæðinu ef komið er að norðan eða vestan, en þegar komið er að sunnan eða austan þarf ekkert að greiða. Nú er verið að tvö- falda Reykjanesbrautina og er það löngu tímabært. Er það greitt úr ríkissjóði að sjálf- sögðu, en hinsvegar er ljóst að ekki sitja allir við sama borð í þessum efnum. Margoft hafa þau ummæli verið viðhöfð að við sem berj- umst fyrir lækkun gangagjalds- ins höfum vitað að hverju var gengið þegar framkvæmdir við göngin hófust og að það yrði gjaldtaka. Það er rétt en við vissum ekki þá að gerð yrðu göng undir Almannaskarð og göng á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðaríjarðar á kostnað ríkis- sjóðs. Þá stendur til að gera göng um Héðinsfjörð á milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar á kostnað ríkissjóðs. Misskiljið mig ekki, ég er ekki að mæla á móti þessum framkvæmdum heldur að beina sjónum fólks að ákveðnu misrétti sem hefur viðgengist í þessum efnum og því ber að þakka Guðjóni Guð- mundssyni fyrir hans þingsá- lyktunartillögu og um leið að gera þá kröfu til þingmanna Norðvesturkjördæmis sérstak- lega, og einnig annarra þing- manna sem hlynntir eru ganga- gerð, að styðja tillöguna og beita sér fyrir lækkun ganga- gjaldsins af fullum þunga. Benjamín Jósefsson Mannorðsrottur naga nett Það er merkileg tík þessi pólitík var einhvern- tíma sagt og merkilegar reglur þessar samkeppnis- reglur. Spurn- ing dagsins er hins vegar hvort kjara- samningar eru þá ekki brot á sam- keppnisreglum og flokkast undir ólög- legt samráð. Mættu kennarar velta þessari spurningu fyrir sér sé það ekki verkfallsbrot. Daníel Ben, sem ég kann ekki nánari skil á, orti „fyrir margt löngu“ og gæti kannske átt við ein- hverja fyrrverandi forstjóra sem nú eiga náðuga daga: Blendin lund þín ætíb er, allskyns bundin táli, falib blundar fals hjá þér fögru undir máli. Þú átt vinur marga mennt, margt er sem þú getur, fáum hefur Kölski kennt klæki sína betur. Tæpast hefur sá er Rósberg Snædal kvað um verið framarlega í fjármála- heiminum en vísan er góð fyrir því: Margt til skaba sýsla sést sjálfumglaöur trassi. Þykist maöur - þab er verst, þessi spraburbassi. Bjarni frá Gröf orti líka af óþekktu tilefni: Á flestu eru álit tvenn, ab því mœtti grínast. Þab eru býsna margir menn minni en þeir sýnast. Millistjórnendur sem jafnan hafa reynst sínum húsbændum hollir virðast tæpast eiga eins tryggan sess og fyrr- verandi húsbændur þeirra og þó þeir hafi staðið sig vel í núverandi störfum virðist furðu mörgum liggja á að losna við þá þaðan eins og allt sem aflaga hef- ur farið í fjármálum Islendinga á und- anförnum árum sé þeirra sök. Kristján Jónsson frá Hlíðargerði orti: Oft má heyra illa frétt, æsist lyga kvakib. Mannorbsrottur naga nett náungann í bakib. Og Gunnlaugur Hjálmarsson tekur í líkan streng um eina af fyrirrennurum sorpblaðamennsku nútímans: Ein þó sé í anda grönn er þab stabfest saga, Hún er eins og tímans tönn trú í starfi - ab naga. Sigurbjörn Stefánsson hafði þetta að segja um einn karlkyns kollega hennar: Stílabi tjóni störf og skraf, sté á skóna granna. Reif meb klónum ofan af yfirsjónum manna. Leifur Eiríksson horfði sínum augum á mannlífið í kringum sig: Vaba flestir syndasjó, sína lesti bera. Oft eru verstir þeir sem þó þykjast bestir vera. Árið 1956 samþykkti Aiþingi yfírlýs- ingu um endurskoðun hernámssamn- inganna með það fyrir augum að her- inn færi brott sem virðist þó vera nú um stundir einhver mesta hremming sem stjórnmálamenn gætu hugsað sér. Sjálfstæðisflokkurinn mun þó hafa ver- ið andvígur þessari samþykkt og þótti ýmsum það ekki vera í fullu samræmi við nafn flokksins. Þá kvað Egill Jónas- son: íhaldib meb kjafti og kló kjörorb hefur smánab, þyrfti ab fá sér upphafs ó - Ólafur getur lánab! Kristján Olason á Húsavík bætti um betur: Undan hárri árdagssól er á flótta vestur, flokkurinn sem íhald ól, ósjálfstæbis mestur. Snemma á síðustu öld orti Stephan G. Stephansson er honum þótti sem framámenn Islands hefðu brugðist þjóðinni og verður að segjast að betra er að vera laus við að fá svona skeyti: Mannieysib sem íslenskt er, eins mun þangab feta: Þeir sem fyrir sjálfum sér, sér ei trúab geta. Þegar þetta er ritað virðist tvísýnt um líf Yasser Arafat og hefði þó ein- hverntíma þótt líklegra að sá maður yrði ekki sóttdauður. An þess að honum sé líkt við þann sem næsta vísa er ort um má kannske finna vissa samsvörun: Bregbur daubinn banaljá, bœbi daga og nœtur. Nú er Stalín fallinn frá, - fribardúfan grætur. Málfar blaða og fjölmiðlamanna (væntanlega verð ég að teljast sjálfur í þeim hópi) er oft æði skrautlegt og stundum dettur mér í hug hvað gamlir íslenskukennarar mínir hefðu sagt við ýmsu er sést á prenti. Ókunnur höf- undur orti að gefnu tilefni: Fer um landib farsótt ný, finnst ei hennar líki. Bólusetja þyrfti því vib þágufallasýki. Mönnum til Ieiðbeiningar og líknun- ar við þeirri sótt setti Ragnar Ingi Að- alsteinsson saman eftirfarandi leiðbein- ingar. I fyrsta lagi ef móti blæs á lífs- göngunni: Upp á skerin oft mig ber, óljóst hver mun valda, Lífs um frerann leib mín er, - þab langar mér ab halda. Eða þegar brjóst vort barmafyllist af guðdómlegum innblæstri: Hátt nú ber mitt hugarker, „himneskt er ab iifa". Lít ég hér í Ijóbakver, - þá langar mér ab skrifa. Og þessi hentar vel í garðveisluna: Giebjumst vér í garbi hér, glösum ber ab klingja. Séniver oss létti lér, - því langar mér ab syngja. Og svo kvöldar að: Tœmast ker þá kneyfum vér, kœtin fer ab dofna. Leibur gerist iýbur hér, - nú langar mér ab sofna. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.