Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 ..n.v'hH..: Leikskólagjöld á Akranesi til skoðunar Sviðsstjóra menningar- og fræðslusviðs Akraneskaupstaðar hefur verið falið að skoða mögu- leika þess að taka upp lægra gjald í leikskólum bæjarins eftir hádegi, þar sem eftirspurn eftir dagvistar- plássum er ekki eins mikil og fyrir hádegi. Einnig er honum falið að skoða áhrif þess að 5 ára börn fái vistun fyrir hádegi án endurgjalds. Þá var sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að leggja fyrri bæjarráð upp- lýsingar um áhrif þess ef gæsla barna hjá dagmæðrum verði nið- urgreidd þannig að gjald fyrir dag- vistun verði sú sama og almennt gjald fyrir vistun á leikskólum bæj- arins. Umræða hefur verið um breyt- ingar á skipulagi skólamála í land- inu sem hafa munu áhrif á starf- semi grunn- og leikskóla í fram- tíðinni. A vegum Akraneskaup- staðar er unnið að stefnumótun vegna heilsdagsskóla, verið er að skoða stefnu bæjarins í gjaldskrár- málum og unnið er að gerð fjöl- skyldustefnu fyrir kaupstaðinn. A meðan unnið er að þessum málum telur bæjarráð Akraness ekki rétt að taka nú til afgreiðslu almenna tillögu um lækkun leikskólagjalda sem fram kom á fundi bæjarstjórn- ar 12. apríl sl., enda eru leikskóla- gjöld á Akranesi verulega lægri en víðast hvar annars staðar á land- inu. MM/www. akranes. is Oánægja með nýjan samning Eins og við greindum frá í síðasta tölublaði var kjarasamningur starfsmanna Norðuráls við fyrir- tækið samþykktur fyrir skömmu. Atkvæði féllu þannig að 106 voru samþykkir en 102 voru á móti þannig að samningurinn var sam- þykktur með einungis fjögurra at- kvæða mun. 4 seðlar voru ógildir og auðir. Talsverðrar óánægju gætir í hópi þeirra starfsmanna sem voru and- vígir samningnum og snýr hún einkum að breytingu á vaktafyrir- komulagi. Breyting úr núverandi kerfi felst m.a. í að unnið er á tveimur dagvöktum, tveimur næt- urvöktum en síðan er fjögurra daga frí, þannig að unnið er fjóra daga í röð og síðan jafrí margir dagar frí. „Fyrsti dagur í fríi fer að miklu leyti í svefrí. Þar fyrir utan byggir núverandi kerfi á því að menn hafa -alltaf tvær vinnuhelgar í röð og tvær ffíhelgar. I nýja kerfinu fá menn einungis eina heila helgi á átta vikna fresti. Þetta er mikil aft- urför og ekki síst mjög slæmt fyrir helgarpabbana,“ segir einn viðmæl- enda blaðsins sem getur ekki gefið upp nafrí sitt. Annar starfsmaður sem blaðið ræddi við segir að sér finnist starfs- menn Norðuráls hafa verið platað- ir í þessum fyrsta möguleika starfs- manna til að leiðrétta kjör sín frá því fyrsti samningurinn var gerður árið 1998. „Ég hélt að kjörin yrðu samræmd við kjör starfsmanna í samsvarandi iðnaði hér á landi. Ekki einungis höldum við ekki í horfinu við Alcan (ISAL) heldur náum við ekki einu sinni starfs- mönnum Islenska járnblendifélags- ins að kjörum. Eins held ég að það sé einsdæmi að samningar við álík- ar aðstæður séu samþykktir í fyrstu tilraun.“ Sá hinn sami starfsmaður segir að á sinni vakt hafi nokkrir starfsmanna borið sorgarborða í liðinni viku vegna nýja samnings- ins. Hann bætir við: „Mér þykir líka einkennilegt að dagvinnu- starfsmenn skuli greiða atkvæði um vinnufyrirkomulag vaktastarfs- rnanna." Lengra ekki komist án átaka Óánægja starfsmanna var borin tmdir Vilhjálm Birgisson, formann VLFA, en félagið er aðili að samn- ingnum sem um ræðir. „Það er í rauninni slæm niðurstaða að nær helmingur starfsmanna skuli vera óánægður. Vissulega hefðum við viljað fá afdráttarlausari niðurstöðu en þessa, á hvom veginn sem hún hefði orðið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir tillögur um nýtt vakta- fyrirkomulag hafa verið tillögu fyr- irtækisins í kjarasamningsgerðinni. „En engu að síður megum við ekki gleyma því að meirihluti starfs- manna, þó lítill meirihluti sé, sam- þykkti samninginn og þeir menn em ekki að kvarta." Vilhjálmur segir að samningur- inn hafi verið kynntur fyrir öllum starfsmönnum. „Það kom fram sterk óánægja á kynningarfundun- um einkum með vaktafyrirkomu- lagið, en almennt virtust menn sáttari við launaliðinn. Gamli samningurinn frá 1998 var einfald- lega svo slakur að þær hækkanir sem komu núna gera ekkert annað en að jafna kjörin, eða komast uppundur þau, miðað við aðrar verksmiðjur. Það er hinsvegar ljóst að við vomm ekki að ná leiðrétt- ingu til að jafría kjör starfsmanna Isal og það em vissulega vonbrigði en lengra varð ekki komist í þessum áfanga án átaka og við urðum því að leggja þennan samning í dóm starfsmanna. Við megum samt ekki gleyma því að samningurinn er að gefa 25% hækkun á samningstím- anum meðan aðrir samningar í þjóðfélaginu em að gefa 15,8%,“ segir Vilhjálmur að lokum. MM / Arsreikningur Borgarbyggðar 2004: Jalnvægi í rekstri sveitarfélagsins Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2004 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 14. apríl s.l. Meginniðurstaðan er sú að bæjarsjóður var rekinn með tekjuafgangi á árinu 2004. Tekjuaf- gangur fyrir fjármagnsliði var tæp- ar 29 milljónir, en að teknu tilliti til fjármagnsliða var tekjuafgangur upp á tæpar 12 milljónir og var niðurstaðan í samræmi við endur- skoðaða fjárhagsáætlun. Hins veg- ar var halli á rekstri fyrirtækja sveitarfélagsins, félagslegum íbúð- um og veitum, upp á tæpar 13 milljónir. Samantekin ársreikn- ingur fyrir bæjarsjóð og fyrirtæki sveitarfélagsins sýnir því að nei- kvæð afkoma á rekstri Borgar- byggðar var 886 þúsund. Veltufé frá rekstri var 62 millj- ónir eða 5,6% af tekjum og hefur veltufé þrefaldast frá árinu 2002. Skuldir sveitarfélagsins lækkuðu um rúmar 41 milljón á árinu. Líf- eyrisskuldbindingar hækkuðu alls um 66 milljónir. Skuldir og skuld- bindingar á hvern íbúa em því 567 þúsund. Sveitarfélagið fjárfesti fyr- ir 185 milljónir á árinu 2004. Söluhagnaður af eignasölu nam 68 milljónum. Eigið fé sveitarfélags- ins breyttist ekki á milli ára og er 137 þúsund á hvern íbúa. „Við lítum þannig á að það sé jafrívægi í rekstri sveitarfélagins," segir Páll Brynjarsson bæjarstjóri. „Það hefur verið mikil uppbygging hér að undanförnu og ekki útlit fyrir annað en að hún haldi áffam. Það má nefna sem dæmi að á síð- asta ári vom tekjur af gatnagerðar- gjöldum nærri þrefalt hærri en á- ætlun gerði ráð fyrir og miðað við eftirspurn eftir lóðum þá er bjart framundan á þeim vettvangi." GE Þórhallur á Laugalandi kjörinn formaður SG Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda var haldinn á Flúðum sl. föstudag. A fríndinum komu tveir nýir menn inn í stjórn. Mikið var rætt um skýrslu stjómar og ekki síst um birtingu upplýsinga úr að- lögunarsamningi ríkisins sem gerð- ur var við garðyrkjuna. Nokkur hiti var í fundarmönnum þegar þeir ræddu m.a. um úthlutun fjár til vömþróunar og markaðsmála. A fundinum bauð Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi sig fram gegn sitjandi formanni, Helga Jóhannessyni ffá Garði í Hrunamannhreppi. Hafði Þórhallur betur, hlaut 46 atkvæði á móti 23 atkvæðum Helga. Auk Þórhalls er nýr maður í stjórn Bergvin Jóhannsson og er hann fulltrúi kartöflubænda. Aðrir í stjóm em Gísli Jóhannsson, sem situr þar fyrir blómabændur, Frið- rik Rúnar Friðriksson, sem er full- trúi grænmetisbænda og Vernharð- ur Gtmnarsson sem situr í stjóm fyrir hönd garðplöntuframleið- enda. Þórhallur sagði í samtali við Skessuhorn að Samband garðyrkju- bænda hefði verið án ffamkvæmda- stjóra um nokkra hríð og nú væri unnið að því að finna hæfan ein- stakling til að gegna starfinu. „Við erum byrjaðir að vinna í rafimagns- málum garðyrkjunnar en hún er án samnings við raforkusala," sagði Þórhallur. „Ég mun fyrst í stað ein- beita mér að því að láta hjól sam- bandsins fara að snúast á nýjan leik effir nokkuð stopp. Vissulega var þetta átakafundur og talsverður hiti í inönnum og mikil undiralda, en það þótti mikilvægt að stokka upp því sambandið er mikilvægt til að sinna víðtækri hagsmunagæslu fyrir stéttina. Ég er meðvitaður um að einhverjir aðilar hyggist kæra ffam- kvæmd kosningarinnar m.a. vegna ágreinings um umboð sem menn höfðu á fundinum. En ég vona að menn sýni skynsemi og fari að vinna saman ffemur en að standa í skærum,“ segir Þórhallur. MM Hildur Vala á Skaganum Síminn hélt sl. laugardag heilmikla jjölskylduhdtíi á Akranesi. I boði voruýmis skemmtiatriöi einkum fyrir yngri kynslóíina svo sem sundlaugarpartý fyrir 14-16 ára, danskennsla, trúðar, Birta og Bárður og ýmislegt fleira. Sá gestanna sem mesta athygli vakti var nýkrýnd ldolstjama, Hildur Vala. Hér sést hún gefa nokkrum <est- um aðdáendum eiginhandaráritanir. MM/ Ljósm. Hilmar. Herra og ungfrú Arnardalur Arshátíð Amardals og efstu bekkja grunnskólanna fórfram fóstudaginn 8. apríl með pomp og prakt eins og greint var frá í síðasta blaði. Hátindur kvöldsins var krýnitig á herra og ungfrú Amardal. Það eru þau Haraldur Haraldsson og Asgerður Hlynsdóttir sem bera þann eftirsótta titil í ár. ALS /

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.