Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 15. tbl. 8. árg. 20. aprfl 2005 - Kr. 300 í lausasölu Sjávarfallavirkjun í Hvammsfirði? Fyrirtækið Straumey hefur sent fyrirspum til Dalabyggðar vegna hugmynda um sjávarfallavirkjun í landi Straums við mynni Hvammsíjarðar í Breiða- firði. I erindi Straumeyjar kemur fram að rannsókn- ir sem gerðar hafa verið lofi góðu. Fyrirtældð óskar eftir afstöðu Dalabyggðar til fyrirhugaðra fram- kvæmda. Sveitarstjóm Dalabyggðar tók vel í erindið en vís- ar á Breiðafjarðamefnd varðandi það hvort fyrirhug- aðar framkvæmdir samrýmist lögum um vemd fjarð- arins og vemdaráætlun Breiðafjarðar. GE Erlend stúlka les best Síðstliðin fimmtudag var lokahátíð Stóra upplestr- arkeppninnar á Snæfellsnesi og var hún að þessu sinni haldin í Stykkishólmskirkju. Þar komu fram bestu „lesaramir" úr grannskólunum á Snæfellsnesi og lásu þeir upp úr bók Guðrúnar Helgadóttur, Oðravísi dagar auk tveggja ljóða. Þau sem þóttu skara ffarn úr vora Alexandra Geraimova úr Grund- arfirði sem varð í fyrsta sæti, Hilma Jónsdóttir úr Snæfellsbæ sem varð í öðra sæti og Dagfriður Osk Gunnarsdóttir úr Grandarfirði sem varð í því þriðja. Arangur Alexöndra vekur sérstaka athygli þar sem hún hefur einimgis búið hér á landi í 2 ár en þrátt fyr- ir það hristi hún af sér 8 aðra keppendur af öllu Snæ- fellsnesi. Sannkölluð hvunndagshetja þar á ferð. GE Akranes brátt tengt leiðakerfi Strætó? Eins og áður hefur komið ffarn í Skessuhomi hef- ur verið sterkur vilji á Akranesi fyrir því að tengja leiðakerfi Strætó bs. í Reykjavík við Akranes með ferðum þangað. Nú liggur fyrir af hálfu Strætó bs. vilji til að Akraneskaupstaður gerist aðili að byggða- samlagi með stofriframlagi og geri tilraunasamning til 3ja ára um að Strætó sjái um akstur almennings- bíla á milli Akraness og Mosfellsbæjar með viðkomu á Kjalamesi. Þannig geta íbúar á Akranesi í nánustu ffamtíð og jafrivel strax í haust tengst kerfi almenn- ingssamgangna Reykjavíkursvæðisins. Ferðatíðni skv. þessari hugmynd era 81 ferð á viku og yrði heildarkostnaður 17,4 milljónir á ári fyrir Akraneskaupstað. Gert er ráð fyrir að farþegar mtmi njóta sömu kjara og almennir farþegar sem nota strætó á höfuðborgarsvæðinu og eiga möguleika á sömu afsláttarkjöram og í boði era á hverjum tíma. Fyrir liggur einnig að fulltrúar samgönguráðuneytis- ins og Vegagerðarinnar hafa lýst yfir vilja sínum til að semja við Akraneskaupstað um útfærslu á sérleyfi til Akraness. Bæjarráð Akraness samþykkti á fúndi sín- um 14. apríl sl. að fela bæjarritara og formanni at- vinnumálanefridar að ganga til samninga um málið. MM Þessi myndarlegi selur breiðraði um sig á gömlu steinbryggjunni við Brákarsund í Borgamesi á mánudagskvöld og dró að sér mikla athygli. Töldu viðstaddir þetta vari urta sem valið hefði sérþennan stað til að kœpa. Skessuhom hefur hinsvegar ekki upplýsingar um hvort íbúum Borgamess fjölgaði þama um kvöldið. Stefiit að sameiningu þriggja verkalýðsfélaga Valur, Hörður og Verkalýðsfélag Borgarness í eina sæng? Formenn Verkalýðsfélags- ins Harðar í Hvalfirði, Verka- lýðsfélagsins Vals í Dalabyggð og Verkalýðsfélags Borgar- ness hafa ákveðið að leggja það til við stjórnir félaga sinna og aðalfundi 2005 að stefnt skuli að sameiningu félaganna þriggja. Tillögur formannanna era á þann veg að þeir hefji undir- búning að sameiningu að loknum aðalfundum félag- anna nú í vor. Frá og með 1. febrúar 2006 starfi stjórnirnar saman og verði sameining samþykkt á aðalfundum félag- anna árið 2006 verði haldinn stofnfundur nýs verkalýðsfé- lags sem spanni allt félags- svæði núverandi félaga. Miðað er við að því ferli verði lokið eigi síðar en 31. maí 2006. I sameiginlegri fréttatil- kynningu frá Sveini Hálfdán- arsyni formanni Verkalýðsfé- lags Borgarness, Kristínu Ar- mannsdóttur, formanni Harð- ar og Kristjáni Jóhannssyni, formanni Vals segir m.a: „Það er mat okkar að æskilegt sé að stækka og styrkja verkalýðsfé- lögin í landinu. Með stórbætt- um samgöngum, af öllu tagi, eigi ekkert að vera því til fyr- irstöðu að sameining geti eflt og styrkt þjónustu við félags- menn þessara þriggja félaga. Atvinnulíf á stafssvæðum fé- laganna er á margan hátt svip- að: Almennur iðnaður, stór- iðja, byggingariðnaður, mat- vælaiðnaður, verslun, ferða- þjónusta, opinber þjónusta og landbúnaður. Ætti það einnig að auðvelda fyrirhugaða sam- einingu.“ Þá segjast formennirnir einnig vonast til þess að sem flestir félagsmenn eigi eftir að koma að vinnu við undirbún- ing sameiningar. GE fðflCMOTÖWÍil ^ííícagotowh' Tilboö 20 Chicago Town American pizzur Verð mn 258 Camembert 150gr Samkaup I úrval Hollensk jarðarber 200gr Grindavík • Hafnarfjöröur • Njarövík • ísafjöröur • Akureyri • Dalvik • Siglufjöröur • Ólafsfjörður • Húsavík • Egilsstaóir • Selfoss • Borgarnes • Blönduós • Skagaströnd • Bolungarvik

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.