Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 23
 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 23 •v Samið við Hjört og Pál Skagamenn hafa komist að sam- komulagi við Pái Gísla Jónsson um að hann leiki með liðinu í sum- ar en hann hefur síðustu tvö sum- ur leikið með Breiðbliki í Kópavogi. Þá hefur ÍA framlengt samning við Hjört Hjartarson og klæðist hann því gulu peysunni þegar hann kemur heim í vor en hann dvelur sem kunnugt er við nám í Banda- ríkjunum hvar hann hefur skorað drjúgt í bandarísku háskóladeild- inni í vetur. GE Stórsigur Skaga- kvenna Skagastúlkurnar byrja vel í deild- arbikarkeppninni í knattspyrnu hvar þær leika í B deild. Eftir jafn- tefli gegn Keflavík í fyrsta leik mættu þær gulu Þrótti í síðustu viku og unnu stórsigur 8 - 0. Þær Hallbera Guðný Gísladóttir, Thelma Ýr Gylfadóttir og Karitas Hrafns Elvarsdóttir skoruðu allar tvö mörk hvor og þær Ingunn Dögg Eiríksdóttir og Sigríður Jóns- dóttir settu hann einu sinni inn hvor. Næsti leikur ÍA ergegn HKA/íkingi á föstudag. GE Skagamenn mæta Finnum Skagamenn mæta finnska liðinu Inter Turku í Inter Toto keppninni í sumar. Liðið var stofnað árið 1990 og endaði í fjórða sæti í finnsku deildinni á síðasta ári sem mun vera besti árangur liðsins til þessa. GE ÍA áfram Síðasti leikur Skagamanna í 1. riðli deildarbikarkeppninnar í knatt- spyrnu fer fram á Fylkisvelli gegn Árbæingum á fimmtudag. Liðið er í þriðja sæti riðilsins en hefur þegar tryggt sér þátttökurétt í 8 liða úr- slitum. Átta liða úrslitin fara síðan fram 26. og 27. apríl n.k. GE Fyrsta tapið Víkingar hafa byrjað ágætlega í deildarbikarkeppninni í vor og hafa unnið þrjá af fjórum fyrstu leikjun- um og tapað einum. Síðastliðinn sunnudag töpuðu Víkingar fyrir Víði í Garði 1 -Oen viku áður sigr- uðu þeir KFS 2 - 0 með mörkum frá Eyþóri Páli Ásgeirssyni og Jónasi Gesti Jónassyni. GE Björn til Heeren- veen? Hollenska úrvalsdeildarliðið Heer- enveen hafa að undanförnu sýnt mikinn áhuga á því að fá ungan og efnilegan leikmann ÍA, Björn Jóns- son í sínar raðir. Björn er fæddur 1990 og ieikur með 3. flokki ÍA og er hann af mörgum talinn meðal efnilegustu knattspyrnumanna landsins. Björn hefur tvisvar heim- sótt félagið og kemur til greina að hann fari til Heerenveen strax í sumar eftir því sem fram kemur á heimasíðu KFÍA. Ef af því verður þá verður Björn yngsti atvinnu- maður íslands frá upphafi. Annar ungur og efnilegur Skaga- maður er fyrir hjá Heerenveen, Arnór Smárason, 17 ára en hann gekk til liðs við Hollendingana á síðasta ári. GE Keilufréttir frá Akranesi Dagana 1. - 10. apríl sl. var haldið Evrópumeistaramót ung- linga í keilu. Skagamenn áttu það tvo fulltrúa, þá Magnús Sigurjón Guðmundsson KFA og Andri Már Ólafsson KFR, ættaðan af Akra- nesi. Magnús lenti í 58. sæti og Andri í 91. sæti á einstaklingsvísu af alls 141 þátttakendum í drengjaflokki. Aðrir í íslenska landsliðinu voru þeir Hafþór Harðarson KFR, Bjarni Páll Jak- obson KFR, Róbert Dan Sigurðs- son ÍR og Jón Ingi Ragnarsson ÍR. Firmakeppni í keilu er nýafstað- in og í flokki án forgjarar sigruðu 3. árið í röð Vélsmiðja Ólafs R Guðjónssonar. í flokki með forgjöf sigraði Trésmiðjan Kjölur C-lið. Þessi keppni er nú orðinn fastur punktur í vetrarlífi bæjarins og mörg fyrirtæki eru einnig með fasta æfingatíma allan veturinn. Lokahóf og verðlaunaafhending fór svo fram í Keilusalnum og á Café Mörk 8. apríl síðastliðinn. Eldriborgarar eru með fasta tíma 2svar í viku og nú stendur yfir hin árlega meistarakeppni hjá þeim. Úrslit verða leikin í næstu viku. Deildarkeppni keilunnar hefur gengið vel í vetur. Spiluðu tvö lið í 1. deild karla og eitt lið í kvenna- deildinni og eru konurnar í 6. sæti af 8. Hægt er að fara inn á slóðina keila.is og skoða þar stöðu liða og einstaklinga. Unglingarnir hafa verið að keppa bæði á einstaklingsvísu og í liðakeppni og hafa krakkarnir okkar skipað sér í verðlaunasæti í einhverjum flokki í öllum keppn- um. Keiluvertíðinni fer að Ijúka og verður salurinn lokaður frá júní til ágúst nema fyrir hópapantanir. JM Grundarfjarðarkonur sigursælar í blaki í síðustu viku var héraðsmót HSH í blaki kvenna haldið í Stykkishólmi. Keppt var í tveimur riðlum og í A riðli sigraði lið Umf Grundarfjarðar, í öðru sæti varð Reynir Hellissandi og í því þriðja varð Víkingur í Ólafsvík. í B riðli sigraði B iið Reynis, í öðru sæti varð B1 lið Grund- firðinga og í því þriðja varð B2 lið hinna sömu. Það er því óhætt að segja að Grundarfjarðar- konur hafi komið í Hólminn séð og farið með sigur af Hólmi ef svo má að orði komast. GE Grundfirsk blakkvendi í sigurvímu. Tilfærsla verkefna samhliða auknum fjár- stuðningi Bæjarráð Akraness hefur stað- fest nýjan samning við íþrótta- bandalag Akraness sem hefur það markmið að efla tengsl bæj- arins og ÍA „íþví skyni að íþrótta- starf á Akranesi verði áfram þrótt- mikið, æsku bæjarins til heilla," eins og segir í samningnum. Sér- stök áhersla er lögð á forvarnar- og uppeldismál íþrótta og aukna samvinnu skóla og íþróttahreyf- ingarinnar. Samningurinn gerir m.a. ráð fyrir að aukinn verðir fjárhagslegur stuðningur Akra- neskaupstaðar við ÍA með veru- legu auknu fjárframlagi til styrktar aðildarfélögum ÍA og annarra frjálsra æskulýösfélaga vegna kostnaðar af leiðbeinendastarfi, þjálfurum og vegna ferða, þannig að árlegt framlag aukist úr 3,4 milljónum á árinu 2005 í 6 millj- ónir árið 2006, 7,5 m.kr. árið 2007, 8,5 m.kr. árið 2008 og 10 m.kr. árið 2009. Einnig er gert ráð fyrir að ÍA taki að sér nokkur verkefni á gildis- tíma samningsins, þ.e. umsjón með viðburðum á Jónsmessu, framkvæmd Þrettándabrennu og kjöri fþróttamanns Akraness og umsjón með gönguferðum fyrir almenning undir kjörorðinu „Göngum til heilbrigðis.“ Þá er fjallað um í samningnum að til loka ársins 2009 muni Akranes- kaupstaður vinna ákveðnum verkefnum á sviði fþróttamála, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 15.júní2004, á samningstímabil- inu, þ.e. þyggingu fjölnota íþrótta— húss á Jaðarsbökkum, byggingu innisundlaugar og endurbygg- ingu potta og rennibrautarsvæðis á Jaðarsbökkum þannig að svæðið verði allt árið um kring á- kjósanlegt fyrir sundkennslu, sundæfingar, afþreyingar og heilsubótar. Stækkun stúku á Jaðarsbakkavelli í samræmi við reglur UEFA og KSÍ eru meðal verkefna, bygging nauðsynlegrar búningsaðstöðu, þjónusturýmis og aðstöðu fyrir líkamsrækt og loks verður gerður framkvæmda- samningur við Golfklúbbinn Héraðsmót UMSB innanhúss Héraðsmót UMSB var haldið laugardaginn 16. apríl sl. Yfir 90 keppendur tóku þátt á mótinu og kepptu í langstökki án at- rennu, hástökki með og án at- rennu og kúluvarpi. Bestum ár- angri náði Bergþór Jóhannes- son Umfennafélagi Staf- holtstungna. Hann bætti sitt eigið Borgarfjarðarmet í kúlu- varpi pilta 13-14 ára þegar hann kastaði 15,46 m. Á einu ári hef- ur hann bætt árangur sinn um 2,5 metra sem er frábær árang- ur. Verðlaun skiptust þannig á mótinu að Umf. íslendingur hlaut 12 gull, 8 silfur og 9 brons, Umf. Stafholtstungna fékk 7 gull, 6 silfur og 5 brons, Umf. Skallagrímur fékk 5 gull, 4 silfur og 6 brons, Umf. Reykdæla fékk 7 gull og 6 silfur, Umf. Dagrenn- ing fékk 2 gull og 2 silfur og Umf. Bifröst fékk eitt gull, eitt silfur og eitt brons. TJ ^f-ot^aílaM ~0 estultan) 2005 Skráning viðburð a á "Á döfinni" Þeim sem standa fyrir viðburðum af einhverju tagi á Vesturlandi nk. sumar, svo sem mannamótum eða íþróttahátíðum af einhverju tagi, er bent á að skrá þessa viðburði í viðburðadagatal okkar á vef Skessuhorns, www.skessuhorn.is Vegna útgáfu Ferðablaðsins Vesturland 2005, sem kemur út fyrripart maímánaðar, er nauðsynlegt að skrá viðburði sem fyrst, eða í síðasta lagi 26. apríl nk. Þeir viðburðir sem þá verða skráðir á netið komast sjálfkrafa í viðburðadagatal sumarsins í Ferðablaðinu. *~=J-iaðiiagt sumat/ k

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.