Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 Forel^lrar nemenda í FVA óttast um unglinga á leiðinni milli Akraness og Borgamess I hávaðaroki undir Hafharfjalli Sérleyfishafi og skólameistari segja eins varlega farið og mögulegt sé Þótt snjóar hafi ekki torveldað mjög samgöngur á Vesturlandi í vetur frekar en undanfarna vetur hefur veðrið annað slagið haft á- hrif á samgöngur. Nokkrum sinn- um í vetur hefur leiðin fyrir Hafn- arfjall verið torsótt vegna vinda og fyrir hálfum mánuði var veginum m.a. lokað um tíma vegna veðurs. Meðal þeirra sem þurfa daglega að fara fyrir Hafharfjall eru þeir nemendur Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi sem búsettir eru í Borgarnesi en Sæmundur Sig- mundsson sérleyfishafi annast akstur þeirra til og frá skóla. Að sögn Rósu Jennadóttur í Borgar- nesi sem á dóttur í skólanum hefur hún og fleiri foreldrar áhyggjur af öryggi barna sinna í þessum ferð- um þegar veður gerast válynd og hefur hún óskað eftir því að skól- inn setji mótaðar reglur um hvenær fella skuli niður ferðir. „A þriðjudegi fyrir um hálfum mánuði voru krakkarnir í rúma tvo tíma á leiðinni frá Akranesi til Borgarness og þá var lagt af stað þótt það kæmi fram á upplýsingaskilti Vega- gerðarinnar við Akranes að það væri stórhríð undir fjallinú.'' Skömmu eftir að rútan fór af stað var björgunarsveitin kölluð út og mér skilst að það sé ekki gert nema aðstæður séu orðnar verulega slæmar," segir Rósa. Hún segir hinsvegar að sér vitanlega hafi ekki orðið óhapp í þessum ferðum en ekki sé ástæða til að bíða effir því. „Við foreldrarnir berum ábyrgð á þessum krökkum og manni er náttúrulega ekki sama um að vita af þeim í vitlausu verði. Skóla- stjórnendur hljóta líka að bera á- byrgð og þeir geta ekki varpað henni yfir á bflstjórana þótt þeim sé örugglega vel treystandi. Það vantar hinsvegar einhvern ramma til að vinna eftir líkt og mér skilst Sviptivindasamt getur orðið á milli Akraness og Borgamess, hér má sjá rútu á hvolfi eftir rútuslys undir Akrafalli sl. haust. að sé hjá Landmælingum en þeirra starfsmenn sem búa utan Akraness eru taldir löglega afsakaðir ef vind- hraði á þeirra leið og aðrar aðstæð- ur fara upp fyrir ákveðin mörk. Eg hef verið að kalla eftir því að ein- hverjar sambærilegar reglur væru settar fyrir Fjölbraut en það hefur ekki borið árangur ennþá.“ Erfitt að setja reglur I samtali við Skessuhorn stað- festi Hörður Helgason skólameist- ari FVA að engin viðmið væru til um hvenær ferðir væru felldar nið- ur. „Eg skil vel áhyggjur foreldra og krakkanna líka því það er ekki gaman að vera á ferð í bfl í vondum veðrum. Það er hinsvegar erfitt að meta hvenær er ófært og hvenær ekki og við höfum lagt það í hend- ur bflstjóranna sem við teljum að séu best til þess fallnir. Við höfum hinsvegar rætt um það að framveg- is muni bflstjórar hafa samráð við skólayfirvöld og aðra aðila eins og lögreglu og Vegagerð ef upp koma vafaatriði varðandi færð og fyrir næsta skólaár verða settar skrifleg- ar reglur hvað það varðar. Eg tek það hinsvegar fram að ég treysti Sæmundi og hans mönnum marma best til að meta aðstæður hverju sinni því þeir þekkja þetta best,“ segir Hörður. Hann bætir því við að ef upp komi aðstæður þar sem fresta þarf heimferð um lengri eða skemmri tíma þá séu skýrar reglur um það að vel sé séð um krakkana og þeim útvegaður næturstaður ef á þurfi að halda. Varðandi tilfellið sem fyrr er gedð um þar sem ferðin tók tvo tíma segir Hörður að sam- kvæmt sínum upplýsingum hafi engin hætta verið þar á ferðum. Ohappalaust Sæmundur Sigmundsson, sem annast flutning nemenda FVA milli Borgarness og Akraness segir að ekki sé hikað við að seinka ferð- um eða leggja þær niður ef veður- útlit sé slæmt. „Eg er búinn að vera í þessum ferðum í tuttugu ár og hef oft lagt niður ferðir en sloppið áfallalaust hingað tíl. Það er hins- vegar ekki einfalt að meta hvenær sé óhætt að fara og hvenær ekki því oft skellur á leiðindaveður fyrir- varalaust og þá er kannski orðið of seint að snúa við. Við leggjum mikla áherslu á öryggið og notum m.a. öflugan og þungan bfl í þess- ar ferðir til að mæta því ef vindur- inn er mikill. Það er hinsvegar ljóst að það gerir sér enginn að leik að æða út í vitlaust veður með fullan bíl af börnum eða unglingum þannig að við tökum okkar hlut- verk mjög alvarlega,“ segir Sæ- mundur. PISTILL GÍSLA Affarartálmum Kunningi minn einn ágætur þjáðist af heyofnæmi sem er kannski ekki í frásögu fær- andi þar jsem það er mjög algengur sjúkdóm- ur og að sama skapi hvimleiður því margir þurfa að umgangast þessa fæðu þótt þeir neitd hennar ekki sjálfir. Sjúkdómseinkennin eru yfirleitt þannig að sjúklingurinn öðlast kvef og kláða og fer gjarnan yfir landsmeðaltal í líkamshita svo fátt eitt sé talið. Hjá kunningja mínum voru einkennin allt öðruvísi. I hans tilfelli var sjúkdómurinn nefhilega ekki líkamlegur heldur miklu ffem- ur andlegur. Orsökin var heldur ekki bein snerting við sjúkdómsvaldinn heldur miklu fremur ótti við slíka snertingu. Þegar heyskapur var í nánd setti að honum þunglyndi mikið þannig að hann var ekki mönnum sinnandi og ágerðist sóttin eftir því sem nálgaðist slátt en megnið af sumrinu var hann í hinu versta heyskapi. Rénaði honum ekki sóttin fyrr en hann var búinn að safiia að sér þvílíkum mannskap til verksins að ekki voru mörg strá fyrir hvern starfskraft. Þetta sannar það í enn eitt skiptið að marg- ar hindranir eru fyrst og fremst andlegar og þær eru kannski sínu verstar. Það hvarflaði að mér vegna þess að ég hef tekið eftir því að ein slík hindrun hér á Vesturlandi þvælist fyrir mörgum en það er vegurinn fyrir Hafharfjall. Víst er um það að annað veifið gerast veður válynd á þessum slóðum og fyrir kemur að leiðin verður ófær með öllu um skamma hríð vegna vinda eða snjóa. Það eru reyndar ekki margir dagar en duga þó til þess að búa til þennan andlega farartálma. Ekki bætir heldur úr skák að eftir hvert einasta skipti þá er leið- in undir Hafnarfjall vörðuð með hestakerrum eða álíka ílátum sem menn æða með út í veð- ur og vind. Ekki svo að skilja að ég skil mætavel áhyggj- ur þeirra sem þurfa að fara undir hið alræmda Hafiiarfjall í vitlausu veðri eða vita af sínum nánustu í þannig aðstæðum. Burtséð frá því að ég vil náttúrulega vita af mínum nánustu í eldhúsinu eða þvottahúsinu en það er hinsvegar önnur saga og kemur málinu ekki beint við. Málið er hinsvegar það að í hugum fólks, ekki síst þeirra sem búa annarsstaðar á land- inu, er vegurinn undir Hafnarfjall eitthvert versta veðravíti þessa heims. Eg þurfti hins- vegar að fara nokkra daga í röð milli Borgar- ness og Selfoss og á þeirri leið var versti kafl- inn Hellisheiðin sem af einhverjum ástæðum hefur ekki á sér sömu ímynd. Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar mað- ur þarf að fara á milli staða þá eru það hvorki aðstæður né ökutækin sem vega þyngst held- ur hugarfarið. Gísli Einarsson, hugarfari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.